Umfjöllun, myndir og viðtöl: Tyrkland - Ísland 111-102 | Mögnuð frammistaða en tap í framlengingu Óskar Ófeigur Jónsson í Berlín skrifar 10. september 2015 21:00 Logi Gunnarsson fagnar með áhorfendum eftir leik. Vísir/Valli Ísland var ótrúlega nálægt sínum fyrsta sigri á stórmóti í fimmta og síðasta leik sínum á Evrópumótinu í Berlín en íslensku strákarnir enduðu eftirminnilegt Evrópumót með níu stiga tapi á móti Tyrkjum í kvöld, 111-102. Tyrkir þurftu framlengingu til að vinna íslenska liðið eftir að Logi Gunnarsson jafnaði metin 1,2 sekúndum fyrir leikslok með mögnuðum þristi. Tyrkir voru bara of sterkir í framlengingunni og tryggðu sér 9 stiga sigur með því að vinna hana, 20-11. Frábær frammistaða hjá íslensku strákunum sem stigu einu skrefi lengra en þeir hafa gert áður og fengu fimm bónusmínútur á frábæru móti. Íslensku strákarnir voru oft búnir að tala um þennan draumaskotleik og hann datt heldur betur inn í þessum leik. Íslenska liðið skoraði alls 17 þriggja stiga körfur í leiknum og komst yfir hundrað stigin í fyrsta sinn á stórmóti. Það voru margir að spila frábærlega en mestu munaði þó um framlag Jakobs Arnar Sigurðarsonar og Loga Gunnarssonar af bekknum. Jakob skoraði 22 stig og Logi var með 16 stig. Haukur Helgi Pálsson skoraði 18 stig í leiknum og Jón Arnór Stefánsson var með 14 stig og 8 stoðsendingar. Íslenska liðið náði nokkrum sinnum forystunni á upphafsmínútum leiksins í kjölfar þess að Jón Arnór Stefánsson náði glæsilegri fjögurra stiga sókn. Jón Arnór smellti þá niður þristi í hraðaupphlaupi og fékk víti að auki sem hann nýtti. Hann kom Íslandi þá í 7-6 forystu. Ísland var síðan 14-12 yfir þegar Tyrkir náðu svaka spretti undir forystu bandarísk-tyrkneska leikstjórnandans Ali Muhammed. Á skammri stundu voru Tyrkir komnir níu stigum yfir, 24-15. Tyrkir voru síðan sjö stigum yfir eftir fyrsta leikhlutann, 29-22. Íslensku strákarnir hertu þá vörnina og Logi Gunnarsson átti frábæra innkomu í leikinn í bæði vörn og sókn. Haukur Helgi Pálsson kveikti síðan í íslenska liðinu með frábærri troðslu í upphafi annars leikhluta og eftir þriggja mínútna súper kafla íslensku strákanna voru þeir komnir fjórum stigum yfir, 35-31. Íslenska vörnin náði hverju stoppinu á fætur öðru og strákarnir voru duglegir að keyra upp völlinn og skora áður en Tyrkir voru búnir að stilla almennilega upp. Eftir þriggja mínútna leik var staðan í öðrum leikhlutanum því 13-2 fyrir Ísland og íslensku strákarnir voru búnir að setja niður sjö þriggja stiga körfur. Íslenska liðið náði mest fimm stiga forystu í öðrum leikhlutanum en líkt og í leikjunum á undan þá fóru hlutirnar að ganga verr undir lok annars leikhluta. Tyrkir snéru við leiknum á stuttum tíma en nú áttu íslensku strákarnir svar og þeir komu sterkir inn undir lok hálfleiksins. Haukur Helgi Pálsson endaði síðan fyrri hálfleikinn á glæsilegum þristi rétt áður en klukkan rann út. Haukur jafnaði þar með metin í 47-47 og sá til þess að í fyrsta sinn var Ísland ekki undir í hálfleik á Evrópumótinu. Ísland var þegar búið að vera yfir í tæpar sjö mínútur í fyrri hálfleiknum. Tyrkir byrjuðu seinni hálfleikinn betur en íslensku strákarnir náðu aftur að jafna metin og liðin voru að skiptast á að hafa forystuna. Tyrkir höfðu hinsvegar þá Ali Muhammed og Semih Erden í feiknaformi og þeir hjálpuðu Tyrkjum að komast átta stigum yfir, 70-62. Jón Arnór Stefánsson endaði þriðja leikhlutann á því að setja niður þriggja stiga flautukörfu og minnka muninn í sjö stig, 74-67, fyrir lokaleikhlutann. Jakob Örn Sigurðarson og Haukur Helgi Pálsson settu síðan báðir þrist í upphafi fjórða leikhluta og aftur munaði bara þremur stigum. Íslenska liðið var nú að hitta úr opnum þriggja stiga skotum en gekk illa að verjast Tyrkjum inn í teig sem voru með tíðar áætlunarferðir á vítalínuna. Strákarnir létu samt ekki vaða yfir sig og Jakob Örn Sigurðarson fór á kostum í sókninni á þessum kafla. Hann var hreinlega óstöðvandi. Tyrkir náðu þó aftur fimm stiga forystu en viljinn og krafturinn í íslensku strákunum var of mikill til að leyfa Tyrkjunum að taka þetta frá þeim. Íslenska liðið vann sig aftur inn í leikinn og Logi Gunnarsson jafnaði metin í 91-91 með magnaðri þriggja stiga körfu. Tyrkir náðu ekki að svara á þeirri 1,2 sekúndum sem voru eftir og því varð að framlengja leikinn. Tyrkir voru of sterkir í framlengingunni og unnu hana sannfærandi. Það breytti ekki því að frammistaðan var mögnuð og allir íslensku leikmennirnir gátu gengið mjög stolltir af velli.Vísir/ValliHlynur: Höfum gert þetta saman að ótrúlegri lífsreynslu Hlynur Bæringsson, fyrirliði íslenska landsliðsins, var hálfklökkur þegar hann hitti blaðamann eftir allan sönginn og gæsahúðarmómentin með íslenska stuðningsfólkinu inn í sal. „Þetta er nánast ólýsanlegt og þetta er bara partý. Þetta er búin að vera ótrúleg vika og við og þetta fólk sem kom til að styðja okkur höfum gert þetta saman að ótrúlegri lífsreynslu," sagði Hlynur eftir leikinn á móti Tyrklandi sem tapaðist reyndar í framlengingu en það er ekki hægt að kalla íslensku strákana annað en sigurvegara. „Ég mun eiga þessar stundir í kollinum á meðan ég er á lífi. Á meðan eitthvað er eftir í kollinum á mér þá mun ég muna eftir þessum stundum hér í Berlín. Stundum er lífið gott og það er búið að vera það þessa viku," sagði Hlynur. Hlynur var með 12 stig, 8 fráköst og 3 stoðsendingar í leiknum en hann hitti úr 5 af 9 skotum sínum. „Ég er eiginlega bara búinn að gleyma leiknum og það móment er bara farið. Það er auðvitað svekkjandi að hafa tapað en hugurinn er allt annars staðar. Þetta var tilfinningarússibani en þeir eru sterkir og kláruðu þetta," sagði Hlynur. „Þetta er fyrsta skrefið. Við erum búnir að hafa góðar fyrirmyndir í þessu eins og fótbolta- og handboltalandsliðin. Núna fengum við að taka fyrsta skrefið okkar og erum komnir inn á okkar fyrsta mót. Nú verður það kannski næsta kynslóð sem nær þessum fyrsta sigri," sagði Hlynur. Er þetta endastöð hjá Hlyni með landsliðinu? „Það getur vel verið. Ég veit það ekki. Ég hræðist það svolítið þegar þetta er allt búið. Nú fer maður bara í hversdagshjakkið. Það getur vel verið að ég komi aftur en þetta er orðið svolítið tímafrekt," sagði Hlynur. „Þetta er engin kvöð fyrir mig og ótrúlega gaman. Það eina sem er að maður er mikið frá fjölskyldunni. Annars er alltaf gaman að koma í landsliðið og það þarf svo sem ekki að pína mig," sagði Hlynur að lokum.Vísir/ValliLogi: Ég tróð mér inná í lokin Logi Gunnarsson átti mjög flottan leik á móti Tyrkjum í kvöld en hann kom með 16 stig af bekknum og hitti úr 4 af 5 þriggja stiga skotum sínum. Logi Gunnarsson tryggði meðal annars íslenska liðinu framlengingu með frábæru skoti 1,2 sekúndum fyrir leikslok. „Ég tróð mér eiginlega inn á völlinn. Ég togaði í þjálfarana og sagði: Þurfið þið ekki að hafa einn í viðbót sem getur skotið þriggja stiga. Þeir sögð: Jú, jú, komdu, komdu," sagði Logi hlæjandi eftir leikinn. „Ég tróð mér þarna inn og svo fékk ég skot og setti það. Það er svo sem ekkert annað en að gera en að setja þessi skot ofan í þegar maður fær þau," sagði Logi. „Það er magnað að vera í framlengingu á móti svona sterku liði sem er búið að vera í úrslitum á HM. Það er ótrúlegt hjá okkur að vera í leik á móti þeim og geta unnið hann. Þeir voru síðan bara of góðir í lokin. Þeir eru með þessa stærð og orkan var kannski farin hjá okkur að geta barist við þá," sagði Logi. „Við börðumst við þá í 41 mínútu en svo var þetta bara of erfitt," sagði Logi. Logi og Jakob komu saman með 38 stig af bekknum og sá til þess að íslenski bekkurinn vann þann tyrkneska 44-33. „Við höfum verið byrjunarliðsmenn í þessu liði í mörg ár og tökum því bara þegar við komum inná og reynum að hjálpa liðinu eins og við getum. Við höfum gert það alltaf og gerðum það í dag," sagði Logi. Logi hefur spilað marga rosalega leiki á ferlinum en í hvaða sæti er þessi leikur hjá honum? „Þessi er ábyggilega í topp þremur á ferlinum. Þess vegna vildi maður vilja vinna hann en svona er þetta," sagði Logi sem gat ekki falið þreytuna eftir fimmta leikinn á sex dögum. „Núna fer ég og hvíli mig aðeins enda laskaður. Ætli ég hvíli mig ekki tvær til þrjár vikur enda þarf ég að ná mér af meiðslum og svona," sagði Logi sem vill ekki gefa neitt strax út um framhaldið. „Ég ætla að bíða og sjá hvaða lið fara með okkur í undankeppnina næst. Þetta er svo gaman að mig langar að prófa þetta aftur. Ég held að ég sé ekkert hættur alveg strax," sagði Logi að lokum.Vísir/ValliMartin: Ætla að taka sex Evrópumót í viðbót áður en ég hætti Martin Hermannsson stóð sig frábærlega með íslenska körfuboltalandsliðnu á Evrópumótinu í Berlín en hann var með 6 stig og 3 stoðsendingar á móti Tyrkjum í kvöld. „Stuðningurinn og upplifunin að fá að vera inn á vellinum og spila fyrir framan þetta fólk og á móti svona sterku liði. Þetta var alveg geggjað," sagði Martin eftir leikinn. Tyrkir voru oft við það að ætla að fara að stinga íslenska liðið af en strákarnir komu alltaf til baka. „Ég á eiginlega ekki orð yfir okkur. Ég hef aldrei séð svona góða frammistöðu hjá íslensku körfuboltaliði á ævinni. Maður ímyndar sér að ef við hefðum verið í einhverjum öðrum riðli með liðum sem við hefðum getað unnið með svona spilamennsku. Þá hefðum við kannski verið komnir áfram í sextán liða úrslit. Það hefði verið rosalegt," sagði Martin. „Við höfum bætt okkur rosalega. Að sjá muninn á okkur frá því að ég byrjaði í landsliðinu fyrir þremur árum. Skilningurinn og hvað menn eru kokhraustir og tilbúnir að spila á móti þessum risaþjóðum og standa í þeim. Það er magnað," sagði Martin. Hann dansaði oft í kringum tveggja metra mennina í mótinu og skoraði margar smekklegar körfur. „Ég er búinn að vinna vel í þessum "flóter" og það er eins gott að nýta hann," sagði Martin sem skoraði þrjár flottar körfur á móti Tyrkjum. Martin sér fram á bjarta framtíð hjá íslenska körfuboltalandsliðinu. „Ég ætla að taka kannski sex Evrópumót í viðbót áður en ég hætti," sagði Martin léttur en verður hann þá ekki að sannfæra "gömlu" karlanna um að halda áfram. „Við skiptum um hné hjá Jóni, Logi er "forever young" og við erum því í góðum málum. Ég ætla að byrja á því að taka áratug í viðbót og svo sjáum við til," sagði Martin hress að lokum.Vísir/ValliJón Arnór: Eftir svona mót vill maður ekkert hætta Jón Arnór Stefánsson stóð fyrir sínu þegar íslenska körfuboltalandsliðið tapaði með níu stiga mun, 111-102, fyrir Tyrklandi eftir framlengdan leik á Evrópumótinu í Berlín í kvöld. „Þetta var svaka spennandi leikur og þristurinn hjá Loga í lokin var rosalegur. Við fengum gott framlag frá öllum í dag og höfum vaxið með hverjum leiknum í þessu móti. Við erum orðnir helvíti góðir og höfum tekið stór skref fram á við. Það var ótrúlega gaman að taka þátt í þessu,“ sagði Jón Arnór eftir leik. Logi Gunnarsson mun sennilega ekki gleyma þessum leik í bráð en Njarðvíkingurinn setti niður ævintýralegan þrist einni sekúndu fyrir lok venjulegs leiktíma og jafnaði metin í 91-91 og tryggði íslenska liðinu þar með framlengingu. „Ég held alltaf að skotið fari niður þegar hann skýtur,“ sagði Jón Arnór um þristinn ótrúlega hjá Loga. „Það var ekkert öðruvísi þarna, þetta var ekkert nema net,“ bætti Jón Arnór við. Stór kjarni landsliðsins er búinn að spila lengi saman og kominn á fertugsaldurinn. Eru kynslóðaskipti framundan í íslenska liðinu? „Það eru kynslóðaskipti framundan, það vita það allir. Við eigum ekkert mikið eftir í þessu en það væri frábært að komast á annað stórmót. Það væri algjör draumur og ætti að vera markmiðið okkar - að halda okkur á stóra sviðinu. „Við eldri leikmennirnir þurfum að taka slaginn áfram. Það er svo gaman að taka þátt í þessu. Eftir svona mót vill maður ekkert hætta,“ sagði Jón Arnór sem var hrærður yfir stuðningnum sem íslensku strákarnir fengu á mótinu. „Það var ótrúlegt móment,“ sagði Jón Arnór en íslensku stuðningsmennirnir brustu í fjöldasöng eftir að leik lauk. „Það féllu tár hjá nokkrum uppi í stúku og maður var klökkur. Þetta eru miklar tilfinningar, allt fólkið manns er hérna. Maður er búinn að fá jákvæð viðbrögð og það er mikið stolt í gangi,“ sagði Íþróttamaður ársins 2014 að lokum.Tweets by @VisirEM2015 vísir/valli EM 2015 í Berlín Tengdar fréttir Enginn í Berlín hefur tekið fleiri sóknarfráköst en Hlynur Hlynur Bæringsson, fyrirliði íslenska körfuboltalandsliðsins, hefur verið öflugur í sóknarfráköstunum í fyrstu fjórum leikjum íslenska liðsins á Evrópumótinu en hann hefur tekist flest sóknarfráköst í B-riðlinum. 10. september 2015 13:00 Bara þrjár þjóðir hafa skorað fleiri þrista í einum leik á EM Íslenska körfuboltalandsliðið skoraði ellefu þriggja stiga körfur í tapleiknum á móti Spáni í gær en það var einn besti þrista-leikurinn hjá einu liði á Evrópumótinu í ár. 10. september 2015 15:00 Ísland á 60% af "gömlu“ körlunum Íslenska karlalandsliðið spilaði í gær fjórða leik sinn á fimm dögum á Evrópumótinu í körfubolta. Mikið álag er á íslenska liðinu sem er það elsta í B-riðlinum 10. september 2015 06:00 Arnar: Besti maður Íslands á þessu móti eru stuðningsmennirnir Arnar Guðjónsson, annar aðstoðarþjálfara íslenska landsliðsins, var ánægður með frammistöðu strákanna í gær þrátt fyrir tap á móti Spáni en hann segir strákanna vera ákveðna í að koma ekki heim án sigurs. 10. september 2015 16:30 Haukur: Erum með bestu áhorfendur sem hægt er að hugsa sér Haukur Helgi Pálsson var þakklátur fyrir stuðninginn á Eurobasket en hann segir strákana vera ákveðna í að vinna leikinn í dag til þess að verðlauna stuðningsmenn liðsins eftir frábæran stuðning í fyrstu fjórum leikjum liðsins. 10. september 2015 15:30 Strákarnir þurfa að stíga Tyrki út í kvöld Ísland leikur lokaleik sinn á Eurobasket í kvöld gegn Tyrklandi en Tyrkirnir hafa tekið flest sóknarfráköst á mótinu hingað til. Hafa leikmenn tyrkneska landsliðsins tekið niður að meðtali 14,5 sóknarfrákast í leik. 10. september 2015 16:00 Hörður Axel: Ætlum að koma út úr þessu móti með sigur "Við ætlum að reyna að koma út úr þessu móti með sigur. Við gefum allt í þennan leik gegn Tyrkjum og það er ekki morgundagur eftir morgundaginn. Nú getum við keyrt okkur alveg gjörsamlega út," segir Hörður Axel. 10. september 2015 11:00 Mest lesið Uppgjörið: Holland - Ísland 27-25 | Hetjuleg frammistaða gegn einu besta liði heims Handbolti Þórir fær ekki keppnisleyfi fyrir tvo af leikmönnum sínum á EM Handbolti Ákall á forsíðu stórblaðsins: Bjargið leikmanninum Fótbolti Uppgjörið: Höttur - KR 85-88 | Lipur sókn skilaði KR sigri á Hetti Körfubolti Kærður fyrir ofbeldi gegn syni sínum Sport Jenas missir annað starf Fótbolti Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 109-99 | Tveir reknir úr húsi í hörkuleik Körfubolti Elín vinsælasta stelpan á ballinu: „Get talað öll tungumálin sem ég kann“ Handbolti Uppgjörið: ÍR - Valur 84-83 | Dramatískur sigur nýliðanna Körfubolti Heimaleikur Íslands fer fram á Spáni Fótbolti Fleiri fréttir Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 109-99 | Tveir reknir úr húsi í hörkuleik „Við viljum að þetta verði ævintýri“ Uppgjörið: Keflavík - Grindavík 96-104 | Mortensen kláraði Keflvíkinga Uppgjörið: Höttur - KR 85-88 | Lipur sókn skilaði KR sigri á Hetti Leik lokið: ÍR - Valur 84-83 | Dramatískur sigur nýliðanna Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 74-93 | Haukar enn í leit að fyrsta sigrinum Finnskur landsliðsmaður til Keflavíkur Martin: Ætlaði alltaf að verða ungur faðir eins og pabbi sinn Botnliðið fær landsliðsmann Aþena lagði Grindavík Haukar voru betri í dag Uppgjörið: Haukar - Keflavík 100-83 | Þægilegur Haukasigur í stórleiknum „Mikilvægasti sigur í sögu íslensks körfubolta“ Aðalkeppinautar Íslands um sæti á EM skoruðu ótrúlega körfu Umboðsmaðurinn sérstaki sem kom með fyrstu Kananna til landsins Tvær tvöfaldar þrennur í sigrum Tindastóls og Þórs Akureyrar „Þessi deild er bara þannig að það er ekkert gefins“ Uppgjörið: Njarðvík - Valur 77-67 | Grænar unnið fimm í röð Albert sá sögulegan sigur strákana okkar og Martin stríddi Ítölum Vaknaði með harðsperrur: „Þetta var bara stórkostlegt“ Stærstu sigrar íslenska körfuboltalandsliðsins í gegnum tíðina Baldur galdraði fram vörnina sem sló Ítalina kalda Elvar: Við erum kannski bara svona skemmtilega vitlausir Kristinn: Við vorum geggjaðir Uppgjörið: Ítalía - Ísland 74-81 | Strákarnir sóttu sigur í gin ljónsins Lögmál leiksins: „Leifur, ertu með glósur?“ Dwayne Lautier á leið í aðgerð og verður frá í 6-8 vikur Sneri aftur í landsliðið í fyrsta sinn eftir að hafa misst nýrað Kallaði dómarann tík og rúmlega það LaMelo Ball í 50-stiga klúbbinn Sjá meira
Ísland var ótrúlega nálægt sínum fyrsta sigri á stórmóti í fimmta og síðasta leik sínum á Evrópumótinu í Berlín en íslensku strákarnir enduðu eftirminnilegt Evrópumót með níu stiga tapi á móti Tyrkjum í kvöld, 111-102. Tyrkir þurftu framlengingu til að vinna íslenska liðið eftir að Logi Gunnarsson jafnaði metin 1,2 sekúndum fyrir leikslok með mögnuðum þristi. Tyrkir voru bara of sterkir í framlengingunni og tryggðu sér 9 stiga sigur með því að vinna hana, 20-11. Frábær frammistaða hjá íslensku strákunum sem stigu einu skrefi lengra en þeir hafa gert áður og fengu fimm bónusmínútur á frábæru móti. Íslensku strákarnir voru oft búnir að tala um þennan draumaskotleik og hann datt heldur betur inn í þessum leik. Íslenska liðið skoraði alls 17 þriggja stiga körfur í leiknum og komst yfir hundrað stigin í fyrsta sinn á stórmóti. Það voru margir að spila frábærlega en mestu munaði þó um framlag Jakobs Arnar Sigurðarsonar og Loga Gunnarssonar af bekknum. Jakob skoraði 22 stig og Logi var með 16 stig. Haukur Helgi Pálsson skoraði 18 stig í leiknum og Jón Arnór Stefánsson var með 14 stig og 8 stoðsendingar. Íslenska liðið náði nokkrum sinnum forystunni á upphafsmínútum leiksins í kjölfar þess að Jón Arnór Stefánsson náði glæsilegri fjögurra stiga sókn. Jón Arnór smellti þá niður þristi í hraðaupphlaupi og fékk víti að auki sem hann nýtti. Hann kom Íslandi þá í 7-6 forystu. Ísland var síðan 14-12 yfir þegar Tyrkir náðu svaka spretti undir forystu bandarísk-tyrkneska leikstjórnandans Ali Muhammed. Á skammri stundu voru Tyrkir komnir níu stigum yfir, 24-15. Tyrkir voru síðan sjö stigum yfir eftir fyrsta leikhlutann, 29-22. Íslensku strákarnir hertu þá vörnina og Logi Gunnarsson átti frábæra innkomu í leikinn í bæði vörn og sókn. Haukur Helgi Pálsson kveikti síðan í íslenska liðinu með frábærri troðslu í upphafi annars leikhluta og eftir þriggja mínútna súper kafla íslensku strákanna voru þeir komnir fjórum stigum yfir, 35-31. Íslenska vörnin náði hverju stoppinu á fætur öðru og strákarnir voru duglegir að keyra upp völlinn og skora áður en Tyrkir voru búnir að stilla almennilega upp. Eftir þriggja mínútna leik var staðan í öðrum leikhlutanum því 13-2 fyrir Ísland og íslensku strákarnir voru búnir að setja niður sjö þriggja stiga körfur. Íslenska liðið náði mest fimm stiga forystu í öðrum leikhlutanum en líkt og í leikjunum á undan þá fóru hlutirnar að ganga verr undir lok annars leikhluta. Tyrkir snéru við leiknum á stuttum tíma en nú áttu íslensku strákarnir svar og þeir komu sterkir inn undir lok hálfleiksins. Haukur Helgi Pálsson endaði síðan fyrri hálfleikinn á glæsilegum þristi rétt áður en klukkan rann út. Haukur jafnaði þar með metin í 47-47 og sá til þess að í fyrsta sinn var Ísland ekki undir í hálfleik á Evrópumótinu. Ísland var þegar búið að vera yfir í tæpar sjö mínútur í fyrri hálfleiknum. Tyrkir byrjuðu seinni hálfleikinn betur en íslensku strákarnir náðu aftur að jafna metin og liðin voru að skiptast á að hafa forystuna. Tyrkir höfðu hinsvegar þá Ali Muhammed og Semih Erden í feiknaformi og þeir hjálpuðu Tyrkjum að komast átta stigum yfir, 70-62. Jón Arnór Stefánsson endaði þriðja leikhlutann á því að setja niður þriggja stiga flautukörfu og minnka muninn í sjö stig, 74-67, fyrir lokaleikhlutann. Jakob Örn Sigurðarson og Haukur Helgi Pálsson settu síðan báðir þrist í upphafi fjórða leikhluta og aftur munaði bara þremur stigum. Íslenska liðið var nú að hitta úr opnum þriggja stiga skotum en gekk illa að verjast Tyrkjum inn í teig sem voru með tíðar áætlunarferðir á vítalínuna. Strákarnir létu samt ekki vaða yfir sig og Jakob Örn Sigurðarson fór á kostum í sókninni á þessum kafla. Hann var hreinlega óstöðvandi. Tyrkir náðu þó aftur fimm stiga forystu en viljinn og krafturinn í íslensku strákunum var of mikill til að leyfa Tyrkjunum að taka þetta frá þeim. Íslenska liðið vann sig aftur inn í leikinn og Logi Gunnarsson jafnaði metin í 91-91 með magnaðri þriggja stiga körfu. Tyrkir náðu ekki að svara á þeirri 1,2 sekúndum sem voru eftir og því varð að framlengja leikinn. Tyrkir voru of sterkir í framlengingunni og unnu hana sannfærandi. Það breytti ekki því að frammistaðan var mögnuð og allir íslensku leikmennirnir gátu gengið mjög stolltir af velli.Vísir/ValliHlynur: Höfum gert þetta saman að ótrúlegri lífsreynslu Hlynur Bæringsson, fyrirliði íslenska landsliðsins, var hálfklökkur þegar hann hitti blaðamann eftir allan sönginn og gæsahúðarmómentin með íslenska stuðningsfólkinu inn í sal. „Þetta er nánast ólýsanlegt og þetta er bara partý. Þetta er búin að vera ótrúleg vika og við og þetta fólk sem kom til að styðja okkur höfum gert þetta saman að ótrúlegri lífsreynslu," sagði Hlynur eftir leikinn á móti Tyrklandi sem tapaðist reyndar í framlengingu en það er ekki hægt að kalla íslensku strákana annað en sigurvegara. „Ég mun eiga þessar stundir í kollinum á meðan ég er á lífi. Á meðan eitthvað er eftir í kollinum á mér þá mun ég muna eftir þessum stundum hér í Berlín. Stundum er lífið gott og það er búið að vera það þessa viku," sagði Hlynur. Hlynur var með 12 stig, 8 fráköst og 3 stoðsendingar í leiknum en hann hitti úr 5 af 9 skotum sínum. „Ég er eiginlega bara búinn að gleyma leiknum og það móment er bara farið. Það er auðvitað svekkjandi að hafa tapað en hugurinn er allt annars staðar. Þetta var tilfinningarússibani en þeir eru sterkir og kláruðu þetta," sagði Hlynur. „Þetta er fyrsta skrefið. Við erum búnir að hafa góðar fyrirmyndir í þessu eins og fótbolta- og handboltalandsliðin. Núna fengum við að taka fyrsta skrefið okkar og erum komnir inn á okkar fyrsta mót. Nú verður það kannski næsta kynslóð sem nær þessum fyrsta sigri," sagði Hlynur. Er þetta endastöð hjá Hlyni með landsliðinu? „Það getur vel verið. Ég veit það ekki. Ég hræðist það svolítið þegar þetta er allt búið. Nú fer maður bara í hversdagshjakkið. Það getur vel verið að ég komi aftur en þetta er orðið svolítið tímafrekt," sagði Hlynur. „Þetta er engin kvöð fyrir mig og ótrúlega gaman. Það eina sem er að maður er mikið frá fjölskyldunni. Annars er alltaf gaman að koma í landsliðið og það þarf svo sem ekki að pína mig," sagði Hlynur að lokum.Vísir/ValliLogi: Ég tróð mér inná í lokin Logi Gunnarsson átti mjög flottan leik á móti Tyrkjum í kvöld en hann kom með 16 stig af bekknum og hitti úr 4 af 5 þriggja stiga skotum sínum. Logi Gunnarsson tryggði meðal annars íslenska liðinu framlengingu með frábæru skoti 1,2 sekúndum fyrir leikslok. „Ég tróð mér eiginlega inn á völlinn. Ég togaði í þjálfarana og sagði: Þurfið þið ekki að hafa einn í viðbót sem getur skotið þriggja stiga. Þeir sögð: Jú, jú, komdu, komdu," sagði Logi hlæjandi eftir leikinn. „Ég tróð mér þarna inn og svo fékk ég skot og setti það. Það er svo sem ekkert annað en að gera en að setja þessi skot ofan í þegar maður fær þau," sagði Logi. „Það er magnað að vera í framlengingu á móti svona sterku liði sem er búið að vera í úrslitum á HM. Það er ótrúlegt hjá okkur að vera í leik á móti þeim og geta unnið hann. Þeir voru síðan bara of góðir í lokin. Þeir eru með þessa stærð og orkan var kannski farin hjá okkur að geta barist við þá," sagði Logi. „Við börðumst við þá í 41 mínútu en svo var þetta bara of erfitt," sagði Logi. Logi og Jakob komu saman með 38 stig af bekknum og sá til þess að íslenski bekkurinn vann þann tyrkneska 44-33. „Við höfum verið byrjunarliðsmenn í þessu liði í mörg ár og tökum því bara þegar við komum inná og reynum að hjálpa liðinu eins og við getum. Við höfum gert það alltaf og gerðum það í dag," sagði Logi. Logi hefur spilað marga rosalega leiki á ferlinum en í hvaða sæti er þessi leikur hjá honum? „Þessi er ábyggilega í topp þremur á ferlinum. Þess vegna vildi maður vilja vinna hann en svona er þetta," sagði Logi sem gat ekki falið þreytuna eftir fimmta leikinn á sex dögum. „Núna fer ég og hvíli mig aðeins enda laskaður. Ætli ég hvíli mig ekki tvær til þrjár vikur enda þarf ég að ná mér af meiðslum og svona," sagði Logi sem vill ekki gefa neitt strax út um framhaldið. „Ég ætla að bíða og sjá hvaða lið fara með okkur í undankeppnina næst. Þetta er svo gaman að mig langar að prófa þetta aftur. Ég held að ég sé ekkert hættur alveg strax," sagði Logi að lokum.Vísir/ValliMartin: Ætla að taka sex Evrópumót í viðbót áður en ég hætti Martin Hermannsson stóð sig frábærlega með íslenska körfuboltalandsliðnu á Evrópumótinu í Berlín en hann var með 6 stig og 3 stoðsendingar á móti Tyrkjum í kvöld. „Stuðningurinn og upplifunin að fá að vera inn á vellinum og spila fyrir framan þetta fólk og á móti svona sterku liði. Þetta var alveg geggjað," sagði Martin eftir leikinn. Tyrkir voru oft við það að ætla að fara að stinga íslenska liðið af en strákarnir komu alltaf til baka. „Ég á eiginlega ekki orð yfir okkur. Ég hef aldrei séð svona góða frammistöðu hjá íslensku körfuboltaliði á ævinni. Maður ímyndar sér að ef við hefðum verið í einhverjum öðrum riðli með liðum sem við hefðum getað unnið með svona spilamennsku. Þá hefðum við kannski verið komnir áfram í sextán liða úrslit. Það hefði verið rosalegt," sagði Martin. „Við höfum bætt okkur rosalega. Að sjá muninn á okkur frá því að ég byrjaði í landsliðinu fyrir þremur árum. Skilningurinn og hvað menn eru kokhraustir og tilbúnir að spila á móti þessum risaþjóðum og standa í þeim. Það er magnað," sagði Martin. Hann dansaði oft í kringum tveggja metra mennina í mótinu og skoraði margar smekklegar körfur. „Ég er búinn að vinna vel í þessum "flóter" og það er eins gott að nýta hann," sagði Martin sem skoraði þrjár flottar körfur á móti Tyrkjum. Martin sér fram á bjarta framtíð hjá íslenska körfuboltalandsliðinu. „Ég ætla að taka kannski sex Evrópumót í viðbót áður en ég hætti," sagði Martin léttur en verður hann þá ekki að sannfæra "gömlu" karlanna um að halda áfram. „Við skiptum um hné hjá Jóni, Logi er "forever young" og við erum því í góðum málum. Ég ætla að byrja á því að taka áratug í viðbót og svo sjáum við til," sagði Martin hress að lokum.Vísir/ValliJón Arnór: Eftir svona mót vill maður ekkert hætta Jón Arnór Stefánsson stóð fyrir sínu þegar íslenska körfuboltalandsliðið tapaði með níu stiga mun, 111-102, fyrir Tyrklandi eftir framlengdan leik á Evrópumótinu í Berlín í kvöld. „Þetta var svaka spennandi leikur og þristurinn hjá Loga í lokin var rosalegur. Við fengum gott framlag frá öllum í dag og höfum vaxið með hverjum leiknum í þessu móti. Við erum orðnir helvíti góðir og höfum tekið stór skref fram á við. Það var ótrúlega gaman að taka þátt í þessu,“ sagði Jón Arnór eftir leik. Logi Gunnarsson mun sennilega ekki gleyma þessum leik í bráð en Njarðvíkingurinn setti niður ævintýralegan þrist einni sekúndu fyrir lok venjulegs leiktíma og jafnaði metin í 91-91 og tryggði íslenska liðinu þar með framlengingu. „Ég held alltaf að skotið fari niður þegar hann skýtur,“ sagði Jón Arnór um þristinn ótrúlega hjá Loga. „Það var ekkert öðruvísi þarna, þetta var ekkert nema net,“ bætti Jón Arnór við. Stór kjarni landsliðsins er búinn að spila lengi saman og kominn á fertugsaldurinn. Eru kynslóðaskipti framundan í íslenska liðinu? „Það eru kynslóðaskipti framundan, það vita það allir. Við eigum ekkert mikið eftir í þessu en það væri frábært að komast á annað stórmót. Það væri algjör draumur og ætti að vera markmiðið okkar - að halda okkur á stóra sviðinu. „Við eldri leikmennirnir þurfum að taka slaginn áfram. Það er svo gaman að taka þátt í þessu. Eftir svona mót vill maður ekkert hætta,“ sagði Jón Arnór sem var hrærður yfir stuðningnum sem íslensku strákarnir fengu á mótinu. „Það var ótrúlegt móment,“ sagði Jón Arnór en íslensku stuðningsmennirnir brustu í fjöldasöng eftir að leik lauk. „Það féllu tár hjá nokkrum uppi í stúku og maður var klökkur. Þetta eru miklar tilfinningar, allt fólkið manns er hérna. Maður er búinn að fá jákvæð viðbrögð og það er mikið stolt í gangi,“ sagði Íþróttamaður ársins 2014 að lokum.Tweets by @VisirEM2015 vísir/valli
EM 2015 í Berlín Tengdar fréttir Enginn í Berlín hefur tekið fleiri sóknarfráköst en Hlynur Hlynur Bæringsson, fyrirliði íslenska körfuboltalandsliðsins, hefur verið öflugur í sóknarfráköstunum í fyrstu fjórum leikjum íslenska liðsins á Evrópumótinu en hann hefur tekist flest sóknarfráköst í B-riðlinum. 10. september 2015 13:00 Bara þrjár þjóðir hafa skorað fleiri þrista í einum leik á EM Íslenska körfuboltalandsliðið skoraði ellefu þriggja stiga körfur í tapleiknum á móti Spáni í gær en það var einn besti þrista-leikurinn hjá einu liði á Evrópumótinu í ár. 10. september 2015 15:00 Ísland á 60% af "gömlu“ körlunum Íslenska karlalandsliðið spilaði í gær fjórða leik sinn á fimm dögum á Evrópumótinu í körfubolta. Mikið álag er á íslenska liðinu sem er það elsta í B-riðlinum 10. september 2015 06:00 Arnar: Besti maður Íslands á þessu móti eru stuðningsmennirnir Arnar Guðjónsson, annar aðstoðarþjálfara íslenska landsliðsins, var ánægður með frammistöðu strákanna í gær þrátt fyrir tap á móti Spáni en hann segir strákanna vera ákveðna í að koma ekki heim án sigurs. 10. september 2015 16:30 Haukur: Erum með bestu áhorfendur sem hægt er að hugsa sér Haukur Helgi Pálsson var þakklátur fyrir stuðninginn á Eurobasket en hann segir strákana vera ákveðna í að vinna leikinn í dag til þess að verðlauna stuðningsmenn liðsins eftir frábæran stuðning í fyrstu fjórum leikjum liðsins. 10. september 2015 15:30 Strákarnir þurfa að stíga Tyrki út í kvöld Ísland leikur lokaleik sinn á Eurobasket í kvöld gegn Tyrklandi en Tyrkirnir hafa tekið flest sóknarfráköst á mótinu hingað til. Hafa leikmenn tyrkneska landsliðsins tekið niður að meðtali 14,5 sóknarfrákast í leik. 10. september 2015 16:00 Hörður Axel: Ætlum að koma út úr þessu móti með sigur "Við ætlum að reyna að koma út úr þessu móti með sigur. Við gefum allt í þennan leik gegn Tyrkjum og það er ekki morgundagur eftir morgundaginn. Nú getum við keyrt okkur alveg gjörsamlega út," segir Hörður Axel. 10. september 2015 11:00 Mest lesið Uppgjörið: Holland - Ísland 27-25 | Hetjuleg frammistaða gegn einu besta liði heims Handbolti Þórir fær ekki keppnisleyfi fyrir tvo af leikmönnum sínum á EM Handbolti Ákall á forsíðu stórblaðsins: Bjargið leikmanninum Fótbolti Uppgjörið: Höttur - KR 85-88 | Lipur sókn skilaði KR sigri á Hetti Körfubolti Kærður fyrir ofbeldi gegn syni sínum Sport Jenas missir annað starf Fótbolti Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 109-99 | Tveir reknir úr húsi í hörkuleik Körfubolti Elín vinsælasta stelpan á ballinu: „Get talað öll tungumálin sem ég kann“ Handbolti Uppgjörið: ÍR - Valur 84-83 | Dramatískur sigur nýliðanna Körfubolti Heimaleikur Íslands fer fram á Spáni Fótbolti Fleiri fréttir Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 109-99 | Tveir reknir úr húsi í hörkuleik „Við viljum að þetta verði ævintýri“ Uppgjörið: Keflavík - Grindavík 96-104 | Mortensen kláraði Keflvíkinga Uppgjörið: Höttur - KR 85-88 | Lipur sókn skilaði KR sigri á Hetti Leik lokið: ÍR - Valur 84-83 | Dramatískur sigur nýliðanna Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 74-93 | Haukar enn í leit að fyrsta sigrinum Finnskur landsliðsmaður til Keflavíkur Martin: Ætlaði alltaf að verða ungur faðir eins og pabbi sinn Botnliðið fær landsliðsmann Aþena lagði Grindavík Haukar voru betri í dag Uppgjörið: Haukar - Keflavík 100-83 | Þægilegur Haukasigur í stórleiknum „Mikilvægasti sigur í sögu íslensks körfubolta“ Aðalkeppinautar Íslands um sæti á EM skoruðu ótrúlega körfu Umboðsmaðurinn sérstaki sem kom með fyrstu Kananna til landsins Tvær tvöfaldar þrennur í sigrum Tindastóls og Þórs Akureyrar „Þessi deild er bara þannig að það er ekkert gefins“ Uppgjörið: Njarðvík - Valur 77-67 | Grænar unnið fimm í röð Albert sá sögulegan sigur strákana okkar og Martin stríddi Ítölum Vaknaði með harðsperrur: „Þetta var bara stórkostlegt“ Stærstu sigrar íslenska körfuboltalandsliðsins í gegnum tíðina Baldur galdraði fram vörnina sem sló Ítalina kalda Elvar: Við erum kannski bara svona skemmtilega vitlausir Kristinn: Við vorum geggjaðir Uppgjörið: Ítalía - Ísland 74-81 | Strákarnir sóttu sigur í gin ljónsins Lögmál leiksins: „Leifur, ertu með glósur?“ Dwayne Lautier á leið í aðgerð og verður frá í 6-8 vikur Sneri aftur í landsliðið í fyrsta sinn eftir að hafa misst nýrað Kallaði dómarann tík og rúmlega það LaMelo Ball í 50-stiga klúbbinn Sjá meira
Enginn í Berlín hefur tekið fleiri sóknarfráköst en Hlynur Hlynur Bæringsson, fyrirliði íslenska körfuboltalandsliðsins, hefur verið öflugur í sóknarfráköstunum í fyrstu fjórum leikjum íslenska liðsins á Evrópumótinu en hann hefur tekist flest sóknarfráköst í B-riðlinum. 10. september 2015 13:00
Bara þrjár þjóðir hafa skorað fleiri þrista í einum leik á EM Íslenska körfuboltalandsliðið skoraði ellefu þriggja stiga körfur í tapleiknum á móti Spáni í gær en það var einn besti þrista-leikurinn hjá einu liði á Evrópumótinu í ár. 10. september 2015 15:00
Ísland á 60% af "gömlu“ körlunum Íslenska karlalandsliðið spilaði í gær fjórða leik sinn á fimm dögum á Evrópumótinu í körfubolta. Mikið álag er á íslenska liðinu sem er það elsta í B-riðlinum 10. september 2015 06:00
Arnar: Besti maður Íslands á þessu móti eru stuðningsmennirnir Arnar Guðjónsson, annar aðstoðarþjálfara íslenska landsliðsins, var ánægður með frammistöðu strákanna í gær þrátt fyrir tap á móti Spáni en hann segir strákanna vera ákveðna í að koma ekki heim án sigurs. 10. september 2015 16:30
Haukur: Erum með bestu áhorfendur sem hægt er að hugsa sér Haukur Helgi Pálsson var þakklátur fyrir stuðninginn á Eurobasket en hann segir strákana vera ákveðna í að vinna leikinn í dag til þess að verðlauna stuðningsmenn liðsins eftir frábæran stuðning í fyrstu fjórum leikjum liðsins. 10. september 2015 15:30
Strákarnir þurfa að stíga Tyrki út í kvöld Ísland leikur lokaleik sinn á Eurobasket í kvöld gegn Tyrklandi en Tyrkirnir hafa tekið flest sóknarfráköst á mótinu hingað til. Hafa leikmenn tyrkneska landsliðsins tekið niður að meðtali 14,5 sóknarfrákast í leik. 10. september 2015 16:00
Hörður Axel: Ætlum að koma út úr þessu móti með sigur "Við ætlum að reyna að koma út úr þessu móti með sigur. Við gefum allt í þennan leik gegn Tyrkjum og það er ekki morgundagur eftir morgundaginn. Nú getum við keyrt okkur alveg gjörsamlega út," segir Hörður Axel. 10. september 2015 11:00