Floyd Mayweather sigraði Conor í 10. lotu Pétur Marinó Jónsson skrifar 27. ágúst 2017 05:53 Vísir/Getty Risa boxbardagi Floyd Mayweather og Conor McGregor olli ekki vonbrigðum. Bardaginn var skemmtilegur en Mayweather stóð uppi sem sigurvegari. Conor McGregor byrjaði vel en þetta var hans fyrsti atvinnubardagi í hnefaleikum. Conor vann fyrstu þrjár loturnar á meðan Floyd Mayweather gerði lítið. Floyd beið hins vegar bara átekta og sótti í sig veðrið þegar á leið bardagann. Conor þreyttist og þreyttist við hverja lotu sem leið og gaf Floyd honum engan tíma til að ná andanum. Í 8. og 9. lotu virtist þetta bara vera tímaspursmál hvenær Floyd myndi rota Conor. Conor stóð öll högg Floyd af sér en var ekkert að ógna og virtist bara vera að lifa af enda orðinn örþreyttur. Eftir rúma mínútu í 10. lotu hafði dómarinn séð nóg og stöðvaði bardagann. Floyd Mayweather nældi sér í sinn 50. sigur á ferlinum og hans 27. sigur eftir rothögg. Báðir hrósuðu hvor öðrum eftir bardagann en Floyd sagði að Conor hefði verið mun betri en hann bjóst við. Floyd Mayweather lofaði því að hann væri endanlega hættur og mun ekki snúa aftur í hringinn. Óvíst er hver næstu skref hjá Conor McGregor munu verða en ljóst að hann getur borið höfuðið nokkuð hátt eftir bardagann. Margir boxsérfræðingar höfðu spáð því að Conor yrði gerður að aðhlátursefni í hringnum með Floyd en svo var svo sannarlega ekki. MMA Tengdar fréttir Gunnar: Conor klárar Mayweather með rothöggi Gunnar Nelson telur að Conor McGregor sé bardagamaður sem henti Floyd Mayweather illa. Hann óttast ekki að illa fari fyrir sínum manni þó að Írinn muni þurfa að fara í tólf lotu bardaga gegn einum besta hnefaleikakappa sögunnar. 25. ágúst 2017 06:00 Búrið: Floyd plataði alla Bardagi þeirra Conor McGregor og Floyd Mayweather er í brennidepli í Búrinu sem er á dagskrá Stöðvar 2 Sport klukkan 21.00 í kvöld. 24. ágúst 2017 18:30 Khan: Þetta gæti orðið síðasti bardagi McGregor Breski boxarinn Amir Khan segir að bardagi Conor McGregor og Floyd Mayweather gæti orðið sá síðasti fyrir Írann. 26. ágúst 2017 22:00 Boxreynsla Conor McGregor Stærsti bardagaviðburður ársins fer fram í nótt þegar Conor McGregor mætir Floyd Mayweather. Þetta verður hans fyrsti atvinnubardagi í boxi en hér förum við aðeins yfir boxreynslu Írans kjaftfora. 26. ágúst 2017 14:15 Gunnar: Mayweather hefur aldrei mætt svona manni áður Það er aðeins rúmur sólarhringur í bardaga aldarinnar á milli Floyd Mayweather og Conor McGregor. Gunnar Nelson hefur verið vinur Conors lengi og hann getur ekki beðið eftir bardaganum. 25. ágúst 2017 19:05 Það eru allir að veðja á sigur hjá Conor Veðbankar í Bandaríkjunum muna ekki annan eins viðsnúning í veðmálum eins og á bardaga Conor McGregor og Floyd Mayweather. 22. ágúst 2017 21:30 Sjáðu síðasta blaðamannafund Conors og Mayweather Conor McGregor og Floyd Mayweather voru merkilega kurteisir í kvöld á síðasta blaðamannafundi þeirra fyrir stóra bardagann. Báðir mættu í jakkafötum með sólgleraugu. 23. ágúst 2017 21:15 Haraldur: Conor skuldar mér samloku Conor McGregor var svo illa staddur fjárhagslega fyrir nokkrum árum síðan að hann svaf frítt hjá Nelson-feðgum og sló lán fyrir samlokum. Hann verður milljarðamæringur eftir helgina. 24. ágúst 2017 22:45 Mest lesið Sanngjarn sigur Liverpool og meistararnir að heltast úr lestinni Enski boltinn Annar þáttur Kanans í kvöld: Jón Páll og Frank Booker voru miklir vinir Körfubolti Skautadrottning með 197 hraðasektir á árinu Sport Gagnrýnir CrossFit: Flýja alla ábyrgð og láta aðra sjá um kostnaðinn Sport Í beinni: Ísland - Úkraína | Mikilvægur leikur í Innsbruck Handbolti Draumadagur fyrir Rashford og Zirkzee: Amorim lestin lögð af stað Enski boltinn „Ef þeim líkar ekki maturinn geta þeir drullað sér út“ Körfubolti Arnar og Freyr ekki efstir á óskalista Óskars Hrafns Fótbolti Arne Slot: Hættuleg helgi fyrir Liverpool Enski boltinn Daníel Tristan með þrennu: Stuðningsmennirnir sungu nafnið hans Fótbolti Fleiri fréttir Maté hættir með Hauka Nítján íslensk mörk í öruggum sigri Kolstad Liðsfélagi Alberts hneig niður og leikurinn stöðvaður Í beinni: Ísland - Úkraína | Mikilvægur leikur í Innsbruck Víkingur sækir lykilmenn bikarmeistaranna Hollendingar á leið upp úr íslenska riðlinum „Þær eru svolítið þyngri“ Júlíus og Sveinn Aron skoruðu í lokaumferðinni Sanngjarn sigur Liverpool og meistararnir að heltast úr lestinni Þýsku meistararnir að ná vopnum sínum á ný Bellingham og Mbappé tryggðu Madrídingum sigur Arnar Birkir fór á kostum í sigri Færeysku stelpurnar náðu sögulegu jafntefli á EM McTominay tryggði Napoli fjögurra stiga forskot á toppnum Annar þáttur Kanans í kvöld: Jón Páll og Frank Booker voru miklir vinir Chelsea náði Arsenal að stigum en Tottenham tapaði stigum Draumadagur fyrir Rashford og Zirkzee: Amorim lestin lögð af stað Daníel Tristan með þrennu: Stuðningsmennirnir sungu nafnið hans Haukarnir kláruðu Kur og komust í 32 liða úrslit Ísak Bergmann skoraði og liðið fékk hjálp í lokin Fullt af möguleikum í þessu Skautadrottning með 197 hraðasektir á árinu Jón Axel frábær í sigri toppliðsins NFL stórstjarnan trúlofaðist Hollywood stjörnu Stelpur sem geta lúðrað á markið Liverpool bara með einn sigur í síðustu níu leikjum á móti Man. City Tekur barnið sitt úr leikskóla svo að skíðakonan geti haldið jólin með þeim Rautt spjald eftir þrjátíu sekúndur en unnu samt úrslitaleikinn Ætlaði að ná hundraðasta sigrinum en endaði upp á spítala Arnar og Freyr ekki efstir á óskalista Óskars Hrafns Sjá meira
Risa boxbardagi Floyd Mayweather og Conor McGregor olli ekki vonbrigðum. Bardaginn var skemmtilegur en Mayweather stóð uppi sem sigurvegari. Conor McGregor byrjaði vel en þetta var hans fyrsti atvinnubardagi í hnefaleikum. Conor vann fyrstu þrjár loturnar á meðan Floyd Mayweather gerði lítið. Floyd beið hins vegar bara átekta og sótti í sig veðrið þegar á leið bardagann. Conor þreyttist og þreyttist við hverja lotu sem leið og gaf Floyd honum engan tíma til að ná andanum. Í 8. og 9. lotu virtist þetta bara vera tímaspursmál hvenær Floyd myndi rota Conor. Conor stóð öll högg Floyd af sér en var ekkert að ógna og virtist bara vera að lifa af enda orðinn örþreyttur. Eftir rúma mínútu í 10. lotu hafði dómarinn séð nóg og stöðvaði bardagann. Floyd Mayweather nældi sér í sinn 50. sigur á ferlinum og hans 27. sigur eftir rothögg. Báðir hrósuðu hvor öðrum eftir bardagann en Floyd sagði að Conor hefði verið mun betri en hann bjóst við. Floyd Mayweather lofaði því að hann væri endanlega hættur og mun ekki snúa aftur í hringinn. Óvíst er hver næstu skref hjá Conor McGregor munu verða en ljóst að hann getur borið höfuðið nokkuð hátt eftir bardagann. Margir boxsérfræðingar höfðu spáð því að Conor yrði gerður að aðhlátursefni í hringnum með Floyd en svo var svo sannarlega ekki.
MMA Tengdar fréttir Gunnar: Conor klárar Mayweather með rothöggi Gunnar Nelson telur að Conor McGregor sé bardagamaður sem henti Floyd Mayweather illa. Hann óttast ekki að illa fari fyrir sínum manni þó að Írinn muni þurfa að fara í tólf lotu bardaga gegn einum besta hnefaleikakappa sögunnar. 25. ágúst 2017 06:00 Búrið: Floyd plataði alla Bardagi þeirra Conor McGregor og Floyd Mayweather er í brennidepli í Búrinu sem er á dagskrá Stöðvar 2 Sport klukkan 21.00 í kvöld. 24. ágúst 2017 18:30 Khan: Þetta gæti orðið síðasti bardagi McGregor Breski boxarinn Amir Khan segir að bardagi Conor McGregor og Floyd Mayweather gæti orðið sá síðasti fyrir Írann. 26. ágúst 2017 22:00 Boxreynsla Conor McGregor Stærsti bardagaviðburður ársins fer fram í nótt þegar Conor McGregor mætir Floyd Mayweather. Þetta verður hans fyrsti atvinnubardagi í boxi en hér förum við aðeins yfir boxreynslu Írans kjaftfora. 26. ágúst 2017 14:15 Gunnar: Mayweather hefur aldrei mætt svona manni áður Það er aðeins rúmur sólarhringur í bardaga aldarinnar á milli Floyd Mayweather og Conor McGregor. Gunnar Nelson hefur verið vinur Conors lengi og hann getur ekki beðið eftir bardaganum. 25. ágúst 2017 19:05 Það eru allir að veðja á sigur hjá Conor Veðbankar í Bandaríkjunum muna ekki annan eins viðsnúning í veðmálum eins og á bardaga Conor McGregor og Floyd Mayweather. 22. ágúst 2017 21:30 Sjáðu síðasta blaðamannafund Conors og Mayweather Conor McGregor og Floyd Mayweather voru merkilega kurteisir í kvöld á síðasta blaðamannafundi þeirra fyrir stóra bardagann. Báðir mættu í jakkafötum með sólgleraugu. 23. ágúst 2017 21:15 Haraldur: Conor skuldar mér samloku Conor McGregor var svo illa staddur fjárhagslega fyrir nokkrum árum síðan að hann svaf frítt hjá Nelson-feðgum og sló lán fyrir samlokum. Hann verður milljarðamæringur eftir helgina. 24. ágúst 2017 22:45 Mest lesið Sanngjarn sigur Liverpool og meistararnir að heltast úr lestinni Enski boltinn Annar þáttur Kanans í kvöld: Jón Páll og Frank Booker voru miklir vinir Körfubolti Skautadrottning með 197 hraðasektir á árinu Sport Gagnrýnir CrossFit: Flýja alla ábyrgð og láta aðra sjá um kostnaðinn Sport Í beinni: Ísland - Úkraína | Mikilvægur leikur í Innsbruck Handbolti Draumadagur fyrir Rashford og Zirkzee: Amorim lestin lögð af stað Enski boltinn „Ef þeim líkar ekki maturinn geta þeir drullað sér út“ Körfubolti Arnar og Freyr ekki efstir á óskalista Óskars Hrafns Fótbolti Arne Slot: Hættuleg helgi fyrir Liverpool Enski boltinn Daníel Tristan með þrennu: Stuðningsmennirnir sungu nafnið hans Fótbolti Fleiri fréttir Maté hættir með Hauka Nítján íslensk mörk í öruggum sigri Kolstad Liðsfélagi Alberts hneig niður og leikurinn stöðvaður Í beinni: Ísland - Úkraína | Mikilvægur leikur í Innsbruck Víkingur sækir lykilmenn bikarmeistaranna Hollendingar á leið upp úr íslenska riðlinum „Þær eru svolítið þyngri“ Júlíus og Sveinn Aron skoruðu í lokaumferðinni Sanngjarn sigur Liverpool og meistararnir að heltast úr lestinni Þýsku meistararnir að ná vopnum sínum á ný Bellingham og Mbappé tryggðu Madrídingum sigur Arnar Birkir fór á kostum í sigri Færeysku stelpurnar náðu sögulegu jafntefli á EM McTominay tryggði Napoli fjögurra stiga forskot á toppnum Annar þáttur Kanans í kvöld: Jón Páll og Frank Booker voru miklir vinir Chelsea náði Arsenal að stigum en Tottenham tapaði stigum Draumadagur fyrir Rashford og Zirkzee: Amorim lestin lögð af stað Daníel Tristan með þrennu: Stuðningsmennirnir sungu nafnið hans Haukarnir kláruðu Kur og komust í 32 liða úrslit Ísak Bergmann skoraði og liðið fékk hjálp í lokin Fullt af möguleikum í þessu Skautadrottning með 197 hraðasektir á árinu Jón Axel frábær í sigri toppliðsins NFL stórstjarnan trúlofaðist Hollywood stjörnu Stelpur sem geta lúðrað á markið Liverpool bara með einn sigur í síðustu níu leikjum á móti Man. City Tekur barnið sitt úr leikskóla svo að skíðakonan geti haldið jólin með þeim Rautt spjald eftir þrjátíu sekúndur en unnu samt úrslitaleikinn Ætlaði að ná hundraðasta sigrinum en endaði upp á spítala Arnar og Freyr ekki efstir á óskalista Óskars Hrafns Sjá meira
Gunnar: Conor klárar Mayweather með rothöggi Gunnar Nelson telur að Conor McGregor sé bardagamaður sem henti Floyd Mayweather illa. Hann óttast ekki að illa fari fyrir sínum manni þó að Írinn muni þurfa að fara í tólf lotu bardaga gegn einum besta hnefaleikakappa sögunnar. 25. ágúst 2017 06:00
Búrið: Floyd plataði alla Bardagi þeirra Conor McGregor og Floyd Mayweather er í brennidepli í Búrinu sem er á dagskrá Stöðvar 2 Sport klukkan 21.00 í kvöld. 24. ágúst 2017 18:30
Khan: Þetta gæti orðið síðasti bardagi McGregor Breski boxarinn Amir Khan segir að bardagi Conor McGregor og Floyd Mayweather gæti orðið sá síðasti fyrir Írann. 26. ágúst 2017 22:00
Boxreynsla Conor McGregor Stærsti bardagaviðburður ársins fer fram í nótt þegar Conor McGregor mætir Floyd Mayweather. Þetta verður hans fyrsti atvinnubardagi í boxi en hér förum við aðeins yfir boxreynslu Írans kjaftfora. 26. ágúst 2017 14:15
Gunnar: Mayweather hefur aldrei mætt svona manni áður Það er aðeins rúmur sólarhringur í bardaga aldarinnar á milli Floyd Mayweather og Conor McGregor. Gunnar Nelson hefur verið vinur Conors lengi og hann getur ekki beðið eftir bardaganum. 25. ágúst 2017 19:05
Það eru allir að veðja á sigur hjá Conor Veðbankar í Bandaríkjunum muna ekki annan eins viðsnúning í veðmálum eins og á bardaga Conor McGregor og Floyd Mayweather. 22. ágúst 2017 21:30
Sjáðu síðasta blaðamannafund Conors og Mayweather Conor McGregor og Floyd Mayweather voru merkilega kurteisir í kvöld á síðasta blaðamannafundi þeirra fyrir stóra bardagann. Báðir mættu í jakkafötum með sólgleraugu. 23. ágúst 2017 21:15
Haraldur: Conor skuldar mér samloku Conor McGregor var svo illa staddur fjárhagslega fyrir nokkrum árum síðan að hann svaf frítt hjá Nelson-feðgum og sló lán fyrir samlokum. Hann verður milljarðamæringur eftir helgina. 24. ágúst 2017 22:45