Olísdeildarspáin 2019/20: Stjarnan vill meira en meðalmennskuna síðustu ár Henry Birgir Gunnarsson, Ingvi Þór Sæmundsson og Óskar Ófeigur Jónsson skrifa 29. ágúst 2019 10:00 Stjörnumenn eru að hefja sitt fjórða tímabil í röð í Olís-deildinni. vísir/bára Handboltatímabilið 2019 til 2020 hefst eftir aðeins níu daga. Íþróttadeild Vísis og Stöðvar 2 Sports telur niður í Olís deildina í handbolta með því að birta spá okkar um lokastöðuna í deildinni. Olís deild karla hefst 8. september næstkomandi og nú er komið að sjötta liðinu í spá okkar.Spá Vísis og Stöðvar 2 Sports fyrir Olís deild karla 2019-20: 1. sæti 2. sæti 3. sæti 4. sæti 5. sæti 6. sæti - (30. ágúst)7. sæti - Stjarnan8. sæti - ÍR9. sæti - KA10. sæti - HK11. sæti - Fram12. sæti - FjölnirTandri Már Konráðsson er kominn aftur í Stjörnuna eftir átta ára fjarveru.vísir/valliÍþróttadeild spáir Stjörnumönnum sjöunda sæti deildarinnar, einu sæti ofar en þeir enduðu á síðasta tímabili. Meðalmennskan hefur ráðið ríkjum undanfarin ár í Garðabænum og stemmningin fyrir liðinu hefur verið við frostmark. Stjarnan var nálægt því að falla tímabilið 2016-17 en komst í úrslitakeppnina 2017-18 og 2018-19. Á síðasta tímabili unnu Stjörnumenn leik í úrslitakeppni sem þeir höfðu ekki gert í 19 ár. Stjarnan vill meira og kaupin á Ólafi Bjarka Ragnarssyni og Tandra Má Konráðssyni sýna það. Þeir fylla skörð Arons Dags Pálssonar og Egils Magnússon sem eru farnir. Ólafur Bjarki og Tandri eru tveir af fimm í leikmannahópi Stjörnunnar sem voru í Íslandsmeistaraliði HK 2012. Stjarnan var með þriðju bestu hlutfallsmarkvörsluna í Olís-deildinni á síðasta tímabili en báðir markverðir liðsins frá því í fyrra eru horfnir á braut. Í staðinn eru komnir Brynjar Darri Baldursson, sem hefur búið erlendis undanfarin ár, og Stephen Nielsen frá ÍR. Rúnar Sigtryggsson er mjög fær þjálfari, leikmannahópurinn er sterkur, reynslan í liðinu er mikil en það þarf að kveikja einhverja glóð til að Stjarnan taki framförum og rífi sig upp úr meðalmennskunni.Komnir/Farnir:Komnir: Ólafur Bjarki Ragnarsson frá West Wien Tandri Már Konráðsson frá Skjern Andri Þór Helgason frá Fram Hannes Grimm frá Gróttu Stephen Nielsen frá ÍR Brynjar Darri BaldurssonFarnir: Egill Magnússon til FH Aron Dagur Pálsson til Alingsås Sigurður Ingiberg Ólafsson til ÍR Andri Hjartar Grétarsson hættur Garðar Benedikt Sigurjónsson hættur Sveinbjörn Pétursson hætturBjarki Már Gunnarsson, sakleysið uppmálað.vísir/báraHBStatz tölurnar frá síðasta tímabiliSóknarleikur Stjörnunnar 2018/19 í tölum HBStatz Mörk skoruð í leik - 8. sæti (26,6) Skotnýting - 11. sæti (55,1%) Vítanýting - 9. sæti (71,9%) Hraðaupphlaupsmörk - 9. sæti (52) Stoðsendingar í leik - 7. sæti (9,3) Tapaðir boltar í leik - 6. sæti (8,3)Vörn og markvarsla Stjörnunnar 2018/19 í tölum HBStatz Mörk fengin á sig í leik - 10. sæti (28,2) Hlutfallsmarkvarsla - 3. sæti (32,5%) Varin víti - 3. sæti (15) Stolnir boltar - 12. sæti (53) Varin skot í vörn - 4. sæti (51) Lögleg stopp í leik - 10. sæti (16,7)Ólafur Bjarki Ragnarsson verður væntanlega í stóru hlutverki hjá Stjörnunni. Hann missir hins vegar af fyrstu leikjum tímabilsins vegna meiðsla.vísir/gettyLíklegt byrjunarlið Stjörnunnar í vetur: Markvörður - Stephen Nielsen - 34 ára Vinstra horn - Andri Þór Helgason - 25 ára Vinstri skytta - Tandri Már Konráðsson - 29 ára Miðja - Ólafur Bjarki Ragnarsson - 30 ára Hægri skytta - Ari Magnús Þorgeirsson - 33 ára Hægra horn - Leó Snær Pétursson - 27 ára Lína - Hannes Grimm - 20 ára Varnarmaður - Bjarki Már Gunnarsson - 30 áraAndri Már Rúnarsson er af miklu handboltakyni.vísir/báraFylgist með Andri Már Rúnarsson (f. 2002) öðlaðist dýrmæta reynslu á síðasta tímabili. Hann fékk tækifæri í Stjörnusókninni og var oft látinn inn á þegar Garðbæingar spiluðu óhefðbundna útgáfu af sjö á móti sex. Andri er skynsamur leikstjórnandi, með góða tækni, býr yfir miklum leikskilningi og er með handboltagenin. Hann er þó enn frekar rýr og á eftir að bæta líkamlegan styrk.Rúnar Sigtryggsson þjálfaði lengi í Þýskalandi.vísir/báraÞjálfarinn Rúnar Sigtryggsson er á sínu öðru tímabili með Stjörnuna. Hann er afar reyndur þjálfari og auk Stjörnunnar hefur hann stýrt Þór og Akureyri og Eisenach, Aue og Balingen-Weilstetten í Þýskalandi. Rúnar lék yfir 100 landsleiki og var í íslenska landsliðinu sem endaði í 4. sæti á EM 2002. Hann varð Íslandsmeistari með Val og Haukum og lék með spænska stórliðinu Ciudad Real þar sem hann vann Evrópukeppni bikarhafa.Klippa: Olísdeildarspá Stöð 2 Sport: Stjarnan Hvað segir sérfræðingurinn?„Það eru fróðlegir hlutir að gerast í Garðabænum. Það eru miklar mannabreytingar og sterkir leikmenn farnir og mjög öflugir leikmenn sem voru að bera liðið svolítið uppi í fyrra. Engu að síður eru mjög öflugir leikmenn komnir til baka,“ segir Guðlaugur Arnarsson, sérfræðingur Stöðvar 2 Sports, um Stjörnuliðið. „Þar eru við að tala um Tandra sem hefur litið mjög vel út í þeim leikjum sem ég hef séð og Ólaf Bjarka sem meiddist reyndar strax. Það verður fróðlegt að sjá hvernig Rúnar mætir með liðið til leiks. Ég reikna með því að hann mæti með liðið í betra formi en í fyrra því hann gaf sér fram í nóvember í fyrra til að koma þeim í stand. Ég reikna með því að hann komi með þá í formi strax í byrjun móts. Spennandi tímar en svolítil spurningarmerki um hvernig þetta þróast hjá þeim,“ sagði Guðlaugur.Patrekur Jóhannesson fagnar síðasta stóra titli Stjörnunnar, bikarmeistaratitlinum 2007.vísir/anton brinkHversu langt síðan að Stjarnan ... ... varð Íslandsmeistari: Aldrei ... varð deildarmeistari: Aldrei ... varð meðal þriggja efstu í deildinni: 20 ár (1999) ... varð bikarmeistari: 12 ár (2007) ... komst í bikarúrslit: 6 ár (2013) ... komst í úrslitakeppni: 0 ár (2019) ... komst í undanúrslit: Aldrei ... komst í lokaúrslit: Aldrei ... féll úr deildinni: 4 ár (2015) ... kom upp í deildina: 3 ár (2016)Gengi Stjörnunnar í deildarkeppninni undanfarin átta tímabil: 2018-19 8. sæti í deildinni 2017-18 7. sæti í deildinni 2016-17 9. sæti í deildinni 2015-16 B-deild (1. sæti) 2014-15 9. sæti í deildinni 2013-14 B-deild (2. sæti) 2012-13 B-deild (2. sæti) 2011-12 B-deild (3. sæti)Gengi Stjörnunnar í úrslitakeppninni undanfarin átta tímabil: 2018-19 Átta liða úrslit 2017-18 Átta liða úrslit 2016-17 Ekki í úrslitakeppni 2015-16 B-deild 2014-15 Ekki í úrslitakeppni 2013-14 B-deild 2012-13 B-deild 2011-12 B-deildHornamaðurinn lipri, Leó Snær Pétursson.vísir/báraAð lokum Ef Stjarnan ætlar að gera betur en í fyrra verður vörnin að vera betri og skila fleiri hraðaupphlaupum. Þrátt fyrir að vera með þriðju bestu markvörsluna fengu aðeins tvö lið á sig fleiri mörk en Stjarnan á síðasta tímabili. Tandri ætti að styrkja varnarleikinn og Stjarnan er með tvo af bestu varnarmönnum deildarinnar í honum og Bjarka Má Gunnarssyni. En Garðbæingar geta ekki treyst á að markvarslan verði jafn góð og í fyrra. Langt er síðan Brynjar Darri spilaði og Stephen hefur ekki verið góður í nokkur ár. Stjarnan getur líka bætt sóknarleikinn og þarf að nýta færin mun betur í fyrra. Stjörnumenn voru með næstslökustu skotnýtinguna í deildinni á síðasta tímabili. Ólafur Bjarki var besti leikmaður deildarinnar síðast þegar hann lék hér á landi en hefur verið mikið meiddur undanfarin ár og missir af fyrstu leikjum tímabilsins vegna puttabrots. Þá má Stjarnan ekki við því Ari Magnús Þorgeirsson missi af jafn mörgum leikjum og í fyrra. Fyrir síðasta tímabil spáði Rúnar því að Stjörnuliðið yrði ekki almennilega tilbúið fyrr en í nóvember. Hann reyndist sannspár og fyrsti sigurinn kom ekki fyrr en í 5. umferð. Stjörnumenn ættu að vera í betra formi en fyrir ári síðan og þurfa að byrja betur ef þeir ætla að ógna liðunum sem er spáð að endi fyrir ofan þá. Olís-deild karla Mest lesið Sanngjarn sigur Liverpool og meistararnir að heltast úr lestinni Enski boltinn Gagnrýnir CrossFit: Flýja alla ábyrgð og láta aðra sjá um kostnaðinn Sport Skautadrottning með 197 hraðasektir á árinu Sport Arne Slot: Hættuleg helgi fyrir Liverpool Enski boltinn Arnar og Freyr ekki efstir á óskalista Óskars Hrafns Fótbolti Draumadagur fyrir Rashford og Zirkzee: Amorim lestin lögð af stað Enski boltinn „Ef þeim líkar ekki maturinn geta þeir drullað sér út“ Körfubolti Daníel Tristan með þrennu: Stuðningsmennirnir sungu nafnið hans Fótbolti Annar þáttur Kanans í kvöld: Jón Páll og Frank Booker voru miklir vinir Körfubolti Fær meira fyrir hálftíma ræðu en fyrir að spila heilt tímabil Körfubolti Fleiri fréttir Þýsku meistararnir að ná vopnum sínum á ný Arnar Birkir fór á kostum í sigri Færeysku stelpurnar náðu sögulegu jafntefli á EM Haukarnir kláruðu Kur og komust í 32 liða úrslit Fullt af möguleikum í þessu Stelpur sem geta lúðrað á markið „Ég fór ekkert alltof seint að sofa“ „Ég þarf smá útrás“ Íslendingaliðin með örugga sigra í Portúgal Janus og félagar á toppnum eftir sjöunda sigurinn í röð Norsku stelpurnar hans Þóris með fullt hús Öruggur sigur ÍBV gegn Val „Ætla að gefa þessum kosningum frí“ Steinlágu á móti neðsta liðinu Haukarnir með þrjú síðustu mörkin og eru í góðum málum Aðeins tvær hlupu hraðar en Dana Björg Elvar búinn að ganga frá samningi við Magdeburg Eyjamenn minnast Kolbeins í dag með því að drekka Kollabjórinn Þórir leyfði leikmanni að fara heim til að sinna fjölskyldumálum Skot Elínar Klöru mældist á meira en 101 kílómetra hraða Skýrsla Vals: Herslumunur og hetjudáð „Við vorum bara klaufar“ Ótrúlegur átta marka einleikur tryggði HK stig Rassskelltar fyrir leikinn við Ísland Uppgjörið: Fram - FH 29-30 | Dramatík í Úlfarsárdal Arnar og Elvar á toppnum Elín vinsælasta stelpan á ballinu: „Get talað öll tungumálin sem ég kann“ „Í seinni hálfleik voru aðeins of margir tapaðir boltar“ „Maður er hálf meyr“ „Kannski svolítið galið þegar maður bakkar aðeins aftur í tímann“ Sjá meira
Handboltatímabilið 2019 til 2020 hefst eftir aðeins níu daga. Íþróttadeild Vísis og Stöðvar 2 Sports telur niður í Olís deildina í handbolta með því að birta spá okkar um lokastöðuna í deildinni. Olís deild karla hefst 8. september næstkomandi og nú er komið að sjötta liðinu í spá okkar.Spá Vísis og Stöðvar 2 Sports fyrir Olís deild karla 2019-20: 1. sæti 2. sæti 3. sæti 4. sæti 5. sæti 6. sæti - (30. ágúst)7. sæti - Stjarnan8. sæti - ÍR9. sæti - KA10. sæti - HK11. sæti - Fram12. sæti - FjölnirTandri Már Konráðsson er kominn aftur í Stjörnuna eftir átta ára fjarveru.vísir/valliÍþróttadeild spáir Stjörnumönnum sjöunda sæti deildarinnar, einu sæti ofar en þeir enduðu á síðasta tímabili. Meðalmennskan hefur ráðið ríkjum undanfarin ár í Garðabænum og stemmningin fyrir liðinu hefur verið við frostmark. Stjarnan var nálægt því að falla tímabilið 2016-17 en komst í úrslitakeppnina 2017-18 og 2018-19. Á síðasta tímabili unnu Stjörnumenn leik í úrslitakeppni sem þeir höfðu ekki gert í 19 ár. Stjarnan vill meira og kaupin á Ólafi Bjarka Ragnarssyni og Tandra Má Konráðssyni sýna það. Þeir fylla skörð Arons Dags Pálssonar og Egils Magnússon sem eru farnir. Ólafur Bjarki og Tandri eru tveir af fimm í leikmannahópi Stjörnunnar sem voru í Íslandsmeistaraliði HK 2012. Stjarnan var með þriðju bestu hlutfallsmarkvörsluna í Olís-deildinni á síðasta tímabili en báðir markverðir liðsins frá því í fyrra eru horfnir á braut. Í staðinn eru komnir Brynjar Darri Baldursson, sem hefur búið erlendis undanfarin ár, og Stephen Nielsen frá ÍR. Rúnar Sigtryggsson er mjög fær þjálfari, leikmannahópurinn er sterkur, reynslan í liðinu er mikil en það þarf að kveikja einhverja glóð til að Stjarnan taki framförum og rífi sig upp úr meðalmennskunni.Komnir/Farnir:Komnir: Ólafur Bjarki Ragnarsson frá West Wien Tandri Már Konráðsson frá Skjern Andri Þór Helgason frá Fram Hannes Grimm frá Gróttu Stephen Nielsen frá ÍR Brynjar Darri BaldurssonFarnir: Egill Magnússon til FH Aron Dagur Pálsson til Alingsås Sigurður Ingiberg Ólafsson til ÍR Andri Hjartar Grétarsson hættur Garðar Benedikt Sigurjónsson hættur Sveinbjörn Pétursson hætturBjarki Már Gunnarsson, sakleysið uppmálað.vísir/báraHBStatz tölurnar frá síðasta tímabiliSóknarleikur Stjörnunnar 2018/19 í tölum HBStatz Mörk skoruð í leik - 8. sæti (26,6) Skotnýting - 11. sæti (55,1%) Vítanýting - 9. sæti (71,9%) Hraðaupphlaupsmörk - 9. sæti (52) Stoðsendingar í leik - 7. sæti (9,3) Tapaðir boltar í leik - 6. sæti (8,3)Vörn og markvarsla Stjörnunnar 2018/19 í tölum HBStatz Mörk fengin á sig í leik - 10. sæti (28,2) Hlutfallsmarkvarsla - 3. sæti (32,5%) Varin víti - 3. sæti (15) Stolnir boltar - 12. sæti (53) Varin skot í vörn - 4. sæti (51) Lögleg stopp í leik - 10. sæti (16,7)Ólafur Bjarki Ragnarsson verður væntanlega í stóru hlutverki hjá Stjörnunni. Hann missir hins vegar af fyrstu leikjum tímabilsins vegna meiðsla.vísir/gettyLíklegt byrjunarlið Stjörnunnar í vetur: Markvörður - Stephen Nielsen - 34 ára Vinstra horn - Andri Þór Helgason - 25 ára Vinstri skytta - Tandri Már Konráðsson - 29 ára Miðja - Ólafur Bjarki Ragnarsson - 30 ára Hægri skytta - Ari Magnús Þorgeirsson - 33 ára Hægra horn - Leó Snær Pétursson - 27 ára Lína - Hannes Grimm - 20 ára Varnarmaður - Bjarki Már Gunnarsson - 30 áraAndri Már Rúnarsson er af miklu handboltakyni.vísir/báraFylgist með Andri Már Rúnarsson (f. 2002) öðlaðist dýrmæta reynslu á síðasta tímabili. Hann fékk tækifæri í Stjörnusókninni og var oft látinn inn á þegar Garðbæingar spiluðu óhefðbundna útgáfu af sjö á móti sex. Andri er skynsamur leikstjórnandi, með góða tækni, býr yfir miklum leikskilningi og er með handboltagenin. Hann er þó enn frekar rýr og á eftir að bæta líkamlegan styrk.Rúnar Sigtryggsson þjálfaði lengi í Þýskalandi.vísir/báraÞjálfarinn Rúnar Sigtryggsson er á sínu öðru tímabili með Stjörnuna. Hann er afar reyndur þjálfari og auk Stjörnunnar hefur hann stýrt Þór og Akureyri og Eisenach, Aue og Balingen-Weilstetten í Þýskalandi. Rúnar lék yfir 100 landsleiki og var í íslenska landsliðinu sem endaði í 4. sæti á EM 2002. Hann varð Íslandsmeistari með Val og Haukum og lék með spænska stórliðinu Ciudad Real þar sem hann vann Evrópukeppni bikarhafa.Klippa: Olísdeildarspá Stöð 2 Sport: Stjarnan Hvað segir sérfræðingurinn?„Það eru fróðlegir hlutir að gerast í Garðabænum. Það eru miklar mannabreytingar og sterkir leikmenn farnir og mjög öflugir leikmenn sem voru að bera liðið svolítið uppi í fyrra. Engu að síður eru mjög öflugir leikmenn komnir til baka,“ segir Guðlaugur Arnarsson, sérfræðingur Stöðvar 2 Sports, um Stjörnuliðið. „Þar eru við að tala um Tandra sem hefur litið mjög vel út í þeim leikjum sem ég hef séð og Ólaf Bjarka sem meiddist reyndar strax. Það verður fróðlegt að sjá hvernig Rúnar mætir með liðið til leiks. Ég reikna með því að hann mæti með liðið í betra formi en í fyrra því hann gaf sér fram í nóvember í fyrra til að koma þeim í stand. Ég reikna með því að hann komi með þá í formi strax í byrjun móts. Spennandi tímar en svolítil spurningarmerki um hvernig þetta þróast hjá þeim,“ sagði Guðlaugur.Patrekur Jóhannesson fagnar síðasta stóra titli Stjörnunnar, bikarmeistaratitlinum 2007.vísir/anton brinkHversu langt síðan að Stjarnan ... ... varð Íslandsmeistari: Aldrei ... varð deildarmeistari: Aldrei ... varð meðal þriggja efstu í deildinni: 20 ár (1999) ... varð bikarmeistari: 12 ár (2007) ... komst í bikarúrslit: 6 ár (2013) ... komst í úrslitakeppni: 0 ár (2019) ... komst í undanúrslit: Aldrei ... komst í lokaúrslit: Aldrei ... féll úr deildinni: 4 ár (2015) ... kom upp í deildina: 3 ár (2016)Gengi Stjörnunnar í deildarkeppninni undanfarin átta tímabil: 2018-19 8. sæti í deildinni 2017-18 7. sæti í deildinni 2016-17 9. sæti í deildinni 2015-16 B-deild (1. sæti) 2014-15 9. sæti í deildinni 2013-14 B-deild (2. sæti) 2012-13 B-deild (2. sæti) 2011-12 B-deild (3. sæti)Gengi Stjörnunnar í úrslitakeppninni undanfarin átta tímabil: 2018-19 Átta liða úrslit 2017-18 Átta liða úrslit 2016-17 Ekki í úrslitakeppni 2015-16 B-deild 2014-15 Ekki í úrslitakeppni 2013-14 B-deild 2012-13 B-deild 2011-12 B-deildHornamaðurinn lipri, Leó Snær Pétursson.vísir/báraAð lokum Ef Stjarnan ætlar að gera betur en í fyrra verður vörnin að vera betri og skila fleiri hraðaupphlaupum. Þrátt fyrir að vera með þriðju bestu markvörsluna fengu aðeins tvö lið á sig fleiri mörk en Stjarnan á síðasta tímabili. Tandri ætti að styrkja varnarleikinn og Stjarnan er með tvo af bestu varnarmönnum deildarinnar í honum og Bjarka Má Gunnarssyni. En Garðbæingar geta ekki treyst á að markvarslan verði jafn góð og í fyrra. Langt er síðan Brynjar Darri spilaði og Stephen hefur ekki verið góður í nokkur ár. Stjarnan getur líka bætt sóknarleikinn og þarf að nýta færin mun betur í fyrra. Stjörnumenn voru með næstslökustu skotnýtinguna í deildinni á síðasta tímabili. Ólafur Bjarki var besti leikmaður deildarinnar síðast þegar hann lék hér á landi en hefur verið mikið meiddur undanfarin ár og missir af fyrstu leikjum tímabilsins vegna puttabrots. Þá má Stjarnan ekki við því Ari Magnús Þorgeirsson missi af jafn mörgum leikjum og í fyrra. Fyrir síðasta tímabil spáði Rúnar því að Stjörnuliðið yrði ekki almennilega tilbúið fyrr en í nóvember. Hann reyndist sannspár og fyrsti sigurinn kom ekki fyrr en í 5. umferð. Stjörnumenn ættu að vera í betra formi en fyrir ári síðan og þurfa að byrja betur ef þeir ætla að ógna liðunum sem er spáð að endi fyrir ofan þá.
Olís-deild karla Mest lesið Sanngjarn sigur Liverpool og meistararnir að heltast úr lestinni Enski boltinn Gagnrýnir CrossFit: Flýja alla ábyrgð og láta aðra sjá um kostnaðinn Sport Skautadrottning með 197 hraðasektir á árinu Sport Arne Slot: Hættuleg helgi fyrir Liverpool Enski boltinn Arnar og Freyr ekki efstir á óskalista Óskars Hrafns Fótbolti Draumadagur fyrir Rashford og Zirkzee: Amorim lestin lögð af stað Enski boltinn „Ef þeim líkar ekki maturinn geta þeir drullað sér út“ Körfubolti Daníel Tristan með þrennu: Stuðningsmennirnir sungu nafnið hans Fótbolti Annar þáttur Kanans í kvöld: Jón Páll og Frank Booker voru miklir vinir Körfubolti Fær meira fyrir hálftíma ræðu en fyrir að spila heilt tímabil Körfubolti Fleiri fréttir Þýsku meistararnir að ná vopnum sínum á ný Arnar Birkir fór á kostum í sigri Færeysku stelpurnar náðu sögulegu jafntefli á EM Haukarnir kláruðu Kur og komust í 32 liða úrslit Fullt af möguleikum í þessu Stelpur sem geta lúðrað á markið „Ég fór ekkert alltof seint að sofa“ „Ég þarf smá útrás“ Íslendingaliðin með örugga sigra í Portúgal Janus og félagar á toppnum eftir sjöunda sigurinn í röð Norsku stelpurnar hans Þóris með fullt hús Öruggur sigur ÍBV gegn Val „Ætla að gefa þessum kosningum frí“ Steinlágu á móti neðsta liðinu Haukarnir með þrjú síðustu mörkin og eru í góðum málum Aðeins tvær hlupu hraðar en Dana Björg Elvar búinn að ganga frá samningi við Magdeburg Eyjamenn minnast Kolbeins í dag með því að drekka Kollabjórinn Þórir leyfði leikmanni að fara heim til að sinna fjölskyldumálum Skot Elínar Klöru mældist á meira en 101 kílómetra hraða Skýrsla Vals: Herslumunur og hetjudáð „Við vorum bara klaufar“ Ótrúlegur átta marka einleikur tryggði HK stig Rassskelltar fyrir leikinn við Ísland Uppgjörið: Fram - FH 29-30 | Dramatík í Úlfarsárdal Arnar og Elvar á toppnum Elín vinsælasta stelpan á ballinu: „Get talað öll tungumálin sem ég kann“ „Í seinni hálfleik voru aðeins of margir tapaðir boltar“ „Maður er hálf meyr“ „Kannski svolítið galið þegar maður bakkar aðeins aftur í tímann“ Sjá meira