Sigur ÍA sá stærsti í sögu Unglingadeildar UEFA Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 24. október 2019 15:30 Annar flokkur ÍA hefur orðið Íslandsmeistari undanfarin tvö ár. mynd/ía ÍA tryggði sér sæti í 2. umferð Unglingadeildar UEFA með stórsigri á Levadia Tallin, 1-12, í Eistlandi í gær. Skagamenn unnu fyrri leikinn á Akranesi, 4-0, og einvígið, 16-1 samanlagt. ÍA er fyrsta íslenska liðið sem kemst áfram í Unglingadeild UEFA. Í 2. umferðinni mæta Skagastrákarnir Derby County frá Englandi. ÍA braut ekki bara blað í íslenskri knattspyrnusögu í gær heldur var sigurinn sögulegur. Þetta var nefnilega stærsti sigur liðs í sögu Unglingadeildar UEFA sem var sett á laggirnar 2013.12-1 sigur 2. flokks @ia_akranes sá stærsti í sögu @UEFAYouthLeague. Má færa rök fyrir því að þetta sé besta 2. flokks lið sem Ísland hefur átt? — Stefán Magnusson (@somagnusson92) October 23, 2019 Borussia Dortmund og Benfica áttu metið en þau unnu bæði tíu marka sigra. ÍA er jafnframt fyrsta liðið í sögu Unglingadeildar UEFA sem skorar tólf mörk í einum og sama leiknum. Þá hefur ekkert lið unnið jafn stóran sigur samanlagt í einvígi og ÍA gegn Levadia Tallin. ÍA hefur orðið Íslandsmeistari í 2. flokki undanfarin tvö ár. Í sumar töpuðu Skagamenn ekki leik í A-deild 2. flokks. Þeir komust einnig í úrslit bikarkeppninnar þar sem þeir töpuðu fyrir Blikum í framlengingu, 3-4. Fyrri leikur ÍA og Derby fer fram á Akranesi 6. nóvember. Seinni leikurinn verður á Englandi 27. nóvember. Akranes Fótbolti Íslenski boltinn Tengdar fréttir Eyþór Aron skoraði fernu í risasigri Skagamanna í Unglingadeild UEFA Skagamenn komust örugglega áfram í sextán liða úrslit Unglingadeild UEFA með 12-1 stórsigri á útivelli á móti Levadia Tallinn frá Eistlandi. Hetja dagsins var hinn sautján ára gamli Eyþór Aron Wöhler sem var með tvær þrennur í leiknum. 23. október 2019 16:20 Mest lesið Liverpool fékk slæmar fréttir fyrir risaleikinn Enski boltinn Skýrsla Vals: Herslumunur og hetjudáð Handbolti Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 109-99 | Tveir reknir úr húsi í hörkuleik Körfubolti Fimm mínútna VAR-dómur en fyrsta útistig Southampton Enski boltinn Þær norsku geta nánast fagnað eins og Ísland gerði Fótbolti Elín vinsælasta stelpan á ballinu: „Get talað öll tungumálin sem ég kann“ Handbolti „Við vorum bara klaufar“ Handbolti Rassskelltar fyrir leikinn við Ísland Handbolti „Við viljum að þetta verði ævintýri“ Körfubolti Uppgjörið: Keflavík - Grindavík 96-104 | Mortensen kláraði Keflvíkinga Körfubolti Fleiri fréttir Keflvíkingar keyptu leikmann frá Njarðvík Elfar Árni heim í Völsung Jóhann semur og heldur Jóhanni í teyminu Eiður Aron áfram á Ísafirði Andri Rúnar í Stjörnuna Hræringar í Bestu: Daníel Hafsteins orðaður við Víking og Andri Rúnar í Garðabæ Tólf leikmenn komnir til KR Geir fer aftur í Vesturbæinn FH-ingar kynntu Birki og Braga Framarar sótt fjóra bita í næstu deild Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Stefan ætlar að koma Keflavík í deild þeirra bestu Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Valgeir til Breiðabliks Eyþór yfirgefur KR Allt lítur vel út hjá Pablo Punyed Ágúst Orri aftur heim í Breiðablik Systur sömdu á sama tíma Katrín áfram í Kópavogi Bjarni áfram hjá KA Þórdís Elva semur við Þróttara Ritstjóri 433.is tekinn við Dalvík/Reyni Birkir Valur yfirgefur HK Enn kvarnast úr liði Vestra Sameina kraftana tólf árum síðar: „Sami texti í samningnum“ Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Rúnari Páli treyst fyrir endurreisn Gróttu Hermann fer inn í hlýjuna: „Eitt af draumastörfunum sem þú færð“ Blysin kostuðu 200 þúsund en engin refsing vegna brettamálsins Skagamenn sökuðu mbl um „smellubeitu“ en fá samt sekt Sjá meira
ÍA tryggði sér sæti í 2. umferð Unglingadeildar UEFA með stórsigri á Levadia Tallin, 1-12, í Eistlandi í gær. Skagamenn unnu fyrri leikinn á Akranesi, 4-0, og einvígið, 16-1 samanlagt. ÍA er fyrsta íslenska liðið sem kemst áfram í Unglingadeild UEFA. Í 2. umferðinni mæta Skagastrákarnir Derby County frá Englandi. ÍA braut ekki bara blað í íslenskri knattspyrnusögu í gær heldur var sigurinn sögulegur. Þetta var nefnilega stærsti sigur liðs í sögu Unglingadeildar UEFA sem var sett á laggirnar 2013.12-1 sigur 2. flokks @ia_akranes sá stærsti í sögu @UEFAYouthLeague. Má færa rök fyrir því að þetta sé besta 2. flokks lið sem Ísland hefur átt? — Stefán Magnusson (@somagnusson92) October 23, 2019 Borussia Dortmund og Benfica áttu metið en þau unnu bæði tíu marka sigra. ÍA er jafnframt fyrsta liðið í sögu Unglingadeildar UEFA sem skorar tólf mörk í einum og sama leiknum. Þá hefur ekkert lið unnið jafn stóran sigur samanlagt í einvígi og ÍA gegn Levadia Tallin. ÍA hefur orðið Íslandsmeistari í 2. flokki undanfarin tvö ár. Í sumar töpuðu Skagamenn ekki leik í A-deild 2. flokks. Þeir komust einnig í úrslit bikarkeppninnar þar sem þeir töpuðu fyrir Blikum í framlengingu, 3-4. Fyrri leikur ÍA og Derby fer fram á Akranesi 6. nóvember. Seinni leikurinn verður á Englandi 27. nóvember.
Akranes Fótbolti Íslenski boltinn Tengdar fréttir Eyþór Aron skoraði fernu í risasigri Skagamanna í Unglingadeild UEFA Skagamenn komust örugglega áfram í sextán liða úrslit Unglingadeild UEFA með 12-1 stórsigri á útivelli á móti Levadia Tallinn frá Eistlandi. Hetja dagsins var hinn sautján ára gamli Eyþór Aron Wöhler sem var með tvær þrennur í leiknum. 23. október 2019 16:20 Mest lesið Liverpool fékk slæmar fréttir fyrir risaleikinn Enski boltinn Skýrsla Vals: Herslumunur og hetjudáð Handbolti Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 109-99 | Tveir reknir úr húsi í hörkuleik Körfubolti Fimm mínútna VAR-dómur en fyrsta útistig Southampton Enski boltinn Þær norsku geta nánast fagnað eins og Ísland gerði Fótbolti Elín vinsælasta stelpan á ballinu: „Get talað öll tungumálin sem ég kann“ Handbolti „Við vorum bara klaufar“ Handbolti Rassskelltar fyrir leikinn við Ísland Handbolti „Við viljum að þetta verði ævintýri“ Körfubolti Uppgjörið: Keflavík - Grindavík 96-104 | Mortensen kláraði Keflvíkinga Körfubolti Fleiri fréttir Keflvíkingar keyptu leikmann frá Njarðvík Elfar Árni heim í Völsung Jóhann semur og heldur Jóhanni í teyminu Eiður Aron áfram á Ísafirði Andri Rúnar í Stjörnuna Hræringar í Bestu: Daníel Hafsteins orðaður við Víking og Andri Rúnar í Garðabæ Tólf leikmenn komnir til KR Geir fer aftur í Vesturbæinn FH-ingar kynntu Birki og Braga Framarar sótt fjóra bita í næstu deild Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Stefan ætlar að koma Keflavík í deild þeirra bestu Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Valgeir til Breiðabliks Eyþór yfirgefur KR Allt lítur vel út hjá Pablo Punyed Ágúst Orri aftur heim í Breiðablik Systur sömdu á sama tíma Katrín áfram í Kópavogi Bjarni áfram hjá KA Þórdís Elva semur við Þróttara Ritstjóri 433.is tekinn við Dalvík/Reyni Birkir Valur yfirgefur HK Enn kvarnast úr liði Vestra Sameina kraftana tólf árum síðar: „Sami texti í samningnum“ Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Rúnari Páli treyst fyrir endurreisn Gróttu Hermann fer inn í hlýjuna: „Eitt af draumastörfunum sem þú færð“ Blysin kostuðu 200 þúsund en engin refsing vegna brettamálsins Skagamenn sökuðu mbl um „smellubeitu“ en fá samt sekt Sjá meira
Eyþór Aron skoraði fernu í risasigri Skagamanna í Unglingadeild UEFA Skagamenn komust örugglega áfram í sextán liða úrslit Unglingadeild UEFA með 12-1 stórsigri á útivelli á móti Levadia Tallinn frá Eistlandi. Hetja dagsins var hinn sautján ára gamli Eyþór Aron Wöhler sem var með tvær þrennur í leiknum. 23. október 2019 16:20