Fréttir

Bónorðsferðin í upp­nám vegna lé­legs pakkadíls

Jóhannes Lange og Anita Engley Guðbergsdóttir ganga í hjónaband í dag eftir átta mánaða trúlofun. Jóhannes bað Anitu í Feneyjum, í langþráðu ferðalagi. Þrátt fyrir að ferðin hafi endað með trúlofun fór flest annað úrskeiðis. 

Innlent

Að­sóknar­met slegið í Lista­há­skólanum

Tvöfalt fleiri fleiri sóttu um nám í Listaháskóla Íslands í ár heldur en í fyrra. Skammt er síðan tilkynnt var að skólagjöld yrðu felld niður frá og með haustönn ársins 2024. Rektor hefur ekki áhyggjur af auknu brottfalli nemenda og fagnar aukinni aðsókn. Hún býst við enn frekari aðsókn á næsta ári. 

Innlent

Sirskí segir stöðuna hafa versnað tölu­vert

Staða Úkraínumanna á víglínunni í Austur-Úkraínu hefur versnað töluvert á undanförnum dögum. Þetta segir Oleksandr Sirskí, yfirmaður herafla Úkraínu, en hann segir Rússa hafa gefið töluvert í á undanförnum vikum.

Erlent

Hádegisfréttir Bylgjunnar

Litlu munar á fylgi forsetaframbjóðandanna Katrínar Jakobsdóttur og Baldurs Þórhallssonar samkvæmt nýrri könnun. Prófessor í stjórnmálafræði segir þó geta skipt sköpum að kjósendahópur Katrínar líklegri til að mæta á kjörstað þar sem um eldra fólk sé að ræða. Rætt verður við hana í hádegisfréttum á Bylgjunni.

Innlent

„Minn tími er ekki búinn“

Bjarni Benediktsson, nýr forsætisráðherra, segist sannarlega hafa fengið sinn skerf af skoðunum frá sjálfskipuðum sérfræðingum. Hann reyni að láta þær ekki trufla sig og í mörg ár hafi rödd innra með honum sagt að „hans tími væri ekki búinn.“ Þó sé mikilvægt að svara fyrir sig á málefnalegum nótum en ekki með sleggjudómum eða netárásum.

Innlent

Eldri kjós­endur hallast að Katrínu

Litlu munar á fylgi forsetaframbjóðendanna Katrínar Jakobsdóttur og Baldurs Þórhallssonar samkvæmt nýrri könnun. Prófessor í stjórnmálafræði segir geta skipt sköpum að kjósendahópur Katrínar sé líklegri til að mæta á kjörstað þar sem um eldra fólk sé að ræða.

Innlent

Dyra­vörður á Hax hand­tekinn

Dyravörður á skemmtistaðnum HAX í miðbæ Reykjavíkur var handtekinn í nótt, grunaður um líkamsárás. Lögregla var með mikinn viðbúnað vegna málsins en henni barst tilkynning um hugsanlega stunguárás og slagæðablæðingu. Svo reyndist þó ekki vera.

Innlent

Bjarni býður til fundar

Opinn fundur Sjálfstæðisflokksins fer fram á Hilton Reykjavík Nordica í dag. Bjarni Benediktsson forsætisráðherra ávarpar fundinn ásamt öðrum ráðherrum flokksins.

Innlent

Sex stungnir til bana í verslunar­mið­stöð

Sex voru stungnir til bana í verslunarmiðstöð í Sydney í Ástralíu í morgun þegar maður fór að stinga fólk af handahófi. Margir eru sagðir særðir og þar á meðal ungt barn en árásarmaðurinn var skotinn til bana af lögregluþjóni.

Erlent

Segir út­séð um hval­veiðar í sumar

Kristján Loftsson, eigandi Hvals hf, segir útséð um að hvalveiðar fari fram í sumar. Matvælaráðuneytið hefur til skoðunar að veita fyrirtækinu starfsleyfi til eins árs í senn en Kristján segir að með því sé grunnur lagður að því að gera starfsemina óstarfshæfa.

Innlent

Sonur Biden kemst ekki hjá réttar­höldum

Alríkisdómari hafnaði kröfu Hunters Biden, sonar Bandaríkjaforseta, um að vísa frá ákærum vegna skotvopnalagabrota í dag. Réttarhöld yfir Biden gætu nú hafist í sumar í miðri kosningabaráttu föður hans.

Erlent

Safnar undir­skriftum gegn for­eldrum

Nemandi í 10.bekk Laugalækjarskóla segir kennara hafa hemil á árgangnum alla daga og því sé ekkert því til fyrirstöðu að þeir fari einir með krökkunum í útskriftarferð. Hún stofnaði því undirskriftalista til að mótmæla fjölda foreldra í ferðina.

Innlent

Að ó­breyttu endi málið með lögsóknum

Framkvæmdastjóri félags atvinnurekenda segir vonbrigði að nýr matvælaráðherra vilji ekkert aðhafast vegna nýrra og afar umdeildra búvörulaga. Hann hefði talið að betur færi á því að friður ríkti um greinina í stað ósættis og málaferla næstu árin.

Innlent

Al­manna­varnir greiða umframorkunotkun í Grinda­vík

Almannavarnir hafa ákveðið að hjálpa fasteignaeigendum í Grindavík við að standa straum af kostnaði vegna hærri rafmagns- og hitaveitureikninga á meðan aðgerðir til að verja hús fyrir frostskemmdum í kjölfar náttúruhamfaranna stóðu yfir.

Innlent

Skotinn í höfuðið fyrir framan tólf ára son sinn

Sænskur maður var skotinn til bana fyrir framan tólf ára son sinn á miðvikudaginn. Feðgarnir voru þá að ganga í gegnum undirgöng og á leið í sund í bænum Skärholmen, úthverfi Stokkhólms, þegar hinn 39 ára gamli Mikael Kängan var skotinn af ungum mönnum.

Erlent

Táningar sakaðir um skipu­lagningu hryðjuverkaárása

Lögregluþjónar í Þýskalandi hafa handtekið fjóra táninga, tvo drengi og tvær stúlkur, sem grunuð eru um undirbúning hryðjuverkaárása í nafni Íslamska ríkisins. Þrjú voru handtekinn í Norðurrín Vestfalíu og einn í Stuttgart.

Erlent

Páll segir dóminn efla sig frekar en hitt

Páll Vilhjálmsson framhaldsskólakennari og bloggari var í dag sakfelldur í Héraðsdómi Reykjavíkur fyrir ærumeiðingar um Aðalstein Kjartansson, blaðamann Heimildarinnar. Hann ætlar að áfrýja málinu.

Innlent