Fréttir Svandísar bíði vantrauststillaga Inga Sæland formaður Flokks fólksins segir að hún muni leggja fram vantrauststillögu á hendur Svandísi Svavarsdóttur matvælaráðherra þegar þing kemur saman í næstu viku, nú þegar ljóst er að Svandís snýr aftur til starfa eftir veikindaleyfi. Innlent 2.4.2024 12:11 Barðist fyrir starfslokasamningi eftir glímu við „lítinn mann í jakkafötum“ Kona sem lækka átti í tign og í launum hjá Hús- og mannvirkjastofnun eftir að hún sneri aftur til vinnu úr fæðingarorlofi segist hafa mætt alltof mörgum litlum köllum klæddum í of stór jakkaföt í gegnum tíðina. Hún hvetur stjórnendur til að sjá kosti í konum sem snúa til baka eftir fæðingarorlof og gefa þeim tækifæri í stað þess að taka þau af þeim. Innlent 2.4.2024 12:10 Virkni enn stöðug og fátt bendir til gosloka Virkni eldgossins við Sundhnúk er enn nokkuð stöðug og segir náttúruvársérfræðingur hjá Veðurstofu Íslands engin merki um að gosinu sé að ljúka þó slokknað hafi í einum af gígunum þremur. Fréttir 2.4.2024 12:01 Enn ósamið við tugi þúsunda opinberra starfsmanna og samningar lausir Kjarasamningar við aðildarfélög rúmlega fjörutíu þúsund opinberra starfsmanna runnu út nú um mánaðamótin. Formaður BSRB segir viðræðum um nýja samninga miða ágætlega en helst væri tekist á um jöfnun launa á almenna- og opinbera vinnumarkaðnum. Innlent 2.4.2024 11:50 Þarf að bera vitni fyrir framan meintan káfara: Vottorð listmeðferðarfræðings ekki nóg Ung kona þarf að bera vitni fyrir framan mann sem er ákærður fyrir að hafa strokið yfir rass hennar utanklæða á veitingastað þar sem hún var við vinnu. Í staðfestum úrskurði héraðsdóms segir að vottorð listmeðferðarfræðings gefi ekki tilefni til að víkja frá meginreglu um að sakaðar maður fái að hlýða á vitnisburð brotaþola. Innlent 2.4.2024 11:49 Lögregla og ráðherrar hunsa mál forvarnasamtaka Þolinmæði Árna Guðmundssonar er á þrotum en honum verður lítt ágengt í baráttu sinni gegn ólöglegum netverslunum sem höndla með áfengi. Innlent 2.4.2024 11:43 Göng um Öxnadalsheiði: „Snýst um hagsmuni allra“ Að minnsta kosti tvenn gangaverkefni ættu að vera í gangi á hverjum tíma segir bæjarstjóri Akureyrar sem kallar eftir göngum á milli Eyjafjarðar og Skagafjarðar. Enn er víða ófært og Öxnadalsheiðin lokuð vegna áreksturs. Innlent 2.4.2024 11:37 Svandís aftur til starfa á morgun Svandís Svavarsdóttir matvælaráðherra snýr aftur til starfa á morgun að loknu veikindaleyfi. Svandís greinir sjálf frá þessu í tilkynningu. Innlent 2.4.2024 11:33 Kallar eftir jarðgöngum sem fyrst Í hádegisfréttum verður rætt við bæjarstjórann á Akureyri sem kallar eftir því að tvenn jarðgangaverkefni séu í gangi á hverjum tíma hér á landi en ófærð setti strik í reikninginn hjá fjölmörgum um Páskana. Innlent 2.4.2024 11:31 Murdaugh dæmdur í fangelsi í þriðja sinn Alex Murdaugh var í gær enn einu sinni dæmdur í fangelsi og líklega í síðasta sinn. Hann var dæmdur til fjörutíu ára fangelsisvistar í alríkisfangelsi fyrir að hafa stolið peningum af skjólstæðingum sínum og fyrirtæki en hann hafði þegar verið dæmdur í tvöfalt lífstíðarfangelsi í fyrra fyrir að myrða eiginkonu sína og son. Erlent 2.4.2024 10:51 Árásin í Vantaa: Tólf ára barn lést og tvö alvarlega særð Tólf ára barn lést og tvö eru alvarlega særð eftir skotárás tólf ára barns í grunnskóla í finnska bænum Vantaa í morgun. Erlent 2.4.2024 10:33 Enginn handtekinn enn og lögregla þögul sem gröfin Enginn hefur enn verið handtekinn í tengslum við ránið í Hamraborg á mánudag síðustu viku. Lögregla segir rannsókn málsins í gangi en heldur spilunum annars þétt að sér. Innlent 2.4.2024 10:32 Öxnadalsheiði lokuð vegna áreksturs Öxnadalsheiði hefur verið lokuð vegna áreksturs. Innlent 2.4.2024 10:02 Katrín ekki með sigur vísan bjóði hún sig fram Ólafur Þ. Harðarson stjórnmálafræðingur segist ekki vera viss um að Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra eigi sigurinn vísan í forsetakosningum bjóði hún sig fram. Hann segir þjóðina vera mikið ólíkindatól þegar það kemur að forsetakosningum. Innlent 2.4.2024 09:58 Trump bannað að tala um dóttur dómara Juan M. Merchan, dómarinn í einu af dómsmálunum gegn Donald Trump, fyrrverandi forseta Bandaríkjanna, hefur gert breytingar á viku gamalli skipun þar sem hann meinaði Trump að tjá sig um vitni, kviðdómendur og aðra sem tengjast réttarhöldunum. Skipunin nær nú einnig yfir Loren Merchan, dóttur dómarans, en Trump hefur farið með falskar yfirlýsingar um hana á samfélagsmiðlum. Erlent 2.4.2024 09:56 Hryðjuverkaógn stafi helst af einstaklingum Ríkislögreglustjóri segir að hryðjuverkaógn hér á landi stafi fyrst og fremst af einstaklingum sem aðhyllast öfgahyggju og bera hatur til samfélagsins. Innlent 2.4.2024 09:06 Hleypt á umferð um Öxnadalsheiði um klukkan níu Vegurinn um Öxnadalsheiði er enn lokaður en hleypt verður á umferð upp úr klukkan 09:00. Möguleiki er á að fylgdarakstur verði til að byrja með. Innlent 2.4.2024 08:44 Tólf ára barn grunað um árásina Tólf ára barn er nú í haldi finnsku lögreglunnar vegna skotárásarinnar í Vantaa í morgun. Þrjú börn eru sögð hafa særst í árásinni, en ekki liggur fyrir hvort einhver hafi látið lífið. Erlent 2.4.2024 08:34 Kókaín flýtur á land í Ástralíu Fimm pakkar af kókaíní fundust í gær á strönd í grennd við áströlsku stórborgina Sydney, alls um fimm kíló. Erlent 2.4.2024 07:45 Skotárás í finnskum grunnskóla Lögregla í Finnlandi hefur handtekið einn eftir að tilkynnt var um skotárás í grunnskóla í finnska bænum Vantaa í morgun. Einhverjir hafa særst í árásinni þó að enn hafi ekki verið gefið upp um nákvæman fjölda. Erlent 2.4.2024 07:28 Enn lokað um Öxnadalsheiði Enn er ófært á nokkrum stöðum á landinu, meðal annars um Öxnadalsheiði fyrir norðan og um Þröskulda fyrir vestan. Innlent 2.4.2024 07:23 Él norðantil en bjartviðri suðvestanlands Veðurstofan gerir ráð fyrir norðaustlægri átt á landinu, éljum á norðanverðu landinu en bjartviðri suðvestantil. Veður 2.4.2024 07:11 Segir alla munu heita Sato árið 2531 að óbreyttu Prófessorinn Hiroshi Yoshida hefur komist að þeirri niðurstöðu að ef stjórnvöld í Japan ráðast ekki í breytingar á lögum og heimili einstaklingum að halda eftirnöfnum sínum þegar þeir ganga í hjónaband, muni allir í Japan heita Sato árið 2531. Erlent 2.4.2024 07:02 Peningarnir hans Willums í baráttunni við eitrið Heilbrigðisráðherra sagðist í fyrra ætla að verja 225 milljónum til að verjast „ópíóíðafaraldri“ á Íslandi. Í dag er búið að úthluta um 91 milljón í verkefni því tengdu en af þeim er um helmingur í neyslurými. Tveir starfshópar eru starfandi og einn vinnuhópur. Innlent 2.4.2024 06:45 Þrír létust og einn slasaðist í snjóflóði í Zermatt í Sviss Þrír létust og einn slasaðist þegar snjóflóð féll á skíðasvæðinu í Zermatt í Sviss í gær. Leit var hrundið af stað þrátt fyrir slæmt veður en yfirvöld hafa varað við því að fleiri snjóflóð gætu fallið í Ölpunum vegna veðurs og mikillar snjókomu síðustu daga. Erlent 2.4.2024 06:35 Ísraelsmenn sagðir hafa drepið sjö starfsmenn hjálparasamtaka Hjálparsamtökin World Central Kitchen segja sjö starfsmenn samtakanna hafa látist í árás Ísraelsmanna á Gasa. Fólkið er sagt hafa verið frá Ástralíu, Póllandi, Bretlandi og Palestínu. Erlent 2.4.2024 06:18 Bæjarstjóri Akureyrar telur þörf á göngum Ástihildur Sturludóttir, bæjarstjóri Akureyrar, segir þurfa að huga alvarlega að jarðgöngum milli Eyjafjarðar og Skagafjarðar og á fleiri stöðum á landinu. Innlent 1.4.2024 23:28 Börn fundist meðvitundarlaus eftir landadrykkju Verkefnastjóri forvarna hjá borginni segir áhyggjuefni að hópamyndun unglinga við verslunarkjarna og víðar hafi aukist. Neikvæðar hliðar þessa séu ofbeldi og neysla vímuefna. Dæmi séu um að börn hafi fundist meðvitundarlaus eftir landadrykkju. Innlent 1.4.2024 23:00 Öxnadalsheiðin áfram lokuð en Fjarðarheiðin opnaði í kvöld Ekki náðist að opna Öxnadalsheiði í dag en reiknað er með að hún verði opnuð í fyrramálið þegar veður skánar. Vegurinn um Fjarðarheiði opnaði í kvöld eftir að hafa verið lokaður í fjóra daga. Fulltrúi Vegagerðarinnar segir von á hvelli í kvöld en það veður verði mun skárra á morgun. Innlent 1.4.2024 22:18 „Svona ýkta skemmdarfýsn er erfitt að skilja“ Útilistaverk í Grasagarðinum var brotið í sundur og bútunum kastað í tjörn aðeins þremur dögum eftir uppsetningu þess. Myndlistarmaðurinn segir grátlegt að sjá margra mánaða vinnu gerða engu og telur hóp hafa verið að verki. Hann vonast þó til að verkið rísi á ný annars staðar. Innlent 1.4.2024 21:12 « ‹ 305 306 307 308 309 310 311 312 313 … 334 ›
Svandísar bíði vantrauststillaga Inga Sæland formaður Flokks fólksins segir að hún muni leggja fram vantrauststillögu á hendur Svandísi Svavarsdóttur matvælaráðherra þegar þing kemur saman í næstu viku, nú þegar ljóst er að Svandís snýr aftur til starfa eftir veikindaleyfi. Innlent 2.4.2024 12:11
Barðist fyrir starfslokasamningi eftir glímu við „lítinn mann í jakkafötum“ Kona sem lækka átti í tign og í launum hjá Hús- og mannvirkjastofnun eftir að hún sneri aftur til vinnu úr fæðingarorlofi segist hafa mætt alltof mörgum litlum köllum klæddum í of stór jakkaföt í gegnum tíðina. Hún hvetur stjórnendur til að sjá kosti í konum sem snúa til baka eftir fæðingarorlof og gefa þeim tækifæri í stað þess að taka þau af þeim. Innlent 2.4.2024 12:10
Virkni enn stöðug og fátt bendir til gosloka Virkni eldgossins við Sundhnúk er enn nokkuð stöðug og segir náttúruvársérfræðingur hjá Veðurstofu Íslands engin merki um að gosinu sé að ljúka þó slokknað hafi í einum af gígunum þremur. Fréttir 2.4.2024 12:01
Enn ósamið við tugi þúsunda opinberra starfsmanna og samningar lausir Kjarasamningar við aðildarfélög rúmlega fjörutíu þúsund opinberra starfsmanna runnu út nú um mánaðamótin. Formaður BSRB segir viðræðum um nýja samninga miða ágætlega en helst væri tekist á um jöfnun launa á almenna- og opinbera vinnumarkaðnum. Innlent 2.4.2024 11:50
Þarf að bera vitni fyrir framan meintan káfara: Vottorð listmeðferðarfræðings ekki nóg Ung kona þarf að bera vitni fyrir framan mann sem er ákærður fyrir að hafa strokið yfir rass hennar utanklæða á veitingastað þar sem hún var við vinnu. Í staðfestum úrskurði héraðsdóms segir að vottorð listmeðferðarfræðings gefi ekki tilefni til að víkja frá meginreglu um að sakaðar maður fái að hlýða á vitnisburð brotaþola. Innlent 2.4.2024 11:49
Lögregla og ráðherrar hunsa mál forvarnasamtaka Þolinmæði Árna Guðmundssonar er á þrotum en honum verður lítt ágengt í baráttu sinni gegn ólöglegum netverslunum sem höndla með áfengi. Innlent 2.4.2024 11:43
Göng um Öxnadalsheiði: „Snýst um hagsmuni allra“ Að minnsta kosti tvenn gangaverkefni ættu að vera í gangi á hverjum tíma segir bæjarstjóri Akureyrar sem kallar eftir göngum á milli Eyjafjarðar og Skagafjarðar. Enn er víða ófært og Öxnadalsheiðin lokuð vegna áreksturs. Innlent 2.4.2024 11:37
Svandís aftur til starfa á morgun Svandís Svavarsdóttir matvælaráðherra snýr aftur til starfa á morgun að loknu veikindaleyfi. Svandís greinir sjálf frá þessu í tilkynningu. Innlent 2.4.2024 11:33
Kallar eftir jarðgöngum sem fyrst Í hádegisfréttum verður rætt við bæjarstjórann á Akureyri sem kallar eftir því að tvenn jarðgangaverkefni séu í gangi á hverjum tíma hér á landi en ófærð setti strik í reikninginn hjá fjölmörgum um Páskana. Innlent 2.4.2024 11:31
Murdaugh dæmdur í fangelsi í þriðja sinn Alex Murdaugh var í gær enn einu sinni dæmdur í fangelsi og líklega í síðasta sinn. Hann var dæmdur til fjörutíu ára fangelsisvistar í alríkisfangelsi fyrir að hafa stolið peningum af skjólstæðingum sínum og fyrirtæki en hann hafði þegar verið dæmdur í tvöfalt lífstíðarfangelsi í fyrra fyrir að myrða eiginkonu sína og son. Erlent 2.4.2024 10:51
Árásin í Vantaa: Tólf ára barn lést og tvö alvarlega særð Tólf ára barn lést og tvö eru alvarlega særð eftir skotárás tólf ára barns í grunnskóla í finnska bænum Vantaa í morgun. Erlent 2.4.2024 10:33
Enginn handtekinn enn og lögregla þögul sem gröfin Enginn hefur enn verið handtekinn í tengslum við ránið í Hamraborg á mánudag síðustu viku. Lögregla segir rannsókn málsins í gangi en heldur spilunum annars þétt að sér. Innlent 2.4.2024 10:32
Öxnadalsheiði lokuð vegna áreksturs Öxnadalsheiði hefur verið lokuð vegna áreksturs. Innlent 2.4.2024 10:02
Katrín ekki með sigur vísan bjóði hún sig fram Ólafur Þ. Harðarson stjórnmálafræðingur segist ekki vera viss um að Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra eigi sigurinn vísan í forsetakosningum bjóði hún sig fram. Hann segir þjóðina vera mikið ólíkindatól þegar það kemur að forsetakosningum. Innlent 2.4.2024 09:58
Trump bannað að tala um dóttur dómara Juan M. Merchan, dómarinn í einu af dómsmálunum gegn Donald Trump, fyrrverandi forseta Bandaríkjanna, hefur gert breytingar á viku gamalli skipun þar sem hann meinaði Trump að tjá sig um vitni, kviðdómendur og aðra sem tengjast réttarhöldunum. Skipunin nær nú einnig yfir Loren Merchan, dóttur dómarans, en Trump hefur farið með falskar yfirlýsingar um hana á samfélagsmiðlum. Erlent 2.4.2024 09:56
Hryðjuverkaógn stafi helst af einstaklingum Ríkislögreglustjóri segir að hryðjuverkaógn hér á landi stafi fyrst og fremst af einstaklingum sem aðhyllast öfgahyggju og bera hatur til samfélagsins. Innlent 2.4.2024 09:06
Hleypt á umferð um Öxnadalsheiði um klukkan níu Vegurinn um Öxnadalsheiði er enn lokaður en hleypt verður á umferð upp úr klukkan 09:00. Möguleiki er á að fylgdarakstur verði til að byrja með. Innlent 2.4.2024 08:44
Tólf ára barn grunað um árásina Tólf ára barn er nú í haldi finnsku lögreglunnar vegna skotárásarinnar í Vantaa í morgun. Þrjú börn eru sögð hafa særst í árásinni, en ekki liggur fyrir hvort einhver hafi látið lífið. Erlent 2.4.2024 08:34
Kókaín flýtur á land í Ástralíu Fimm pakkar af kókaíní fundust í gær á strönd í grennd við áströlsku stórborgina Sydney, alls um fimm kíló. Erlent 2.4.2024 07:45
Skotárás í finnskum grunnskóla Lögregla í Finnlandi hefur handtekið einn eftir að tilkynnt var um skotárás í grunnskóla í finnska bænum Vantaa í morgun. Einhverjir hafa særst í árásinni þó að enn hafi ekki verið gefið upp um nákvæman fjölda. Erlent 2.4.2024 07:28
Enn lokað um Öxnadalsheiði Enn er ófært á nokkrum stöðum á landinu, meðal annars um Öxnadalsheiði fyrir norðan og um Þröskulda fyrir vestan. Innlent 2.4.2024 07:23
Él norðantil en bjartviðri suðvestanlands Veðurstofan gerir ráð fyrir norðaustlægri átt á landinu, éljum á norðanverðu landinu en bjartviðri suðvestantil. Veður 2.4.2024 07:11
Segir alla munu heita Sato árið 2531 að óbreyttu Prófessorinn Hiroshi Yoshida hefur komist að þeirri niðurstöðu að ef stjórnvöld í Japan ráðast ekki í breytingar á lögum og heimili einstaklingum að halda eftirnöfnum sínum þegar þeir ganga í hjónaband, muni allir í Japan heita Sato árið 2531. Erlent 2.4.2024 07:02
Peningarnir hans Willums í baráttunni við eitrið Heilbrigðisráðherra sagðist í fyrra ætla að verja 225 milljónum til að verjast „ópíóíðafaraldri“ á Íslandi. Í dag er búið að úthluta um 91 milljón í verkefni því tengdu en af þeim er um helmingur í neyslurými. Tveir starfshópar eru starfandi og einn vinnuhópur. Innlent 2.4.2024 06:45
Þrír létust og einn slasaðist í snjóflóði í Zermatt í Sviss Þrír létust og einn slasaðist þegar snjóflóð féll á skíðasvæðinu í Zermatt í Sviss í gær. Leit var hrundið af stað þrátt fyrir slæmt veður en yfirvöld hafa varað við því að fleiri snjóflóð gætu fallið í Ölpunum vegna veðurs og mikillar snjókomu síðustu daga. Erlent 2.4.2024 06:35
Ísraelsmenn sagðir hafa drepið sjö starfsmenn hjálparasamtaka Hjálparsamtökin World Central Kitchen segja sjö starfsmenn samtakanna hafa látist í árás Ísraelsmanna á Gasa. Fólkið er sagt hafa verið frá Ástralíu, Póllandi, Bretlandi og Palestínu. Erlent 2.4.2024 06:18
Bæjarstjóri Akureyrar telur þörf á göngum Ástihildur Sturludóttir, bæjarstjóri Akureyrar, segir þurfa að huga alvarlega að jarðgöngum milli Eyjafjarðar og Skagafjarðar og á fleiri stöðum á landinu. Innlent 1.4.2024 23:28
Börn fundist meðvitundarlaus eftir landadrykkju Verkefnastjóri forvarna hjá borginni segir áhyggjuefni að hópamyndun unglinga við verslunarkjarna og víðar hafi aukist. Neikvæðar hliðar þessa séu ofbeldi og neysla vímuefna. Dæmi séu um að börn hafi fundist meðvitundarlaus eftir landadrykkju. Innlent 1.4.2024 23:00
Öxnadalsheiðin áfram lokuð en Fjarðarheiðin opnaði í kvöld Ekki náðist að opna Öxnadalsheiði í dag en reiknað er með að hún verði opnuð í fyrramálið þegar veður skánar. Vegurinn um Fjarðarheiði opnaði í kvöld eftir að hafa verið lokaður í fjóra daga. Fulltrúi Vegagerðarinnar segir von á hvelli í kvöld en það veður verði mun skárra á morgun. Innlent 1.4.2024 22:18
„Svona ýkta skemmdarfýsn er erfitt að skilja“ Útilistaverk í Grasagarðinum var brotið í sundur og bútunum kastað í tjörn aðeins þremur dögum eftir uppsetningu þess. Myndlistarmaðurinn segir grátlegt að sjá margra mánaða vinnu gerða engu og telur hóp hafa verið að verki. Hann vonast þó til að verkið rísi á ný annars staðar. Innlent 1.4.2024 21:12