Fréttir

„Fólk deyr bara á bið­listum“

Efnt var til minningarstundar í dómkirkjunni síðdegis í dag um þau sem látist hafa úr fíknisjúkdómi. Varaformaður Samtaka aðstandenda og fíknisjúkra segir fólk deyja á biðlistum meðan stjórnvöld setji ekki fjármagn í málaflokkinn og marki sér ekki.

Innlent

Biðin að lengjast og skil­yrðin þrengjast

Íslensk kona sem kom frá Egyptalandi í nótt segir að biðin eftir því að koma fólki yfir landamærin frá Gasa virðist vera að lengjast. Henni telst til að um 140 manns hafi hingað til komist yfir landamærin með hjálp Íslendinga og enn séu sjálfboðaliðar staddir úti.

Innlent

Töskurnar fundust tómar á þremur mis­munandi stöðum

Þjófar sem taldir eru hafa stolið spilakassafé að andvirði hátt í þrjátíu milljóna króna ganga enn lausir og peningarnir hafa heldur ekki fundist. Töskurnar sjö sem geymdu fjármunina eru allar fundnar. Tvær fundust við Lágafellskirkju í Mosfellsbæ, ein við Bugðufljót og fjórar úti í móa uppi við Esjumela.

Innlent

Kvöld­fréttir Stöðvar 2

Þjófar sem taldir eru hafa stolið spilakassafé að andvirði hátt í þrjátíu milljóna króna ganga enn lausir og peningarnir hafa heldur ekki fundist. Lögreglufulltrúi segist ekki muna eftir viðlíka máli. Ránið var þaulskipulagt og þjófarnir voru aðeins um hálfa mínútu að athafna sig.

Innlent

Lög­reglan lýsir eftir þjófunum

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hefur lýst eftir tveimur mönnum. Þeir eru grunaðir um að hafa rænt tuttugu til þrjátíu milljónum úr peningaflutningabíl í Hamraborg í Kópavogi í gærmorgun.

Innlent

Skipið varð vélar­vana rétt áður en það hafnaði á brúnni

Gámaflutningaskipið Dali, sem rak á Francis Scott Key brúna í Baltimore í Bandaríkjunum í nótt, varð vélarvana rétt áður en það hafnaði á einum brúarstólpanna. Ríkisstjóri Maryland segir að neyðarkall hafi verið sent út frá skipinu í aðdragandanum, sem hafi bjargað lífum.

Erlent

Pétur Markan næsti bæjar­stjóri Hvera­gerðis

Meirihluti bæjarstjórnar Hveragerðisbæjar mun leggja það til á aukafundi bæjarstjórnar 2. apríl að Pétur G. Markan verði næsti bæjarstjóri Hveragerðis. Pétur tekur við starfinu af Geir Sveinssyni. Starfslokasamningur hans var samþykktur á fundi bæjarstjórnar síðasta föstudag. 

Innlent

Fundu rangan bíl með rétt skráningar­númer

Heimir Ríkharðsson, lögreglufulltrúi hjá lögreglunni í Kópavogi, segir að litlar sem engar upplýsingar séu til staðar um þá tvo sem áttu í hlut í ráni á peningaflutningabíl í Hamraborg í Kópavogi í gærmorgun.

Innlent

Biskups­efnin ekki stressuð á krossa­skopi RÚV

Biskupskjör hefst 11. apríl næstkomandi og gestir Pallborðsins voru þremenningarnir sem tryggðu sér útnefningu þegar tilnefningar fóru fram: Guðrún Karls Helgudóttir, Guðmundur Karl Brynjarsson og Elínborg Sturludóttir.

Innlent

Jarð­skjálfta­hrina í Öskju í gær

Í gær varð skjálftahrina í norðvesturhluta Öskju og mældust tæplega 30 skjálftar frá því klukkan átta um morguninn og til hádegis. Sá stærsti sem mældist var 3,5 að stærð og var á um fimm kílómetra dýpi. Þrír skjálftar mældust frá 2,0 til 2,5 að stærð, en aðrir skjálftar voru minni.

Innlent

Gæslu­varð­hald fram­lengt um tvær vikur

Gæsluvarðhald yfir þremur sakborningum í mansalsmáli tengdu veitingastöðum Pho Vietnam hefur verið framlengt um tvær vikur. Aðstoðaryfirlögrelguþjónn segir rannsókn miða vel en umfang gagna sé mikið og því hægur gangur. 

Innlent

Minnast þeirra sem hafa látist úr fíkni­sjúk­dómi

Samtök aðstandenda og fíknisjúkra (SAOF) standa fyrir minningarathöfn í Dómkirkjunni síðdegis í dag til að minnast þeirra sem fallið hafa fyrir fíknisjúkdómi. Dagbjört Ósk Steindórsdóttir, ein stofnenda samtakanna, segir viðburðinn opinn og hefjast klukkan 17.

Innlent

Barnið stökk út úr bílnum á ferð

Níu ára piltur sem stalst til þess að aka leigubíl um Bakkana í Breiðholti á sunnudag stökk út úr bílnum á ferð þegar lögregla kom auga á hann. Bíllinn endaði uppi á kantsteini og skemmdist lítillega.

Innlent

Segja minnst sjö bíla hafa fallið í ána

Tveimur hefur verið bjargað úr Patapsco-ánni í Baltimore í Bandaríkjunum eftir að brú yfir hana hrundi í nótt. Talið er að minnst sjö bifreiðar hafi hafnað í ánni en óvíst er hversu margir voru í bílunum.

Erlent

Assange verður ekki fram­seldur strax

Hæstiréttur í Lundúnum ætlar að gefa yfirvöldum í Bandaríkjunum þriggja vikna frest til að tryggja að Julian Assange njóti stjórnarskrárbundinna réttinda til tjáningarfrelsis. Hann verður ekki framseldur til Bandaríkjanna fyrr en þetta er tryggt. 

Erlent

Um 375 milljónir til úkraínska hersins

Íslensk stjórnvöld munu verja tveimur milljónum evra, um 300 milljónum króna, í að útvega skotfæri fyrir stórskotalið Úkraínu. Þá verður 75 milljónum króna varið í að koma til móts við þarfir kvenkyns úkraínskum hermönnum.

Innlent

Leita fólks í ánni eftir að brúin hrundi

Viðbragðsaðilar leita nú fólks í Patapsco-ánni, sem rennur í gegn um Baltimore í Bandaríkjunum. Talið er að nokkrir bílar hafi hafnað í ánni þegar Francis Scott Key brúin hrundi í kjölfar þess að fraktskip sigldi á hana í nótt. 

Erlent