Bíó og sjónvarp

Tökur á Sumarbörnum að hefjast

Tökur eiga að hefjast í sumar á fjölskyldumynd sem ber vinnuheitið Sumarbörn. Myndin er komin langt í undirbúningi og hefur þegar fengið framleiðslustyrk frá Kvikmyndasjóði Íslands upp á níutíu milljónir króna. Frumsýning verður líklega á næsta ári. Handritið er byggt á atvikum sem áttu sér stað á barnaheimilinu Silungapolli sem Reykjavík starfrækti hér árum áður. "Þessi mynd er búin að vera rosalega lengi í gangi. Það eru tíu ár síðan fyrsti handritastyrkurinn kom í þetta verkefni,“ segir leikstjórinn Guðrún Ragnarsdóttir.

Bíó og sjónvarp

Game of Thrones vann til áhorfendaverðlauna

Þriðja þáttaröðin af Game of Thrones vann áhorfendaverðlaunin á sjónvarpsverðlaunahátíðinni sem haldin var í London í gærkvöld. Þetta voru einu verðlaunin sem áhorfendur gátu kosið um. Game of Thrones hafa verið sýndir víða um heim við miklar vinsældir, meðal annars hér á Íslandi. Þættir úr annarri og þriðju þáttaröðinni voru að stórum hluta til teknir upp á Íslandi.

Bíó og sjónvarp

Fjórða serían af Game of Thrones

HBO sjónvarpsstöðin hefur ákveðið að ráðast í gerð fjórðu þáttaraðarinnar um Game of Thrones. Fyrsti þátturinn í þriðju þáttaröðinni var sýndur í Bandaríkjunum á sunnudaginn og horfðu 4,4 milljónir manna á hann.

Bíó og sjónvarp

Gosling sem Pistorius?

Ryan Gosling er sagður líklegastur til að hreppa hlutverk fatlaða íþróttamannsins Oscars Pistorius í nýrri kvikmynd um ævi hans sem er í undirbúningi.

Bíó og sjónvarp

Lala fór með línur úr Sopranos

Það vakti verulega athygli þegar Vísir sagði frá beinskeyttum árásum Lala á Pó á Vísi í gær. Þar birtust myndbrot úr þætti sem sýndur var á sjónvarpsstöðinni Stöð 2 krakkar í gærmorgun. Svanhildur Hólm Valsdóttir, aðstoðarmaður Bjarna Benediktssonar, varð vör við textann þegar hún kveikti á sjónvarpinu um morguninn.

Bíó og sjónvarp