Fótbolti

Fréttir í tímaröð

Fréttamynd

Kostað Manchester United marga milljarða að skipt um stjóra

Það kostaði enska úr­vals­deildar­félagið Manchester United því sem nemur rúmum 1,7 milljarði ís­lenskra króna að reka knatt­spyrnu­stjórann Erik ten Hag og starfs­lið hans frá félaginu. Ef litið er á kostnað félagsins við starfslok knattspyrnustjóra frá stjóratíð Sir Alex Ferguson kemur í ljós margra milljarða reikningur.

Enski boltinn
Fréttamynd

Fann ástina í örmum skilnaðar­lög­fræðingsins

Hinn 31 árs gamli Mauro Icardi var á sínum tíma einn heitasti framherji Evrópu, innan vallar sem utan. Undanfarin misseri hefur hann hins vegar verið meira í fréttum vegna ástarmála sinna heldur en vegna frammistöðu á knattspyrnuvellinum.

Fótbolti
Fréttamynd

Dramatík á Villa Park

Morgan Rogers hélt hann hefði tryggt Aston Villa dramatískan sigur á Juventus með marki í uppbótartíma þegar liðin mættust í Meistaradeild Evrópu. Markið var hins vegar dæmt af og leiknum lauk með markalausu jafntefli.

Fótbolti
Fréttamynd

Guardiola allur útklóraður eftir leik

Manchester City kastaði frá sér þriggja marka forystu gegn Feyenoord í Meistaradeild Evrópu í gær. Útgangurinn á Pep Guardiola, knattspyrnustjóra liðsins, eftir leik vakti athygli.

Fótbolti