Erlent

Segja í­búum tuttugu og fimm þorpa að flýja

Ísraelski herinn sagði íbúum 25 bæja og þorpa í sunnanverðu Líbanon í dag að yfirgefa heimili sín. Byggðirnar eru norður af Litani-á en hún markar svæði sem átti að vera nokkurs konar hlífðarsvæði samkvæmt ályktun öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna frá 2006 og þykir yfirlýsingin til marks um mögulega útvíkkun innrásar Ísraela í Líbanon.

Erlent

Fyrsta heim­sókn Rutte til Úkraínu

Mark Rutte, nýr framkvæmdastjóri Atlantshafsbandalagsins og fyrrverandi forsætisráðherra Hollands, er í heimsókn í Kænugarði í Úkraínu. Þetta er fyrsta opinbera ferð Rutte frá því hann tók við embættinu á þriðjudaginn en hún var ekki opinberuð fyrr en hann var kominn þangað í morgun.

Erlent

Lét sér fátt um finnast að Pence væri í hættu

„Hvað með það?“ er Donald Trump sagður hafa svarað þegar honum var sagt að Mike Pence, varaforseti hans, hefði þurft að flýja undan æstum múgi sem réðst á bandaríska þinghúsið. Þetta kemur fram í gögnum úr rannsókn á árásinni sem voru lögð fram í gær.

Erlent

Starfs­fólk farið að þjást af „laxaastma“

Dæmi eru um að alvarlegir öndunarfærasjúkdómar hafi gert vart við sig hjá starfsfólki sem vinnur við slátrun og pökkun á eldislaxi í Noregi. Fyrirbrigðið hefur hlotið viðurnefnið „laxaastmi“ og hlýst af því þegar andað er að sér vatnsúða sem inniheldur örsmáar agnir af laxaholdi, bakteríum og aðra vessa úr laxinum. Framkvæmdastjóri eldisins segir astma tengdan vinnu þekkt vandamál í fleiri geirum.

Erlent

Maðurinn á bak við Tripp Trapp-stólinn látinn

Peter Opsvik, norskur hönnuður, lést á mánudaginn 85 ára að aldri. Hann var þekktastur fyrir hönnun sína á Tripp Trapp-stólnum fyrir börn sem hefur lengi vel verið gífurlega vinsæll á Íslandi og víðar.

Erlent

Bann gegn betli á teikni­borði Svía

Stjórnvöld í Svíþjóð sæta nú harðri gagnrýni vegna hugmynda um að banna betl á götum landsins. Þau hafa fyrirskipað athugun á fýsileika slíks banns en niðurstöður eiga að liggja fyrir eftir níu mánuði.

Erlent

Bera hefndar­að­gerðir undir Banda­ríkin

Bandaríska fréttavefsíðan Axios hefur eftir háttsettum embættismanni í Ísrael að þarlend yfirvöld kunni að hefna fyrir umfangsmikla árás Íran í gær með árás á olíuframleiðslu Írana og aðra mikilvæga innviði.

Erlent

Engar fregnir af mann­falli í Ísrael

Enn er fátt vitað um skaðann af umfangsmikilli eldflaugaárás Íran á Ísrael í gær en engar tilkynningar hafa borist um dauðsföll eða meiðsl á fólki. Einn lést á Vesturbakkanum.

Erlent

Netanyahu heitir hefndum

Benjamin Netanyahu forsætisráðherra Ísraels, segir að Íran hafi gert mikil mistök í kvöld, og muni gjalda þess. Þetta sagði hann á fundi öryggisráðs Ísrael í Jerúsalem skömmu eftir árásina.

Erlent

Bein út­sending: Walz og Vance hittast í fyrsta sinn

Þeir Tim Walz og JD Vance, varaforsetaefni þeirra Kamölu Harris og Donalds Trump, mætast í þeirra fyrstu og líklega síðustu kappræðum í kvöld. Kosningabaráttan virðist í járnum, ef marka má kannanir og berjast framboðin af mikilli hörku um hvert atkvæði.

Erlent

Minnst sex látnir í skot­á­rás í Tel Avív

Að minnsta kosti sex eru látnir og níu særðir eftir skotárás í Jaffa-hverfinu í Tel Avív í Ísrael. Þó nokkrir þeirra særðu eru í bráðri lífshættu. Árásin hófst rétt áður en að umfangsmikil loftárás Írana hófst á fimmta tímanum í dag. 

Erlent

Fjöldi skotflauga lenti í Ísrael

Að minnsta kosti tvö hundruð skotflaugum var skotið að Ísrael frá Íran í dag. Viðvörunarlúðrar ómuðu víðsvegar í Ísrael og er útlit fyrir að þó nokkrar þeirra hafi náð í gegnum loftvarnir Ísraela og brak úr mörgum féll til jarðar.

Erlent

Segja eldflaugaárás frá Íran væntan­lega

Forsvarsmenn ísraelska hersins hafa ákveðið að kalla út fjögur stórfylki af varaliði vegna átakanna við landamærin Ísrael og Líbanon. Hermennirnir eiga að verða sendir að landamærunum en Ísraelar hafa verið að gera loftárásir og áhlaup yfir landamærin þar sem sérsveitarmenn eru sagðir hafa farið inn í göng og hella sem eiga að hafa verið í notkun af vígamönnum Hezbollah.

Erlent