Innlent

Dæmdur fyrir smygl á tvö þúsund töflum

Héraðsdómur Reykjaness hefur dæmt karlmann í fimmtán mánaða fangelsi fyrir að hafa reynt að smygla samtals um tvö þúsund töflum af Oxycontin og fleiri lyfseðilsskyldum efnum til landsins með flugi í febrúar síðastliðnum.

Innlent

Gert að breyta sól­pallinum í takt við teikningar frá 2006

Kærunefnd húsamála hefur úrskurðað að eiganda kjallaraíbúðar sem reisti sólpall út frá íbúð sinni verði að breyta sólpallinum í samræmi við teikningar frá árinu 2006. Sólpallurinn sé stærri en teikningar geri ráð fyrir og að breytingarnar verði gerðar á kostnað hans.

Innlent

Vaktin: Engin gos­virkni sýni­leg

Vísindamenn á flugi yfir gosstöðvunum á Reykjanesskaga í morgun sáu enga gosvirkni. Virðist sem slokknað sé í gígum en glóð eru enn sjáanleg í hraunbreiðunni. Enn er þó of snemmt að lýsa yfir goslokum þar sem hraun gæti flætt í lokuðum rásum.

Innlent

Bæjar­stjórn tekur fyrir altjónslista í næstu viku

Altjónslisti frá Náttúrutryggingum Íslands (NTÍ) yfir hús í Grindavík verður tekinn fyrir af bæjarstjórn Grindavíkurbæjar á milli jóla og ný árs. Íbúi segist hafa fengið þau svör að ekki verði hægt að bæta tjón fyrr en afstaða liggi fyrir í málinu.

Innlent

„Það eina sem við getum gert er bara að fylgjast með“

Uppfært hættumat Veðurstofunnar gerir ráð fyrir töluverðri hættu á gosopnun í Grindavík. Áður var hættan talin mikil. Náttúruvársérfræðingur segir stöðuna geta breyst hratt, eins og hún hafi þegar gert. Því sé ómögulegt að segja til um framhaldið.

Innlent

Kvöld­fréttir Stöðvar 2

Áfram dregur úr krafti eldgossins í Sundhnúkagígum. Afar skammur tími leið frá fyrstu merkjum um gos og þar til gosið sjálft hófst. Almannavarnir segja Grindvíkinga ekki fá að gista heima í það minnsta fyrr en gosinu lýkur.

Innlent

Mjög ó­sátt við sam­göngur í Eyjum

Íris Róbertsdóttir, bæjarstjóri Vestmannaeyjabæjar, segir Eyjamenn mjög ósátta við samgöngur sínar þessa dagana. Hún segir flug alltof stopult ásama tíma og Landeyjarhöfn er lokuð.

Innlent

Grind­víkingar gisti ekki meðan hraunið flæði

Víðir Reynisson, sviðsstjóri Almannavarna, segir að á meðan gosið sé í gangi sé ekki öruggt að gista í Grindavík. Áhersluna sé að tryggja öryggi og velferð þeirra en aðbúnaður fyrir ferðamenn og þá sem vilja bera gosið augum sé aftarlega á listanum. Því segir hann göngustíg að gosstöðvunum ekki í forgangi, en seinna meir gæti það verið sett í skoðun.

Innlent

Húsnæðisstuðningur fram­lengdur út veturinn

Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra segir ríkisstjórnina munu leggja til að húsnæðisstuðningur ríkisins við Grindvíkinga verði framlengdur út veturinn. Hann átti að renna sitt skeið í lok febrúar.

Innlent

Mynda­syrpa: Glóandi jarð­eldur í næturrökkri

Eldgosið við Sundhnúksgíga hefur verið mikið sjónarspil þó nokkuð hafi dregið úr krafti þess síðan það hófst á mánudagskvöld. Ragnar Axelsson ljósmyndari, betur þekktur sem RAX, var við gosstöðvarnar í gærkvöldi og náði mögnuðum myndum af nýrri jörð myndast.

Innlent

Bjarni gengur fram af fólki með klíku­ráðningum

Bjarni Benediktsson var varla sestur í stól utanríkisráðherra þegar hann tók til við að skipa samherjum sínum á mikilvæga pósta í utanríkisþjónustunni. Ýmsir hafa þetta til marks um að Bjarni sé á útleið úr pólitík, jafnvel að ríkisstjórnin sé á síðustu metrunum og það sé verið að hafa það úr húsinu sem nýtilegt er.

Innlent

Hádegisfréttir Bylgjunnar

Í hádegisfréttum Bylgjunnar höldum við áfram að fjalla um eldgosið í Sundhnúksgígum. Eldfjallafræðingur segist telja eldgosið í Sundhnúksgígum vera komið á lokastig. Það þurfi stóran atburð til að krafturinn í gosinu aukist á ný. Flæðið var áttatíu sinnum meira við upphaf goss en það er núna.

Innlent

Valur felur Frið­rik

Knattspyrnufélagið Valur hefur ákveðið að fjarlægja styttu af séra Friðriki Friðrikssyni, stofnanda félagsins, sem hefur staðið á lóð félagsins. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Herði Gunnarssyni, formanni Vals.

Innlent