Körfubolti

Belgar brutu blað í sögunni

Belgía varð í kvöld Evrópumeistari í körfubolta kvenna í fyrsta skipti í sögunni en belgíska liðið bar sigurorð af Spáni eftir jafnan og spennandi úrslitaleik í Ljublijana í Slóveníu. 

Körfubolti

Hótar að birta kyn­lífs­mynd­band af sér og Zion

Moriah Mills, klámstjarnan fyrrverandi sem vinnur í dag við taka upp Only Fans-myndbönd, hefur hótað að birta klámmyndband af sér og körfuboltamanninum Zion Williamson. Mills komst í fréttirnar eftir að Zion og kærasta hans tilkynntu að þau ættu von á sínu fyrsta barni.

Körfubolti

Draymond Green freistar gæfunnar samningslaus

Draymond Green, leikmaður Golden State Warriors og fjórfaldur meistari með liðinu, hefur ákveðið að afþakka ársframlengingu á samningi sínum. Það þarf þó ekki að þýða að hann sé á leið í annað lið.

Körfubolti

Sá verðmætasti týndi bikarnum

Serbneski körfuboltamaðurinn Nikola Jokic verður seint sakaður um að ganga of langt í fagnaðarlátum sínum eftir að hann vann NBA-deildina í körfubolta með Denver Nuggets á aðfaranótt þriðjudags. Jokic var valinn verðmætasti leikmaður úrslitakeppninnar, en er nú búinn að týna verðlaunagripnum.

Körfubolti

KR-ingur í nýliðaval þróunardeildar NBA

Körfuboltamaðurinn og KR-ingurinn Þorvaldur Orri Árnason hefur skráð sig í nýliðaval þróunardeildar NBA. Valið fer fram 28. júní næstkomandi en Þorvaldur er í hópi drengja 18 til 21 árs á alþjóðlegum lista sem valið er úr.

Körfubolti