Körfubolti

Geof Kotila látinn

Geof Kotila, fyrrum þjálfari karlaliðs Snæfells er fallin frá, en hann hefur lengst af sínum ferli starfað í Danmörku.

Körfubolti

Teitur segir Basi­le bestan í vetur: „Ég þarf ekkert að rök­styðja það“

„Framlengingin“ var á sínum stað í síðasta þætti af Körfuboltakvöldi. Að þessu sinni var spurt hvort Keyshawn Woods hentaði úrslitakeppninni, hvort tvíeykið menn vildu frekar, hvaða lið kemst ekki í úrslitakeppni Subway-deildar karla, hver sé besti leikmaður deildarinnar og hvað skiptir mestu máli þegar það eru bara tveir leikir eftir af hefðbundinni deildarkeppni.

Körfubolti

Jókerinn og Gríska undrið halda á­fram að ein­oka fyrir­sagnirnar

Nikola Jokić skilaði að venju sínu þegar Denver Nuggets lagði Brooklyn Nets í NBA-deildinni í körfubolta í nótt. Atlanta Hawks hentu frá sér 24 stiga forystu í síðari hálfleik og 46 stig Devin Booker dugðu Phoenix Suns ekki til sigurs. Gríska undrið gat ekki leyft Jókernum að einoka fyrirsagnirnar og gerði líka þrennu þar sem hann hitti úr öllum níu skotum sínum.

Körfubolti

Martin kom við sögu í sigri

Landsliðsmaðurinn Martin Hermannsson kom við sögu í sigri Valencia á CB Granada í efstu deild spænska körfuboltans í dag. Martin er hægt og rólega að ná fyrri styrk eftir krossbandaslit.

Körfubolti

Körfuboltakvöld: Tilþrifasúpa í Þorlákshöfn

Körfuboltakvöld gerði upp 20. umferð Subway-deildar karla í körfubolta síðastliðið föstudagskvöld og að sjálfsögðu var farið yfir tilþrif umferðarinnar. Níu bestu tilþrif 20. umferðar litu dagsins ljós og sex þeirra komu úr einum og sama leiknum í Þorlákshöfn.

Körfubolti

Elvar Már öflugur í stór­sigri

Elvar Már Friðriksson skilaði fínu dagsverki í öruggum sigri Rytas á Pieno Žvaigždės í litáensku úrvalsdeildinni í körfubolta í dag. Lokatölur 104-75 Rytas í vil.

Körfubolti

Ísak: Mér er drullusama hvað Höttur gerir

Það þurfti tvær framlengingar til að skera úr um hvort Valur eða ÍR myndi vinna leik þeirra í 20. umferð Subway deildar karla í körfuknattleik sem fram fór á Hlíðarenda fyrr í kvöld. Ísak Máni Wium, þjálfari ÍR, kvaðst vera stoltur af liði sínu í kvöld og að sínir menn ætluðu að vinna síðustu tvo leiki sína til að halda sér upp. Valur vann leikinn 102-97 og ÍR þarf á þessum tveimur sigurleikjum að halda til að halda sér uppi.

Körfubolti