Lífið

Undur­fagurt og heillandi ein­býli í Mos­fells­bæ

Við Byggðarholt í Mosfellsbæ er að finna einstaklega fallegt 180 fermetra einbýlishús á einni hæð sem var byggt árið 1977. Húsið er innréttað á sjarmerandi máta og fengið heilmikla yfirhalningu og endurbætur á síðustu árum með tilliti til hins upprunalega byggingarstíls. 

Lífið

Jarðhitasýningin í Hellisheiðarvirkjun fékk ó­vænta heim­sókn

Stjarneðlisfræðingurinn og vísindamiðlarinn bandaríski Neil deGrasse Tyson heimsótti í dag jarðhitasýninguna við Hellisheiðarvirkjun. Jarðhitasýningin er eins konar fræðslusetur þar sem gestir geta lært um hvernig jarðvarmi er nýttur til að framleiða rafmagn fyrir landið og heitt vatn fyrir höfuðborgarsvæðið.

Lífið

Gummi Emil grípur til sinna ráða eftir fangelsis­dóm

Einkaþjálf­ar­inn, áhrifavaldurinn og nú listamaðurinn Guðmund­ur Emil Jó­hanns­son, betur þekktur sem Gummi Emil, hefur hafið sölu á bolum með áletruninni Free Gemil eða frelsum Gemil. Hann segir ágóðann af bolasölunni fara uppi í málskostnaðinn en hann var nýverið dæmdur í þrjátíu daga óskilorðsbundið fangelsi.

Lífið

Lauf­ey ást­fangin

Tónlistarkonan Laufey Lín Jónsdóttir er komin á fast. Sá heppni heitir Charlie Christie og vinnur hjá útgáfurisa í tónlistarbransanum í Los Angeles. 

Lífið

Féll kylli­flatur fyrir ein­lægni Taylor Swift

Ástarsamband ruðningsleikmannsins Travis Kelce og súperstjörnunnar Taylor Swift hefur vakið mikla athygli um allan heim enda er Swift ein frægasta kona jarðar um þessar mundir, með fjórtán Grammy verðlaun undir beltinu. Kelce ræddi opinskátt um ástina í hlaðvarpsviðtali á dögunum þar sem hann opnar sig meðal annars um það hvernig hann féll fyrir poppstjörnunni.

Lífið

Söngvari Crazy Town látinn

Shifty Shellshock, söngvari hljómsveitarinnar Crazy Town, er látinn 49 ára að aldri. Söngvarinn, sem heitir Seth Binzer, lést í gær samkvæmt upplýsingum frá réttarmeinafræðingum í Los Angeles. Söngvarinn fannst látinn heima hjá sér en ekkert hefur verið gefið upp um dánarorsök.

Lífið

„Ástin var svo sannar­lega í loftinu þetta kvöld“

Nýgiftu hjónin Mariane Sól Úlfarsdóttir Hame og Kristján Eldur Aronsson eru búin að vera saman síðan þau voru unglingar. Þau áttu drauma brúðkaupsdag í Reykjavík og njóta nú saman í ævintýralegri brúðkaupsferð. Mariane ræddi við blaðamann um brúðkaupið.

Lífið

Ætlar að pakka inn yfir milljón birkifræjum

Halla Hrund Logadóttir orkumálastjóri og fyrrverandi forsetaframbjóðandi hyggst senda sjálfboðaliðum sínum yfir þúsund þakkarkort og lætur fylgja með birkifræ í hverju einasta korti. Hún er búin að pakka inn fjögur hundruð kortum en á rúm sexhundruð eftir.

Lífið

Gulli Helga og Ágústa selja í Breið­holtinu

Hjónin Gunnlaugur Helgason, Gulli Helga, fjölmiðlamaður og frumkvöðull og Ágústa Valsdóttir móttökuritari hafa sett fallegt raðhús við Núpabakka í Breiðholti á sölu. Ásett verð er 119,9 milljónir.

Lífið

Mari tók kærastann með upp á jökul

Ofurhlaupakonan Mari Järsk fór með kærstanum sínum, Nirði Lúðvígssyni ljósmyndara í hans fyrsta utanvegahlaup, Snæfellsjökulshlaupið, um helgina. Mari segir Njörð hafa verið peppaðan til að byrja með en í gríni segir hún hann hafa verið frekar leiðinlegur á meðan hlaupinu stóð, enda gríðarlega erfitt.

Lífið

Gullni hringurinn í Vestur­bænum upp­skrift að drauma sunnu­degi

Skemmikrafturinn og framleiðandinn Sandra Barilli sló eftirminnilega í gegn í hlutverki Mollýar, umboðsmanns strákasveitarinnar IceGuys í samnefndri gamanþáttaröð síðastliðið haust. Hún segist lítið fyrir að plana langt fram í tímann og er yfirleitt búin að framkvæma hlutina áður en hún nær að setja þá á blað. 

Lífið

„Allir að hlusta, en samt fórum við í gjald­þrot“

Gunnlaugur Helgason – Gulli Helga – fjölmiðlamaður og frumkvöðull segist þakklátur fyrir áratugaferil í fjölmiðlum, en jafnframt frelsinu feginn eftir að hann hætti í daglegri rútínu. Gulli Helga, var nýlega gestur í hlaðvarpi Sölva Tryggvasonar og þar kjaftaði á honum hver tuska.

Lífið

Ben McKenzie á Kaffi Vest

Bandaríski leikarinn Ben McKenzie sem sló í gegn í sjónvarpsþáttunum The O.C. upp úr aldamótum er staddur hér á landi. Hann skellti sér á Kaffihús Vesturbæjar í samnefndum hluta Reykjavíkur í dag á meðan eiginkona, móðir og börn busluðu í Vesturbæjarlauginni.

Lífið

Páll Rúnar prjónar og syngur á Kirkju­bæjar­klaustri

Ullarsokkarnir, sem karlmaður prjónar á Dvalar- og hjúkrunarheimilinu Klausturhólum á Kirkjubæjarklaustri seljast eins og heitar lummur enda um mjög fallegt handverk að ræða. Þá er eitt það skemmtilegast, sem maðurinn gerir er að syngja fyrir gesti og gangandi á heimilinu.

Lífið

Hefur ekki hitt öll 26 syst­kini sín

Bandaríska leik- og söngkonan Jennifer Hudson dreymir um matarboð með allri fjölskyldunni sinni. Hún á þó ennþá eftir að hitta öll systkini sín en þau eru tuttugu og sex talsins. Matarboðið gæti því orðið ansi fjölmennt.

Lífið

Plortedo prófar nýja Elden Ring aukapakkann

Aukapakkinn Shadow of the Erdtree í tölvuleiknum Elden Ring er loksins kominn út. Hann kom út í dag og í tilefni af því ætlar Plortedo, eða Björn að prófa í beinu streymi í GameTívi þætti dagsins.

Lífið

Sviptir hulunni af kílóatölunni

Bandaríski leikarinn Jesse Plemons hefur tekist að létta sig gríðarlega. Leikarinn ræddi þyngdartapið við fjölmiðla á rauða dreglinum í gærkvöldi í aðdraganda frumsýningar hans nýjustu myndar Kinds of Kindness.

Lífið