Lífið

Lést korn­ungur og ótryggður frá fjöl­skyldunni

Bjarki Gylfason lést ótryggður í faðmi fjölskyldu sinnar í lok mars aðeins 36 ára gamall eftir hetjulega baráttu við krabbamein. Honum var ókleift að tryggja sig fyrir alvarlegum áföllum vegna þess að hann var með sáraristilbólgu. Söfnun hefur verið komið af stað fyrir fjölskyldu hans og verða haldnir minningar-og styrktartónleikar á Sviðinu Selfossi 17 apríl næstkomandi. 

Lífið

„Farið hefur fé betra“

Caitlyn Jenner, raunveruleikastjarna og fyrrverandi Ólympíufari, brást við fréttum af andláti OJ Simpson með harkalegri samfélagsmiðlafærslu sem hefur vakið misjöfn viðbrögð.

Lífið

Katrín Jakobs­dóttir sýndi töfra­bragð

„Þetta töfrabragð er ekki ætlað fyrir áhorfendur fyrir bak við mann,“ segir Katrín Jakobsdóttir létt í bragði. Hún hefur mikinn áhuga á töfrabrögðum og framkvæmdi eitt slíkt fyrir þau Eddu Andrésdóttur og Pál Magnússon í nýjasta þættinum af Öll þessi ár sem er á dagskrá Stöðvar 2 á sunnudagskvöldum.

Lífið

Jóhanna Helga og Geir eiga von á dreng

Útvarps- og sjónvarpskonan Jóhanna Helga Jensdóttir og Geir Ulrich Skafta­son, viðskipta­stjóri hjá Isa­via, eiga von sínu öðru barni í september. Parið tilkynnti á Instagram að von væri á dreng. Fyrir eiga þau eina stúlku, Tinnu Maríu sem er fjögurra ára.

Lífið

Eftir­lætis pönnu­kökur Önnu Ei­ríks

Líkamsræktar- og heilsufrömuðurinn Anna Eiríksdóttir deildi uppskrift að einfaldri og meinhollri pönnukökuuppskrift með fylgjendum sínum á Instagram. Uppskriftin inniheldur engan sykur og er í miklu eftirlæti hjá Önnu og fjölskyldu. 

Lífið

Lofar heljarinnar partý með Ryan James Ford

Tónlistarmaðurinn og plötusnúðurinn Ryan James Ford kemur fram í fyrsta skipti á Íslandi á næturklúbbnum Radar 4. maí næstkomandi. Ford er fyrsti erlendi tónlistarmaðurinn sem kemur fram á mánaðarlegu klúbbakvöldunum UNME.

Lífið

Hver á hvaða kálfa á Tenerife?

Listafólkið og gleðisprengjurnar Ilmur Kristjánsdóttir, Katla Margrét Þorgeirsdóttir, Saga Garðarsdóttir, Sigrún Guðlaugsdóttir, Jón Mýrdal og Snorri Helgason hafa notið sólarinnar á Tenerife síðastliðna daga. Þó ekki aðeins á sundlaugabakkanum.

Lífið

Inn­lit í Minkinn

Í síðasta þætti af 0 upp í 100 leit Magnea Björg á lítið hjólhýsi sem kallast Mink Camper og er íslenskt hugvit og er kallað Minkurinn á íslensku.

Lífið

„Ég fór bara að gráta, þetta var of mikið“

„Ef einhver hefði á sínum tíma sagt mér hvað ég væri að gera í dag, ég held að ég hefði örugglega bara hlegið. Ég var svo ótrúlega feimin,“ segir tónlistarkonan Guðrún Ýr Eyfjörð, betur þekkt sem GDRN. Hún er viðmælandi í Einkalífinu þar sem hún ræðir mjög svo einstaka vegferð sína, nýju plötuna, ástina, móðurhlutverkið, tilveruna og margt fleira.

Lífið

Mínímalísk í­búð Lísu Maríu til sölu

Lísa María Markúsdóttir, einkaþjálfari og sminka á RÚV, hefur sett íbúð við Dynsali í Kópavogi á sölu. Eignin telur 101 fermeter og er í húsi sem var byggt árið 2001. Ásett verð er 74,5 milljónir.

Lífið

„Það má ekki missa kjarkinn“

Átta manns fengu heiðursviðurkenningu frá bæjarstjórn Grindavíkur í dag í tilefni þess að fimmtíu ár er frá því bærinn fékk kaupstaðarréttindi. Þeirra á meðal er Alli á Eyri sem hvetur Grindvíkinga til að missa ekki kjarkinn. 

Lífið

„Rödd ársins“ kemur úr Borgar­nesi

Hanna Ágústa Olgeirsdóttur, Borgnesingur með meiru var valin “Rödd ársins” söngkeppninnar VOX DOMINI 2024, sem fór fram nýlega í Salnum í Kópavogi. Hanna Ágústa lenti einnig í fyrsta sæti í opnum flokki keppninnar.

Lífið

Fögur í­búð knattspyrnukappa til sölu

Fyrrverandi fyrirliði meistaraliðs Breiðabliks og flugumferðarstjórinn Kári Ársælsson hefur sett íbúð sína í Urriðaholti í Garðabæ á sölu. Um er að ræða smekklega 98 fermetra íbúð í nýlegu fjölbýlishúsi. Þar er fallegt útsýni yfir Heiðmörk og er ásett verð 76,9 milljónir.

Lífið

„Doctor Victor kveikti í kofanum“

Tónlistarmaðurinn Kristmundur Axel Kristmundsson hélt sína fyrstu tónleika, Í fyrsta skipti, fyrir fullu húsi í Iðnó á föstudagskvöldið. Viðtökurnar fóru fram úr hans björtustu vonum og komust færri að en vildu.

Lífið

Fantaflottar í Fellunum

Á fast­eigna­vef Vísis má finna fjölda hrífandi eigna á höfuðborgar­svæðinu í öllum stærðum og gerðum. Lífið á Vísi tók sam­an nokkr­ar fanta­flott­ar eign­ir í Fellahverfinu í Breiðholti. 

Lífið

Hvetja Brynjar til að lýsa Euro­vision að undir­lagi Sig­mundar

Undirskriftarsöfnun hefur verið ýtt úr vör til þess að hvetja Ríkisútvarpið og Brynjar Níelsson til þess að sá síðarnefndi lýsi Eurovision í ár. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson stakk upp á Brynjari til verksins eftir að Gísli Marteinn Baldursson tilkynnti að hann myndi ekki lýsa.

Lífið

Viðar Logi meðal 30 undir 30 á lista Forbes

„Það er sérstaklega súrrealískt fyrir millistéttarstrák frá Dalvík að vera á lista meðal þessara brautryðjenda,“ segir ljósmyndarinn og listamaðurinn Viðar Logi. Hann komst á eftirsóttan lista Forbes tímaritsins um 30 einstaklinga undir 30 ára sem hafa náð hvað mestri velgengni á sviði lista og menningar í Evrópu árið 2024. 

Lífið