Menning

Vorinu fagnað með listasmiðju

Listasafn Árnesinga stendur fyrir fjölskyldusamveru í dag þar sem sköpunargleðin fær að njóta sín. Þar verða náttúruleg efni nýtt í anda frumbyggja.

Menning

Tónaljóð um þjáningu

Elmar Gilbertsson tenór og Hanna Dóra Sturludóttir sópran eru einsöngvarar með Mótettukór og Kammersveit Hallgrímskirkju í flutningi óratóríunnar Passíu op. 28 eftir Hafliða Hallgrímsson á morgun, föstudaginn langa.

Menning

Málar hús, landslag og portrett

Ragnar Hólm opnar sýningu í Mjólkurbúðinni í Listagilinu á Akureyri á morgun. Pálmi Gunnarsson og Kristján Edelstein leika þar létt lög af fingrum fram.

Menning

Nýmálað 2

Við sýnum hér verk átta listamanna af fjórum kynslóðum, sýnishorn af því sem gefur að líta á Kjarvalsstöðum.

Menning

Samspil og sóló

Gítar-og flaututónleikar verða í Hafnarborg í Hafnarfirði á morgun. Þeir eru síðustu tónleikarnir í röðinni Hljóðön á þessum vetri.

Menning

Lagt á borð fyrir máltíð

Páskadagskráin á Skriðuklaustri í Fljótsdal hefst í dag þegar opnaðar verða tvær sýningar sem báðar tengjast Handverki og hönnun; Síðasta kvöldmáltíðin með verkum átta leirlistakvenna og fatahönnunarverkefni Elísabetar Karlsdóttur, STAND UP / STAND OUT.

Menning

Fyndið leikverk en sársaukafullt

Leikritið Hystory, eftir Kristínu Eiríksdóttur, er frumsýnt í kvöld á Litla sviði Borgarleikhússins. Það er fullt af svörtum húmor en undirtónninn er alvarlegur.

Menning

Fjarlægðin hjálpar

Þjóðleikhúsið frumsýnir í kvöld Fjalla-Eyvind og Höllu í leikstjórn Stefans Metz sem hefur áður sett hér upp sýningar ásamt Sean Mackoui, með góðum árangri.

Menning

Stúlka með fugl og síðasta veggklæðið

Ásgerðar Búadóttir var frumkvöðull í íslenskri vefnaðarlist en í dag verður opnuð sýning á verkum hennar í Gallerí Fold. Einstakt tækifæri til að skoða handverk markverðasta veflistakonu þjóðarinnar.

Menning

Gersemar Arfur í orðum

Í dag kl. 16 verður opnuð fyrir almenningi ný og tímabær sýning í Borgarsögusafni Reykjavíkur á hluta íslensku handritanna í tengslum við sýninguna Landnámssögur – arfur í orðum. En sýningin er unnin í samstarfi við Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum.

Menning

Konur stíga fram

Rakel Pétursdóttir safnafræðingur leiðir gesti um sýninguna Konur stíga fram – svipmyndir 30 kvenna í íslenskri myndlist á sunnudaginn kl. 14 í Listasafni Íslands við Fríkirkjuveg.

Menning

Túlka hafið og átök sjóaranna við það

Háskólakórinn og Sinfóníuhljómsveit unga fólksins frumflytja hér á landi Sjávarsinfóníuna eftir Vaughan Williams í Langholtskirkju á laugardaginn undir stjórn Gunnsteins Ólafssonar. Fjölnir Ólafsson barítón er annar einsöngvara.

Menning

Þetta verk er eins og sokkur

Borgarleikhúsið frumsýnir annað kvöld nýtt leikrit eftir Birgi Sigurðsson; Er ekki nóg að elska? Verk sem tók hann hátt í 30 ár að koma frá sér kemur nú loks á fjalirnar. Verkið segir hann meðal annars fjalla um spurninguna klassísku um lygi og sannleika

Menning