Menning

Síldarstúlkan mætti í útgáfuhófið

Stórvirki Páls Baldvins Baldvinssonar Síldarárin kom nýlega út. Forsíðu bókarinnar prýðir mynd af ungri stúlku í síldarvinnslu. Þegar kápumyndin var valin höfðu útgefendur bókarinnar ekki hugmynd um hver þessi stúlka væri, en eftir töluverða eftirgrennslan tókst að finna hana.

Menning

Í bliki stjarnanna felst von

Kvikmyndabæklingar urðu Katrínu Matthíasdóttur listakonu innblástur að verkum sem hún opnar sýningu á í dag í Gallerí Gróttu og nefnist Fjarstjörnur og fylgihnettir.

Menning

Ólíkar raddir

Melkorka og Ragnheiður Harpa senda frá sér ljóðabækur. Ljóð Ragnheiðar eru draumkennd en í ljóðum Melkorku er mikið um náttúruminni.

Menning

Thorvaldsen í Milano

Sýning á verkum Bertels Thorvaldsen stendur yfir í Milano. Sýningin var opnuð seint í síðasta mánuði í einu af helstu söfnum Milano, Gallerie d'Italie við Scalatorg.

Menning

Vildi gera veg Ís­lands sem mestan

Í Hafnarborg er yfirlitssýning um Guðjón Samúelsson, húsameistara ríkisins. Pétur H. Ármannsson arkitekt segir hann hafa verið mikilvægan geranda í nútímavæðingu íslensks samfélags.

Menning

Sólbrenndur Laxness í öndvegisriti

Í dag er haldið hóf í Mengi í tilefni af útgáfu bókarinnar Gjöfin til íslenzkrar alþýðu. Í henni eru 120 öndvegisverk úr íslenskri myndlistarsögu. Verkin voru gjöf Ragnars í Smára til Listasafns ASÍ.

Menning

Segir sögu revía á Íslandi

Revíur voru vinsælt gamanleikjaform á síðustu öld. Una Margrét Jónsdóttir miðlar ýmsu um sögu revíanna á rannsóknarkvöldi Félags íslenskra fræða í Neskirkju í kvöld.

Menning

Sveinn skapaði stemningu með hönnun sinni

Það skal vanda sem lengi á að standa – er undirtitill sýningar á innanhússhönnun og húsgögnum Sveins Kjarvals (1919-1981) sem uppsett er í Hönnunarsafni Íslands á Garðatorgi. Þau orð eiga vel við verk hans.

Menning

Auður Ava vinnur til virtra bókmenntaverðlauna

Auður Ava Ólafsdóttir rithöfundur hefur unnið til hinn virtu frönsku bókmenntaverðlauna Prix Médicis fyrir bók sína Ungfrú Ísland. Þetta var tilkynnt í dag en Auður Ava er fyrsti íslenski rithöfundurinn til að vinna til verðlaunanna.

Menning

Byggir á persónulegum sögum í verkum sínum

Pólsk menningarhátíð verður haldin í Reykjanesbæ á laugardaginn í tilefni af þjóðhátíðardegi Póllands, 11. nóvember. Vena Naskrecka heldur þar sýningu sem byggir á persónulegum frásögnum einstaklinga af pólskum uppruna.

Menning

Dauðinn í hverju horni

Ný glæpasaga Ragnars Jónassonar, Hvítidauði, gerist meðal annars á berklahæli. Næsta bók kemur út á frönsku og íslensku.

Menning

Lífsgrös og leyndir dómar

Bók Ólínu Kjerúlf Þorvarðardóttur um rætur læknisþekkingar nútímans er afrakstur tveggja áratuga greiningar á galdraskræðum, lausnarsteinum og lækningamætti jurta.

Menning