Sport

Tölvurnar taka yfir dráttinn

UEFA, knattspyrnusamband Evrópu, mun frá og með næstu leiktíð hætta að fá gamlar fótboltahetjur í flottum fötum til að draga um hvaða lið mætast í Meistaradeild Evrópu. Tölvurnar taka nú við.

Fótbolti

Klaufa­legar staf­setningar­villur á Kobe-styttunni

Los Angeles Lakers heiðraði Kobe Bryant heitinn í síðasta mánuði með því að afhjúpa styttu af honum í treyju númer átta er hann gekk af velli eftir að skora 81 stig gegn Toronto Raptors árið 2006. Neðst á styttunni má finna stigayfirlit frá þessum fræga leik en þar má því miður finna nokkrar heldur klaufalegar stafsetningarvillur.

Körfubolti

Átta lið komin í út­sláttar­keppni Stórmeistaramótsins

Þrjár viðureignir fóru fram í riðlakeppni Stórmeistaramótsins í Counter-Strike í kvöld. Liðin sem báru sigur af hólmi tryggðu sér keppnisrétt í útsláttarkeppni mótsins, en hún hefst á fimmtudaginn næstkomandi og klárast svo helgina 22. og 23. mars, þegar úrslitin verða spiluð á Arena Gaming í Kópavogi.

Rafíþróttir

ÍBV með góðan sigur á Haukum

ÍBV vann öruggan sex marka heimasigur á Haukum í Olís-deild kvenna í handbolta. Munurinn var aðeins eitt mark í hálfleik en Eyjakonur mun sterkari í síðari hálfleik.

Handbolti

Sarri sagði upp hjá Lazio

Maurizio Sarri er hættur sem knattspyrnustjóri Lazio, viku eftir að ítalska liðið féll úr leik gegn Bayern München í 16-liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu.

Fótbolti

Víkingurinn mætir Messi

Pablo Punyed, miðjumaður Íslands- og bikarmeistara Víkings í fótbolta, hefur verið valinn í nýjasta landsliðshóp El Salvador.

Fótbolti