Viðskipti innlent Ístækni kaupir tæki Skagans 3X á Ísafirði Ístækni ehf hefur gert samkomulag um kaup á tækjum og öðrum framleiðslubúnaði Skagans 3X á Ísafirði. Fyrirtækið mun hefja starfsemi þann 1. desember að Sindragötu 7 á Ísafirði. Viðskipti innlent 30.11.2023 13:31 Félag Sverris sem bauð 95 prósenta fasteignalán gjaldþrota Þak, byggingafélag ehf. er gjaldþrota. Héraðsdómur Reykjavíkur úrskurðaði um það í síðustu viku, og nú eru þeir sem telja sig eiga eignir, skuldir eða önnur réttindi á hendur búinu hvattir til að lýsa kröfum sínum yfir. Viðskipti innlent 30.11.2023 13:31 Skilur reiði fólks en segir tölfræðina tala sínu máli „Það sem að gerðist 1. september var að það var gefin út ný reglugerð af dómsmálaráðuneytinu sem breytir reglunum um það hvernig lánshæfismat er búið til. Og þá er það lagt í hendurnar á fjárhagsupplýsingastofu, sem sagt á okkur, að meta það hvaða vanskilaupplýsingar á að nota. Og kaldur sannleikurinn er sá að ef að fólk hefur lent í því einhvern tímann að borga ekki skuldir sínar til baka, þá er það ólíklegra en aðrir til að borga þær í framtíðinni.“ Viðskipti innlent 30.11.2023 11:04 Fjölmiðlamaður snýr sér að útförum Guðmundur Örn Jóhannsson, fyrrverandi framkvæmdastjóri hjá Torgi og sjónvarpsstjóri ÍNN, hefur ákveðið að kveðja fjölmiðlabransann í bili og snúa sér að útförum. Hann hefur gengið til liðs við Úfararstofu Íslands. Viðskipti innlent 30.11.2023 10:18 Neytendasamtökin gagnrýna harðlega framgöngu Creditinfo „Meðferð Creditinfo á viðkvæmum persónuupplýsingum um fjárhag einstaklinga gæti farið á svig við lög og starfsleyfi fjárhagsupplýsingafyrirtækisins, að mati Neytendasamtakanna og VR. Hafa samtökin því sent Persónuvernd erindi þess efnis og óskað eftir flýtimeðferð.“ Viðskipti innlent 30.11.2023 10:09 Hægir verulega á hagvexti Verulega hægir á hagvexti á þriðja ársfjórðungi. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Hagstofunni. Viðskipti innlent 30.11.2023 10:06 Birgitta Björg stýrir Into the Glacier Birgitta Björg Jónsdóttir hefur verið ráðin framkvæmdastjóri Into the Glacier og hefur hún þegar hafið störf. Viðskipti innlent 30.11.2023 08:12 Grindavíkurhöfn dýpri og mikill hugur í hafnarstjóranum Grindavíkurhöfn hefur dýpkað eftir jarðhræringar undanfarinna vikna. Bryggjurnar hafa sigið um tuttugu til þrjátíu sentímetra. Hafnarstjóri segir höfnina geta verið viðkvæmari fyrir flóðum en segir dýpkunina líka hafa ýmsa kosti í för með sér. Tekið verður á móti fyrsta skipi til löndunar síðan að bærinn var rýmdur á morgun. Viðskipti innlent 29.11.2023 22:27 Stjórnin hafi hagsmuni allra hluthafa að leiðarljósi Stjórn Marel hefur svarað harðri gagnrýni evrópska vogunarsjóðsins Teleios Capital Partners, sem birti í dag opið bréf til stjórnarformannsins. Stjórnin segist hafa ýtrustu hagsmuni allra hluthafa og annarra hagaðila að leiðarljósi. Viðskipti innlent 29.11.2023 20:38 Norvik eignast 95 prósent í nítján milljarða króna félagi Mikill meirihluta hluthafa í Bergs Timber AB, sem starfar í alþjóðlegum timburiðnaði, hefur samþykkt yfirtökutilboð íslenska félagsins Norvik. Norvik á eftir yfirtökuna ríflega 95 prósent hlutafjár í Bergs en átti fyrir um 59 prósent hlut. Viðskipti innlent 29.11.2023 17:41 Fjörutíu prósent þjóðarinnar færðust um áhættuflokk um lánshæfismat Fjörutíu prósent þjóðarinnar færðist um áhættuflokk um lánshæfismat við uppfærslu á matinu hjá Creditinfo sem átti sér stað síðasta fimmtudag. Við uppfærsluna er nú litið til eldri upplýsinga um vanskil einstaklinga, en áður. Viðskipti innlent 29.11.2023 14:48 Verðbólgan hækkar lítillega í átta prósent Verðbólga hefur hækkað lítillega og í nóvember mældist hún átta prósent hér á landi, sé litið til síðastliðinna tólf mánaða. Viðskipti innlent 29.11.2023 14:32 Bein útsending: Umhverfisdagur atvinnulífsins – Á rauðu ljósi? Umhverfisdagur atvinnulífsins fer fram í dag og er yfirskriftin að þessu sinni Á rauðu ljósi? Dagskráin hefst klukkan 13 og stendur til klukkan 15, en hægt verður að fylgjast með í beinu streymi í spilaranum að neðan. Viðskipti innlent 29.11.2023 12:15 Tekjur jukust mikið en tapið áfram gríðarlegt Heildarsölutekjur Alvotech fyrstu níu mánuði ársins jukust í 29,8 milljónir dollara, samanborið við 11,1 milljón dollara á sama tímabili í fyrra. Félagið tapaði þó 275,2 milljónum dollara, samanborið við 193,1 milljón dollara á sama tímabili í fyrra. Viðskipti innlent 28.11.2023 22:46 Landsbankinn selur hlutinn í Keahótelum sem tekinn var upp í skuldir Landsbankinn hefur auglýst 35 prósent hlut sinn í Keahótelum ehf. til sölu. Bankinn eignaðist hlutinn eftir endurskipulagningu félagsins sem fól í sér að skuldum við bankann var breytt í hlutafé. Viðskipti innlent 28.11.2023 21:25 Breytt afkomuspá vegna jarðhræringa: Hlutir hafi verið teknir úr samhengi Flugfélagið Play hefur tilkynnt að afkomuspá fyrir árið eigi ekki lengur við. Jarðhræringar á Reykjanesskaga og áhrif þeirra á eftirspurn til skemmri tíma orsaki það. Viðskipti innlent 28.11.2023 18:50 ChangeGroup leysir Arion banka af hólmi Alþjóðlega fyrirtækið ChangeGroup átti hagkvæmasta tilboðið í samkeppni um fjármálaþjónustu á Keflavíkurflugvelli og snýr því aftur í flugstöðina í byrjun febrúar 2024. Fyrirtækið verður með tvær gjaldeyrisskiptastöðvar á flugvellinum, eitt rými fyrir endurgreiðslu virðisaukaskatts og gjaldeyrishraðbanka víða um flugstöðina eftir þörfum. Viðskipti innlent 28.11.2023 17:15 Þýðingarmikið að sjá líf kvikna í Grindavík Tómas Þór Eiríksson, framkvæmdastjóri Arctic Saga, og Jóhann Vignir Gunnarsson sem sér um markaðsmál hjá Þorbirni hf. í Grindavík mættu til vinnu í fiskvinnslu í Grindavík í dag. Þeir segja flesta jákvæða en skjálfta í mörgum. Viðskipti innlent 28.11.2023 17:01 Bein útsending: Nýting á jarðhita í Ölfusdal Orkuveita Reykjavíkur, sveitarfélagið Ölfus og Títan ásamt umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneytinu boða til blaðamannafundar í Elliðaárstöð í dag. Viðskipti innlent 28.11.2023 14:07 „Enginn góður kostur í stöðunni“ Fólk flýr í auknum mæli óverðtryggð lán og færir sig yfir í verðtryggð lán samkvæmt nýrri skýrslu. Fjármálaráðgjafi segir verðtryggð lán ákveðna frestun á vandamáli og að engin góður kostur sé í stöðunni. Viðskipti innlent 28.11.2023 13:03 Snjólaug ráðin til Svarma Dr. Snjólaug Ólafsdóttir hefur verið ráðin til Svarma sem leiðtogi vöruþróunar og viðskiptavinatengsla (Chief Product Officer & Client Relations Lead). Viðskipti innlent 28.11.2023 10:55 Ómar Gunnar og Örn til PwC Ómar Gunnar Ómarsson, löggiltur endurskoðandi, og Örn Valdimarsson hagfræðingur hafa verið ráðnir til PwC. Viðskipti innlent 28.11.2023 10:41 Nýtt skip til Grindavíkur fyrir sjómannadag Útgerðarfélagið Þorbjörn hf. í Grindavík sjósetti nýtt skip, Huldu Björnsdóttur GK-11, á Spáni í gær. Um er að ræða fyrstu nýsmíðina í yfir hálfa öld hjá fyrirtækinu. Stefnt er á að skipið komi siglandi inn í Grindavíkurhöfn fyrir sjómannadag. Viðskipti innlent 28.11.2023 09:05 Mögulegt tilboð ekki í þágu hagsmuna hluthafa Marel Stjórn Marel hefur hafnað óskuldbindandi viljayfirlýsingu JBT Corporation varðandi mögulegt tilboð í öll hlutabréf í Marel. Viðskipti innlent 28.11.2023 07:52 Flestir sem missa vinnuna á Íslandi Flestir þeirra áttatíu starfsmanna Controlant, sem var tilkynnt í morgun að yrði sagt upp störfum, starfa í starfsstöð félagsins á Íslandi. Forstjóri félagsins segir hagræðinguna vegna samdráttar í Covid-tengdum verkefnum fyrirtækisins. Viðskipti innlent 27.11.2023 16:29 Áttatíu missa vinnuna hjá Controlant Áttatíu misstu vinnuna hjá Controlant í hópuppsögn í morgun. Ekki hefur náðst í forsvarsmenn fyrirtækisins það sem af er degi. Viðskipti innlent 27.11.2023 14:40 Fjöldauppsagnir hjá Controlant Að minnsta kosti tíu starfsmönnum hefur verið sagt upp hjá Controlant. Þetta herma heimildir fréttastofu. Viðskipti innlent 27.11.2023 12:05 Kristín Soffía til RARIK RARIK hefur ráðið til sín Kristínu Soffíu Jónsdóttur sem framkvæmdastjóra Þróunar og framtíðar RARIK. Um er að ræða nýja stöðu samkvæmt nýju skipulagi RARIK sem tók gildi 1. október síðastliðinn. Viðskipti innlent 27.11.2023 11:47 Spá því að verðbólgan aukist Hagfræðideild Landsbankans spáir því að verðbólgan aukist um 0,2 prósent milli mánaða og verði 8,1 prósent. Þá muni hún hækka enn meira í desember og verða 8,3 prósent. Viðskipti innlent 27.11.2023 10:31 Benedikt semur um starfslok Benedikt K. Magnússon, framkvæmdastjóri fjármála hjá OR, hefur látið af störfum hjá félaginu eftir að þeir Sævar Freyr Þráinsson forstjóri OR gerðu með sér samkomulag um starfslok. Viðskipti innlent 27.11.2023 10:09 « ‹ 44 45 46 47 48 49 50 51 52 … 334 ›
Ístækni kaupir tæki Skagans 3X á Ísafirði Ístækni ehf hefur gert samkomulag um kaup á tækjum og öðrum framleiðslubúnaði Skagans 3X á Ísafirði. Fyrirtækið mun hefja starfsemi þann 1. desember að Sindragötu 7 á Ísafirði. Viðskipti innlent 30.11.2023 13:31
Félag Sverris sem bauð 95 prósenta fasteignalán gjaldþrota Þak, byggingafélag ehf. er gjaldþrota. Héraðsdómur Reykjavíkur úrskurðaði um það í síðustu viku, og nú eru þeir sem telja sig eiga eignir, skuldir eða önnur réttindi á hendur búinu hvattir til að lýsa kröfum sínum yfir. Viðskipti innlent 30.11.2023 13:31
Skilur reiði fólks en segir tölfræðina tala sínu máli „Það sem að gerðist 1. september var að það var gefin út ný reglugerð af dómsmálaráðuneytinu sem breytir reglunum um það hvernig lánshæfismat er búið til. Og þá er það lagt í hendurnar á fjárhagsupplýsingastofu, sem sagt á okkur, að meta það hvaða vanskilaupplýsingar á að nota. Og kaldur sannleikurinn er sá að ef að fólk hefur lent í því einhvern tímann að borga ekki skuldir sínar til baka, þá er það ólíklegra en aðrir til að borga þær í framtíðinni.“ Viðskipti innlent 30.11.2023 11:04
Fjölmiðlamaður snýr sér að útförum Guðmundur Örn Jóhannsson, fyrrverandi framkvæmdastjóri hjá Torgi og sjónvarpsstjóri ÍNN, hefur ákveðið að kveðja fjölmiðlabransann í bili og snúa sér að útförum. Hann hefur gengið til liðs við Úfararstofu Íslands. Viðskipti innlent 30.11.2023 10:18
Neytendasamtökin gagnrýna harðlega framgöngu Creditinfo „Meðferð Creditinfo á viðkvæmum persónuupplýsingum um fjárhag einstaklinga gæti farið á svig við lög og starfsleyfi fjárhagsupplýsingafyrirtækisins, að mati Neytendasamtakanna og VR. Hafa samtökin því sent Persónuvernd erindi þess efnis og óskað eftir flýtimeðferð.“ Viðskipti innlent 30.11.2023 10:09
Hægir verulega á hagvexti Verulega hægir á hagvexti á þriðja ársfjórðungi. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Hagstofunni. Viðskipti innlent 30.11.2023 10:06
Birgitta Björg stýrir Into the Glacier Birgitta Björg Jónsdóttir hefur verið ráðin framkvæmdastjóri Into the Glacier og hefur hún þegar hafið störf. Viðskipti innlent 30.11.2023 08:12
Grindavíkurhöfn dýpri og mikill hugur í hafnarstjóranum Grindavíkurhöfn hefur dýpkað eftir jarðhræringar undanfarinna vikna. Bryggjurnar hafa sigið um tuttugu til þrjátíu sentímetra. Hafnarstjóri segir höfnina geta verið viðkvæmari fyrir flóðum en segir dýpkunina líka hafa ýmsa kosti í för með sér. Tekið verður á móti fyrsta skipi til löndunar síðan að bærinn var rýmdur á morgun. Viðskipti innlent 29.11.2023 22:27
Stjórnin hafi hagsmuni allra hluthafa að leiðarljósi Stjórn Marel hefur svarað harðri gagnrýni evrópska vogunarsjóðsins Teleios Capital Partners, sem birti í dag opið bréf til stjórnarformannsins. Stjórnin segist hafa ýtrustu hagsmuni allra hluthafa og annarra hagaðila að leiðarljósi. Viðskipti innlent 29.11.2023 20:38
Norvik eignast 95 prósent í nítján milljarða króna félagi Mikill meirihluta hluthafa í Bergs Timber AB, sem starfar í alþjóðlegum timburiðnaði, hefur samþykkt yfirtökutilboð íslenska félagsins Norvik. Norvik á eftir yfirtökuna ríflega 95 prósent hlutafjár í Bergs en átti fyrir um 59 prósent hlut. Viðskipti innlent 29.11.2023 17:41
Fjörutíu prósent þjóðarinnar færðust um áhættuflokk um lánshæfismat Fjörutíu prósent þjóðarinnar færðist um áhættuflokk um lánshæfismat við uppfærslu á matinu hjá Creditinfo sem átti sér stað síðasta fimmtudag. Við uppfærsluna er nú litið til eldri upplýsinga um vanskil einstaklinga, en áður. Viðskipti innlent 29.11.2023 14:48
Verðbólgan hækkar lítillega í átta prósent Verðbólga hefur hækkað lítillega og í nóvember mældist hún átta prósent hér á landi, sé litið til síðastliðinna tólf mánaða. Viðskipti innlent 29.11.2023 14:32
Bein útsending: Umhverfisdagur atvinnulífsins – Á rauðu ljósi? Umhverfisdagur atvinnulífsins fer fram í dag og er yfirskriftin að þessu sinni Á rauðu ljósi? Dagskráin hefst klukkan 13 og stendur til klukkan 15, en hægt verður að fylgjast með í beinu streymi í spilaranum að neðan. Viðskipti innlent 29.11.2023 12:15
Tekjur jukust mikið en tapið áfram gríðarlegt Heildarsölutekjur Alvotech fyrstu níu mánuði ársins jukust í 29,8 milljónir dollara, samanborið við 11,1 milljón dollara á sama tímabili í fyrra. Félagið tapaði þó 275,2 milljónum dollara, samanborið við 193,1 milljón dollara á sama tímabili í fyrra. Viðskipti innlent 28.11.2023 22:46
Landsbankinn selur hlutinn í Keahótelum sem tekinn var upp í skuldir Landsbankinn hefur auglýst 35 prósent hlut sinn í Keahótelum ehf. til sölu. Bankinn eignaðist hlutinn eftir endurskipulagningu félagsins sem fól í sér að skuldum við bankann var breytt í hlutafé. Viðskipti innlent 28.11.2023 21:25
Breytt afkomuspá vegna jarðhræringa: Hlutir hafi verið teknir úr samhengi Flugfélagið Play hefur tilkynnt að afkomuspá fyrir árið eigi ekki lengur við. Jarðhræringar á Reykjanesskaga og áhrif þeirra á eftirspurn til skemmri tíma orsaki það. Viðskipti innlent 28.11.2023 18:50
ChangeGroup leysir Arion banka af hólmi Alþjóðlega fyrirtækið ChangeGroup átti hagkvæmasta tilboðið í samkeppni um fjármálaþjónustu á Keflavíkurflugvelli og snýr því aftur í flugstöðina í byrjun febrúar 2024. Fyrirtækið verður með tvær gjaldeyrisskiptastöðvar á flugvellinum, eitt rými fyrir endurgreiðslu virðisaukaskatts og gjaldeyrishraðbanka víða um flugstöðina eftir þörfum. Viðskipti innlent 28.11.2023 17:15
Þýðingarmikið að sjá líf kvikna í Grindavík Tómas Þór Eiríksson, framkvæmdastjóri Arctic Saga, og Jóhann Vignir Gunnarsson sem sér um markaðsmál hjá Þorbirni hf. í Grindavík mættu til vinnu í fiskvinnslu í Grindavík í dag. Þeir segja flesta jákvæða en skjálfta í mörgum. Viðskipti innlent 28.11.2023 17:01
Bein útsending: Nýting á jarðhita í Ölfusdal Orkuveita Reykjavíkur, sveitarfélagið Ölfus og Títan ásamt umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneytinu boða til blaðamannafundar í Elliðaárstöð í dag. Viðskipti innlent 28.11.2023 14:07
„Enginn góður kostur í stöðunni“ Fólk flýr í auknum mæli óverðtryggð lán og færir sig yfir í verðtryggð lán samkvæmt nýrri skýrslu. Fjármálaráðgjafi segir verðtryggð lán ákveðna frestun á vandamáli og að engin góður kostur sé í stöðunni. Viðskipti innlent 28.11.2023 13:03
Snjólaug ráðin til Svarma Dr. Snjólaug Ólafsdóttir hefur verið ráðin til Svarma sem leiðtogi vöruþróunar og viðskiptavinatengsla (Chief Product Officer & Client Relations Lead). Viðskipti innlent 28.11.2023 10:55
Ómar Gunnar og Örn til PwC Ómar Gunnar Ómarsson, löggiltur endurskoðandi, og Örn Valdimarsson hagfræðingur hafa verið ráðnir til PwC. Viðskipti innlent 28.11.2023 10:41
Nýtt skip til Grindavíkur fyrir sjómannadag Útgerðarfélagið Þorbjörn hf. í Grindavík sjósetti nýtt skip, Huldu Björnsdóttur GK-11, á Spáni í gær. Um er að ræða fyrstu nýsmíðina í yfir hálfa öld hjá fyrirtækinu. Stefnt er á að skipið komi siglandi inn í Grindavíkurhöfn fyrir sjómannadag. Viðskipti innlent 28.11.2023 09:05
Mögulegt tilboð ekki í þágu hagsmuna hluthafa Marel Stjórn Marel hefur hafnað óskuldbindandi viljayfirlýsingu JBT Corporation varðandi mögulegt tilboð í öll hlutabréf í Marel. Viðskipti innlent 28.11.2023 07:52
Flestir sem missa vinnuna á Íslandi Flestir þeirra áttatíu starfsmanna Controlant, sem var tilkynnt í morgun að yrði sagt upp störfum, starfa í starfsstöð félagsins á Íslandi. Forstjóri félagsins segir hagræðinguna vegna samdráttar í Covid-tengdum verkefnum fyrirtækisins. Viðskipti innlent 27.11.2023 16:29
Áttatíu missa vinnuna hjá Controlant Áttatíu misstu vinnuna hjá Controlant í hópuppsögn í morgun. Ekki hefur náðst í forsvarsmenn fyrirtækisins það sem af er degi. Viðskipti innlent 27.11.2023 14:40
Fjöldauppsagnir hjá Controlant Að minnsta kosti tíu starfsmönnum hefur verið sagt upp hjá Controlant. Þetta herma heimildir fréttastofu. Viðskipti innlent 27.11.2023 12:05
Kristín Soffía til RARIK RARIK hefur ráðið til sín Kristínu Soffíu Jónsdóttur sem framkvæmdastjóra Þróunar og framtíðar RARIK. Um er að ræða nýja stöðu samkvæmt nýju skipulagi RARIK sem tók gildi 1. október síðastliðinn. Viðskipti innlent 27.11.2023 11:47
Spá því að verðbólgan aukist Hagfræðideild Landsbankans spáir því að verðbólgan aukist um 0,2 prósent milli mánaða og verði 8,1 prósent. Þá muni hún hækka enn meira í desember og verða 8,3 prósent. Viðskipti innlent 27.11.2023 10:31
Benedikt semur um starfslok Benedikt K. Magnússon, framkvæmdastjóri fjármála hjá OR, hefur látið af störfum hjá félaginu eftir að þeir Sævar Freyr Þráinsson forstjóri OR gerðu með sér samkomulag um starfslok. Viðskipti innlent 27.11.2023 10:09