Viðskipti innlent

Gömlu húsa­kynni Húrra glædd nýju lífi

Skemmtistaðurinn Húrra fær endurnýjun lífdaga von bráðar en rekstrarstjóri skemmtistaðarins Bravó hyggst opna þar nýjan stað, sem ber nafnið Radar. Áhersla verður lögð á raftónlist og þá tekur Bravó einnig breytingum. Nýi staðurinn opnar í nóvember.

Viðskipti innlent

Norvik gerir yfir­töku­til­boð í ní­tján milljarða króna fé­lag

Norvik hefur sent tilkynningu til sænsku Kauphallarinnar um að lagt verði fram valfrjálst yfirtökutilboð í allt hlutafé Bergs Timber AB, sem starfar í alþjóðlegum timburiðnaði. Tilboðið hljóðar upp á gengið 44,50 sænskar krónur fyrir hvern hlut í Bergs í reiðufé. Heildarverðmæti hlutafjár Bergs er því áætlað 1,54 milljarðar sænskra króna, sem samsvarar um 19,3 milljörðum íslenskra króna.

Viðskipti innlent

Play skilar hagnaði eftir skatt í fyrsta sinn

Flug­fé­lagið Play skilaði hagnaði upp á 5,2 milljónir banda­ríkja­dala, eða því sem nemur 724 milljónum ís­lenskra króna á þar­iðja árs­fjórðungi 2023. Í saman­burði tapaði fé­lagið 2,9 milljónum banda­ríkja­dala, 404 milljónum króna á sama tíma­bili í fyrra. For­stjóri fé­lagsins segist stoltur af árangrinum en um sé að ræða fyrsta skiptið sem fé­lagið skili hagnaði eftir skatt.

Viðskipti innlent

Nýtt félag um heilbrigðislausnir Origo stofnað

Origo mun um mánaðamót stofna nýtt og sjálfstætt félag í kring um heilbrigðislausnir Origo, sem fær nafnið Helix. Markmið félagsins verður að flétta saman tækni, hugvit og innsæi til að bæta líf þeirra sem þiggja og veita heilbrigðisþjónustu.

Viðskipti innlent

Marinó tekur við Mílu af Marion

Marinó Örn Tryggvason, fyrrverandi forstjóri Kviku banka, hefur verið kjörinn stjórnarformaður Mílu. Hann tekur við hlutverkinu af Marion Calcine, sem sinnti hlutverkinu tímabundið en situr áfram í stjórn félagsins.

Viðskipti innlent

Páll í Toyota er látinn

Páll Breiðdal Samúelsson, fyrrverandi forstjóri Toyota, er látinn. Páll, sem ávallt var kenndur við Toyota var 94 ára að aldri þegar hann skildi við en síðustu árin dvaldi hann að hjúkrunarheimilinu Sólvöllum á Eyrarbakka þar sem hann andaðist.

Viðskipti innlent

Ráðin fram­kvæmda­stjóri Two Birds og Aur­bjargar

Ásdís Arna Gottskálksdóttir hefur verið ráðin framkvæmdastjóri fjártæknifyrirtækisins Two Birds ehf. sem er rekstraraðili Aurbjorg.is. Hún kemur til Two Birds frá Abler þar sem hún starfaði sem fjármála - og rekstrarstjóri og bar meðal annars ábyrgð á fjármálum, áætlunum og daglegum rekstri félagsins.

Viðskipti innlent

Sahara tók gull og silfur

Markaðs- og auglýsingastofan Sahara hlaut verðlaunin Global Digital Excellence Awards 2023 í tveimur flokkum á dögunum. Gull fyrir herferðina „Keeping London Warm Since 2022“ sem stofan gerði fyrir 66°Norður og silfur fyrir herferðina „Life's Too Short“ sem gerð var fyrir Blue Car Rental.

Viðskipti innlent