Frambjóðendur ógna ekki forsetanum 19. júní 2004 00:01 "Það sem verður að líkindum mest spennandi að fylgjast með í þessum kosningum er hversu margir skila auðu," segir Baldur Þórhallsson, dósent í stjórnmálafræði við Háskóla Íslands, vegna komandi forsetakosninga sem fram fara á laugardaginn kemur. Tveir aðilar eru í framboði gegn sitjandi forseta lýðveldisins, Ólafi Ragnar Grímssyni, þeir Baldur Ágústsson og Ástþór Magnússon. Baldur segir áhugaverðast að vita hversu margir skila auðu með tilliti til þess að forsetinn hafi fyrir stuttu neitað að skrifa undir fjölmiðlalögin svokölluðu en sú ákvörðun hafi fallið í misjafnan jarðveg hjá landsmönnum og að líkindum sýni einhverjir mótmæli sín í verki og skili auðu. "Nú er tæp vika til kosninganna og það hefur farið afar lítið fyrir kosningabaráttu hjá þeim sem í framboði eru enn sem komið er. Mér sýnist kosningaherferð Ástþórs til að mynda mun minni í sniðum en hún var 1996." Aðeins einu sinni áður hefur það gerst að framboð hefur borist gegn sitjandi forseta en það var þegar Sigrún Þorsteinsdóttir bauð sig fram gegn Vigdísi Finnbogadóttur 1988 og mældist kjörsókn þá aðeins 71 prósent. Baldur telur ekki ólíklegt að kjörsókn nú geti orðið enn minni þar sem svo virðist sem margir gefi þessum kosningum lítinn gaum vegna þess mikla munar sem virðist vera á frambjóðendunum miðað við skoðanakannanir. "Staða Ólafs er afar sterk miðað við kannanir og ég held að almenningur telji hina tvo frambjóðendurna einfaldlega ekki nógu sterka til að ógna Ólafi mikið. Engu að síður tel ég að embætti forsetans sé afar fýsilegur kostur og það voru lengi uppi hugmyndir meðal manna hér í þjóðfélaginu að finna sterkan mótframbjóðanda gegn núverandi forseta en það var síðar blásið af." Í nýlegri skoðanakönnun Fréttablaðsins kom fram að fylgi Ólafs Ragnars mældist tæp 64 prósent. Baldur Ágústsson mældist með fimm prósenta fylgi og fylgi Ástþórs var innan við eitt prósent. Sé aðeins tekið tillit til þeirra sem tóku afstöðu naut Ólafur fylgis alls níu af tíu aðspurðum. Forsetakjör Fréttir Innlent Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Innlent Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Erlent „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ Innlent Sakborningur í Elko-málinu líka grunaður um heimilisofbeldi Innlent Um 173 milljónir króna á hvern fanga í nýju fangelsi á Stóra-Hrauni Innlent Þessi mættu best og verst í þinginu Innlent Svona gullhnullungar finnast hvergi lengur nema í Grænlandi Innlent Æfing lögreglu og fíkniefnamál ollu misskilningi Innlent Ný kosningaspá: Sjö flokkar sem næðu inn manni Innlent „Talandi um að skila ekki til samfélagsins“ Innlent Fleiri fréttir Áframhaldandi gasmengun í Grindavík Margir greiða atkvæði utan kjörfundar fyrir austan Heilskimun Intuens enn til skoðunar hjá landlæknisembættinu Þyrla Landhelgisgæslunnar kölluð út vegna slyss í íshellaferð Æfing lögreglu og fíkniefnamál ollu misskilningi Þessi mættu best og verst í þinginu Sakborningur í Elko-málinu líka grunaður um heimilisofbeldi Um 173 milljónir króna á hvern fanga í nýju fangelsi á Stóra-Hrauni Stefnir enn í hríðarveður á Austfjörðum á kjördag Erfiðara að manna í frístund í austurhluta borgarinnar „Talandi um að skila ekki til samfélagsins“ Ný kosningaspá: Sjö flokkar sem næðu inn manni Svona gullhnullungar finnast hvergi lengur nema í Grænlandi „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ „Er ekki hægt að hafa sér þátt fyrir hann?“ Fjölmenn lögregluaðgerð á Ísafirði „Leikurinn er ekki búinn fyrr en hann er búinn“ Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Óvenjumikil aðsókn vegna veðurs Rýnt í fylgið á lokasprettinum og mögnuð heimsókn í íslenska gullnámu Ósennilegar skýringar á því hvernig DNA endaði á kynfærum „Ég mun deyja á þessari hæð“ Ákærður fyrir morð og tvær tilraunir til manndráps Ekki rétt að nefndin hafi boðað aukafund til að hækka vexti Sýkna Þórðar Más og Sólveigar Guðrúnar í milljarðamáli staðfest Auka alþjóðasamvinnu í ljósi vaxandi spennu Óvenjulegt að bóluefni séu skráð sem dánarorsök Opnunin á Blönduhlíð var engin opnun Steypan smám saman að harðna í fylginu Svona voru kappræður flokksleiðtoganna Sjá meira
"Það sem verður að líkindum mest spennandi að fylgjast með í þessum kosningum er hversu margir skila auðu," segir Baldur Þórhallsson, dósent í stjórnmálafræði við Háskóla Íslands, vegna komandi forsetakosninga sem fram fara á laugardaginn kemur. Tveir aðilar eru í framboði gegn sitjandi forseta lýðveldisins, Ólafi Ragnar Grímssyni, þeir Baldur Ágústsson og Ástþór Magnússon. Baldur segir áhugaverðast að vita hversu margir skila auðu með tilliti til þess að forsetinn hafi fyrir stuttu neitað að skrifa undir fjölmiðlalögin svokölluðu en sú ákvörðun hafi fallið í misjafnan jarðveg hjá landsmönnum og að líkindum sýni einhverjir mótmæli sín í verki og skili auðu. "Nú er tæp vika til kosninganna og það hefur farið afar lítið fyrir kosningabaráttu hjá þeim sem í framboði eru enn sem komið er. Mér sýnist kosningaherferð Ástþórs til að mynda mun minni í sniðum en hún var 1996." Aðeins einu sinni áður hefur það gerst að framboð hefur borist gegn sitjandi forseta en það var þegar Sigrún Þorsteinsdóttir bauð sig fram gegn Vigdísi Finnbogadóttur 1988 og mældist kjörsókn þá aðeins 71 prósent. Baldur telur ekki ólíklegt að kjörsókn nú geti orðið enn minni þar sem svo virðist sem margir gefi þessum kosningum lítinn gaum vegna þess mikla munar sem virðist vera á frambjóðendunum miðað við skoðanakannanir. "Staða Ólafs er afar sterk miðað við kannanir og ég held að almenningur telji hina tvo frambjóðendurna einfaldlega ekki nógu sterka til að ógna Ólafi mikið. Engu að síður tel ég að embætti forsetans sé afar fýsilegur kostur og það voru lengi uppi hugmyndir meðal manna hér í þjóðfélaginu að finna sterkan mótframbjóðanda gegn núverandi forseta en það var síðar blásið af." Í nýlegri skoðanakönnun Fréttablaðsins kom fram að fylgi Ólafs Ragnars mældist tæp 64 prósent. Baldur Ágústsson mældist með fimm prósenta fylgi og fylgi Ástþórs var innan við eitt prósent. Sé aðeins tekið tillit til þeirra sem tóku afstöðu naut Ólafur fylgis alls níu af tíu aðspurðum.
Forsetakjör Fréttir Innlent Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Innlent Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Erlent „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ Innlent Sakborningur í Elko-málinu líka grunaður um heimilisofbeldi Innlent Um 173 milljónir króna á hvern fanga í nýju fangelsi á Stóra-Hrauni Innlent Þessi mættu best og verst í þinginu Innlent Svona gullhnullungar finnast hvergi lengur nema í Grænlandi Innlent Æfing lögreglu og fíkniefnamál ollu misskilningi Innlent Ný kosningaspá: Sjö flokkar sem næðu inn manni Innlent „Talandi um að skila ekki til samfélagsins“ Innlent Fleiri fréttir Áframhaldandi gasmengun í Grindavík Margir greiða atkvæði utan kjörfundar fyrir austan Heilskimun Intuens enn til skoðunar hjá landlæknisembættinu Þyrla Landhelgisgæslunnar kölluð út vegna slyss í íshellaferð Æfing lögreglu og fíkniefnamál ollu misskilningi Þessi mættu best og verst í þinginu Sakborningur í Elko-málinu líka grunaður um heimilisofbeldi Um 173 milljónir króna á hvern fanga í nýju fangelsi á Stóra-Hrauni Stefnir enn í hríðarveður á Austfjörðum á kjördag Erfiðara að manna í frístund í austurhluta borgarinnar „Talandi um að skila ekki til samfélagsins“ Ný kosningaspá: Sjö flokkar sem næðu inn manni Svona gullhnullungar finnast hvergi lengur nema í Grænlandi „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ „Er ekki hægt að hafa sér þátt fyrir hann?“ Fjölmenn lögregluaðgerð á Ísafirði „Leikurinn er ekki búinn fyrr en hann er búinn“ Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Óvenjumikil aðsókn vegna veðurs Rýnt í fylgið á lokasprettinum og mögnuð heimsókn í íslenska gullnámu Ósennilegar skýringar á því hvernig DNA endaði á kynfærum „Ég mun deyja á þessari hæð“ Ákærður fyrir morð og tvær tilraunir til manndráps Ekki rétt að nefndin hafi boðað aukafund til að hækka vexti Sýkna Þórðar Más og Sólveigar Guðrúnar í milljarðamáli staðfest Auka alþjóðasamvinnu í ljósi vaxandi spennu Óvenjulegt að bóluefni séu skráð sem dánarorsök Opnunin á Blönduhlíð var engin opnun Steypan smám saman að harðna í fylginu Svona voru kappræður flokksleiðtoganna Sjá meira