Ólafur hefði neitað EES-samningnum 20. júní 2004 00:01 Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands, fagnar því að Vigdís Finnbogadóttir, fyrrum forseti landsins, telji málskotsréttinn svo virkan að hún hefði talið rétt að vísa Kárahnjúkamálinu til þjóðaratkvæðagreiðslu. Hann segir að ummæli Vigdísar styrki ákvörðun hans um að skrifa ekki undir fjölmiðlalögin. Þetta sagði Ólafur Ragnar í samtali við fréttamann Stöðvar 2 og Bylgjunnar á Bessastöðum í gær. „Ég tók því fagnandi að hún skyldi telja málskotsréttinn svo virkan að ef hún hefði verið í sporum forsetans hefði hún vísað Kárahnjúkamálinu til þjóðarinnar. Það er töluvert annað en hún sagði þegar hún ákvað að vísa EES-samningnum ekki til þjóðarinnar,“ segir forseti. „Ég tel þessa tilkynningu hennar því til styrktar ákvörðun minni.“ Aðspurður hvort persónuleg skoðun forsetans skipi eitthvað hlutverk í ákvörðun hans um að skjóta lögum í þjóðaratkvæðagreiðslu, segir Ólafur Ragnar að forseti þurfi ekki að hafa skoðun, með eða á móti, viðkomandi lögum. „Það getur verið nóg, eins og var í mínu tilviki, að forseti telji að þjóðin skuli vera sá dómari sem stjórnarskráin gerir ráð fyrir að hún sé í afmörkuðum málum.“ Ólafur segir að æskilegt sé hins vegar að þingið, ríkisstjórnin og allir sem eigi aðild að málum vandi, svo vel vinnubrögð að þessi staða komi ekki upp. Tæp vika er í forsetakosningar og hefur Ólafur Ragnar verið í viðtali við helstu fjölmiðla landsins undanfarna daga, nú síðast hjá Arnþrúði Karlsdóttur á Bylgjunni í morgun. Þar kom vel í ljós hve ósammála hann og Vigdís Finnbogadóttir, fyrrverandi forseti, eru um hvers konar mál forseti eigi að synja staðfestingar. Hún telur að lög um Kárahnjúkavirkjun séu dæmi um lög sem forsetinn eigi að synja staðfestingar. Ólafur Ragnar mat það hins vegar ekki svo. Hún staðfesti lögin um evrópska efnahagssvæðið en Ólafur Ragnar telur að þar hefði hún átt að neita að skrifa undir. Í samtalinu við Arnþrúði Karlsdóttur sagði hann að það varðaði ekki hvort menn væru með eða á móti samningnum, heldur að í samningnum fólust ákvæði sem snertu fullveldisrétt þjóðarinnar. Forsetakjör Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Erlent Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Innlent „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ Innlent Um 173 milljónir króna á hvern fanga í nýju fangelsi á Stóra-Hrauni Innlent Ný kosningaspá: Sjö flokkar sem næðu inn manni Innlent Svona gullhnullungar finnast hvergi lengur nema í Grænlandi Innlent Sakborningur í Elko-málinu líka grunaður um heimilisofbeldi Innlent „Talandi um að skila ekki til samfélagsins“ Innlent Erfiðara að manna í frístund í austurhluta borgarinnar Innlent Fjölmenn lögregluaðgerð á Ísafirði Innlent Fleiri fréttir Þessi mættu best og verst í þinginu Sakborningur í Elko-málinu líka grunaður um heimilisofbeldi Um 173 milljónir króna á hvern fanga í nýju fangelsi á Stóra-Hrauni Stefnir enn í hríðarveður á Austfjörðum á kjördag Erfiðara að manna í frístund í austurhluta borgarinnar „Talandi um að skila ekki til samfélagsins“ Ný kosningaspá: Sjö flokkar sem næðu inn manni Svona gullhnullungar finnast hvergi lengur nema í Grænlandi „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ „Er ekki hægt að hafa sér þátt fyrir hann?“ Fjölmenn lögregluaðgerð á Ísafirði „Leikurinn er ekki búinn fyrr en hann er búinn“ Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Óvenjumikil aðsókn vegna veðurs Rýnt í fylgið á lokasprettinum og mögnuð heimsókn í íslenska gullnámu Ósennilegar skýringar á því hvernig DNA endaði á kynfærum „Ég mun deyja á þessari hæð“ Ákærður fyrir morð og tvær tilraunir til manndráps Ekki rétt að nefndin hafi boðað aukafund til að hækka vexti Sýkna Þórðar Más og Sólveigar Guðrúnar í milljarðamáli staðfest Auka alþjóðasamvinnu í ljósi vaxandi spennu Óvenjulegt að bóluefni séu skráð sem dánarorsök Opnunin á Blönduhlíð var engin opnun Steypan smám saman að harðna í fylginu Svona voru kappræður flokksleiðtoganna Lykilatriði að almenningur fái upplýsingar um kennaradeiluna Bein útsending: Fundað um forvarnir gegn ofbeldi meðal barna Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Glæný könnun í hádegisfréttum Bylgjunnar Þau eru tilnefnd sem Framúrskarandi ungur Íslendingur 2024 Sjá meira
Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands, fagnar því að Vigdís Finnbogadóttir, fyrrum forseti landsins, telji málskotsréttinn svo virkan að hún hefði talið rétt að vísa Kárahnjúkamálinu til þjóðaratkvæðagreiðslu. Hann segir að ummæli Vigdísar styrki ákvörðun hans um að skrifa ekki undir fjölmiðlalögin. Þetta sagði Ólafur Ragnar í samtali við fréttamann Stöðvar 2 og Bylgjunnar á Bessastöðum í gær. „Ég tók því fagnandi að hún skyldi telja málskotsréttinn svo virkan að ef hún hefði verið í sporum forsetans hefði hún vísað Kárahnjúkamálinu til þjóðarinnar. Það er töluvert annað en hún sagði þegar hún ákvað að vísa EES-samningnum ekki til þjóðarinnar,“ segir forseti. „Ég tel þessa tilkynningu hennar því til styrktar ákvörðun minni.“ Aðspurður hvort persónuleg skoðun forsetans skipi eitthvað hlutverk í ákvörðun hans um að skjóta lögum í þjóðaratkvæðagreiðslu, segir Ólafur Ragnar að forseti þurfi ekki að hafa skoðun, með eða á móti, viðkomandi lögum. „Það getur verið nóg, eins og var í mínu tilviki, að forseti telji að þjóðin skuli vera sá dómari sem stjórnarskráin gerir ráð fyrir að hún sé í afmörkuðum málum.“ Ólafur segir að æskilegt sé hins vegar að þingið, ríkisstjórnin og allir sem eigi aðild að málum vandi, svo vel vinnubrögð að þessi staða komi ekki upp. Tæp vika er í forsetakosningar og hefur Ólafur Ragnar verið í viðtali við helstu fjölmiðla landsins undanfarna daga, nú síðast hjá Arnþrúði Karlsdóttur á Bylgjunni í morgun. Þar kom vel í ljós hve ósammála hann og Vigdís Finnbogadóttir, fyrrverandi forseti, eru um hvers konar mál forseti eigi að synja staðfestingar. Hún telur að lög um Kárahnjúkavirkjun séu dæmi um lög sem forsetinn eigi að synja staðfestingar. Ólafur Ragnar mat það hins vegar ekki svo. Hún staðfesti lögin um evrópska efnahagssvæðið en Ólafur Ragnar telur að þar hefði hún átt að neita að skrifa undir. Í samtalinu við Arnþrúði Karlsdóttur sagði hann að það varðaði ekki hvort menn væru með eða á móti samningnum, heldur að í samningnum fólust ákvæði sem snertu fullveldisrétt þjóðarinnar.
Forsetakjör Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Erlent Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Innlent „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ Innlent Um 173 milljónir króna á hvern fanga í nýju fangelsi á Stóra-Hrauni Innlent Ný kosningaspá: Sjö flokkar sem næðu inn manni Innlent Svona gullhnullungar finnast hvergi lengur nema í Grænlandi Innlent Sakborningur í Elko-málinu líka grunaður um heimilisofbeldi Innlent „Talandi um að skila ekki til samfélagsins“ Innlent Erfiðara að manna í frístund í austurhluta borgarinnar Innlent Fjölmenn lögregluaðgerð á Ísafirði Innlent Fleiri fréttir Þessi mættu best og verst í þinginu Sakborningur í Elko-málinu líka grunaður um heimilisofbeldi Um 173 milljónir króna á hvern fanga í nýju fangelsi á Stóra-Hrauni Stefnir enn í hríðarveður á Austfjörðum á kjördag Erfiðara að manna í frístund í austurhluta borgarinnar „Talandi um að skila ekki til samfélagsins“ Ný kosningaspá: Sjö flokkar sem næðu inn manni Svona gullhnullungar finnast hvergi lengur nema í Grænlandi „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ „Er ekki hægt að hafa sér þátt fyrir hann?“ Fjölmenn lögregluaðgerð á Ísafirði „Leikurinn er ekki búinn fyrr en hann er búinn“ Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Óvenjumikil aðsókn vegna veðurs Rýnt í fylgið á lokasprettinum og mögnuð heimsókn í íslenska gullnámu Ósennilegar skýringar á því hvernig DNA endaði á kynfærum „Ég mun deyja á þessari hæð“ Ákærður fyrir morð og tvær tilraunir til manndráps Ekki rétt að nefndin hafi boðað aukafund til að hækka vexti Sýkna Þórðar Más og Sólveigar Guðrúnar í milljarðamáli staðfest Auka alþjóðasamvinnu í ljósi vaxandi spennu Óvenjulegt að bóluefni séu skráð sem dánarorsök Opnunin á Blönduhlíð var engin opnun Steypan smám saman að harðna í fylginu Svona voru kappræður flokksleiðtoganna Lykilatriði að almenningur fái upplýsingar um kennaradeiluna Bein útsending: Fundað um forvarnir gegn ofbeldi meðal barna Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Glæný könnun í hádegisfréttum Bylgjunnar Þau eru tilnefnd sem Framúrskarandi ungur Íslendingur 2024 Sjá meira