Hjálpum laxinum í Elliðaánum Stefán Jón Hafstein skrifar 16. júlí 2004 00:01 Elliðaárnar - Stefán Jón Hafstein borgarfulltrúi Samráðshópur um málefni Elliðaánna sem skipaður er samkvæmt samþykkt borgarráðs hefur nú starfað í tæpt ár og leggur til: 1) Að fylgt verði tölulegum markmiðum um vatnsmiðlun á áhrifasvæði virkjunar í Elliðaánum, enda miða þau að því að skilgreina þarfir lífríksins umfram orkuvinnslu. Þessi viðmið liggja fyrir í samvinnu við Orkuveituna og verður fylgt í vetur þegar orkuvinnsla hefst. 2) Að úttekt á notagildi settjarna við árnar verði hraðað og metið sjálfstætt hvort ný tjörn við ósasvæðið komi að gagni. Tjarnirnar eru fjórar og sú fimmta fyrirhuguð við ósasvæðið; áfram verði fylgst með því að fyrirtæki við ósasvæðið fylgi eftir ávinningi sem náðst hefur í frárennslismálum þar. 3) Að fylgt verði eftir styrkveitingu úr Fiskræktarsjóði sem hópurinn hafði forgöngu um að tryggja og þakkað er fyrir. Verkefnið miðar að því að nýliðun laxa hefjist á ný í Suðurá og Hólmsá, en þar hefur hún misfarist af óskýrðum ástæðum undanfarin ár. Stjórn Stangaveiðifélagsins ætlar að leggja fram fé, og þá mun Orkuveitan tryggja rausnarlegt framlag til að verkefnið fari af stað. 4) Að gerð verði tilraun með að lækka veiðiálag á lax í ánum, það er, að færri fiskar verði drepnir sem hlutfall af göngum í árnar en áður. Beint verði tilmælum til veiðimanna að nýting ánna verði hófleg og þeir sleppi megninu af veiddum laxi. Í veiðihúsi verði leiðbeiningar þar um. Stjórn SVFR hefur fengið ályktun hópsins um þetta efni og tekið vel í, vonast er til að þessu verði fylgt eftir við veiðimenn. 5) Að 100 metra árhelgi verði virt og framkvæmdir sem nær ánni eru verði undir sérstöku eftirliti. Hópurinn vill vinna að frekari tillögum og samráði um verklag sem tryggi þetta og formfesti eftirlit með því að framkvæmdir á svæði ánna skaði þær ekki. Reykjavíkurborg vill vernda árnar og lífríki þeirra og stuðla að því að þær geti fóstrað fiskistofna á vatnasviðinu með sjálfbærum hætti. Hugmyndafræðin um sjálfbæra þróun felur í sér að ein kynslóð skili til þeirrar næstu þeim verðmætum sem hún hefur með höndum án þess að svo sé gengið á þau að óendurkræft sé. Þetta þýðir að vatnasvið Elliðaánna á áfram að fóstra fiskistofna sem sjá um vöxt sinn og viðgang með náttúrulegum hætti (umhverfisþátturinn); að árnar þurfa að þrífast í manngerðu umhverfi (efnahagsþátturinn); að árnar þurfa að þrífast í sátt við þau not sem mannfólk hefur af þeim, með veiðum, útivist og öðrum hætti sem skiptir máli í mannlífi í borginni (félagsþættir). Fiskistofnar á vatnasviði ánna eru misvel haldnir. Laxinn á greinilega undir högg að sækja. Veiðimálastofnun hefur kynnt hópnum gögn sem sýna að ástand laxastofnins er verra í Elliðaánum en í nærliggjandi ám - miðað við almenna niðursveiflu í laxagengd. Leirvogsá, Laxá í Kjós og Úlfarsá eru ár sem ættu að sveiflast með svipuðum hætti og Elliðaárnar væru ástæður niðursveiflu í stofni aðeins náttúrulegar. Svo er ekki. Elliðaárnar eiga greinilega við vanda að etja sem er stærri en í nærliggjandi ám og verður ekki skýrður með svæðisbundinni eða tímabundinni náttúrusveiflu. Ástæður eru helstar taldar: -Kýlaveikin 1995 sem olli miklum usla í ánum. -Mikil blöndun við eldislax fyrir og í kringum 1990. -Harðnandi sambýli við manngert umhverfi sem hefur áhrif á marga vegu sem ekki eru allir auðskýrðir. -Óskýrðar aðstæður sem valda því að nýliðun hefur misfarist undanfarin ár á mikilvægustu riðstöðvum laxins í Suðurá og Hólmsá; ennfremur sýna gögn að nú ganga seiði yngri til sjávar en áður, og eru ekki jafn hæf og eldri kynslóðir til að snúa aftur úr hafi. -Sambýli við virkjun í ánum hefur verið gagnrýnt. Silungur er drjúgur í ánum og Elliðavatni. Urriði stendur vel eftir því sem rannsóknir sýna, bleikja í Elliðavatni virðist láta undan síga og er vert að gefa frekari gaum að tilgátum um ástæður þess. Hópurinn kannaði gagnrýni á starfsemi virkjunarinnar og reyndi að vanda sérstaklega tillögur um það hvernig lífríkið verði ávallt látið njóta vafans í sambýli við hana. Fastmótaðar tillögur liggja nú fyrir um það. Gengið var eftir upplýsingum sem sýna að seiðauppeldi gengur hvað best í ánum á áhrifasvæði virkjunarinnar, svo ekki er hægt að kenna henni um hvað það varðar. Ofar Elliðavatns og utan áhrifasvæðis virkjunar hefur nýliðun misfarist undanfarin ár og vekur áhyggjur. Samráðshópurinn leggur til að þeim tilmælum verði beint til veiðimanna í ánum í sumar að þeir hlífi laxi sem mest með því að sleppa veiddum fiskum. Hópurinn leggst ekki gegn hófsamri nýtingu sem feli í sér að þeir sem áhuga hafa á taki með sér lax í soðið, en hvetur eindregið til þess að stefnt verði að því að veiðiálag verði minnkað. Hópurinn beinir því til stjórnar Stangaveiðifélags Reykjavíkur að tilmælum um þetta efni verði komið til allra veiðimanna sem stunda árnar og þeim gefnar leiðbeiningar um hvernig sleppa megi laxi ósködduðum. Fagnað er framlögum til að kanna ástæður þess að nýliðun hefur misfarist í efsta hluta ánna. Þá er ljóst að þau viðmið um vatnsrennsli ánna sem nú hafa verið sett munu tryggja mun betur en fyrr stöðug lífsskilyrði smádýra og seiða í ánum. Í hópnum sitja: Ásgeir Margeirsson aðstoðarforstjóri OR, Kristján Guðjónsson frá SVFR, Þórólfur Antonsson fiskifræðingur frá Veiðimálastofnun, Magnús Sigurðsson veiðivörður, Stefán Jón Hafstein borgarfulltrúi, formaður. Fjölmargir hafa komið á fundi hópsins í vetur til ráðgjafar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Stefán Jón Hafstein Mest lesið Braggablús Ölmu Eyþór Kristleifsson Skoðun Skilur Kristrún ekki, að stærð kökunnar er mál nr. 1? Ole Anton Bieltvedt Skoðun Vók er vont – frambjóðandi XL kærður til lögreglu Kári Allansson Skoðun Tryggjum Svandísi á þing Hópur stuðningsfólks Svandísar Svavarsdóttur Skoðun Flokkur í felulitum Björn Gíslason Skoðun Íslenska, hvað? Gauti Kristmannsson Skoðun Keyrum á nýrri menntastefnu Arnór Heiðarsson Skoðun Kynþáttahyggja, einangrunarhyggja og Evrópusambandsaðild Haraldur Ólafsson Skoðun Af hverju er ráðherra Sjálfstæðisflokksins að gjaldfella íslenska iðnnámið? Böðvar Ingi Guðbjartsson Skoðun Íslendingar, ekki vera fávitar! Tómas Ellert Tómasson Skoðun Skoðun Skoðun Er nauðsynlegt að velta þessu fjalli? Elín Fanndal skrifar Skoðun Kæru kjósendur í Suðvesturkjördæmi Alma D. Möller skrifar Skoðun Breytum þessu saman! Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn í fortíð og framtíð Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Kynþáttahyggja, einangrunarhyggja og Evrópusambandsaðild Haraldur Ólafsson skrifar Skoðun Tryggjum Svandísi á þing Hópur stuðningsfólks Svandísar Svavarsdóttur skrifar Skoðun Keyrum á nýrri menntastefnu Arnór Heiðarsson skrifar Skoðun Réttindabarátta sjávarbyggðanna Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Íslenska, hvað? Gauti Kristmannsson skrifar Skoðun Skilur Kristrún ekki, að stærð kökunnar er mál nr. 1? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Flokkur í felulitum Björn Gíslason skrifar Skoðun Augljós og sýnilegur ávinningur í styttingu biðlista Jóhann F K Arinbjarnarson skrifar Skoðun Staðreyndir í útlendingamálum Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Rangfærslur um ferðaþjónustuna Pétur Óskarsson skrifar Skoðun Framtíð án sleggju: Vaxtalækkanir og skattalækkanir í þágu heimilanna Ingveldur Anna Sigurðardóttir skrifar Skoðun Við erum hér fyrir þig Elvar Eyvindsson,Guðbjörg Elísa Hafsteinsdóttir,Bogi Kristjánsson skrifar Skoðun Vók er vont – frambjóðandi XL kærður til lögreglu Kári Allansson skrifar Skoðun Þetta kostar Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Þrífætta svínið og auðlindarentan Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Er nóg að bara brjóta land? Þorvaldur Rúnarsson skrifar Skoðun Íslensk ferðaþjónusta til framtíðar: Næstu skref Lilja Dögg Alfreðsdóttir skrifar Skoðun Að kjósa taktískt Vilborg Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Að standa vörð um þjóðina Eiríkur S. Svavarsson skrifar Skoðun Jöfn tækifæri í boði Sjálfstæðisflokksins Snorri Ingimarsson skrifar Skoðun Íslendingar, ekki vera fávitar! Tómas Ellert Tómasson skrifar Skoðun Náttúran er stærsta kosningamálið Skúli Skúlason skrifar Skoðun Ásýnd spillingar Jón Ármann Steinsson skrifar Skoðun Pólitík í pípunum Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar Skoðun Veldu Viðreisn Katrín Sigríður J Steingrímsdóttir skrifar Skoðun Hugsi eftir íbúafund gærdagsins Jón Hjörleifur Stefánsson skrifar Sjá meira
Elliðaárnar - Stefán Jón Hafstein borgarfulltrúi Samráðshópur um málefni Elliðaánna sem skipaður er samkvæmt samþykkt borgarráðs hefur nú starfað í tæpt ár og leggur til: 1) Að fylgt verði tölulegum markmiðum um vatnsmiðlun á áhrifasvæði virkjunar í Elliðaánum, enda miða þau að því að skilgreina þarfir lífríksins umfram orkuvinnslu. Þessi viðmið liggja fyrir í samvinnu við Orkuveituna og verður fylgt í vetur þegar orkuvinnsla hefst. 2) Að úttekt á notagildi settjarna við árnar verði hraðað og metið sjálfstætt hvort ný tjörn við ósasvæðið komi að gagni. Tjarnirnar eru fjórar og sú fimmta fyrirhuguð við ósasvæðið; áfram verði fylgst með því að fyrirtæki við ósasvæðið fylgi eftir ávinningi sem náðst hefur í frárennslismálum þar. 3) Að fylgt verði eftir styrkveitingu úr Fiskræktarsjóði sem hópurinn hafði forgöngu um að tryggja og þakkað er fyrir. Verkefnið miðar að því að nýliðun laxa hefjist á ný í Suðurá og Hólmsá, en þar hefur hún misfarist af óskýrðum ástæðum undanfarin ár. Stjórn Stangaveiðifélagsins ætlar að leggja fram fé, og þá mun Orkuveitan tryggja rausnarlegt framlag til að verkefnið fari af stað. 4) Að gerð verði tilraun með að lækka veiðiálag á lax í ánum, það er, að færri fiskar verði drepnir sem hlutfall af göngum í árnar en áður. Beint verði tilmælum til veiðimanna að nýting ánna verði hófleg og þeir sleppi megninu af veiddum laxi. Í veiðihúsi verði leiðbeiningar þar um. Stjórn SVFR hefur fengið ályktun hópsins um þetta efni og tekið vel í, vonast er til að þessu verði fylgt eftir við veiðimenn. 5) Að 100 metra árhelgi verði virt og framkvæmdir sem nær ánni eru verði undir sérstöku eftirliti. Hópurinn vill vinna að frekari tillögum og samráði um verklag sem tryggi þetta og formfesti eftirlit með því að framkvæmdir á svæði ánna skaði þær ekki. Reykjavíkurborg vill vernda árnar og lífríki þeirra og stuðla að því að þær geti fóstrað fiskistofna á vatnasviðinu með sjálfbærum hætti. Hugmyndafræðin um sjálfbæra þróun felur í sér að ein kynslóð skili til þeirrar næstu þeim verðmætum sem hún hefur með höndum án þess að svo sé gengið á þau að óendurkræft sé. Þetta þýðir að vatnasvið Elliðaánna á áfram að fóstra fiskistofna sem sjá um vöxt sinn og viðgang með náttúrulegum hætti (umhverfisþátturinn); að árnar þurfa að þrífast í manngerðu umhverfi (efnahagsþátturinn); að árnar þurfa að þrífast í sátt við þau not sem mannfólk hefur af þeim, með veiðum, útivist og öðrum hætti sem skiptir máli í mannlífi í borginni (félagsþættir). Fiskistofnar á vatnasviði ánna eru misvel haldnir. Laxinn á greinilega undir högg að sækja. Veiðimálastofnun hefur kynnt hópnum gögn sem sýna að ástand laxastofnins er verra í Elliðaánum en í nærliggjandi ám - miðað við almenna niðursveiflu í laxagengd. Leirvogsá, Laxá í Kjós og Úlfarsá eru ár sem ættu að sveiflast með svipuðum hætti og Elliðaárnar væru ástæður niðursveiflu í stofni aðeins náttúrulegar. Svo er ekki. Elliðaárnar eiga greinilega við vanda að etja sem er stærri en í nærliggjandi ám og verður ekki skýrður með svæðisbundinni eða tímabundinni náttúrusveiflu. Ástæður eru helstar taldar: -Kýlaveikin 1995 sem olli miklum usla í ánum. -Mikil blöndun við eldislax fyrir og í kringum 1990. -Harðnandi sambýli við manngert umhverfi sem hefur áhrif á marga vegu sem ekki eru allir auðskýrðir. -Óskýrðar aðstæður sem valda því að nýliðun hefur misfarist undanfarin ár á mikilvægustu riðstöðvum laxins í Suðurá og Hólmsá; ennfremur sýna gögn að nú ganga seiði yngri til sjávar en áður, og eru ekki jafn hæf og eldri kynslóðir til að snúa aftur úr hafi. -Sambýli við virkjun í ánum hefur verið gagnrýnt. Silungur er drjúgur í ánum og Elliðavatni. Urriði stendur vel eftir því sem rannsóknir sýna, bleikja í Elliðavatni virðist láta undan síga og er vert að gefa frekari gaum að tilgátum um ástæður þess. Hópurinn kannaði gagnrýni á starfsemi virkjunarinnar og reyndi að vanda sérstaklega tillögur um það hvernig lífríkið verði ávallt látið njóta vafans í sambýli við hana. Fastmótaðar tillögur liggja nú fyrir um það. Gengið var eftir upplýsingum sem sýna að seiðauppeldi gengur hvað best í ánum á áhrifasvæði virkjunarinnar, svo ekki er hægt að kenna henni um hvað það varðar. Ofar Elliðavatns og utan áhrifasvæðis virkjunar hefur nýliðun misfarist undanfarin ár og vekur áhyggjur. Samráðshópurinn leggur til að þeim tilmælum verði beint til veiðimanna í ánum í sumar að þeir hlífi laxi sem mest með því að sleppa veiddum fiskum. Hópurinn leggst ekki gegn hófsamri nýtingu sem feli í sér að þeir sem áhuga hafa á taki með sér lax í soðið, en hvetur eindregið til þess að stefnt verði að því að veiðiálag verði minnkað. Hópurinn beinir því til stjórnar Stangaveiðifélags Reykjavíkur að tilmælum um þetta efni verði komið til allra veiðimanna sem stunda árnar og þeim gefnar leiðbeiningar um hvernig sleppa megi laxi ósködduðum. Fagnað er framlögum til að kanna ástæður þess að nýliðun hefur misfarist í efsta hluta ánna. Þá er ljóst að þau viðmið um vatnsrennsli ánna sem nú hafa verið sett munu tryggja mun betur en fyrr stöðug lífsskilyrði smádýra og seiða í ánum. Í hópnum sitja: Ásgeir Margeirsson aðstoðarforstjóri OR, Kristján Guðjónsson frá SVFR, Þórólfur Antonsson fiskifræðingur frá Veiðimálastofnun, Magnús Sigurðsson veiðivörður, Stefán Jón Hafstein borgarfulltrúi, formaður. Fjölmargir hafa komið á fundi hópsins í vetur til ráðgjafar.
Af hverju er ráðherra Sjálfstæðisflokksins að gjaldfella íslenska iðnnámið? Böðvar Ingi Guðbjartsson Skoðun
Skoðun Framtíð án sleggju: Vaxtalækkanir og skattalækkanir í þágu heimilanna Ingveldur Anna Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Við erum hér fyrir þig Elvar Eyvindsson,Guðbjörg Elísa Hafsteinsdóttir,Bogi Kristjánsson skrifar
Af hverju er ráðherra Sjálfstæðisflokksins að gjaldfella íslenska iðnnámið? Böðvar Ingi Guðbjartsson Skoðun