Ofbeldi er ekki árstíðarbundið 29. júlí 2004 00:01 Karlahópur Femínistafélagsins herjar nú á átakið Karlmenn segja nei við nauðgunum, líkt og fyrir síðustu verslunarmannahelgi. Hjálmar Sigmarsson er meðal þeirra og segir hann karlmenn hafa sloppið auðveldlega við umræðu um nauðganir. "Undanfarin ár hefur athyglin beinst að stelpum og hvað þær geta gert til að verjast nauðgunum. Við viljum einbeita okkur að því hvað karlmenn geta gert til að koma í veg fyrir nauðganir. Við viljum fá menn til að taka þátt í umræðunni, sýna samstöðu og samábyrgð í verki. Innlegg karlmanna hingað til hefur einkennst af áhugaleysi og óþarfa gríni. Það er mikilvægt að varpa ljósi á hvað nauðganir í raun eru, þær eru glæpur og það eru engin grá svæði. Við viljum að karlmenn komi af stað umræðum í sínum vinahópum svo hugsunarhættir fari að breytast." Hjálmar segir átakið um helgina viðeigandi því tíðni nauðgana virðist hærri þegar áfengi er annarsvegar en af því er nóg um verslunarmannahelgina. "Þó er ofbeldi ekki árstímabundið og það er nauðsynlegt að berjast gegn því allan ársins hring. Karlahópurinn minnir á að verslunarmannahelgin á að vera skemmtileg og við hvetjum karlmenn til að gera allt sem í þeirra valdi stendur til að gera hana skemmtilega fyrir alla. Þess vegna höfum við hafið sölu á stuttermabolum með lógóinu okkar, NEI, og frisbídiskum fólki til skemmtunar. Við höfum einnig fengið stuðning frá helstu poppstjörnum landsins og afhent þeim frisbídiska til að dreifa á útihátíðum um helgina. " Á föstudag verður karlahópurinn sýnilegur á Umferðarmiðstöðinni, Reykjavíkurflugvelli og á Þorlákshöfn þar sem bolir og frísbídiskar fást gegn vægu gjaldi. "Þar munum við einnig spjalla við unga menn, vekja athygli á átakinu, dreifa bæklingum, barmmerkjum og selja boli og frisbí." Lífið Mest lesið Er bókstaflega skíthrædd Lífið Krakkatían: Kosningar, fiskar og göng Lífið Dillaði sér við lag úr áramótaskaupi 2013 Lífið Sigmundur taki stríðnina alla leið Lífið „Álagið er þessi fjarvera“ Lífið Fréttatían: Kosningar, verðbólga og körfubolti Lífið Kosningakviss: El Classico þegar turnarnir tveir mættust Lífið Kosningamaskína hafi nálgast soninn í gegnum Smitten Lífið Kappleikar 2024: Bara tveir héldu með Donald Trump Lífið Datt í afturábakkapphlaupi við fréttamann Lífið Fleiri fréttir Í beinni: Dagur íslenskrar tónlistar Reykjavík samdi til þriggja ára við Borgarleikhúsið Bróðir Díönu Prinsessu naut sín í Reykjavík Leikstjóri Forrest Gump mættur til Reykjavíkur 52 ár á milli þeirra og þrjár bækur Ballettdansarinn Vladimir Shklyarov látinn Einar og Sigga á Grund gerð að heiðurslistamönnum Skaðlegt geðheilsunni að reyna að geðjast öðrum Leikfélag Hafnarfjarðar lagt niður Víkingur Heiðar tilnefndur til Grammy-verðlauna Frambjóðendur, sjónvarpsstjörnur og gamlir félagar fögnuðu með Geir Setja upp árekstur og hefja saman rekstur „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Varpa ljósi á mikilvægi og gæði íslenskrar hönnunar „Við þurfum öll að halda í barnið innra með okkur“ Menningarritstjóri ráðinn framkvæmdastjóri Fullt út úr dyrum þegar Eiríkur Bergmann kynnti ferðafélagann Tínu Sjá meira
Karlahópur Femínistafélagsins herjar nú á átakið Karlmenn segja nei við nauðgunum, líkt og fyrir síðustu verslunarmannahelgi. Hjálmar Sigmarsson er meðal þeirra og segir hann karlmenn hafa sloppið auðveldlega við umræðu um nauðganir. "Undanfarin ár hefur athyglin beinst að stelpum og hvað þær geta gert til að verjast nauðgunum. Við viljum einbeita okkur að því hvað karlmenn geta gert til að koma í veg fyrir nauðganir. Við viljum fá menn til að taka þátt í umræðunni, sýna samstöðu og samábyrgð í verki. Innlegg karlmanna hingað til hefur einkennst af áhugaleysi og óþarfa gríni. Það er mikilvægt að varpa ljósi á hvað nauðganir í raun eru, þær eru glæpur og það eru engin grá svæði. Við viljum að karlmenn komi af stað umræðum í sínum vinahópum svo hugsunarhættir fari að breytast." Hjálmar segir átakið um helgina viðeigandi því tíðni nauðgana virðist hærri þegar áfengi er annarsvegar en af því er nóg um verslunarmannahelgina. "Þó er ofbeldi ekki árstímabundið og það er nauðsynlegt að berjast gegn því allan ársins hring. Karlahópurinn minnir á að verslunarmannahelgin á að vera skemmtileg og við hvetjum karlmenn til að gera allt sem í þeirra valdi stendur til að gera hana skemmtilega fyrir alla. Þess vegna höfum við hafið sölu á stuttermabolum með lógóinu okkar, NEI, og frisbídiskum fólki til skemmtunar. Við höfum einnig fengið stuðning frá helstu poppstjörnum landsins og afhent þeim frisbídiska til að dreifa á útihátíðum um helgina. " Á föstudag verður karlahópurinn sýnilegur á Umferðarmiðstöðinni, Reykjavíkurflugvelli og á Þorlákshöfn þar sem bolir og frísbídiskar fást gegn vægu gjaldi. "Þar munum við einnig spjalla við unga menn, vekja athygli á átakinu, dreifa bæklingum, barmmerkjum og selja boli og frisbí."
Lífið Mest lesið Er bókstaflega skíthrædd Lífið Krakkatían: Kosningar, fiskar og göng Lífið Dillaði sér við lag úr áramótaskaupi 2013 Lífið Sigmundur taki stríðnina alla leið Lífið „Álagið er þessi fjarvera“ Lífið Fréttatían: Kosningar, verðbólga og körfubolti Lífið Kosningakviss: El Classico þegar turnarnir tveir mættust Lífið Kosningamaskína hafi nálgast soninn í gegnum Smitten Lífið Kappleikar 2024: Bara tveir héldu með Donald Trump Lífið Datt í afturábakkapphlaupi við fréttamann Lífið Fleiri fréttir Í beinni: Dagur íslenskrar tónlistar Reykjavík samdi til þriggja ára við Borgarleikhúsið Bróðir Díönu Prinsessu naut sín í Reykjavík Leikstjóri Forrest Gump mættur til Reykjavíkur 52 ár á milli þeirra og þrjár bækur Ballettdansarinn Vladimir Shklyarov látinn Einar og Sigga á Grund gerð að heiðurslistamönnum Skaðlegt geðheilsunni að reyna að geðjast öðrum Leikfélag Hafnarfjarðar lagt niður Víkingur Heiðar tilnefndur til Grammy-verðlauna Frambjóðendur, sjónvarpsstjörnur og gamlir félagar fögnuðu með Geir Setja upp árekstur og hefja saman rekstur „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Varpa ljósi á mikilvægi og gæði íslenskrar hönnunar „Við þurfum öll að halda í barnið innra með okkur“ Menningarritstjóri ráðinn framkvæmdastjóri Fullt út úr dyrum þegar Eiríkur Bergmann kynnti ferðafélagann Tínu Sjá meira