Að verja fortíðina 11. ágúst 2004 00:01 Mál manna - Sigurjón M. Egilsson Ég heyrði tvo unga stjórnmálamenn takast á í útvarpi. Annar þeirra, Ágúst Ólafur Ágústsson þingmaður Samfylkingarinnar, gerði lítið úr oflæti hins, Kjartans Magnússonar borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokks, um hversu mikið sá flokkur hefði gert til að auka frelsi í samfélaginu. Ágúst Ólafur nefndi landbúnaðarmál sem málaflokk þar sem íslensk stjórnvöld hafa verið einráð um og ekki tekið við tilskipunum um aukið frelsi, svo sem gert hefur verið um frelsi í flestu öðru. Þess vegna er forvitnilegt að sjá hvað þingmaðurinn ungi sagði í umræðu um mjólkursamninginn á Alþingi. Auk þess að vera á móti samningnum saknaði hann boðbera frelsisins. Hann sagði: "Ríkissjóður hefur 275 milljarða króna til að útdeila á hverju einasta ári og þessi ríkisstjórn hefur ákveðið að meira skuli fara í landbúnaðarkerfið beint og óbeint heldur en það sem fer í alla framhaldsskóla landsins. Hvar eru hinir ungu þingmenn Sjálfstæðisflokksins? Af hverju eru þeir ekki í salnum? Af hverju eru þeir ekki við þessa umræðu, hinir ungu hv. þingmenn sem kosnir voru á grundvelli hugsjóna um frjálslyndi og frjálsan markað? Það er kannski ekkert skrýtið eftir umræðu síðustu viku að þeir hafi kokgleypt allar sínar hugsjónir og gleymt þeim um leið og þeir urðu þingmenn. Við sjáum þá ekki setja nein spurningarmerki við þetta frumvarp. Þeir virðast ætla að kyngja þessum 27 milljarða króna pakka." Og áfram hélt hann: "Það eru bændur sem verða fyrir skaða af þessu kerfi. Það eru neytendur sem verða fyrir skaða af þessu kerfi. Um það snýst þetta. Við höfum allt of lengi búið við kerfi í landbúnaði sem er óhagkvæmt bæði fyrir bændur og neytendur. Ég held einfaldlega að nú sé komið nóg. Við eigum ekki að festa þetta kerfi í átta ár í viðbót. Það er hvorki bændum né íslenskum landbúnaði til hagsbóta." Guðni Ágústsson var ekki allskostar sáttur við þingmanninn og sagði hann hrokafullan og sagði neytendur vilja íslenskan landbúnað. "Það er því mikil samstaða um íslenskan landbúnað," sagði ráðherrann. Það sem ber á milli ráðherrans og þingmannsins er svo augljóst. Ágúst Ólafur er ekki á móti landbúnaði. Hann vill honum vel. Hann vill að hann sleppi undan vernd Guðna Ágústssonar og hann fái að njóta sín í eðlilegu umhverfi. Gylfi Magnússon, dósent við Háskóla Íslands, sagði fyrir skömmu um stuðning við landbúnað, í samtali við Fréttablaðið, að verið væri að reyna að verja fortíðina lengur en góðu hófi gegnir. Betra væri að taka ákvörðun um þessi mál á eðlilegum viðskiptalegum forsendum en að reyna að halda lífinu í geirum sem eru ekki lífvænlegir. "Slæm rekstrarskilyrði gefa það til kynna að menn eiga að fást við eitthvað annað," segir Gylfi. Hann sagði að lega landsins og val neytenda veiti íslenskum landbúnaði sjálfkrafa ákveðna vernd. Vegna fjarlægðar frá öðrum mörkuðum sé óhagkvæmt að flytja inn ýmsar ferskvörur, svo sem mjólk, og verði þær því ávallt framleiddar hér í þeim mæli sem þörf sé á. Þá njóti markaðurinn neytendaverndar sem felst í því að Íslendingar velji ávallt í ákveðnum mæli íslenskar vörur fram yfir útlenskar af ýmsum ástæðum. "Af þeim ástæðum myndi íslenskur landbúnaður lifa áfram þótt innanlandsstyrkjum yrði hætt, þótt það yrði í smækkaðri en mun hagkvæmari mynd," segir Gylfi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Fastir pennar Sigurjón M. Egilsson Mest lesið Tryggjum Svandísi á þing Hópur stuðningsfólks Svandísar Svavarsdóttur Skoðun Skilur Kristrún ekki, að stærð kökunnar er mál nr. 1? Ole Anton Bieltvedt Skoðun Vók er vont – frambjóðandi XL kærður til lögreglu Kári Allansson Skoðun Hvar ertu Auddi Blö: Opið bréf til Bjarna Ben frá sérfræðingi Ásta Kristín Pjetursdóttir Skoðun Flokkur í felulitum Björn Gíslason Skoðun Ekki láta Sjálfstæðisflokkinn ljúga að þér Dóra Björt Guðjónsdóttir Skoðun Greinin sem þú verður að lesa áður en þú ferð á kjörstað Bessí Þóra Jónsdóttir Skoðun Nýtt húsnæðislánakerfi að danskri fyrirmynd? Jónas Már Torfason Skoðun Braggablús Ölmu Eyþór Kristleifsson Skoðun Höldum okkur á dagskrá Hópur fólks innan íþróttahreyfingarinnar Skoðun
Mál manna - Sigurjón M. Egilsson Ég heyrði tvo unga stjórnmálamenn takast á í útvarpi. Annar þeirra, Ágúst Ólafur Ágústsson þingmaður Samfylkingarinnar, gerði lítið úr oflæti hins, Kjartans Magnússonar borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokks, um hversu mikið sá flokkur hefði gert til að auka frelsi í samfélaginu. Ágúst Ólafur nefndi landbúnaðarmál sem málaflokk þar sem íslensk stjórnvöld hafa verið einráð um og ekki tekið við tilskipunum um aukið frelsi, svo sem gert hefur verið um frelsi í flestu öðru. Þess vegna er forvitnilegt að sjá hvað þingmaðurinn ungi sagði í umræðu um mjólkursamninginn á Alþingi. Auk þess að vera á móti samningnum saknaði hann boðbera frelsisins. Hann sagði: "Ríkissjóður hefur 275 milljarða króna til að útdeila á hverju einasta ári og þessi ríkisstjórn hefur ákveðið að meira skuli fara í landbúnaðarkerfið beint og óbeint heldur en það sem fer í alla framhaldsskóla landsins. Hvar eru hinir ungu þingmenn Sjálfstæðisflokksins? Af hverju eru þeir ekki í salnum? Af hverju eru þeir ekki við þessa umræðu, hinir ungu hv. þingmenn sem kosnir voru á grundvelli hugsjóna um frjálslyndi og frjálsan markað? Það er kannski ekkert skrýtið eftir umræðu síðustu viku að þeir hafi kokgleypt allar sínar hugsjónir og gleymt þeim um leið og þeir urðu þingmenn. Við sjáum þá ekki setja nein spurningarmerki við þetta frumvarp. Þeir virðast ætla að kyngja þessum 27 milljarða króna pakka." Og áfram hélt hann: "Það eru bændur sem verða fyrir skaða af þessu kerfi. Það eru neytendur sem verða fyrir skaða af þessu kerfi. Um það snýst þetta. Við höfum allt of lengi búið við kerfi í landbúnaði sem er óhagkvæmt bæði fyrir bændur og neytendur. Ég held einfaldlega að nú sé komið nóg. Við eigum ekki að festa þetta kerfi í átta ár í viðbót. Það er hvorki bændum né íslenskum landbúnaði til hagsbóta." Guðni Ágústsson var ekki allskostar sáttur við þingmanninn og sagði hann hrokafullan og sagði neytendur vilja íslenskan landbúnað. "Það er því mikil samstaða um íslenskan landbúnað," sagði ráðherrann. Það sem ber á milli ráðherrans og þingmannsins er svo augljóst. Ágúst Ólafur er ekki á móti landbúnaði. Hann vill honum vel. Hann vill að hann sleppi undan vernd Guðna Ágústssonar og hann fái að njóta sín í eðlilegu umhverfi. Gylfi Magnússon, dósent við Háskóla Íslands, sagði fyrir skömmu um stuðning við landbúnað, í samtali við Fréttablaðið, að verið væri að reyna að verja fortíðina lengur en góðu hófi gegnir. Betra væri að taka ákvörðun um þessi mál á eðlilegum viðskiptalegum forsendum en að reyna að halda lífinu í geirum sem eru ekki lífvænlegir. "Slæm rekstrarskilyrði gefa það til kynna að menn eiga að fást við eitthvað annað," segir Gylfi. Hann sagði að lega landsins og val neytenda veiti íslenskum landbúnaði sjálfkrafa ákveðna vernd. Vegna fjarlægðar frá öðrum mörkuðum sé óhagkvæmt að flytja inn ýmsar ferskvörur, svo sem mjólk, og verði þær því ávallt framleiddar hér í þeim mæli sem þörf sé á. Þá njóti markaðurinn neytendaverndar sem felst í því að Íslendingar velji ávallt í ákveðnum mæli íslenskar vörur fram yfir útlenskar af ýmsum ástæðum. "Af þeim ástæðum myndi íslenskur landbúnaður lifa áfram þótt innanlandsstyrkjum yrði hætt, þótt það yrði í smækkaðri en mun hagkvæmari mynd," segir Gylfi.