Gerið boð á undan ykkur! 25. ágúst 2004 00:01 Skúli Gautason, leikari, tónlistarmaður, útvarpsmaður og Snigill nr. 6., kom stúlku einu sinni verulega á óvart: "Ég var á Interrail-ferðalagi og fékk þá skyndihugdettu að heimsækja stelpu sem ég þekkti í Ljubljana sem er í Slóveníu en var þá partur af Júgóslavíu. Þetta var talsvert ferðalag þar sem ég lenti meðal annars í gríðarlegu partíi á brautarstöðinni í Trieste sem endaði með því að óeirðalögreglan birtist skyndilega með táragas og grá fyrir járnum. Ég flýði inn á brautarstöðina og skutlaði mér, a la James Bond, inn í lest sem var að renna frá brautarpallinum. Það reyndist hins vegar vera nokkurt antiklímax að lestin var afskaplega hægfara sveitalest sem lullaði áfram og óeirðalögreglan hefði náð mér á fæti ef hún hefði viljað. Ég náði til Ljubljana á endanum og fann húsið þar sem Nena vinkona mín bjó. Þar var enginn heima. Ég settist á tröppurnar og hugsaði með mér: "Hér sit ég og get ekki annað, guð hjálpi mér, amen," og sem ég sagði amen kom þarna að kona. Ég sagði henni deili á mér og hún sagði mér að Nena og fjölskyldan væru í sumarfríi við ströndina. Konan kom þarna tvisvar í viku að vökva blómin svo ég var mjög heppinn að hitta á hana. Hún lýsti fyrir mér hvar þau væru en til þess að komast þangað þurfti ég fyrst að taka einhverja afdankaða sveitalest og svo rútu, fara úr henni á vissum stað, ganga þá eftir nákvæmum fyrirmælum í átt að ströndinni og þá tjölduðu þau alltaf þar á sama stað. Ég fylgdi þessum fyrirmælum og ég held að ferðalagið hafi tekið 2 daga. Þegar ég kom niður að ströndinni þá hengu einhver handklæði eða lök á milli tveggja greina. Ég lyfti þeim frá og þá stendur Nena þarna bara beint fyrir framan mig. Ég horfði á hana skælbrosandi og hún á mig á móti og svo gjörsamlega sturlaðist hún af skelfingu. Hún átti svo alls ekki von á mér að hún var handviss um að ég væri dauður og væri kominn að vitja hennar. Nena var miður sín í nokkra daga á eftir og ég held að hún hafi aldrei fyrirgefið mér þetta." Og hefur sagan einhvern boðskap? "Boðskapur sögunnar er sá að maður á að gera boð á undan sér." Ferðalög Mest lesið Er bókstaflega skíthrædd Lífið Krakkatían: Kosningar, fiskar og göng Lífið Dillaði sér við lag úr áramótaskaupi 2013 Lífið Sigmundur taki stríðnina alla leið Lífið „Álagið er þessi fjarvera“ Lífið Kosningamaskína hafi nálgast soninn í gegnum Smitten Lífið Kosningakviss: El Classico þegar turnarnir tveir mættust Lífið Fréttatían: Kosningar, verðbólga og körfubolti Lífið Datt í afturábakkapphlaupi við fréttamann Lífið Kosningakviss: Tókust á um Eurovision og Næturvaktina Lífið Fleiri fréttir Í beinni: Dagur íslenskrar tónlistar Reykjavík samdi til þriggja ára við Borgarleikhúsið Bróðir Díönu Prinsessu naut sín í Reykjavík Leikstjóri Forrest Gump mættur til Reykjavíkur 52 ár á milli þeirra og þrjár bækur Ballettdansarinn Vladimir Shklyarov látinn Einar og Sigga á Grund gerð að heiðurslistamönnum Skaðlegt geðheilsunni að reyna að geðjast öðrum Leikfélag Hafnarfjarðar lagt niður Víkingur Heiðar tilnefndur til Grammy-verðlauna Frambjóðendur, sjónvarpsstjörnur og gamlir félagar fögnuðu með Geir Setja upp árekstur og hefja saman rekstur „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Varpa ljósi á mikilvægi og gæði íslenskrar hönnunar „Við þurfum öll að halda í barnið innra með okkur“ Menningarritstjóri ráðinn framkvæmdastjóri Fullt út úr dyrum þegar Eiríkur Bergmann kynnti ferðafélagann Tínu Sjá meira
Skúli Gautason, leikari, tónlistarmaður, útvarpsmaður og Snigill nr. 6., kom stúlku einu sinni verulega á óvart: "Ég var á Interrail-ferðalagi og fékk þá skyndihugdettu að heimsækja stelpu sem ég þekkti í Ljubljana sem er í Slóveníu en var þá partur af Júgóslavíu. Þetta var talsvert ferðalag þar sem ég lenti meðal annars í gríðarlegu partíi á brautarstöðinni í Trieste sem endaði með því að óeirðalögreglan birtist skyndilega með táragas og grá fyrir járnum. Ég flýði inn á brautarstöðina og skutlaði mér, a la James Bond, inn í lest sem var að renna frá brautarpallinum. Það reyndist hins vegar vera nokkurt antiklímax að lestin var afskaplega hægfara sveitalest sem lullaði áfram og óeirðalögreglan hefði náð mér á fæti ef hún hefði viljað. Ég náði til Ljubljana á endanum og fann húsið þar sem Nena vinkona mín bjó. Þar var enginn heima. Ég settist á tröppurnar og hugsaði með mér: "Hér sit ég og get ekki annað, guð hjálpi mér, amen," og sem ég sagði amen kom þarna að kona. Ég sagði henni deili á mér og hún sagði mér að Nena og fjölskyldan væru í sumarfríi við ströndina. Konan kom þarna tvisvar í viku að vökva blómin svo ég var mjög heppinn að hitta á hana. Hún lýsti fyrir mér hvar þau væru en til þess að komast þangað þurfti ég fyrst að taka einhverja afdankaða sveitalest og svo rútu, fara úr henni á vissum stað, ganga þá eftir nákvæmum fyrirmælum í átt að ströndinni og þá tjölduðu þau alltaf þar á sama stað. Ég fylgdi þessum fyrirmælum og ég held að ferðalagið hafi tekið 2 daga. Þegar ég kom niður að ströndinni þá hengu einhver handklæði eða lök á milli tveggja greina. Ég lyfti þeim frá og þá stendur Nena þarna bara beint fyrir framan mig. Ég horfði á hana skælbrosandi og hún á mig á móti og svo gjörsamlega sturlaðist hún af skelfingu. Hún átti svo alls ekki von á mér að hún var handviss um að ég væri dauður og væri kominn að vitja hennar. Nena var miður sín í nokkra daga á eftir og ég held að hún hafi aldrei fyrirgefið mér þetta." Og hefur sagan einhvern boðskap? "Boðskapur sögunnar er sá að maður á að gera boð á undan sér."
Ferðalög Mest lesið Er bókstaflega skíthrædd Lífið Krakkatían: Kosningar, fiskar og göng Lífið Dillaði sér við lag úr áramótaskaupi 2013 Lífið Sigmundur taki stríðnina alla leið Lífið „Álagið er þessi fjarvera“ Lífið Kosningamaskína hafi nálgast soninn í gegnum Smitten Lífið Kosningakviss: El Classico þegar turnarnir tveir mættust Lífið Fréttatían: Kosningar, verðbólga og körfubolti Lífið Datt í afturábakkapphlaupi við fréttamann Lífið Kosningakviss: Tókust á um Eurovision og Næturvaktina Lífið Fleiri fréttir Í beinni: Dagur íslenskrar tónlistar Reykjavík samdi til þriggja ára við Borgarleikhúsið Bróðir Díönu Prinsessu naut sín í Reykjavík Leikstjóri Forrest Gump mættur til Reykjavíkur 52 ár á milli þeirra og þrjár bækur Ballettdansarinn Vladimir Shklyarov látinn Einar og Sigga á Grund gerð að heiðurslistamönnum Skaðlegt geðheilsunni að reyna að geðjast öðrum Leikfélag Hafnarfjarðar lagt niður Víkingur Heiðar tilnefndur til Grammy-verðlauna Frambjóðendur, sjónvarpsstjörnur og gamlir félagar fögnuðu með Geir Setja upp árekstur og hefja saman rekstur „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Varpa ljósi á mikilvægi og gæði íslenskrar hönnunar „Við þurfum öll að halda í barnið innra með okkur“ Menningarritstjóri ráðinn framkvæmdastjóri Fullt út úr dyrum þegar Eiríkur Bergmann kynnti ferðafélagann Tínu Sjá meira