Atlantshafið breikkar 8. september 2004 00:01 Fyrir allnokkrum árum sat ég langt austur í heimi og horfði á Saddam Hussain í sjónvarpi. Hann flutti langa ræðu sem öll var skilmerkilega textuð fyrir okkur sem lítið skiljum í arabísku. Ræðan var skrautlegt samsafn af frumstæðum kenningum um íröksku þjóðina, guð almáttugan, Saddam sjálfan og farsælt samstarf þessara þriggja aðila í stríði þeirra við allt hið vonda í mannheimi. Fyrir áhugamenn um aðra hluti en launhelgar í sérviskulegum stjórnmálum í þessum hluta arabaheimsins hljómaði ræðan undarlega og þá sérstaklega tilvísanirnar til guðs og guðsótta þess sem talaði. Nokkrum dögum seinna sat ég við sama sjónvarpstæki þarna hinum megin á hnettinum og horfði á flokksþing Repúblikanaflokksins í Bandaríkjunum. Þar útnefndu menn George Bush, föður núverandi forseta, sem frambjóðanda í forsetakjöri. Þetta var nokkru áður en bandalag Bandaríkjanna við Saddam riðlaðist út af ágreiningi um olíuna í Kuwait og raunar áður en sendimenn Bush, eins og Donald Rumsfeld, heimsóttu Saddam til að votta honum stuðning á meðan Saddam stóð í verstu fjöldamorðunum á sínum blóðuga ferli. Á þessu flokksþingi fengu hinir nýju ráðamenn flokksins að njóta sín. Kannski var það eitthvað út af umhverfinu sem ég var í þarna eystra en á meðan ég hlustaði á ræðumenn á flokksþinginu fékk ég smám saman svipaða tilfinningu og ég fékk fyrir ræðu Saddams. Þessar ræður voru nefnilega óskiljanlegar fyrir fólk sem ekki er vant bandarískum hugmyndaheimi. Þær voru allar hálfgert rugl fyrir þá sem trúa ekki á sköpunarsögu biblíunnar, trúa ekki að Bandaríkjamenn séu sérstaklega valdir af guði til að stjórna sköpunarverkinu, trúa ekki að Ísraelsmenn séu að þjóna guði með verkum sínum í Palestínu, trúa ekki að Bush-fjölskyldan sé safn af siðferðilega sterkum og heiðarlegum guðs þjónum, trúa ekki að rétt sé að taka fólk af lífi fyrir glæpi og trúa ekki að guð almáttugur hafi sérstakar áhyggjur af skattbyrði hinna ríkustu þegar hann gefur sér tíma frá áhyggjum af kynlífi fólks. Ég sá þarna fyrir austan að fyrir þá sem ekki eru innvígðir í bandarískan hugmyndaheim voru ræður manna á þingi repúblikana jafn lítið skiljanlegar og jafn lítið aðlaðandi og ræða Saddams fyrr í vikunni. Nú skyldi maður ekki hæðast að trú manna en sá frumstæði og trúarlega helgaði hugmyndaheimur sem einkenndi þetta flokksþing þarna fyrir mörgum árum virkaði ekkert nær skynsemi, sanngirni, sannleika eða rökhyggju en ruglið í Saddam. Flokksþingið í síðustu viku hjá Bush yngri og stuðningsmönnum hans virtist skárra, en það var vegna þeirrar ákvörðunar kosningastjóra Bush að leiðtogar hinna siðprúðu og kristnu hægrimanna í flokknum, fólkið sem ræður ferðinni, skyldu halda sig til hlés fram yfir kosningar. Blöð bæði austan hafs og vestan skrifuðu til dæmis um þá staðreynd að Tom DeLay, leiðtogi repúblikana á Bandaríkjaþingi og einn valdamesti maður landsins, fór ekki í ræðustól á þinginu en DeLay er meðal annars þekktur fyrir baráttu sína gegn umhverfisvernd af nánast öllu tagi, fyrir að berjast fyrir því að sköpunarsaga biblíunnar sé kennd í skólum í stað þróunarkenningarinnar, fyrir kröfur um að Bandaríkjamenn sýni Palestínumönnum ekki þá linkind sem þeir hafa gert hingað til og fyrir að þiggja stórfé frá Enron-fyrirtækinu til að fjármagna krossferð sína fyrir betri heimi. Þess í stað tefldu menn meðal annars fram hinum kunna hugsuði úr miðjuarmi flokksins, Arnold Schwarzenegger, sem útskýrði úr ræðustól hvernig hann hefði flúið sósíalismann í Austurríki, sem hafði þá raunar verið undir stjórn íhaldsmanna í þrjátíu ár, og hvernig hann hefði alist upp við sovéska skriðdreka í þorpinu sínu, en hann mun vera eini maðurinn sem sá þessa skriðdreka enda ekki vitað til þess að sovéski herinn hafi komið í þennan hluta Austurríkis. Það er ekki nýtt að menn skynji gjá á milli Bandaríkjanna og Evrópu en fáir geta efast um að hún hefur stórlega dýpkað og breikkað á síðustu misserum. Kosningabaráttan þar vestra staðfestir þessa gjá betur en margt annað. Málflutningur og framganga Bush er með þeim hætti að flest fólk í Evrópu finnur til djúprar andúðar og jafnvel hreinnar fyrirlitningar á manninum og málstað hans. Hugmyndaheimur Bandaríkjanna hefur hins vegar þróast þannig að andstæðingur Bush í forsetakjöri sér þá leið vænlegasta að leggja áherslu á þá staðreynd að hann barðist í stríði fyrir Bandaríkin. Kosningabarátta Bush snýst svo um að sá efasemdum um að Kerry muni leiða þjóðina inn í fleiri stríð. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Fastir pennar Jón Ormur Halldórsson Mest lesið Ráðherrann Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Hálft líf heimilislausra kvenna Kristín I. Pálsdóttir,Halldóra R. Guðmundsdóttir Skoðun Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann Skoðun Kosningasigur fyrir dýravernd Árni Stefán Árnason Skoðun Í morgun vöknuðum við á merkilegum tíma Silja Rún Friðriksdóttir Skoðun Langþreyttir kjósendur hafa tækifæri til breytinga Ásthildur Lóa Þórsdóttir Skoðun Félag áhugamanna um löggæslu Agnes Ósk Marzellíusardóttir Skoðun Er „woke-ismi“ genginn of langt? Tanja Mjöll Ísfjörð Magnúsdóttir Skoðun Vók er vont – frambjóðandi XL kærður til lögreglu Kári Allansson Skoðun Halldór 30.11.2024 Halldór
Fyrir allnokkrum árum sat ég langt austur í heimi og horfði á Saddam Hussain í sjónvarpi. Hann flutti langa ræðu sem öll var skilmerkilega textuð fyrir okkur sem lítið skiljum í arabísku. Ræðan var skrautlegt samsafn af frumstæðum kenningum um íröksku þjóðina, guð almáttugan, Saddam sjálfan og farsælt samstarf þessara þriggja aðila í stríði þeirra við allt hið vonda í mannheimi. Fyrir áhugamenn um aðra hluti en launhelgar í sérviskulegum stjórnmálum í þessum hluta arabaheimsins hljómaði ræðan undarlega og þá sérstaklega tilvísanirnar til guðs og guðsótta þess sem talaði. Nokkrum dögum seinna sat ég við sama sjónvarpstæki þarna hinum megin á hnettinum og horfði á flokksþing Repúblikanaflokksins í Bandaríkjunum. Þar útnefndu menn George Bush, föður núverandi forseta, sem frambjóðanda í forsetakjöri. Þetta var nokkru áður en bandalag Bandaríkjanna við Saddam riðlaðist út af ágreiningi um olíuna í Kuwait og raunar áður en sendimenn Bush, eins og Donald Rumsfeld, heimsóttu Saddam til að votta honum stuðning á meðan Saddam stóð í verstu fjöldamorðunum á sínum blóðuga ferli. Á þessu flokksþingi fengu hinir nýju ráðamenn flokksins að njóta sín. Kannski var það eitthvað út af umhverfinu sem ég var í þarna eystra en á meðan ég hlustaði á ræðumenn á flokksþinginu fékk ég smám saman svipaða tilfinningu og ég fékk fyrir ræðu Saddams. Þessar ræður voru nefnilega óskiljanlegar fyrir fólk sem ekki er vant bandarískum hugmyndaheimi. Þær voru allar hálfgert rugl fyrir þá sem trúa ekki á sköpunarsögu biblíunnar, trúa ekki að Bandaríkjamenn séu sérstaklega valdir af guði til að stjórna sköpunarverkinu, trúa ekki að Ísraelsmenn séu að þjóna guði með verkum sínum í Palestínu, trúa ekki að Bush-fjölskyldan sé safn af siðferðilega sterkum og heiðarlegum guðs þjónum, trúa ekki að rétt sé að taka fólk af lífi fyrir glæpi og trúa ekki að guð almáttugur hafi sérstakar áhyggjur af skattbyrði hinna ríkustu þegar hann gefur sér tíma frá áhyggjum af kynlífi fólks. Ég sá þarna fyrir austan að fyrir þá sem ekki eru innvígðir í bandarískan hugmyndaheim voru ræður manna á þingi repúblikana jafn lítið skiljanlegar og jafn lítið aðlaðandi og ræða Saddams fyrr í vikunni. Nú skyldi maður ekki hæðast að trú manna en sá frumstæði og trúarlega helgaði hugmyndaheimur sem einkenndi þetta flokksþing þarna fyrir mörgum árum virkaði ekkert nær skynsemi, sanngirni, sannleika eða rökhyggju en ruglið í Saddam. Flokksþingið í síðustu viku hjá Bush yngri og stuðningsmönnum hans virtist skárra, en það var vegna þeirrar ákvörðunar kosningastjóra Bush að leiðtogar hinna siðprúðu og kristnu hægrimanna í flokknum, fólkið sem ræður ferðinni, skyldu halda sig til hlés fram yfir kosningar. Blöð bæði austan hafs og vestan skrifuðu til dæmis um þá staðreynd að Tom DeLay, leiðtogi repúblikana á Bandaríkjaþingi og einn valdamesti maður landsins, fór ekki í ræðustól á þinginu en DeLay er meðal annars þekktur fyrir baráttu sína gegn umhverfisvernd af nánast öllu tagi, fyrir að berjast fyrir því að sköpunarsaga biblíunnar sé kennd í skólum í stað þróunarkenningarinnar, fyrir kröfur um að Bandaríkjamenn sýni Palestínumönnum ekki þá linkind sem þeir hafa gert hingað til og fyrir að þiggja stórfé frá Enron-fyrirtækinu til að fjármagna krossferð sína fyrir betri heimi. Þess í stað tefldu menn meðal annars fram hinum kunna hugsuði úr miðjuarmi flokksins, Arnold Schwarzenegger, sem útskýrði úr ræðustól hvernig hann hefði flúið sósíalismann í Austurríki, sem hafði þá raunar verið undir stjórn íhaldsmanna í þrjátíu ár, og hvernig hann hefði alist upp við sovéska skriðdreka í þorpinu sínu, en hann mun vera eini maðurinn sem sá þessa skriðdreka enda ekki vitað til þess að sovéski herinn hafi komið í þennan hluta Austurríkis. Það er ekki nýtt að menn skynji gjá á milli Bandaríkjanna og Evrópu en fáir geta efast um að hún hefur stórlega dýpkað og breikkað á síðustu misserum. Kosningabaráttan þar vestra staðfestir þessa gjá betur en margt annað. Málflutningur og framganga Bush er með þeim hætti að flest fólk í Evrópu finnur til djúprar andúðar og jafnvel hreinnar fyrirlitningar á manninum og málstað hans. Hugmyndaheimur Bandaríkjanna hefur hins vegar þróast þannig að andstæðingur Bush í forsetakjöri sér þá leið vænlegasta að leggja áherslu á þá staðreynd að hann barðist í stríði fyrir Bandaríkin. Kosningabarátta Bush snýst svo um að sá efasemdum um að Kerry muni leiða þjóðina inn í fleiri stríð.
Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann Skoðun
Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann Skoðun