Allir fyrir einn 15. september 2004 00:01 Ég er eitt þeirra foreldra sem þarf að bregðast við með einhverjum hætti ef kennarar fara í verkfall. Sumir hafa verið að ræða á þeim nótum að það sé í raun fáránlegt að kennarar hafi verkfallsrétt. Slíkt ætti ekki að vera fyrir hendi frekar en hjá slökkviliðsmönnum eða lögreglunni. Flestir sem eru á þessari skoðun virðast telja að það skipti þar mestu máli að krísuástand myndist á vinnustöðum eða að þetta sé til óhagræðis fyrir foreldrana. Jafnvel hefur verið sagt (vonandi í gríni) að kennarar ættu bara að fara í verkfall í júlí þegar þeir eru í fríi hvort eð er. Upp frá þessu hef ég verið að hugsa um verkföll almennt og velta því fyrir mér hvort verkfallshugsunin sé okkur það langt að baki að við höfum einhvern veginn gleymt til hvers þetta tæki er notað. Verkfall á ekki að vera neinum til hagræðis og er það allra síst þeim sem fara í verkfall. Í kjaraviðræðum er það bara oft svo að þeir sem eru að semja telja að sumu sé þess vert að fórna til að ná fram hagstæðum samningum. Ef gripið er til þess neyðarúrræðis sem verkfall er, væri mjög hentugt fyrir alla þá sem ekki koma beint að samningaborðinu að verkfallið hefði engin áhrif á þá. Slíkt er bara ekki eðli verkfalla. Er þetta einhver vaxandi einstaklingshyggja og "ekki í mínum bakgarði" hugsun sem vex fiskur um hrygg þegar óskhyggja um annað er látin í ljós? Getur verið að við látum hluti í léttu rúmi liggja, svo lengi sem þeir hafa ekki slæm áhrif á okkar líf og höldum bara áfram að reyna að vinna okkur inn fyrir salti í grautinn, íþróttaskónum, jeppanum og þessum utanlandsferðum. Það er kannski spurning um að skella sér í verkfall til að berjast fyrir samhugnum, áður en við förum almennt að líta undan þegar við sjáum fólk í vandræðum, í stað þess að leggja þeim lið. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Stuð milli stríða Svanborg Sigmarsdóttir Mest lesið Tryggjum Svandísi á þing Hópur stuðningsfólks Svandísar Svavarsdóttur Skoðun Skilur Kristrún ekki, að stærð kökunnar er mál nr. 1? Ole Anton Bieltvedt Skoðun Vók er vont – frambjóðandi XL kærður til lögreglu Kári Allansson Skoðun Hvar ertu Auddi Blö: Opið bréf til Bjarna Ben frá sérfræðingi Ásta Kristín Pjetursdóttir Skoðun Ekki láta Sjálfstæðisflokkinn ljúga að þér Dóra Björt Guðjónsdóttir Skoðun Greinin sem þú verður að lesa áður en þú ferð á kjörstað Bessí Þóra Jónsdóttir Skoðun Flokkur í felulitum Björn Gíslason Skoðun Nýtt húsnæðislánakerfi að danskri fyrirmynd? Jónas Már Torfason Skoðun Braggablús Ölmu Eyþór Kristleifsson Skoðun Breytum þessu saman! Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Af hverju Viðreisn? Eva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Pólitískar ofsóknir í aðdraganda Alþingiskosninga Eldur S. Kristinsson skrifar Skoðun Talk about timing – degi fyrir kjördag Yngvi Sighvatsson skrifar Skoðun Hjarta og sál Heiðdís Geirsdóttir skrifar Skoðun ESB andstæðingar blekkja Íslendinga Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn: Fyrir budduna þína og framtíðina Gísli Stefánsson skrifar Skoðun Eldra fólk þarf Jóhann Pál sem félagsmálaráðherra – nema kannski þeir auðugustu Viðar Eggertsson skrifar Skoðun Að mynda ríkisstjórn - skipulagt val til vinstri Hlynur Már Ragnheiðarson skrifar Skoðun Viðreisn: öfgalaus nálgun fyrir öfgalaust samfélag Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Kleppur er víða Ragnheiður Kristín Finnbogadóttir skrifar Skoðun Að geta lesið sér mennsku til gagns Diljá Ámundadóttir Zoëga skrifar Skoðun Börðust afar okkar til einskis í Þorskastríðinu? Hugleiðing um ESB Haukur Ingi S. Jónsson skrifar Skoðun Á ferð um Norðvesturkjördæmi Arna Lára Jónsdóttir,Hannes Sigurbjörn Jónsson,Jóhanna Ösp Einarsdóttir,Magnús Eðvaldsson skrifar Skoðun Stöndum vörð um íslenska fjölmiðla Óli Valur Pétursson skrifar Skoðun Lögfestum félagsmiðstöðvar Guðmundur Ari Sigurjónsson,Friðmey Jónsdóttir skrifar Skoðun Flokkar sem vara við sjálfum sér Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Hver bjó til ehf-gat? Sigríður Á. Andersen skrifar Skoðun Lausnir eða kyrrstaða í húsnæðismálum Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Aðventan – njóta eða þjóta? Hrund Þrándardóttir skrifar Skoðun Við kjósum blokkir Kjartan Valgarðsson skrifar Skoðun Er einhver að hlusta? Hópur 143 Seyðfirðinga skrifar Skoðun Tryggjum öruggt ævikvöld Brynjar Níelsson skrifar Skoðun Hverjir verja almannahagsmuni? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Stúlka frá Gaza sem að missti allt Asil Jihad Al-Masri skrifar Skoðun Kjósum með mannréttindum á laugardaginn Bjarndís Helga Tómasdóttir,Kári Garðarsson skrifar Skoðun Greinin sem þú verður að lesa áður en þú ferð á kjörstað Bessí Þóra Jónsdóttir skrifar Skoðun Pólitík í pípum sem leka Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar Skoðun Nýtt húsnæðislánakerfi að danskri fyrirmynd? Jónas Már Torfason skrifar Skoðun Já ráðherra Karl Arnar Arnarson skrifar Skoðun Höldum okkur á dagskrá Hópur fólks innan íþróttahreyfingarinnar skrifar Sjá meira
Ég er eitt þeirra foreldra sem þarf að bregðast við með einhverjum hætti ef kennarar fara í verkfall. Sumir hafa verið að ræða á þeim nótum að það sé í raun fáránlegt að kennarar hafi verkfallsrétt. Slíkt ætti ekki að vera fyrir hendi frekar en hjá slökkviliðsmönnum eða lögreglunni. Flestir sem eru á þessari skoðun virðast telja að það skipti þar mestu máli að krísuástand myndist á vinnustöðum eða að þetta sé til óhagræðis fyrir foreldrana. Jafnvel hefur verið sagt (vonandi í gríni) að kennarar ættu bara að fara í verkfall í júlí þegar þeir eru í fríi hvort eð er. Upp frá þessu hef ég verið að hugsa um verkföll almennt og velta því fyrir mér hvort verkfallshugsunin sé okkur það langt að baki að við höfum einhvern veginn gleymt til hvers þetta tæki er notað. Verkfall á ekki að vera neinum til hagræðis og er það allra síst þeim sem fara í verkfall. Í kjaraviðræðum er það bara oft svo að þeir sem eru að semja telja að sumu sé þess vert að fórna til að ná fram hagstæðum samningum. Ef gripið er til þess neyðarúrræðis sem verkfall er, væri mjög hentugt fyrir alla þá sem ekki koma beint að samningaborðinu að verkfallið hefði engin áhrif á þá. Slíkt er bara ekki eðli verkfalla. Er þetta einhver vaxandi einstaklingshyggja og "ekki í mínum bakgarði" hugsun sem vex fiskur um hrygg þegar óskhyggja um annað er látin í ljós? Getur verið að við látum hluti í léttu rúmi liggja, svo lengi sem þeir hafa ekki slæm áhrif á okkar líf og höldum bara áfram að reyna að vinna okkur inn fyrir salti í grautinn, íþróttaskónum, jeppanum og þessum utanlandsferðum. Það er kannski spurning um að skella sér í verkfall til að berjast fyrir samhugnum, áður en við förum almennt að líta undan þegar við sjáum fólk í vandræðum, í stað þess að leggja þeim lið.
Skoðun Eldra fólk þarf Jóhann Pál sem félagsmálaráðherra – nema kannski þeir auðugustu Viðar Eggertsson skrifar
Skoðun Börðust afar okkar til einskis í Þorskastríðinu? Hugleiðing um ESB Haukur Ingi S. Jónsson skrifar
Skoðun Á ferð um Norðvesturkjördæmi Arna Lára Jónsdóttir,Hannes Sigurbjörn Jónsson,Jóhanna Ösp Einarsdóttir,Magnús Eðvaldsson skrifar