Gleymum ekki hinum gleymnu 27. september 2004 00:01 Sjónarmið - Guðmundur Magnússon Sú var tíð að ýmsir sjúkdómar, ekki síst geðrænir, voru slíkt feimnismál að um þá var lítt eða ekkert rætt á opinberum vettvangi. Þessi þögn, sem stafaði líklega helst af vanþekkingu og arfteknum fordómum, var hvorki hinum sjúku og fjölskyldum þeirra né þjóðfélaginu í heild til gagns. Hún stuðlaði að einangrun fólks og vanlíðan og hefur án efa einnig stuðlað að því að ónóg samfélagsleg hjálp og stuðningur var í boði. Viðhorf í þessum efnum hafa gerbreyst á undanförnum árum. Nú er talað opinskátt um sjúkdóma eins og þunglyndi og fólk sem hefur veikst af þeim treystir sér til að koma fram í fjölmiðlum og ræða opinskátt um líðan sína og læknismeðferð. Ein afleiðing þess er að fólk, sem áður var nánast dæmt til útlegðar frá samfélaginu, er nú virkir þátttakendur á vinnumarkaði og öðrum sviðum þjóðlífsins. Þetta er fagnaðarefni. Fjölmiðlar gegna mikilvægu hlutverki í viðleitni til að rjúfa þögn um sjúkdóma sem enn eru feimnismál. Miklu skiptir að það sé gert af nærfærni og skilningi. Til þess að geta sinnt þessu verkefni er þörf á samstarfi við almenning og vandamenn sjúklinga. Til fyrirmyndar er hvernig Jóna Hrönn Bolladóttir miðborgarprestur segir í Fréttablaðinu í gær söguna af heilabilun - Alzheimersjúkdómi - föður síns, séra Bolla Gústavssonar í Laufási, eins þekktasta kennimanns þjóðarinnar. Enginn sem les frásögn hennar og Gunnars Hjaltested, sem segir frá sama sjúkdómi konu sinnar, getur verið ósnortinn af æðruleysi þeirra.Heilabilun er einhver átakanlegasti sjúkdómur nútímans og skapar jafnt sjúklingunum sem fjölskyldum þeirra og vinum mikla erfiðleika og sálarangist. Tilhneiging til að fara með sjúkdóminn í felur til að verja sjúklinginn er skiljanleg en misráðin. Það bætir hvorki líðan hinna heilabiluðu eða vandamanna þeirra að loka sig frá umhverfinu. Jóna Hrönn segir að ýmsir veigri sér við að hitta hana og föður hennar á förnum vegi. Sumum finnist það óþægilegt og láti sig því hverfa. Þá hafi gestakomum fækkað á heimili þeirra. "Einstaka perlur koma enn í heimsókn og mæta pabba af óttaleysi og umhyggju. Slíkt er ómetanlegt," segir hún. Vonandi verða þessi orð öllum sem þekkja heilabilað fólk að umhugsunarefni. Í umgengni við hina heilabiluðu þarf í senn að sýna kjark og tillitssemi. Þeir sem það gera stækka sjálfa sig og bæta þjóðfélagið. Í niðurlagi greinarinnar í Fréttablaðinu í gær segir: "Það er sorgleg staðreynd að gleymnir gleymast. Við sem munum getum breytt svo miklu í lífi minnissjúkra og aðstandenda þeirra. Munum það". Undir þetta skal tekið. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Guðmundur Magnússon Mest lesið Tryggjum Svandísi á þing Hópur stuðningsfólks Svandísar Svavarsdóttur Skoðun Vók er vont – frambjóðandi XL kærður til lögreglu Kári Allansson Skoðun Skilur Kristrún ekki, að stærð kökunnar er mál nr. 1? Ole Anton Bieltvedt Skoðun Hvar ertu Auddi Blö: Opið bréf til Bjarna Ben frá sérfræðingi Ásta Kristín Pjetursdóttir Skoðun Er einhver að hlusta? Hópur 143 Seyðfirðinga Skoðun Flokkur í felulitum Björn Gíslason Skoðun Greinin sem þú verður að lesa áður en þú ferð á kjörstað Bessí Þóra Jónsdóttir Skoðun Ekki láta Sjálfstæðisflokkinn ljúga að þér Dóra Björt Guðjónsdóttir Skoðun Nýtt húsnæðislánakerfi að danskri fyrirmynd? Jónas Már Torfason Skoðun Höldum okkur á dagskrá Hópur fólks innan íþróttahreyfingarinnar Skoðun Skoðun Skoðun Ísland sé frjálst meðan sól gyllir haf Guðbjörg Elísa Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Að refsa eða treysta VG? Finnur Ricart Andrason skrifar Skoðun Innflytjendur eru blórabögglar Achola Otieno skrifar Skoðun Bað- og búningsklefar okkar kvenna Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar Skoðun Stórkostleg tímaskekkja Sigrún Perla Gísladóttir skrifar Skoðun Vinstri græn - þrátt fyrir þverpólitíska ríkisstjórn Aðalbjörg Ísafold Þorkelsdóttir skrifar Skoðun Félag áhugamanna um löggæslu Agnes Ósk Marzellíusardóttir skrifar Skoðun Kosningalimran 2024 Arnar Ingi Ingason,Freyr Snorrason skrifar Skoðun Viðreisn ætlar að forgangsraða – nýta skattfé miklu betur Þorvaldur Ingi Jónsson skrifar Skoðun Sigrar vinnast – spár bregðast Þorvaldur Örn Árnason skrifar Skoðun Af hverju Viðreisn? Eva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Pólitískar ofsóknir í aðdraganda Alþingiskosninga Eldur S. Kristinsson skrifar Skoðun Talk about timing – degi fyrir kjördag Yngvi Sighvatsson skrifar Skoðun Hjarta og sál Heiðdís Geirsdóttir skrifar Skoðun ESB andstæðingar blekkja Íslendinga Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn: Fyrir budduna þína og framtíðina Gísli Stefánsson skrifar Skoðun Eldra fólk þarf Jóhann Pál sem félagsmálaráðherra – nema kannski þeir auðugustu Viðar Eggertsson skrifar Skoðun Að mynda ríkisstjórn - skipulagt val til vinstri Hlynur Már Ragnheiðarson skrifar Skoðun Viðreisn: öfgalaus nálgun fyrir öfgalaust samfélag Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Kleppur er víða Ragnheiður Kristín Finnbogadóttir skrifar Skoðun Að geta lesið sér mennsku til gagns Diljá Ámundadóttir Zoëga skrifar Skoðun Börðust afar okkar til einskis í Þorskastríðinu? Hugleiðing um ESB Haukur Ingi S. Jónsson skrifar Skoðun Á ferð um Norðvesturkjördæmi Arna Lára Jónsdóttir,Hannes Sigurbjörn Jónsson,Jóhanna Ösp Einarsdóttir,Magnús Eðvaldsson skrifar Skoðun Stöndum vörð um íslenska fjölmiðla Óli Valur Pétursson skrifar Skoðun Lögfestum félagsmiðstöðvar Guðmundur Ari Sigurjónsson,Friðmey Jónsdóttir skrifar Skoðun Flokkar sem vara við sjálfum sér Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Hver bjó til ehf-gat? Sigríður Á. Andersen skrifar Skoðun Lausnir eða kyrrstaða í húsnæðismálum Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Aðventan – njóta eða þjóta? Hrund Þrándardóttir skrifar Skoðun Við kjósum blokkir Kjartan Valgarðsson skrifar Sjá meira
Sjónarmið - Guðmundur Magnússon Sú var tíð að ýmsir sjúkdómar, ekki síst geðrænir, voru slíkt feimnismál að um þá var lítt eða ekkert rætt á opinberum vettvangi. Þessi þögn, sem stafaði líklega helst af vanþekkingu og arfteknum fordómum, var hvorki hinum sjúku og fjölskyldum þeirra né þjóðfélaginu í heild til gagns. Hún stuðlaði að einangrun fólks og vanlíðan og hefur án efa einnig stuðlað að því að ónóg samfélagsleg hjálp og stuðningur var í boði. Viðhorf í þessum efnum hafa gerbreyst á undanförnum árum. Nú er talað opinskátt um sjúkdóma eins og þunglyndi og fólk sem hefur veikst af þeim treystir sér til að koma fram í fjölmiðlum og ræða opinskátt um líðan sína og læknismeðferð. Ein afleiðing þess er að fólk, sem áður var nánast dæmt til útlegðar frá samfélaginu, er nú virkir þátttakendur á vinnumarkaði og öðrum sviðum þjóðlífsins. Þetta er fagnaðarefni. Fjölmiðlar gegna mikilvægu hlutverki í viðleitni til að rjúfa þögn um sjúkdóma sem enn eru feimnismál. Miklu skiptir að það sé gert af nærfærni og skilningi. Til þess að geta sinnt þessu verkefni er þörf á samstarfi við almenning og vandamenn sjúklinga. Til fyrirmyndar er hvernig Jóna Hrönn Bolladóttir miðborgarprestur segir í Fréttablaðinu í gær söguna af heilabilun - Alzheimersjúkdómi - föður síns, séra Bolla Gústavssonar í Laufási, eins þekktasta kennimanns þjóðarinnar. Enginn sem les frásögn hennar og Gunnars Hjaltested, sem segir frá sama sjúkdómi konu sinnar, getur verið ósnortinn af æðruleysi þeirra.Heilabilun er einhver átakanlegasti sjúkdómur nútímans og skapar jafnt sjúklingunum sem fjölskyldum þeirra og vinum mikla erfiðleika og sálarangist. Tilhneiging til að fara með sjúkdóminn í felur til að verja sjúklinginn er skiljanleg en misráðin. Það bætir hvorki líðan hinna heilabiluðu eða vandamanna þeirra að loka sig frá umhverfinu. Jóna Hrönn segir að ýmsir veigri sér við að hitta hana og föður hennar á förnum vegi. Sumum finnist það óþægilegt og láti sig því hverfa. Þá hafi gestakomum fækkað á heimili þeirra. "Einstaka perlur koma enn í heimsókn og mæta pabba af óttaleysi og umhyggju. Slíkt er ómetanlegt," segir hún. Vonandi verða þessi orð öllum sem þekkja heilabilað fólk að umhugsunarefni. Í umgengni við hina heilabiluðu þarf í senn að sýna kjark og tillitssemi. Þeir sem það gera stækka sjálfa sig og bæta þjóðfélagið. Í niðurlagi greinarinnar í Fréttablaðinu í gær segir: "Það er sorgleg staðreynd að gleymnir gleymast. Við sem munum getum breytt svo miklu í lífi minnissjúkra og aðstandenda þeirra. Munum það". Undir þetta skal tekið.
Skoðun Eldra fólk þarf Jóhann Pál sem félagsmálaráðherra – nema kannski þeir auðugustu Viðar Eggertsson skrifar
Skoðun Börðust afar okkar til einskis í Þorskastríðinu? Hugleiðing um ESB Haukur Ingi S. Jónsson skrifar
Skoðun Á ferð um Norðvesturkjördæmi Arna Lára Jónsdóttir,Hannes Sigurbjörn Jónsson,Jóhanna Ösp Einarsdóttir,Magnús Eðvaldsson skrifar