Skipti um starfsvettvang 11. október 2004 00:01 Ari Matthíasson var einn af okkar vinsælli leikurum til langs tíma og átti góðan feril í leiklistinni frá því hann útskrifaðist þangað til hann ákvað að söðla um og snúa sér að allt öðru um áramótin 2002. Nú hefur Ari lokið MBA-námi frá Háskólanum í Reykjavík og vinnur hjá fyrirtækinu Argus sem sinnir alhliða markaðsþjónustu. Hann segist ekki geta gefið yfirlýsingu um að hann sé hættur að leika, en hann var á sínum tíma búinn að fá nóg. "Þetta var samspil margra þátta, meðal annars þess að þegar maður er að leika þá ræður maður svo lítið lífi sínu og líðan. Maður speglar sig alltaf í því sem maður er að gera þá stundina og ef það er stórt og mikið hlutverk eða margar sýningar er líðanin æðisleg. Ef lítið er í gangi er allt ómögulegt." Ari leggur mest upp úr að vinna að einhverju sem vekur honum áhuga og með góðu fólki, en viðurkennir að þannig hafi það reyndar verið í leiklistinni. "Eitthvert besta fólk sem ég þekki er starfandi góðir leikarar, en það er jafnframt erfiðasta fólkið til að vinna með. Ef einhverjir eru hégómlegir og sjálfsuppteknir þá eru það leikarar. Öll velgengni er manni sjálfum að þakka en þegar illa gengur er það búningurinn, lýsingin, leikmyndin, höfundurinn.... Kannski er maður á undan sinni samtíð, eða eftir, hver veit, það er aldrei maður sjálfur, það er alveg klárt." Ara líkar mjög vel á nýjum starfsvettvangi og hann segir tekjumöguleika ekki hafa ráðið úrslitum. "Ég hef aldrei stefnt að því að verða ríkur maður, það yrði þá bara bónus. Peningar fá mig ekki til að tikka. Frumskilyrðið er þó að hafa í sig og á og þurfa ekki að hafa sífelldar áhyggjur. Fólk heldur oft að starfið mitt felist í sölumennsku en það er ekki rétt. Markaðsstarf felst í að hjálpa fyrirtækjum að skilgreina þarfir viðskiptavinanna og finna leiðir til að fullnægja þeim á skilvirkari og hagkvæmari hátt en keppinautarnir gera." Ari segist stundum sakna leikhússins, en hann sér ekki eftir neinu. "Ef ég hefði ekki lent í ruglinu í menntaskóla, sem fólst í slæmum félagsskap leiklistaráhugafólks, hefði ég örugglega orðið læknir. En ég er fullkomlega sáttur." Atvinna Mest lesið Bestu augnablikin á kosninganótt: Þórhallur að veipa, enskuslettur Sólveigar og Inga að syngja Lífið Bryndís og Haukur nýbökuð hjón Lífið Er bókstaflega skíthrædd Lífið Kristín Þóra og Teitur á grænu ljósi Lífið Krakkatían: Kosningar, fiskar og göng Lífið Uppáhalds jólalögin: Munkadjamm og jólaleg sambandsslit Tónlist Dillaði sér við lag úr áramótaskaupi 2013 Lífið Sigmundur taki stríðnina alla leið Lífið „Álagið er þessi fjarvera“ Lífið Fréttatían: Kosningar, verðbólga og körfubolti Lífið Fleiri fréttir Í beinni: Dagur íslenskrar tónlistar Reykjavík samdi til þriggja ára við Borgarleikhúsið Bróðir Díönu Prinsessu naut sín í Reykjavík Leikstjóri Forrest Gump mættur til Reykjavíkur 52 ár á milli þeirra og þrjár bækur Ballettdansarinn Vladimir Shklyarov látinn Einar og Sigga á Grund gerð að heiðurslistamönnum Skaðlegt geðheilsunni að reyna að geðjast öðrum Leikfélag Hafnarfjarðar lagt niður Víkingur Heiðar tilnefndur til Grammy-verðlauna Frambjóðendur, sjónvarpsstjörnur og gamlir félagar fögnuðu með Geir Setja upp árekstur og hefja saman rekstur „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Varpa ljósi á mikilvægi og gæði íslenskrar hönnunar „Við þurfum öll að halda í barnið innra með okkur“ Menningarritstjóri ráðinn framkvæmdastjóri Fullt út úr dyrum þegar Eiríkur Bergmann kynnti ferðafélagann Tínu Sjá meira
Ari Matthíasson var einn af okkar vinsælli leikurum til langs tíma og átti góðan feril í leiklistinni frá því hann útskrifaðist þangað til hann ákvað að söðla um og snúa sér að allt öðru um áramótin 2002. Nú hefur Ari lokið MBA-námi frá Háskólanum í Reykjavík og vinnur hjá fyrirtækinu Argus sem sinnir alhliða markaðsþjónustu. Hann segist ekki geta gefið yfirlýsingu um að hann sé hættur að leika, en hann var á sínum tíma búinn að fá nóg. "Þetta var samspil margra þátta, meðal annars þess að þegar maður er að leika þá ræður maður svo lítið lífi sínu og líðan. Maður speglar sig alltaf í því sem maður er að gera þá stundina og ef það er stórt og mikið hlutverk eða margar sýningar er líðanin æðisleg. Ef lítið er í gangi er allt ómögulegt." Ari leggur mest upp úr að vinna að einhverju sem vekur honum áhuga og með góðu fólki, en viðurkennir að þannig hafi það reyndar verið í leiklistinni. "Eitthvert besta fólk sem ég þekki er starfandi góðir leikarar, en það er jafnframt erfiðasta fólkið til að vinna með. Ef einhverjir eru hégómlegir og sjálfsuppteknir þá eru það leikarar. Öll velgengni er manni sjálfum að þakka en þegar illa gengur er það búningurinn, lýsingin, leikmyndin, höfundurinn.... Kannski er maður á undan sinni samtíð, eða eftir, hver veit, það er aldrei maður sjálfur, það er alveg klárt." Ara líkar mjög vel á nýjum starfsvettvangi og hann segir tekjumöguleika ekki hafa ráðið úrslitum. "Ég hef aldrei stefnt að því að verða ríkur maður, það yrði þá bara bónus. Peningar fá mig ekki til að tikka. Frumskilyrðið er þó að hafa í sig og á og þurfa ekki að hafa sífelldar áhyggjur. Fólk heldur oft að starfið mitt felist í sölumennsku en það er ekki rétt. Markaðsstarf felst í að hjálpa fyrirtækjum að skilgreina þarfir viðskiptavinanna og finna leiðir til að fullnægja þeim á skilvirkari og hagkvæmari hátt en keppinautarnir gera." Ari segist stundum sakna leikhússins, en hann sér ekki eftir neinu. "Ef ég hefði ekki lent í ruglinu í menntaskóla, sem fólst í slæmum félagsskap leiklistaráhugafólks, hefði ég örugglega orðið læknir. En ég er fullkomlega sáttur."
Atvinna Mest lesið Bestu augnablikin á kosninganótt: Þórhallur að veipa, enskuslettur Sólveigar og Inga að syngja Lífið Bryndís og Haukur nýbökuð hjón Lífið Er bókstaflega skíthrædd Lífið Kristín Þóra og Teitur á grænu ljósi Lífið Krakkatían: Kosningar, fiskar og göng Lífið Uppáhalds jólalögin: Munkadjamm og jólaleg sambandsslit Tónlist Dillaði sér við lag úr áramótaskaupi 2013 Lífið Sigmundur taki stríðnina alla leið Lífið „Álagið er þessi fjarvera“ Lífið Fréttatían: Kosningar, verðbólga og körfubolti Lífið Fleiri fréttir Í beinni: Dagur íslenskrar tónlistar Reykjavík samdi til þriggja ára við Borgarleikhúsið Bróðir Díönu Prinsessu naut sín í Reykjavík Leikstjóri Forrest Gump mættur til Reykjavíkur 52 ár á milli þeirra og þrjár bækur Ballettdansarinn Vladimir Shklyarov látinn Einar og Sigga á Grund gerð að heiðurslistamönnum Skaðlegt geðheilsunni að reyna að geðjast öðrum Leikfélag Hafnarfjarðar lagt niður Víkingur Heiðar tilnefndur til Grammy-verðlauna Frambjóðendur, sjónvarpsstjörnur og gamlir félagar fögnuðu með Geir Setja upp árekstur og hefja saman rekstur „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Varpa ljósi á mikilvægi og gæði íslenskrar hönnunar „Við þurfum öll að halda í barnið innra með okkur“ Menningarritstjóri ráðinn framkvæmdastjóri Fullt út úr dyrum þegar Eiríkur Bergmann kynnti ferðafélagann Tínu Sjá meira
Bestu augnablikin á kosninganótt: Þórhallur að veipa, enskuslettur Sólveigar og Inga að syngja Lífið
Bestu augnablikin á kosninganótt: Þórhallur að veipa, enskuslettur Sólveigar og Inga að syngja Lífið