Þegar Rússarnir komu... 18. október 2004 00:01 Þegar Rússarnir loksins komu var enginn til að taka á móti þeim. Herskip þeirra birtust skyndilega á Þistilfjarðargrunni og sögur gengu jafnvel um að kjarnorkukafbátur hefði lent í erfiðleikum. Engin svör af viti fengust: ekki er hægt að trúa orði af því sem frá stjórnsýslu Rússa kemur, enda landinu enn stjórnað af sama fólkinu og ríkti á dögum kommúnismans. Varnir Íslands eru í höndum Bandaríkjamanna. Þetta atvik sýnir að það fyrirkomulag eflir ekki öryggiskennd. Á meðan Bandaríkjamenn litu svo á að þeim væri sjálfum nauðsyn að hafa viðbúnað hér var ef til vill ástæða til að ætla að þeir sýndu því einhvern áhuga hverjir væru að læðupokast hér í kringum landið, en sú tíð er liðin. Skyldu þeir hafa frétt af þessum heræfingum enn? Finnst þeim að þetta komi sér við? Orion-vélarnar bandarísku sem ætlaðar voru til eftirlits hér við land eru ekki lengur hér; þær hafa verið kallaðar til staða þar sem Bandaríkjamenn telja þörf fyrir þær. Yfirhöfuð telja Bandaríkjamenn sig ekki hafa neina þörf fyrir herlið hér, hið svokallaða stríð gegn hryðjuverkum sem þeir telja sig vera í nær til allrar hamingju ekki hingað. Kannski er brýnasta pólitíska verkefni okkar um þessar mundir að reyna að fá Davíð Oddsson og Halldór Ásgrímsson ofan af því að reyna með öllum ráðum að tosa hingað til okkar "stríðið gegn hryðjuverkum". Herrar mínir: það er ekkert upp úr því að hafa, en það er stórhættulegt og siðferðilega rangt. Við erum svo samdauna hernum að það gleymist hversu óeðlilegt ástand það er hjá fullvalda ríki að erlent stórveldi, með sína hagsmuni, annist varnir þess. Á tímum kalda stríðsins var þessi her ekki síst kvaddur hingað vegna þess að ráðamenn óttuðust valdatöku kommúnista hér á landi, jafnvel frekar en að Rússarnir myndu hernema landið. Það voru ekki síst átökin á Austurvelli þegar Ísland gekk í Nató sem notuð voru til að vekja upp þá hugmynd að hér væri öflugur flokkur kommúnista sem hefði slíkt í hyggju en hafa ber í huga að á þeim tíma höfðu menn séð slík valdarán í löndum eins og Tékkóslóvakíu og annars staðar í Austur-Evrópu, svo að hugsunin var kannski ekki alveg út í hött hjá mönnum sem lítt þekktu til íslenskra staðhátta. En er enn talin hætta á slíku? Og hvaða fólk er þá talið líklegt til að fremja valdarán? Jón Ásgeir? Birna? Mannréttindaskrifstofan? Ráðherrarnir tala um hryðjuverkaógnina, eins og hún hafi löngum legið í landi hér, þar sem einu skemmdarverkin eru unnin á strætisvagnaskýlum og einu sprengingarnar og spellvirkin eru á vegum Landsvirkjunar. Hugtakið hryðjuverkamaður er ofnotað og á alls ekki við í löndum þar sem er borgarastríð, eins og til dæmis Írak eða Ísrael – en iðja hryðjuverkamannsins er vitaskuld sú að vera óþekkjanlegur á meðan hann kemur fyrir sprengju einhvers staðar á fjölförnum stað, ýmist á sjálfum sér eða í tösku. Herliðið í Keflavík dugar ekki á slíka hryðjuverkamenn frekar en til dæmis KR-liðið. Gegn hryðjuverkaógninni duga ekki hefðbundin hernaðarmeðul, tæki eða tól – þar dugar ekkert annað en að útrýma því ranglæti sem knýr fólk til slíkra örþrifaráða. Það er óeðli að myrða annað fólk, saklaust fólk, stríðsástand er óeðlilegt ástand: friður er hið náttúrlega ástand. Því verðum við að trúa, að minnsta kosti vopnlaus þjóð eins og Íslendingar. Tvennt virðist einkum valda því að stjórnvöld þráast við að horfast í augu við þá staðreynd að herinn fer burt fyrr eða síðar: annars vegar eru menn fastir í hugmyndaheimi kalda stríðsins með tilheyrandi fylgispekt við Bandaríkjastjórn og hins vegar sjá menn engin úrræði í atvinnumálum á Suðurnesjum þegar Bandaríkjamenn hætta að halda þar uppi atvinnustigi. Það hlýtur að vera hægt að finna sértækar og tæknilegar lausnir til að styðja við atvinnulífið á Suðurnesjum – slíkt getur að minnsta kosti ekki verið einrátt í varnarstefnu heillar þjóðar - en fylgispektin við Bandaríkjastjórn verður æ hættulegri vegna þess að stefna Bandaríkjastjórnar verður æ villtari, einkum ef svo fer sem horfir að Bush verður endurkjörinn. Til allrar hamingju hefur enginn af þeim bjálfum sem kenna sig við al-Kaída tekið eftir litla Íslandi á lista fylgiríkja Bush-stjórnarinnar, en allur er varinn góður og löngu tímabært að láta sig hverfa þaðan. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Fastir pennar Guðmundur Andri Thorsson Mest lesið Ráðherrann Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Hálft líf heimilislausra kvenna Kristín I. Pálsdóttir,Halldóra R. Guðmundsdóttir Skoðun Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann Skoðun Kosningasigur fyrir dýravernd Árni Stefán Árnason Skoðun Í morgun vöknuðum við á merkilegum tíma Silja Rún Friðriksdóttir Skoðun Langþreyttir kjósendur hafa tækifæri til breytinga Ásthildur Lóa Þórsdóttir Skoðun Félag áhugamanna um löggæslu Agnes Ósk Marzellíusardóttir Skoðun Er „woke-ismi“ genginn of langt? Tanja Mjöll Ísfjörð Magnúsdóttir Skoðun Vók er vont – frambjóðandi XL kærður til lögreglu Kári Allansson Skoðun Halldór 30.11.2024 Halldór
Þegar Rússarnir loksins komu var enginn til að taka á móti þeim. Herskip þeirra birtust skyndilega á Þistilfjarðargrunni og sögur gengu jafnvel um að kjarnorkukafbátur hefði lent í erfiðleikum. Engin svör af viti fengust: ekki er hægt að trúa orði af því sem frá stjórnsýslu Rússa kemur, enda landinu enn stjórnað af sama fólkinu og ríkti á dögum kommúnismans. Varnir Íslands eru í höndum Bandaríkjamanna. Þetta atvik sýnir að það fyrirkomulag eflir ekki öryggiskennd. Á meðan Bandaríkjamenn litu svo á að þeim væri sjálfum nauðsyn að hafa viðbúnað hér var ef til vill ástæða til að ætla að þeir sýndu því einhvern áhuga hverjir væru að læðupokast hér í kringum landið, en sú tíð er liðin. Skyldu þeir hafa frétt af þessum heræfingum enn? Finnst þeim að þetta komi sér við? Orion-vélarnar bandarísku sem ætlaðar voru til eftirlits hér við land eru ekki lengur hér; þær hafa verið kallaðar til staða þar sem Bandaríkjamenn telja þörf fyrir þær. Yfirhöfuð telja Bandaríkjamenn sig ekki hafa neina þörf fyrir herlið hér, hið svokallaða stríð gegn hryðjuverkum sem þeir telja sig vera í nær til allrar hamingju ekki hingað. Kannski er brýnasta pólitíska verkefni okkar um þessar mundir að reyna að fá Davíð Oddsson og Halldór Ásgrímsson ofan af því að reyna með öllum ráðum að tosa hingað til okkar "stríðið gegn hryðjuverkum". Herrar mínir: það er ekkert upp úr því að hafa, en það er stórhættulegt og siðferðilega rangt. Við erum svo samdauna hernum að það gleymist hversu óeðlilegt ástand það er hjá fullvalda ríki að erlent stórveldi, með sína hagsmuni, annist varnir þess. Á tímum kalda stríðsins var þessi her ekki síst kvaddur hingað vegna þess að ráðamenn óttuðust valdatöku kommúnista hér á landi, jafnvel frekar en að Rússarnir myndu hernema landið. Það voru ekki síst átökin á Austurvelli þegar Ísland gekk í Nató sem notuð voru til að vekja upp þá hugmynd að hér væri öflugur flokkur kommúnista sem hefði slíkt í hyggju en hafa ber í huga að á þeim tíma höfðu menn séð slík valdarán í löndum eins og Tékkóslóvakíu og annars staðar í Austur-Evrópu, svo að hugsunin var kannski ekki alveg út í hött hjá mönnum sem lítt þekktu til íslenskra staðhátta. En er enn talin hætta á slíku? Og hvaða fólk er þá talið líklegt til að fremja valdarán? Jón Ásgeir? Birna? Mannréttindaskrifstofan? Ráðherrarnir tala um hryðjuverkaógnina, eins og hún hafi löngum legið í landi hér, þar sem einu skemmdarverkin eru unnin á strætisvagnaskýlum og einu sprengingarnar og spellvirkin eru á vegum Landsvirkjunar. Hugtakið hryðjuverkamaður er ofnotað og á alls ekki við í löndum þar sem er borgarastríð, eins og til dæmis Írak eða Ísrael – en iðja hryðjuverkamannsins er vitaskuld sú að vera óþekkjanlegur á meðan hann kemur fyrir sprengju einhvers staðar á fjölförnum stað, ýmist á sjálfum sér eða í tösku. Herliðið í Keflavík dugar ekki á slíka hryðjuverkamenn frekar en til dæmis KR-liðið. Gegn hryðjuverkaógninni duga ekki hefðbundin hernaðarmeðul, tæki eða tól – þar dugar ekkert annað en að útrýma því ranglæti sem knýr fólk til slíkra örþrifaráða. Það er óeðli að myrða annað fólk, saklaust fólk, stríðsástand er óeðlilegt ástand: friður er hið náttúrlega ástand. Því verðum við að trúa, að minnsta kosti vopnlaus þjóð eins og Íslendingar. Tvennt virðist einkum valda því að stjórnvöld þráast við að horfast í augu við þá staðreynd að herinn fer burt fyrr eða síðar: annars vegar eru menn fastir í hugmyndaheimi kalda stríðsins með tilheyrandi fylgispekt við Bandaríkjastjórn og hins vegar sjá menn engin úrræði í atvinnumálum á Suðurnesjum þegar Bandaríkjamenn hætta að halda þar uppi atvinnustigi. Það hlýtur að vera hægt að finna sértækar og tæknilegar lausnir til að styðja við atvinnulífið á Suðurnesjum – slíkt getur að minnsta kosti ekki verið einrátt í varnarstefnu heillar þjóðar - en fylgispektin við Bandaríkjastjórn verður æ hættulegri vegna þess að stefna Bandaríkjastjórnar verður æ villtari, einkum ef svo fer sem horfir að Bush verður endurkjörinn. Til allrar hamingju hefur enginn af þeim bjálfum sem kenna sig við al-Kaída tekið eftir litla Íslandi á lista fylgiríkja Bush-stjórnarinnar, en allur er varinn góður og löngu tímabært að láta sig hverfa þaðan.
Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann Skoðun
Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann Skoðun