Dansflokkurinn setur upp skjöld 19. október 2004 00:01 Nútímasamfélagið með öllu sínu áreiti birtist áhorfendum í sýningu Íslenska dansflokksins í mögnuðu verki ísraelska danshöfundarins Rami Be´er. Hann kallar verkið „Screensaver“ og vísar þar í tilhneigingu mannanna til að kalla fram skjöld þegar þörf er á vernd frá áreitinu. Dansflokkurinn mun aðeins sýna verkið sex sinnum en um er að ræða mikið sjónarspil ljósa, myndvarpa og tónlistar og svo að sjálfssögðu þokkafullra en um leið ögrandi hreyfinga dansaranna. Rami Be´er er þekktur í dansheiminum en hann er stjórnandi Kibbutz-dansflokksins í Ísrael. Hann lofar íslensku dansarana og segir þetta hafa verið magnað æfingatímabil hér í landi sviptivinda. Að mati hans er hægt að ná til allra með hreyfingum, tónlist og dansi og þannig geti dansarar og danshöfundar breitt út boðskap friðar og fordómaleysis um allan heim, hafi þeir áhuga á. Verkið, sem frumsýnt verður í Borgarleikhúsinu, snýst um nútímaheiminn - þær brynjur sem við setjum upp til að lifa af og loka raunveruleikann úti að sögn höfundarins. Hann segir það byggt úr mismunandi lögum eða mismunandi hringjum. Þarna er einstaklingurinn sjálfur, samband paranna, samfélagið og einstaklingurinn andspænis samfélaginu. Dans Mest lesið Er bókstaflega skíthrædd Lífið Krakkatían: Kosningar, fiskar og göng Lífið Dillaði sér við lag úr áramótaskaupi 2013 Lífið Sigmundur taki stríðnina alla leið Lífið „Álagið er þessi fjarvera“ Lífið Kosningamaskína hafi nálgast soninn í gegnum Smitten Lífið Fréttatían: Kosningar, verðbólga og körfubolti Lífið Kosningakviss: El Classico þegar turnarnir tveir mættust Lífið Datt í afturábakkapphlaupi við fréttamann Lífið Kappleikar 2024: Bara tveir héldu með Donald Trump Lífið Fleiri fréttir Í beinni: Dagur íslenskrar tónlistar Reykjavík samdi til þriggja ára við Borgarleikhúsið Bróðir Díönu Prinsessu naut sín í Reykjavík Leikstjóri Forrest Gump mættur til Reykjavíkur 52 ár á milli þeirra og þrjár bækur Ballettdansarinn Vladimir Shklyarov látinn Einar og Sigga á Grund gerð að heiðurslistamönnum Skaðlegt geðheilsunni að reyna að geðjast öðrum Leikfélag Hafnarfjarðar lagt niður Víkingur Heiðar tilnefndur til Grammy-verðlauna Frambjóðendur, sjónvarpsstjörnur og gamlir félagar fögnuðu með Geir Setja upp árekstur og hefja saman rekstur „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Varpa ljósi á mikilvægi og gæði íslenskrar hönnunar „Við þurfum öll að halda í barnið innra með okkur“ Menningarritstjóri ráðinn framkvæmdastjóri Fullt út úr dyrum þegar Eiríkur Bergmann kynnti ferðafélagann Tínu Sjá meira
Nútímasamfélagið með öllu sínu áreiti birtist áhorfendum í sýningu Íslenska dansflokksins í mögnuðu verki ísraelska danshöfundarins Rami Be´er. Hann kallar verkið „Screensaver“ og vísar þar í tilhneigingu mannanna til að kalla fram skjöld þegar þörf er á vernd frá áreitinu. Dansflokkurinn mun aðeins sýna verkið sex sinnum en um er að ræða mikið sjónarspil ljósa, myndvarpa og tónlistar og svo að sjálfssögðu þokkafullra en um leið ögrandi hreyfinga dansaranna. Rami Be´er er þekktur í dansheiminum en hann er stjórnandi Kibbutz-dansflokksins í Ísrael. Hann lofar íslensku dansarana og segir þetta hafa verið magnað æfingatímabil hér í landi sviptivinda. Að mati hans er hægt að ná til allra með hreyfingum, tónlist og dansi og þannig geti dansarar og danshöfundar breitt út boðskap friðar og fordómaleysis um allan heim, hafi þeir áhuga á. Verkið, sem frumsýnt verður í Borgarleikhúsinu, snýst um nútímaheiminn - þær brynjur sem við setjum upp til að lifa af og loka raunveruleikann úti að sögn höfundarins. Hann segir það byggt úr mismunandi lögum eða mismunandi hringjum. Þarna er einstaklingurinn sjálfur, samband paranna, samfélagið og einstaklingurinn andspænis samfélaginu.
Dans Mest lesið Er bókstaflega skíthrædd Lífið Krakkatían: Kosningar, fiskar og göng Lífið Dillaði sér við lag úr áramótaskaupi 2013 Lífið Sigmundur taki stríðnina alla leið Lífið „Álagið er þessi fjarvera“ Lífið Kosningamaskína hafi nálgast soninn í gegnum Smitten Lífið Fréttatían: Kosningar, verðbólga og körfubolti Lífið Kosningakviss: El Classico þegar turnarnir tveir mættust Lífið Datt í afturábakkapphlaupi við fréttamann Lífið Kappleikar 2024: Bara tveir héldu með Donald Trump Lífið Fleiri fréttir Í beinni: Dagur íslenskrar tónlistar Reykjavík samdi til þriggja ára við Borgarleikhúsið Bróðir Díönu Prinsessu naut sín í Reykjavík Leikstjóri Forrest Gump mættur til Reykjavíkur 52 ár á milli þeirra og þrjár bækur Ballettdansarinn Vladimir Shklyarov látinn Einar og Sigga á Grund gerð að heiðurslistamönnum Skaðlegt geðheilsunni að reyna að geðjast öðrum Leikfélag Hafnarfjarðar lagt niður Víkingur Heiðar tilnefndur til Grammy-verðlauna Frambjóðendur, sjónvarpsstjörnur og gamlir félagar fögnuðu með Geir Setja upp árekstur og hefja saman rekstur „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Varpa ljósi á mikilvægi og gæði íslenskrar hönnunar „Við þurfum öll að halda í barnið innra með okkur“ Menningarritstjóri ráðinn framkvæmdastjóri Fullt út úr dyrum þegar Eiríkur Bergmann kynnti ferðafélagann Tínu Sjá meira