Vitni óttast axarmanninn 21. október 2004 00:01 Börkur Birgisson, 25 ára Hafnfirðingur, er ákærður af ríkissaksóknara fyrir tilraun til manndráps en til vara fyrir stórfellda líkamsárás. Börkur sló mann nokkrum sinnum í höfuðið með öxi á veitingastaðnum A. Hansen í Hafnarfirði í lok ágúst. Börkur neitar sök í þessari ákæru eins og í sex öðrum líkamsárásum sem hann er einnig ákærður fyrir. Ríkissaksóknari ákærir Börk einnig fyrir stórfellda líkamsárás gegn manni sem stóð fyrir aftan Börk þegar hann reiddi til höggs með öxinni þannig að hún slóst í manninn. Nokkur vitni í málinu óttast Börk og vilja ekki að hann viti hver þau eru vegna ótta um að hann kunni síðar að vinna þeim mein. Krafa um að vitni í málinu sem gefið hafa skýrslu undir nafnleynd fái áfram að halda nafnleynd var lögð fram fyrir dómara ásamt gögnum málsins. Verði dómari við beiðninni mun nýju ákvæði í lögum um meðferð opinberra mála verða beitt. Í vor bættist ný málsgrein í lögin, samkvæmt henni getur dómari samkvæmt kröfu ákveðið að vitni sem kemur fyrir dóm geri það ekki í heyranda hljóði. Þannig þurfi vitni ekki að gera grein fyrir nafni sínu né öðru sem varðar persónu þess ef það er ekki talið spilla fyrir vörn sakborningsins svo máli skipti. Dómaranum yrði þá greint frá nafni vitnisins bréflega og upplýsingarnar geymdar þannig að tryggt sé að aðrir hafi ekki aðgang að þeim. Eftir að Börkur sló manninn með öxinni á A. Hansen flúði hann staðinn en vinir fórnarlambsins veittu honum eftirför að heimili hans þar sem hann var handtekinn skömmu síðar. Börkur og fórnarlambið þekktust og er talið að deilur þeirra á milli hafi leitt til árásarinnar. Fyrir ári var Börkur dæmdur í Héraðsdómi Reykjaness fyrir að kasta grjóti í andlit manns og fyrir vörslu fíkniefna. Fyrir það hlaut hann þriggja mánaða fangelsisdóm en fullnustu refsingarinnar var frestað í þrjú ár héldi hann skilorð. Ljóst er að Börkur er margbúinn að brjóta skilorðið. Fréttir Innlent Lög og regla Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Innlent Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Erlent „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ Innlent Sakborningur í Elko-málinu líka grunaður um heimilisofbeldi Innlent Um 173 milljónir króna á hvern fanga í nýju fangelsi á Stóra-Hrauni Innlent Þessi mættu best og verst í þinginu Innlent Svona gullhnullungar finnast hvergi lengur nema í Grænlandi Innlent Æfing lögreglu og fíkniefnamál ollu misskilningi Innlent Ný kosningaspá: Sjö flokkar sem næðu inn manni Innlent „Talandi um að skila ekki til samfélagsins“ Innlent Fleiri fréttir Áframhaldandi gasmengun í Grindavík Margir greiða atkvæði utan kjörfundar fyrir austan Heilskimun Intuens enn til skoðunar hjá landlæknisembættinu Þyrla Landhelgisgæslunnar kölluð út vegna slyss í íshellaferð Æfing lögreglu og fíkniefnamál ollu misskilningi Þessi mættu best og verst í þinginu Sakborningur í Elko-málinu líka grunaður um heimilisofbeldi Um 173 milljónir króna á hvern fanga í nýju fangelsi á Stóra-Hrauni Stefnir enn í hríðarveður á Austfjörðum á kjördag Erfiðara að manna í frístund í austurhluta borgarinnar „Talandi um að skila ekki til samfélagsins“ Ný kosningaspá: Sjö flokkar sem næðu inn manni Svona gullhnullungar finnast hvergi lengur nema í Grænlandi „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ „Er ekki hægt að hafa sér þátt fyrir hann?“ Fjölmenn lögregluaðgerð á Ísafirði „Leikurinn er ekki búinn fyrr en hann er búinn“ Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Óvenjumikil aðsókn vegna veðurs Rýnt í fylgið á lokasprettinum og mögnuð heimsókn í íslenska gullnámu Ósennilegar skýringar á því hvernig DNA endaði á kynfærum „Ég mun deyja á þessari hæð“ Ákærður fyrir morð og tvær tilraunir til manndráps Ekki rétt að nefndin hafi boðað aukafund til að hækka vexti Sýkna Þórðar Más og Sólveigar Guðrúnar í milljarðamáli staðfest Auka alþjóðasamvinnu í ljósi vaxandi spennu Óvenjulegt að bóluefni séu skráð sem dánarorsök Opnunin á Blönduhlíð var engin opnun Steypan smám saman að harðna í fylginu Svona voru kappræður flokksleiðtoganna Sjá meira
Börkur Birgisson, 25 ára Hafnfirðingur, er ákærður af ríkissaksóknara fyrir tilraun til manndráps en til vara fyrir stórfellda líkamsárás. Börkur sló mann nokkrum sinnum í höfuðið með öxi á veitingastaðnum A. Hansen í Hafnarfirði í lok ágúst. Börkur neitar sök í þessari ákæru eins og í sex öðrum líkamsárásum sem hann er einnig ákærður fyrir. Ríkissaksóknari ákærir Börk einnig fyrir stórfellda líkamsárás gegn manni sem stóð fyrir aftan Börk þegar hann reiddi til höggs með öxinni þannig að hún slóst í manninn. Nokkur vitni í málinu óttast Börk og vilja ekki að hann viti hver þau eru vegna ótta um að hann kunni síðar að vinna þeim mein. Krafa um að vitni í málinu sem gefið hafa skýrslu undir nafnleynd fái áfram að halda nafnleynd var lögð fram fyrir dómara ásamt gögnum málsins. Verði dómari við beiðninni mun nýju ákvæði í lögum um meðferð opinberra mála verða beitt. Í vor bættist ný málsgrein í lögin, samkvæmt henni getur dómari samkvæmt kröfu ákveðið að vitni sem kemur fyrir dóm geri það ekki í heyranda hljóði. Þannig þurfi vitni ekki að gera grein fyrir nafni sínu né öðru sem varðar persónu þess ef það er ekki talið spilla fyrir vörn sakborningsins svo máli skipti. Dómaranum yrði þá greint frá nafni vitnisins bréflega og upplýsingarnar geymdar þannig að tryggt sé að aðrir hafi ekki aðgang að þeim. Eftir að Börkur sló manninn með öxinni á A. Hansen flúði hann staðinn en vinir fórnarlambsins veittu honum eftirför að heimili hans þar sem hann var handtekinn skömmu síðar. Börkur og fórnarlambið þekktust og er talið að deilur þeirra á milli hafi leitt til árásarinnar. Fyrir ári var Börkur dæmdur í Héraðsdómi Reykjaness fyrir að kasta grjóti í andlit manns og fyrir vörslu fíkniefna. Fyrir það hlaut hann þriggja mánaða fangelsisdóm en fullnustu refsingarinnar var frestað í þrjú ár héldi hann skilorð. Ljóst er að Börkur er margbúinn að brjóta skilorðið.
Fréttir Innlent Lög og regla Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Innlent Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Erlent „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ Innlent Sakborningur í Elko-málinu líka grunaður um heimilisofbeldi Innlent Um 173 milljónir króna á hvern fanga í nýju fangelsi á Stóra-Hrauni Innlent Þessi mættu best og verst í þinginu Innlent Svona gullhnullungar finnast hvergi lengur nema í Grænlandi Innlent Æfing lögreglu og fíkniefnamál ollu misskilningi Innlent Ný kosningaspá: Sjö flokkar sem næðu inn manni Innlent „Talandi um að skila ekki til samfélagsins“ Innlent Fleiri fréttir Áframhaldandi gasmengun í Grindavík Margir greiða atkvæði utan kjörfundar fyrir austan Heilskimun Intuens enn til skoðunar hjá landlæknisembættinu Þyrla Landhelgisgæslunnar kölluð út vegna slyss í íshellaferð Æfing lögreglu og fíkniefnamál ollu misskilningi Þessi mættu best og verst í þinginu Sakborningur í Elko-málinu líka grunaður um heimilisofbeldi Um 173 milljónir króna á hvern fanga í nýju fangelsi á Stóra-Hrauni Stefnir enn í hríðarveður á Austfjörðum á kjördag Erfiðara að manna í frístund í austurhluta borgarinnar „Talandi um að skila ekki til samfélagsins“ Ný kosningaspá: Sjö flokkar sem næðu inn manni Svona gullhnullungar finnast hvergi lengur nema í Grænlandi „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ „Er ekki hægt að hafa sér þátt fyrir hann?“ Fjölmenn lögregluaðgerð á Ísafirði „Leikurinn er ekki búinn fyrr en hann er búinn“ Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Óvenjumikil aðsókn vegna veðurs Rýnt í fylgið á lokasprettinum og mögnuð heimsókn í íslenska gullnámu Ósennilegar skýringar á því hvernig DNA endaði á kynfærum „Ég mun deyja á þessari hæð“ Ákærður fyrir morð og tvær tilraunir til manndráps Ekki rétt að nefndin hafi boðað aukafund til að hækka vexti Sýkna Þórðar Más og Sólveigar Guðrúnar í milljarðamáli staðfest Auka alþjóðasamvinnu í ljósi vaxandi spennu Óvenjulegt að bóluefni séu skráð sem dánarorsök Opnunin á Blönduhlíð var engin opnun Steypan smám saman að harðna í fylginu Svona voru kappræður flokksleiðtoganna Sjá meira