Einn skór úr átján bútum 30. október 2004 00:01 "Við smíðum skóna frá grunni. Það geta verið allt upp í 15-18 bútar í einum skó," segir Lárus Gunnlaugsson sjúkraskósmiður sem starfar hjá Össuri. Þar tekur hann á móti öllum sem þurfa að láta sérsmíða á sig skó og auk hans eru fjórir menn í vinnu við skósmíðarnar. Lárus útskrifaðist sem meistari í skósmíði 1982 og fór svo að áeggjan starfsmanns hjá Össuri í tveggja ára nám til Jököping í Svíþjóð til að læra smíði sjúkraskóa. "Það er alltaf ákveðinn fjöldi einstaklinga sem þarf á sérsmíðuðum skóm að halda," segir hann og byrjar að reikna. "Ætli það séu ekki framleidd svona um 700 pör á ári á Íslandi?" Hann segir misjafnar ástæður fyrir því að menn þurfi sérsmíðaða skó. "Sumir eru með einhverja fötlun sem útheimtir sérsmíðaða skól, aðrir þurfa breiðari skó en fást á markaðinum eða stífari sóla." Lárus upplýsir að sérsmíðaðir skór kosti á bilinu 100 til120 þúsund. "En ef maður reiknar tímavinnuna sem getur verið frá 24 upp í 36 klukkutíma þá er kaupið ekki mjög hátt," segir Lárus. Bætir við að barnaskór séu ódýrari, eða á 60-75 þúsund. Einnig nefnir hann að þróunin í Evrópu sé þannig að farið sé að fjöldaframleiða stuðningsskó fyrir börn sem séu mun ódýrari. Hann segir viðskiptavininn velja sér skó eftir myndum sem honum séu sýndar. "Stundum kemur hann með mynd af ákveðnum skóm sem hann hefur hug á að eignast og við reynum að verða við slíkum óskum, þó með heilsufarið í huga fyrst og fremst," segir Lárus að lokum. Atvinna Mest lesið Bestu augnablikin á kosninganótt: Þórhallur að veipa, enskuslettur Sólveigar og Inga að syngja Lífið Bryndís og Haukur nýbökuð hjón Lífið Er bókstaflega skíthrædd Lífið Kristín Þóra og Teitur á grænu ljósi Lífið Krakkatían: Kosningar, fiskar og göng Lífið Uppáhalds jólalögin: Munkadjamm og jólaleg sambandsslit Tónlist Dillaði sér við lag úr áramótaskaupi 2013 Lífið Sigmundur taki stríðnina alla leið Lífið „Álagið er þessi fjarvera“ Lífið Fréttatían: Kosningar, verðbólga og körfubolti Lífið Fleiri fréttir Í beinni: Dagur íslenskrar tónlistar Reykjavík samdi til þriggja ára við Borgarleikhúsið Bróðir Díönu Prinsessu naut sín í Reykjavík Leikstjóri Forrest Gump mættur til Reykjavíkur 52 ár á milli þeirra og þrjár bækur Ballettdansarinn Vladimir Shklyarov látinn Einar og Sigga á Grund gerð að heiðurslistamönnum Skaðlegt geðheilsunni að reyna að geðjast öðrum Leikfélag Hafnarfjarðar lagt niður Víkingur Heiðar tilnefndur til Grammy-verðlauna Frambjóðendur, sjónvarpsstjörnur og gamlir félagar fögnuðu með Geir Setja upp árekstur og hefja saman rekstur „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Varpa ljósi á mikilvægi og gæði íslenskrar hönnunar „Við þurfum öll að halda í barnið innra með okkur“ Menningarritstjóri ráðinn framkvæmdastjóri Fullt út úr dyrum þegar Eiríkur Bergmann kynnti ferðafélagann Tínu Sjá meira
"Við smíðum skóna frá grunni. Það geta verið allt upp í 15-18 bútar í einum skó," segir Lárus Gunnlaugsson sjúkraskósmiður sem starfar hjá Össuri. Þar tekur hann á móti öllum sem þurfa að láta sérsmíða á sig skó og auk hans eru fjórir menn í vinnu við skósmíðarnar. Lárus útskrifaðist sem meistari í skósmíði 1982 og fór svo að áeggjan starfsmanns hjá Össuri í tveggja ára nám til Jököping í Svíþjóð til að læra smíði sjúkraskóa. "Það er alltaf ákveðinn fjöldi einstaklinga sem þarf á sérsmíðuðum skóm að halda," segir hann og byrjar að reikna. "Ætli það séu ekki framleidd svona um 700 pör á ári á Íslandi?" Hann segir misjafnar ástæður fyrir því að menn þurfi sérsmíðaða skó. "Sumir eru með einhverja fötlun sem útheimtir sérsmíðaða skól, aðrir þurfa breiðari skó en fást á markaðinum eða stífari sóla." Lárus upplýsir að sérsmíðaðir skór kosti á bilinu 100 til120 þúsund. "En ef maður reiknar tímavinnuna sem getur verið frá 24 upp í 36 klukkutíma þá er kaupið ekki mjög hátt," segir Lárus. Bætir við að barnaskór séu ódýrari, eða á 60-75 þúsund. Einnig nefnir hann að þróunin í Evrópu sé þannig að farið sé að fjöldaframleiða stuðningsskó fyrir börn sem séu mun ódýrari. Hann segir viðskiptavininn velja sér skó eftir myndum sem honum séu sýndar. "Stundum kemur hann með mynd af ákveðnum skóm sem hann hefur hug á að eignast og við reynum að verða við slíkum óskum, þó með heilsufarið í huga fyrst og fremst," segir Lárus að lokum.
Atvinna Mest lesið Bestu augnablikin á kosninganótt: Þórhallur að veipa, enskuslettur Sólveigar og Inga að syngja Lífið Bryndís og Haukur nýbökuð hjón Lífið Er bókstaflega skíthrædd Lífið Kristín Þóra og Teitur á grænu ljósi Lífið Krakkatían: Kosningar, fiskar og göng Lífið Uppáhalds jólalögin: Munkadjamm og jólaleg sambandsslit Tónlist Dillaði sér við lag úr áramótaskaupi 2013 Lífið Sigmundur taki stríðnina alla leið Lífið „Álagið er þessi fjarvera“ Lífið Fréttatían: Kosningar, verðbólga og körfubolti Lífið Fleiri fréttir Í beinni: Dagur íslenskrar tónlistar Reykjavík samdi til þriggja ára við Borgarleikhúsið Bróðir Díönu Prinsessu naut sín í Reykjavík Leikstjóri Forrest Gump mættur til Reykjavíkur 52 ár á milli þeirra og þrjár bækur Ballettdansarinn Vladimir Shklyarov látinn Einar og Sigga á Grund gerð að heiðurslistamönnum Skaðlegt geðheilsunni að reyna að geðjast öðrum Leikfélag Hafnarfjarðar lagt niður Víkingur Heiðar tilnefndur til Grammy-verðlauna Frambjóðendur, sjónvarpsstjörnur og gamlir félagar fögnuðu með Geir Setja upp árekstur og hefja saman rekstur „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Varpa ljósi á mikilvægi og gæði íslenskrar hönnunar „Við þurfum öll að halda í barnið innra með okkur“ Menningarritstjóri ráðinn framkvæmdastjóri Fullt út úr dyrum þegar Eiríkur Bergmann kynnti ferðafélagann Tínu Sjá meira
Bestu augnablikin á kosninganótt: Þórhallur að veipa, enskuslettur Sólveigar og Inga að syngja Lífið
Bestu augnablikin á kosninganótt: Þórhallur að veipa, enskuslettur Sólveigar og Inga að syngja Lífið