Ungt fólk í atvinnurekstri 30. október 2004 00:01 Rán Viðarsdóttir hársnyrtifræðingur, sem er ekki nema 21 árs, festi nýverið kaup á hársnyrtistofunni Feimu í Ásholti 2, en hún útskrifaðist sem hársnyrtir um síðustu jól, dúxaði í sinni deild og varð semídúx yfir skólann. "Ég lærði í Feimu og ákvað að slá til og kaupa þegar stofan var til sölu. Það var reyndar áður en ég útskrifaðist," segir Rán. "Það var annaðhvort að hrökkva eða stökkva og mér fannst best að slá til meðan ég hefði nóga orku og gaman af þessu." Hún segir marga fastakúnna hafa fylgt sér en að kaupa stofu sem nemi hafi bæði kosti og galla, "Fyrir sumum verð ég alltaf bara neminn," segir hún og hlær. "Það breytist þó vonandi smátt og smátt." Rán segir að þetta sé hörkuvinna frá morgni til kvölds en hún hefur hingað til verið ein á stofunni. "Það stendur nú til bóta og ég er að fá manneskju í fullt starf. Maður þarf að vera vakinn og sofinn yfir þessu, fylgjast vel með öllum nýjungum og sækja námskeið. Og ekki síst að vera skapandi sjálfur. Ég hef fengið Magneu Elínardóttur snyrtifræðing til liðs við mig og nú ætlum við að halda námskeið í förðun og snyrtingu," segir Rán. "Við höldum þessi námskeið hér á Feimu, en förum líka í fyrirtæki og hittum hópa úti í bæ ef fólk vill. Námskeiðin snúast um að kenna konum að hugsa um húðina og mála sig, hvort sem er dagsdaglega eða fyrir samkvæmið og sömuleiðis að hugsa um hárið á sér þannig að þær séu alltaf eins og nýkomnar úr hársnyrtingu," segir hún og hlær. "Námskeiðið fer þannig fram að Magnea málar mig og ég greiði henni og svo gera konurnar þetta sjálfar með okkar aðstoð. Það er mjög mikilvægt að kennslan sé ekki bara sýnikennsla og fyrirlestur heldur að þær spreyti sig og fari heim með kunnáttuna í farteskinu." Upplýsingar um námskeiðin er hægt að fá í Feimu. Atvinna Mest lesið Bestu augnablikin á kosninganótt: Þórhallur að veipa, enskuslettur Sólveigar og Inga að syngja Lífið Bryndís og Haukur nýbökuð hjón Lífið Er bókstaflega skíthrædd Lífið Krakkatían: Kosningar, fiskar og göng Lífið Uppáhalds jólalögin: Munkadjamm og jólaleg sambandsslit Tónlist Dillaði sér við lag úr áramótaskaupi 2013 Lífið Sigmundur taki stríðnina alla leið Lífið „Álagið er þessi fjarvera“ Lífið Kristín Þóra og Teitur á grænu ljósi Lífið Fréttatían: Kosningar, verðbólga og körfubolti Lífið Fleiri fréttir Í beinni: Dagur íslenskrar tónlistar Reykjavík samdi til þriggja ára við Borgarleikhúsið Bróðir Díönu Prinsessu naut sín í Reykjavík Leikstjóri Forrest Gump mættur til Reykjavíkur 52 ár á milli þeirra og þrjár bækur Ballettdansarinn Vladimir Shklyarov látinn Einar og Sigga á Grund gerð að heiðurslistamönnum Skaðlegt geðheilsunni að reyna að geðjast öðrum Leikfélag Hafnarfjarðar lagt niður Víkingur Heiðar tilnefndur til Grammy-verðlauna Frambjóðendur, sjónvarpsstjörnur og gamlir félagar fögnuðu með Geir Setja upp árekstur og hefja saman rekstur „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Varpa ljósi á mikilvægi og gæði íslenskrar hönnunar „Við þurfum öll að halda í barnið innra með okkur“ Menningarritstjóri ráðinn framkvæmdastjóri Fullt út úr dyrum þegar Eiríkur Bergmann kynnti ferðafélagann Tínu Sjá meira
Rán Viðarsdóttir hársnyrtifræðingur, sem er ekki nema 21 árs, festi nýverið kaup á hársnyrtistofunni Feimu í Ásholti 2, en hún útskrifaðist sem hársnyrtir um síðustu jól, dúxaði í sinni deild og varð semídúx yfir skólann. "Ég lærði í Feimu og ákvað að slá til og kaupa þegar stofan var til sölu. Það var reyndar áður en ég útskrifaðist," segir Rán. "Það var annaðhvort að hrökkva eða stökkva og mér fannst best að slá til meðan ég hefði nóga orku og gaman af þessu." Hún segir marga fastakúnna hafa fylgt sér en að kaupa stofu sem nemi hafi bæði kosti og galla, "Fyrir sumum verð ég alltaf bara neminn," segir hún og hlær. "Það breytist þó vonandi smátt og smátt." Rán segir að þetta sé hörkuvinna frá morgni til kvölds en hún hefur hingað til verið ein á stofunni. "Það stendur nú til bóta og ég er að fá manneskju í fullt starf. Maður þarf að vera vakinn og sofinn yfir þessu, fylgjast vel með öllum nýjungum og sækja námskeið. Og ekki síst að vera skapandi sjálfur. Ég hef fengið Magneu Elínardóttur snyrtifræðing til liðs við mig og nú ætlum við að halda námskeið í förðun og snyrtingu," segir Rán. "Við höldum þessi námskeið hér á Feimu, en förum líka í fyrirtæki og hittum hópa úti í bæ ef fólk vill. Námskeiðin snúast um að kenna konum að hugsa um húðina og mála sig, hvort sem er dagsdaglega eða fyrir samkvæmið og sömuleiðis að hugsa um hárið á sér þannig að þær séu alltaf eins og nýkomnar úr hársnyrtingu," segir hún og hlær. "Námskeiðið fer þannig fram að Magnea málar mig og ég greiði henni og svo gera konurnar þetta sjálfar með okkar aðstoð. Það er mjög mikilvægt að kennslan sé ekki bara sýnikennsla og fyrirlestur heldur að þær spreyti sig og fari heim með kunnáttuna í farteskinu." Upplýsingar um námskeiðin er hægt að fá í Feimu.
Atvinna Mest lesið Bestu augnablikin á kosninganótt: Þórhallur að veipa, enskuslettur Sólveigar og Inga að syngja Lífið Bryndís og Haukur nýbökuð hjón Lífið Er bókstaflega skíthrædd Lífið Krakkatían: Kosningar, fiskar og göng Lífið Uppáhalds jólalögin: Munkadjamm og jólaleg sambandsslit Tónlist Dillaði sér við lag úr áramótaskaupi 2013 Lífið Sigmundur taki stríðnina alla leið Lífið „Álagið er þessi fjarvera“ Lífið Kristín Þóra og Teitur á grænu ljósi Lífið Fréttatían: Kosningar, verðbólga og körfubolti Lífið Fleiri fréttir Í beinni: Dagur íslenskrar tónlistar Reykjavík samdi til þriggja ára við Borgarleikhúsið Bróðir Díönu Prinsessu naut sín í Reykjavík Leikstjóri Forrest Gump mættur til Reykjavíkur 52 ár á milli þeirra og þrjár bækur Ballettdansarinn Vladimir Shklyarov látinn Einar og Sigga á Grund gerð að heiðurslistamönnum Skaðlegt geðheilsunni að reyna að geðjast öðrum Leikfélag Hafnarfjarðar lagt niður Víkingur Heiðar tilnefndur til Grammy-verðlauna Frambjóðendur, sjónvarpsstjörnur og gamlir félagar fögnuðu með Geir Setja upp árekstur og hefja saman rekstur „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Varpa ljósi á mikilvægi og gæði íslenskrar hönnunar „Við þurfum öll að halda í barnið innra með okkur“ Menningarritstjóri ráðinn framkvæmdastjóri Fullt út úr dyrum þegar Eiríkur Bergmann kynnti ferðafélagann Tínu Sjá meira
Bestu augnablikin á kosninganótt: Þórhallur að veipa, enskuslettur Sólveigar og Inga að syngja Lífið
Bestu augnablikin á kosninganótt: Þórhallur að veipa, enskuslettur Sólveigar og Inga að syngja Lífið