Tuttugu karlar yfirheyrðir 10. nóvember 2004 00:01 Meira en tuttugu karlmenn hafa verið yfirheyrðir af lögreglunni í Reykjavík vegna rannsóknar á starfsemi nuddstofu sem auglýsti erótískt nudd. Grunur er um að á nuddstofunni hafi farið fram vændi af einhverju tagi. Mennirnir eru taldir hafa keypt kynlífsþjónustu á nuddstofunni. Rannsókn málsins er rétt að ljúka. Rannsóknin hófst í apríl þegar húsleit var gerð á þremur nuddstofum. Ein þerra var rannsökuð frekar. Tvær konur störfuðu á nuddstofunni. Önnur þeirra er talin hafa rekið stofuna og er hún grunuð um brot á almennum hegningarlögum. Ekki er grunur um að viðskiptamenn stofunnar hafi getað keypt eiginlegar samfarir. Þjónustan var seld nokkuð háu verði, samkvæmt heimildum blaðsins. Jafnhliða rannsókn á hugsanlegri vændisstarfsemi beinist rannsóknin að bókhaldsbrotum og skattsvikum. Mál sem þessi eru fátíð í íslensku réttarkerfi. Fyrir um ári síðan var kona í Hafnarfirði dæmd í þriggja mánaða fangelsi skilorðsbundið til tveggja ára, fyrir vændi. Eiginmaður hennar var dæmdur í sex mánaða fangelsi fyrir að hafa aðstoðað hana. Þeim var einnig gert að greiða hálfa milljón króna í ríkissjóð. Þjónustuna ráku hjónin frá byrjun júní 2002 til loka febrúar 2003 og er talið að þau hafi hagnast um rúmlega níu milljónir. Konan þjónustaði fjölda karlmanna á heimili sínu, á gistihúsi og í bílskúr. Þjónustuna auglýsti hún á vefsíðu sinni sem erótískt nudd, samfarir og munnmök. Þóttu gögn sem lögð voru fram í málinu benda sterklega til þess að eiginmaður konunnar hafi í öllu falli átt þátt í að konan hóf að stunda vændi og átt þátt í að halda þjónustunni gangandi. Fréttir Innlent Lög og regla Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Innlent Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Innlent „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ Innlent Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Erlent Sakborningur í Elko-málinu líka grunaður um heimilisofbeldi Innlent Kennaraverkfalli frestað Innlent Þessi mættu best og verst í þinginu Innlent Svona gullhnullungar finnast hvergi lengur nema í Grænlandi Innlent Æfing lögreglu og fíkniefnamál ollu misskilningi Innlent Um 173 milljónir króna á hvern fanga í nýju fangelsi á Stóra-Hrauni Innlent Fleiri fréttir Svona verður kosningavaka Stöðvar 2 Næststærsta gosið hingað til Kennaraverkfalli frestað „Við setjum ekki líf og limi fólks í hættu til að flytja kjörgögn“ Tveir teknir með falin fíkniefni á leið til Ísafjarðar Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Engin kæra borist vegna upptakanna Svifryksmengun í borginni í dag og næstu daga Bein útsending: Fundur fólksins í Hörpu Óbreytt skólahald í Sunnulækjarskóla eftir helgi Ekkert D-vítamín í kæstum hákarli Fleiri gular viðvaranir á kjördag Slæm spá fjölgar þeim sem greitt hafa atkvæði Áframhaldandi gasmengun í Grindavík Margir greiða atkvæði utan kjörfundar fyrir austan Heilskimun Intuens enn til skoðunar hjá landlæknisembættinu Þyrla Landhelgisgæslunnar kölluð út vegna slyss í íshellaferð Æfing lögreglu og fíkniefnamál ollu misskilningi Þessi mættu best og verst í þinginu Sakborningur í Elko-málinu líka grunaður um heimilisofbeldi Um 173 milljónir króna á hvern fanga í nýju fangelsi á Stóra-Hrauni Stefnir enn í hríðarveður á Austfjörðum á kjördag Erfiðara að manna í frístund í austurhluta borgarinnar „Talandi um að skila ekki til samfélagsins“ Ný kosningaspá: Sjö flokkar sem næðu inn manni Svona gullhnullungar finnast hvergi lengur nema í Grænlandi „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ „Er ekki hægt að hafa sér þátt fyrir hann?“ Fjölmenn lögregluaðgerð á Ísafirði „Leikurinn er ekki búinn fyrr en hann er búinn“ Sjá meira
Meira en tuttugu karlmenn hafa verið yfirheyrðir af lögreglunni í Reykjavík vegna rannsóknar á starfsemi nuddstofu sem auglýsti erótískt nudd. Grunur er um að á nuddstofunni hafi farið fram vændi af einhverju tagi. Mennirnir eru taldir hafa keypt kynlífsþjónustu á nuddstofunni. Rannsókn málsins er rétt að ljúka. Rannsóknin hófst í apríl þegar húsleit var gerð á þremur nuddstofum. Ein þerra var rannsökuð frekar. Tvær konur störfuðu á nuddstofunni. Önnur þeirra er talin hafa rekið stofuna og er hún grunuð um brot á almennum hegningarlögum. Ekki er grunur um að viðskiptamenn stofunnar hafi getað keypt eiginlegar samfarir. Þjónustan var seld nokkuð háu verði, samkvæmt heimildum blaðsins. Jafnhliða rannsókn á hugsanlegri vændisstarfsemi beinist rannsóknin að bókhaldsbrotum og skattsvikum. Mál sem þessi eru fátíð í íslensku réttarkerfi. Fyrir um ári síðan var kona í Hafnarfirði dæmd í þriggja mánaða fangelsi skilorðsbundið til tveggja ára, fyrir vændi. Eiginmaður hennar var dæmdur í sex mánaða fangelsi fyrir að hafa aðstoðað hana. Þeim var einnig gert að greiða hálfa milljón króna í ríkissjóð. Þjónustuna ráku hjónin frá byrjun júní 2002 til loka febrúar 2003 og er talið að þau hafi hagnast um rúmlega níu milljónir. Konan þjónustaði fjölda karlmanna á heimili sínu, á gistihúsi og í bílskúr. Þjónustuna auglýsti hún á vefsíðu sinni sem erótískt nudd, samfarir og munnmök. Þóttu gögn sem lögð voru fram í málinu benda sterklega til þess að eiginmaður konunnar hafi í öllu falli átt þátt í að konan hóf að stunda vændi og átt þátt í að halda þjónustunni gangandi.
Fréttir Innlent Lög og regla Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Innlent Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Innlent „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ Innlent Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Erlent Sakborningur í Elko-málinu líka grunaður um heimilisofbeldi Innlent Kennaraverkfalli frestað Innlent Þessi mættu best og verst í þinginu Innlent Svona gullhnullungar finnast hvergi lengur nema í Grænlandi Innlent Æfing lögreglu og fíkniefnamál ollu misskilningi Innlent Um 173 milljónir króna á hvern fanga í nýju fangelsi á Stóra-Hrauni Innlent Fleiri fréttir Svona verður kosningavaka Stöðvar 2 Næststærsta gosið hingað til Kennaraverkfalli frestað „Við setjum ekki líf og limi fólks í hættu til að flytja kjörgögn“ Tveir teknir með falin fíkniefni á leið til Ísafjarðar Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Engin kæra borist vegna upptakanna Svifryksmengun í borginni í dag og næstu daga Bein útsending: Fundur fólksins í Hörpu Óbreytt skólahald í Sunnulækjarskóla eftir helgi Ekkert D-vítamín í kæstum hákarli Fleiri gular viðvaranir á kjördag Slæm spá fjölgar þeim sem greitt hafa atkvæði Áframhaldandi gasmengun í Grindavík Margir greiða atkvæði utan kjörfundar fyrir austan Heilskimun Intuens enn til skoðunar hjá landlæknisembættinu Þyrla Landhelgisgæslunnar kölluð út vegna slyss í íshellaferð Æfing lögreglu og fíkniefnamál ollu misskilningi Þessi mættu best og verst í þinginu Sakborningur í Elko-málinu líka grunaður um heimilisofbeldi Um 173 milljónir króna á hvern fanga í nýju fangelsi á Stóra-Hrauni Stefnir enn í hríðarveður á Austfjörðum á kjördag Erfiðara að manna í frístund í austurhluta borgarinnar „Talandi um að skila ekki til samfélagsins“ Ný kosningaspá: Sjö flokkar sem næðu inn manni Svona gullhnullungar finnast hvergi lengur nema í Grænlandi „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ „Er ekki hægt að hafa sér þátt fyrir hann?“ Fjölmenn lögregluaðgerð á Ísafirði „Leikurinn er ekki búinn fyrr en hann er búinn“ Sjá meira