Kaupa þeir Sívalaturn næst? 15. nóvember 2004 00:01 Baugur kaupir Magasin du Nord. Þetta er staður sem Íslendingar sáu í hillingum - þarna kom maður lítill drengur í fyrsta skipti í útlöndum og fékk stjörnur í augu. Fannst að þarna inni væri hámark lífsgæðanna - allt sem var bannað á Íslandi. Það er ekki laust við að maður finni til þjóðarstolts, þó að maður eigi náttúrlega ekkert í þessu. Næst þegar maður gengur inn í glæsihús Magasínsins á Kóngsins Nýjatorgi verður það með öðru hugarfari. Hvað kaupa þeir næst þessir menn? Tívolí, SAS, Strikið, Sívalaturn? --- --- --- Andrés Sigmundsson bakari og framsóknarmaður í Vestmannaeyjum er ótrúlegur náungi. Það þarf nokkuð til að sameina Sjálfstæðisflokkinn og Samfylkinguna en þetta hefur honum tekist með brölti sínu í pólitík. Nú er hann orðinn aleinn í minnihluta í Eyjum, gegn sex bæjarfulltrúum Sjálfstæðisflokksins og Vestmannaeyjalista svokallaðs. Áður hefur hann starfað með báðum þessum stjórnmálaöflum í meirihluta. Andrés er að sönnu einn athyglisverðasti stjórnmálamaður á Íslandi. --- --- --- Ég var beðinn um að tilnefna bestu og verstu bókatitlana í DV fyrir helgina. Lét mig hafa það að fletta í gegnum Bókatíðindi sem duttu inn um lúguna hjá mér. Mér finnst titlar yfirleitt nokkuð góðir þetta árið, og einnig eru margar bókarkápur til fyrirmyndar. Smekkvísin á því sviði hefur aukist. Frágangur textans líka. Frekar spurning með innihald bókanna. Kolla vinkona mín segir að það sé heldur klént. En nokkurn veginn svona leit þetta út hjá mér. Fyrst góðu titlarnir: Hugsjónadruslan - ég álykta að þeim sem skrifar bók liggi mikið á hjarta, áhugavert, drusla er ágætt orð Lömuðu kennslukonurnar - maður hlýtur að ætla að þetta sé frumleg bók Kleifarvatn - hnitmiðað, beinskeytt, selur án efa Kjötbærinn - stúlkan sem gefur út þessa ljóðabók líkti sér við slátraðan kjúkling í verðlaunaljóði, virðist vera eðlilegt framhald Sólskinsfólkið - maður fær á tilfinninguna að bókin fjalli einmitt ekki um fólk sem gengur í sólinni, skemmtilega tvírætt Klisjukenndir - skemmtilegur orðaleikur, minnir samt svolítið á titla fyndnu kynslóðarinnar. Brennan - nýtt nafn á Brennu-Njálssögu, meira grípandi en það gamla? Og svo þeir slæmu: Ofurmennisþrá - höfundurinn hefur lesið yfir sig af Nietzsche, bráir senn af honum Kaktusblómið og nóttin - óskiljanleg ljóðræna, segir ekkert um bókina, selur varla Lífsins melódí - svona voru bókartitlar í kringum 1970, þótti snjallt þá, nú hallærislegt Heilun með álfum - skrítið en samt pínu áhugavert Alltaf í boltanum - einn leiðinlegasti frasi í íslenskri tungu Frábært fimmtugra grín - mann langar frekar að fara beint í gröfina en að skoða þessa bók Blíðfinnur allur - er hann þá loksins dauður? Annars þurfa bókatitlar að vinna sig í álit. Flestra þessara titla bíður að sökkva í gleymskunnar djúp. Maður getur ekki alveg skynjað hvernig bestu titlar allra tíma hljómuðu fyrst þegar þeir komu út - Stríð og friður, Sjálfstætt fólk, A Farewell to Arms, Madame Bovary. Kannski þóttu þeir ómögulegir, bókmenntaunnendur sögðu fuss og svei og hótfyndnir blaðamenn skemmtu sér á kostnað þeirra. --- --- --- Ég má annars til með að taka upp hanskann fyrir gamlan bekkjarbróður minn, Þorgrím Þráinsson. Ég held að sumir fái ofnæmisviðbrögð þegar minnst er á Þorgrím - kannski af því hann er sætur og klár, var í landsliðinu í fótbolta og er á móti reykingum? Hann fær útreið þarna í DV fyrir titilinn Allt hold er hey. En bíðum nú hæg - er þetta lélegt? Ég veit ekki betur en þetta sé góð og gild Biblíutilvitnun: "Allt hold er gras og allur yndisleikur þess sem blóm vallarins. Grasið visnar, blómin fölna þegar Drottinn andar á þau. Sannlega mennirnir eru gras". (Jesaja, 40, 6) Svo er þetta endurtekið með nokkurn veginn sömu orðum í Fyrra almenna bréfi Péturs postula: "Allt hold er sem gras og öll vegsemd þess sem blóm á grasi; grasið skrælnar og blómið fellur. En orð Drottins varir að eilífu." (I. Pétur, 1, 24-25) Þetta er líka eitt leiðarstefið í stórkostlegu tónverki eftir Brahms, Þýskri sálumessu, þar sem þessi orð eru sungin af stórum kór undir þungum pákuslætti: "Denn alles Fleisch ist wie Gras...pomm... pomm....pomm...pommmm..." Blaðamenn eru reyndar alltaf að leita að stuðluðum fyrirsögnum - stundum á kostnað smekkvísinnar. Kannski hefði verið betra hjá Þorgrími að nota orðið "gras" fremur en "hey"? Allt hold er gras. En það er algjört smekksatriði. --- --- --- Bendi svo á tengla sem eru komnir upp hægra megin neðst á forsíðunni hjá mér. Þarna eru þær íslensku vefsíður sem ég fer helst inn á. Útlendu síðurnar fá að bíða betri tíma. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Pistlar Silfur Egils Mest lesið Braggablús Ölmu Eyþór Kristleifsson Skoðun Flokkur í felulitum Björn Gíslason Skoðun Vók er vont – frambjóðandi XL kærður til lögreglu Kári Allansson Skoðun Íslendingar, ekki vera fávitar! Tómas Ellert Tómasson Skoðun Staðreyndir í útlendingamálum Guðrún Hafsteinsdóttir Skoðun Af hverju er ráðherra Sjálfstæðisflokksins að gjaldfella íslenska iðnnámið? Böðvar Ingi Guðbjartsson Skoðun Augljós og sýnilegur ávinningur í styttingu biðlista Jóhann F K Arinbjarnarson Skoðun Er „woke-ismi“ genginn of langt? Tanja Mjöll Ísfjörð Magnúsdóttir Skoðun Krónan eða evran? Kostir og gallar Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Framtíð án sleggju: Vaxtalækkanir og skattalækkanir í þágu heimilanna Ingveldur Anna Sigurðardóttir Skoðun
Baugur kaupir Magasin du Nord. Þetta er staður sem Íslendingar sáu í hillingum - þarna kom maður lítill drengur í fyrsta skipti í útlöndum og fékk stjörnur í augu. Fannst að þarna inni væri hámark lífsgæðanna - allt sem var bannað á Íslandi. Það er ekki laust við að maður finni til þjóðarstolts, þó að maður eigi náttúrlega ekkert í þessu. Næst þegar maður gengur inn í glæsihús Magasínsins á Kóngsins Nýjatorgi verður það með öðru hugarfari. Hvað kaupa þeir næst þessir menn? Tívolí, SAS, Strikið, Sívalaturn? --- --- --- Andrés Sigmundsson bakari og framsóknarmaður í Vestmannaeyjum er ótrúlegur náungi. Það þarf nokkuð til að sameina Sjálfstæðisflokkinn og Samfylkinguna en þetta hefur honum tekist með brölti sínu í pólitík. Nú er hann orðinn aleinn í minnihluta í Eyjum, gegn sex bæjarfulltrúum Sjálfstæðisflokksins og Vestmannaeyjalista svokallaðs. Áður hefur hann starfað með báðum þessum stjórnmálaöflum í meirihluta. Andrés er að sönnu einn athyglisverðasti stjórnmálamaður á Íslandi. --- --- --- Ég var beðinn um að tilnefna bestu og verstu bókatitlana í DV fyrir helgina. Lét mig hafa það að fletta í gegnum Bókatíðindi sem duttu inn um lúguna hjá mér. Mér finnst titlar yfirleitt nokkuð góðir þetta árið, og einnig eru margar bókarkápur til fyrirmyndar. Smekkvísin á því sviði hefur aukist. Frágangur textans líka. Frekar spurning með innihald bókanna. Kolla vinkona mín segir að það sé heldur klént. En nokkurn veginn svona leit þetta út hjá mér. Fyrst góðu titlarnir: Hugsjónadruslan - ég álykta að þeim sem skrifar bók liggi mikið á hjarta, áhugavert, drusla er ágætt orð Lömuðu kennslukonurnar - maður hlýtur að ætla að þetta sé frumleg bók Kleifarvatn - hnitmiðað, beinskeytt, selur án efa Kjötbærinn - stúlkan sem gefur út þessa ljóðabók líkti sér við slátraðan kjúkling í verðlaunaljóði, virðist vera eðlilegt framhald Sólskinsfólkið - maður fær á tilfinninguna að bókin fjalli einmitt ekki um fólk sem gengur í sólinni, skemmtilega tvírætt Klisjukenndir - skemmtilegur orðaleikur, minnir samt svolítið á titla fyndnu kynslóðarinnar. Brennan - nýtt nafn á Brennu-Njálssögu, meira grípandi en það gamla? Og svo þeir slæmu: Ofurmennisþrá - höfundurinn hefur lesið yfir sig af Nietzsche, bráir senn af honum Kaktusblómið og nóttin - óskiljanleg ljóðræna, segir ekkert um bókina, selur varla Lífsins melódí - svona voru bókartitlar í kringum 1970, þótti snjallt þá, nú hallærislegt Heilun með álfum - skrítið en samt pínu áhugavert Alltaf í boltanum - einn leiðinlegasti frasi í íslenskri tungu Frábært fimmtugra grín - mann langar frekar að fara beint í gröfina en að skoða þessa bók Blíðfinnur allur - er hann þá loksins dauður? Annars þurfa bókatitlar að vinna sig í álit. Flestra þessara titla bíður að sökkva í gleymskunnar djúp. Maður getur ekki alveg skynjað hvernig bestu titlar allra tíma hljómuðu fyrst þegar þeir komu út - Stríð og friður, Sjálfstætt fólk, A Farewell to Arms, Madame Bovary. Kannski þóttu þeir ómögulegir, bókmenntaunnendur sögðu fuss og svei og hótfyndnir blaðamenn skemmtu sér á kostnað þeirra. --- --- --- Ég má annars til með að taka upp hanskann fyrir gamlan bekkjarbróður minn, Þorgrím Þráinsson. Ég held að sumir fái ofnæmisviðbrögð þegar minnst er á Þorgrím - kannski af því hann er sætur og klár, var í landsliðinu í fótbolta og er á móti reykingum? Hann fær útreið þarna í DV fyrir titilinn Allt hold er hey. En bíðum nú hæg - er þetta lélegt? Ég veit ekki betur en þetta sé góð og gild Biblíutilvitnun: "Allt hold er gras og allur yndisleikur þess sem blóm vallarins. Grasið visnar, blómin fölna þegar Drottinn andar á þau. Sannlega mennirnir eru gras". (Jesaja, 40, 6) Svo er þetta endurtekið með nokkurn veginn sömu orðum í Fyrra almenna bréfi Péturs postula: "Allt hold er sem gras og öll vegsemd þess sem blóm á grasi; grasið skrælnar og blómið fellur. En orð Drottins varir að eilífu." (I. Pétur, 1, 24-25) Þetta er líka eitt leiðarstefið í stórkostlegu tónverki eftir Brahms, Þýskri sálumessu, þar sem þessi orð eru sungin af stórum kór undir þungum pákuslætti: "Denn alles Fleisch ist wie Gras...pomm... pomm....pomm...pommmm..." Blaðamenn eru reyndar alltaf að leita að stuðluðum fyrirsögnum - stundum á kostnað smekkvísinnar. Kannski hefði verið betra hjá Þorgrími að nota orðið "gras" fremur en "hey"? Allt hold er gras. En það er algjört smekksatriði. --- --- --- Bendi svo á tengla sem eru komnir upp hægra megin neðst á forsíðunni hjá mér. Þarna eru þær íslensku vefsíður sem ég fer helst inn á. Útlendu síðurnar fá að bíða betri tíma.
Af hverju er ráðherra Sjálfstæðisflokksins að gjaldfella íslenska iðnnámið? Böðvar Ingi Guðbjartsson Skoðun
Framtíð án sleggju: Vaxtalækkanir og skattalækkanir í þágu heimilanna Ingveldur Anna Sigurðardóttir Skoðun
Af hverju er ráðherra Sjálfstæðisflokksins að gjaldfella íslenska iðnnámið? Böðvar Ingi Guðbjartsson Skoðun
Framtíð án sleggju: Vaxtalækkanir og skattalækkanir í þágu heimilanna Ingveldur Anna Sigurðardóttir Skoðun