Nýr utanríkisráðherra í BNA Þórlindur Kjartansson skrifar 17. nóvember 2004 00:01 Ný utanríkisráðherra Bandaríkjanna er af flestum talin vera herskárri og foringjahollari en forveri hennar í embætti Colin Powell. Powell naut ekki stuðnings hennar þegar hann lýsti efasemdum sínum um aðdraganda innrásar Bandaríkjanna í Írak. Þvert á móti er hún í hópi hörðustu stuðningsmanna hernaðaríhlutunar Bandaríkjanna annars staðar í heiminum. Á vef The Economist er rifjað upp að um svipað leyti og Rice skaust fram á sjónarsviðið sem tilvonandi þjóðaröryggisráðgjafi Bandaríkjanna árið 2000 birtist grein eftir hana í hinu virta tímariti Foreign Affairs. Í þeirri grein fjallar hún um minnkandi vilja Bandaríkjamanna til að beita afli sínu á alþjóðavettvangi og segir að Bandaríkin eigi ekki að skirrast svið að beita herafli til þess að tryggja hagsmuni sína. Samkvæmt þessu telst hún til ný-íhaldsmanna (neo-conservatives) sem prédika eflingu hernaðarmáttar Bandaríkjanna. Í bók Bob Woodward, Bush at War, kemur fram að Rice hafi verið einn allra nánasti ráðgjafi Bush í kjölfar hryðjuverkaárásanna 11. september 2001. Þegar hann tók ákvörðun um að Bandaríkin gerðu ekki greinarmun á ríkjum sem styddu eða skýldu hryðjuverkamönnum ráðfærði hann sig einungis við Rice og Karen Hughes sem þá var helsti ráðunautur Bush í fjölmiðlamálum. Rice er einnig lýst í bók Woodward sem manneskjunni sem gjarnan brúaði bilið á milli harðlínumanna í stjórninni, þar sem Cheney og Rumsfeld fóru fremstir, og hinna varfærnari með Powell í broddi fylkingar. Rice átti í gott trúnaðarsamband við Powell og í þau fáu skipti sem Powell átti kost á að ræða við forsetann án viðveru "haukanna" var Rice undantekningarlítið viðstödd. Þær breytingar sem þegar hafa verið tilkynntar á ráðuneyti Bush benda ekki til þess að forsetinn hafi í hyggju að mýkja stefnu sína - hvorki í utanríkis- eða innanríkismálum. Rice hefur skoðanir sem falla mun betur að stefnu Bush heldur en Powell hafði og því er ósennilegt að nýr utanríkisráðherra muni beina stefnu Bandaríkjamanna í annan farveg. Þeir sem hafa efasemdir um utanríkisstefnu Bandaríkjanna hafa ástæðu til að álykta sem svo að bandamönnum þeirra í Hvíta húsinu hafi fækkað um einn. Þeir sem styðja utanríkisstefnuna ættu hins vegar að fagna valinu á nýjum ráðherra. Þórlindur Kjartansson [email protected] Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Í brennidepli Þórlindur Kjartansson Mest lesið Skilur Kristrún ekki, að stærð kökunnar er mál nr. 1? Ole Anton Bieltvedt Skoðun Braggablús Ölmu Eyþór Kristleifsson Skoðun Tryggjum Svandísi á þing Hópur stuðningsfólks Svandísar Svavarsdóttur Skoðun Hvar ertu Auddi Blö: Opið bréf til Bjarna Ben frá sérfræðingi Ásta Kristín Pjetursdóttir Skoðun Vók er vont – frambjóðandi XL kærður til lögreglu Kári Allansson Skoðun Flokkur í felulitum Björn Gíslason Skoðun Kynþáttahyggja, einangrunarhyggja og Evrópusambandsaðild Haraldur Ólafsson Skoðun Kæru kjósendur í Suðvesturkjördæmi Alma D. Möller Skoðun Hvers vegna við veljum ekki „Reykjavíkurmódelið“ Meyvant Þórólfsson Skoðun Keyrum á nýrri menntastefnu Arnór Heiðarsson Skoðun Skoðun Skoðun Fákeppni og almannahagsmunir Sonja Ýr Þorbergsdóttir,Finnbjörn A. Hermannsson skrifar Skoðun Sameinumst um stóru málin Ingi Þór Hermannson skrifar Skoðun Sjálfboðavinna hálfan sólarhringinn Áslaug Inga Kristinsdóttir skrifar Skoðun Loftslag, Trump og COP29: hvað á Ísland nú að gera? Haraldur Tristan Gunnarsson skrifar Skoðun Af hverju VG? Sveinn Rúnar Hauksson skrifar Skoðun Opið bréf til Guðlaugs Þórs umhverfisráðherra Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun XB fyrir börn Hafdís Hrönn Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Stöndum sameinuð á móti ofbeldi gegn konum - #NoExcuse Helga Magnúsdóttir skrifar Skoðun Hefðu getað minnkað verðbólguna Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hvers vegna við veljum ekki „Reykjavíkurmódelið“ Meyvant Þórólfsson skrifar Skoðun Hvar ertu Auddi Blö: Opið bréf til Bjarna Ben frá sérfræðingi Ásta Kristín Pjetursdóttir skrifar Skoðun Er nauðsynlegt að velta þessu fjalli? Elín Fanndal skrifar Skoðun Kæru kjósendur í Suðvesturkjördæmi Alma D. Möller skrifar Skoðun Breytum þessu saman! Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn í fortíð og framtíð Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Kynþáttahyggja, einangrunarhyggja og Evrópusambandsaðild Haraldur Ólafsson skrifar Skoðun Tryggjum Svandísi á þing Hópur stuðningsfólks Svandísar Svavarsdóttur skrifar Skoðun Keyrum á nýrri menntastefnu Arnór Heiðarsson skrifar Skoðun Réttindabarátta sjávarbyggðanna Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Íslenska, hvað? Gauti Kristmannsson skrifar Skoðun Skilur Kristrún ekki, að stærð kökunnar er mál nr. 1? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Flokkur í felulitum Björn Gíslason skrifar Skoðun Augljós og sýnilegur ávinningur í styttingu biðlista Jóhann F K Arinbjarnarson skrifar Skoðun Staðreyndir í útlendingamálum Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Rangfærslur um ferðaþjónustuna Pétur Óskarsson skrifar Skoðun Framtíð án sleggju: Vaxtalækkanir og skattalækkanir í þágu heimilanna Ingveldur Anna Sigurðardóttir skrifar Skoðun Við erum hér fyrir þig Elvar Eyvindsson,Guðbjörg Elísa Hafsteinsdóttir,Bogi Kristjánsson skrifar Skoðun Vók er vont – frambjóðandi XL kærður til lögreglu Kári Allansson skrifar Skoðun Þetta kostar Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Þrífætta svínið og auðlindarentan Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Sjá meira
Ný utanríkisráðherra Bandaríkjanna er af flestum talin vera herskárri og foringjahollari en forveri hennar í embætti Colin Powell. Powell naut ekki stuðnings hennar þegar hann lýsti efasemdum sínum um aðdraganda innrásar Bandaríkjanna í Írak. Þvert á móti er hún í hópi hörðustu stuðningsmanna hernaðaríhlutunar Bandaríkjanna annars staðar í heiminum. Á vef The Economist er rifjað upp að um svipað leyti og Rice skaust fram á sjónarsviðið sem tilvonandi þjóðaröryggisráðgjafi Bandaríkjanna árið 2000 birtist grein eftir hana í hinu virta tímariti Foreign Affairs. Í þeirri grein fjallar hún um minnkandi vilja Bandaríkjamanna til að beita afli sínu á alþjóðavettvangi og segir að Bandaríkin eigi ekki að skirrast svið að beita herafli til þess að tryggja hagsmuni sína. Samkvæmt þessu telst hún til ný-íhaldsmanna (neo-conservatives) sem prédika eflingu hernaðarmáttar Bandaríkjanna. Í bók Bob Woodward, Bush at War, kemur fram að Rice hafi verið einn allra nánasti ráðgjafi Bush í kjölfar hryðjuverkaárásanna 11. september 2001. Þegar hann tók ákvörðun um að Bandaríkin gerðu ekki greinarmun á ríkjum sem styddu eða skýldu hryðjuverkamönnum ráðfærði hann sig einungis við Rice og Karen Hughes sem þá var helsti ráðunautur Bush í fjölmiðlamálum. Rice er einnig lýst í bók Woodward sem manneskjunni sem gjarnan brúaði bilið á milli harðlínumanna í stjórninni, þar sem Cheney og Rumsfeld fóru fremstir, og hinna varfærnari með Powell í broddi fylkingar. Rice átti í gott trúnaðarsamband við Powell og í þau fáu skipti sem Powell átti kost á að ræða við forsetann án viðveru "haukanna" var Rice undantekningarlítið viðstödd. Þær breytingar sem þegar hafa verið tilkynntar á ráðuneyti Bush benda ekki til þess að forsetinn hafi í hyggju að mýkja stefnu sína - hvorki í utanríkis- eða innanríkismálum. Rice hefur skoðanir sem falla mun betur að stefnu Bush heldur en Powell hafði og því er ósennilegt að nýr utanríkisráðherra muni beina stefnu Bandaríkjamanna í annan farveg. Þeir sem hafa efasemdir um utanríkisstefnu Bandaríkjanna hafa ástæðu til að álykta sem svo að bandamönnum þeirra í Hvíta húsinu hafi fækkað um einn. Þeir sem styðja utanríkisstefnuna ættu hins vegar að fagna valinu á nýjum ráðherra. Þórlindur Kjartansson [email protected]
Skoðun Hvar ertu Auddi Blö: Opið bréf til Bjarna Ben frá sérfræðingi Ásta Kristín Pjetursdóttir skrifar
Skoðun Framtíð án sleggju: Vaxtalækkanir og skattalækkanir í þágu heimilanna Ingveldur Anna Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Við erum hér fyrir þig Elvar Eyvindsson,Guðbjörg Elísa Hafsteinsdóttir,Bogi Kristjánsson skrifar