Flutti inn hass með tengdamömmu 25. nóvember 2004 00:01 25 ára maður hefur verið ákærður, ásamt tengdamóður sinni, fyrir innflutning á tæpum níu kílóum af hassi. Hassið var flutt hingað til lands í febrúar. Tengdamóðirin var ein ákærð fyrir innflutning á fimm kílóum af hassi í sama mánuði. Tengdamóðirin neitar að hafa komið nærri innflutningi á kílóunum níu. Hún játaði það samt hjá lögreglu en segist nú hafa gert það sökum streitu og vegna hjálpsemi þar sem hún hafi viljað hjálpa tengdasyninum. Maðurinn segir tengdamóðurina hafa fræst innan úr fjölum svo hann gæti falið fíkniefnin. Tengdamóðirin, sem hefur lært trésmíði, sá um að fræsa fjalirnar en þeim ber engan veginn saman um í hvað tilgangi hún vann tréverkið. Hann játar að hafa falið fíkniefnin í viðarfjölunum og að hafa látið senda þau á sínu nafni til Íslands. Hann segist hafa lánað manni, sem ekki er upplýst hvað heitir, 400 þúsund krónur til fíkniefnakaupanna en peningana hafi hann átt að fá endurgreidda ásamt veglegri þóknun fyrir innflutninginn. Þegar tengdamóðirin játaði hjá lögreglu að hafa staðið með tengdasyninum að innflutningnum gaf hún að fyrra bragði upp hversu mikið af fíkniefnum var í sendingunni, samkvæmt framburði lögreglumanna. Tengdamóðirin er einnig ákærð fyrir innflutning á fimm kílóum af hassi sem hún faldi í viðarfjölum og sendi frá Danmörku með flugi. Lögreglan lagði síðar hald á 3,6 kíló af hassinu og er hún grunuð um að hafa selt það sem á vantaði. Sjálf segist hún hafa ætlað að flytja inn fimm kíló en segir lögregluna hafa fundið allt sem hún flutti inn. Segist hún því líklega ekki hafa fengið rétt magn þegar hún keypti hassið. Áður sagði hún tengdasoninn hafa selt það sem upp á vantaði. Verjandi mannsins vill skilorðsbundinn dóm að öllu leyti eða að hluta. Hann segir skjólstæðing sinn illa mega við fangelsisvist vegna heilsubrests, en hann eigi örugglega Íslandsmet ef ekki Evrópumet í bílslysum. Á síðustu tíu árum hafi hann lent í alvarlegum bílslysum og einu bifhjólaslysi og þurfi daglega sjúkraþjálfun. Sækjandi segir skilorðsbundna refsingu ekki koma til greina. Fréttir Innlent Lög og regla Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Innlent Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Innlent „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ Innlent Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Erlent Sakborningur í Elko-málinu líka grunaður um heimilisofbeldi Innlent Kennaraverkfalli frestað Innlent Þessi mættu best og verst í þinginu Innlent Svona gullhnullungar finnast hvergi lengur nema í Grænlandi Innlent Æfing lögreglu og fíkniefnamál ollu misskilningi Innlent Um 173 milljónir króna á hvern fanga í nýju fangelsi á Stóra-Hrauni Innlent Fleiri fréttir Svona verður kosningavaka Stöðvar 2 Næststærsta gosið hingað til Kennaraverkfalli frestað „Við setjum ekki líf og limi fólks í hættu til að flytja kjörgögn“ Tveir teknir með falin fíkniefni á leið til Ísafjarðar Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Engin kæra borist vegna upptakanna Svifryksmengun í borginni í dag og næstu daga Bein útsending: Fundur fólksins í Hörpu Óbreytt skólahald í Sunnulækjarskóla eftir helgi Ekkert D-vítamín í kæstum hákarli Fleiri gular viðvaranir á kjördag Slæm spá fjölgar þeim sem greitt hafa atkvæði Áframhaldandi gasmengun í Grindavík Margir greiða atkvæði utan kjörfundar fyrir austan Heilskimun Intuens enn til skoðunar hjá landlæknisembættinu Þyrla Landhelgisgæslunnar kölluð út vegna slyss í íshellaferð Æfing lögreglu og fíkniefnamál ollu misskilningi Þessi mættu best og verst í þinginu Sakborningur í Elko-málinu líka grunaður um heimilisofbeldi Um 173 milljónir króna á hvern fanga í nýju fangelsi á Stóra-Hrauni Stefnir enn í hríðarveður á Austfjörðum á kjördag Erfiðara að manna í frístund í austurhluta borgarinnar „Talandi um að skila ekki til samfélagsins“ Ný kosningaspá: Sjö flokkar sem næðu inn manni Svona gullhnullungar finnast hvergi lengur nema í Grænlandi „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ „Er ekki hægt að hafa sér þátt fyrir hann?“ Fjölmenn lögregluaðgerð á Ísafirði „Leikurinn er ekki búinn fyrr en hann er búinn“ Sjá meira
25 ára maður hefur verið ákærður, ásamt tengdamóður sinni, fyrir innflutning á tæpum níu kílóum af hassi. Hassið var flutt hingað til lands í febrúar. Tengdamóðirin var ein ákærð fyrir innflutning á fimm kílóum af hassi í sama mánuði. Tengdamóðirin neitar að hafa komið nærri innflutningi á kílóunum níu. Hún játaði það samt hjá lögreglu en segist nú hafa gert það sökum streitu og vegna hjálpsemi þar sem hún hafi viljað hjálpa tengdasyninum. Maðurinn segir tengdamóðurina hafa fræst innan úr fjölum svo hann gæti falið fíkniefnin. Tengdamóðirin, sem hefur lært trésmíði, sá um að fræsa fjalirnar en þeim ber engan veginn saman um í hvað tilgangi hún vann tréverkið. Hann játar að hafa falið fíkniefnin í viðarfjölunum og að hafa látið senda þau á sínu nafni til Íslands. Hann segist hafa lánað manni, sem ekki er upplýst hvað heitir, 400 þúsund krónur til fíkniefnakaupanna en peningana hafi hann átt að fá endurgreidda ásamt veglegri þóknun fyrir innflutninginn. Þegar tengdamóðirin játaði hjá lögreglu að hafa staðið með tengdasyninum að innflutningnum gaf hún að fyrra bragði upp hversu mikið af fíkniefnum var í sendingunni, samkvæmt framburði lögreglumanna. Tengdamóðirin er einnig ákærð fyrir innflutning á fimm kílóum af hassi sem hún faldi í viðarfjölum og sendi frá Danmörku með flugi. Lögreglan lagði síðar hald á 3,6 kíló af hassinu og er hún grunuð um að hafa selt það sem á vantaði. Sjálf segist hún hafa ætlað að flytja inn fimm kíló en segir lögregluna hafa fundið allt sem hún flutti inn. Segist hún því líklega ekki hafa fengið rétt magn þegar hún keypti hassið. Áður sagði hún tengdasoninn hafa selt það sem upp á vantaði. Verjandi mannsins vill skilorðsbundinn dóm að öllu leyti eða að hluta. Hann segir skjólstæðing sinn illa mega við fangelsisvist vegna heilsubrests, en hann eigi örugglega Íslandsmet ef ekki Evrópumet í bílslysum. Á síðustu tíu árum hafi hann lent í alvarlegum bílslysum og einu bifhjólaslysi og þurfi daglega sjúkraþjálfun. Sækjandi segir skilorðsbundna refsingu ekki koma til greina.
Fréttir Innlent Lög og regla Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Innlent Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Innlent „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ Innlent Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Erlent Sakborningur í Elko-málinu líka grunaður um heimilisofbeldi Innlent Kennaraverkfalli frestað Innlent Þessi mættu best og verst í þinginu Innlent Svona gullhnullungar finnast hvergi lengur nema í Grænlandi Innlent Æfing lögreglu og fíkniefnamál ollu misskilningi Innlent Um 173 milljónir króna á hvern fanga í nýju fangelsi á Stóra-Hrauni Innlent Fleiri fréttir Svona verður kosningavaka Stöðvar 2 Næststærsta gosið hingað til Kennaraverkfalli frestað „Við setjum ekki líf og limi fólks í hættu til að flytja kjörgögn“ Tveir teknir með falin fíkniefni á leið til Ísafjarðar Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Engin kæra borist vegna upptakanna Svifryksmengun í borginni í dag og næstu daga Bein útsending: Fundur fólksins í Hörpu Óbreytt skólahald í Sunnulækjarskóla eftir helgi Ekkert D-vítamín í kæstum hákarli Fleiri gular viðvaranir á kjördag Slæm spá fjölgar þeim sem greitt hafa atkvæði Áframhaldandi gasmengun í Grindavík Margir greiða atkvæði utan kjörfundar fyrir austan Heilskimun Intuens enn til skoðunar hjá landlæknisembættinu Þyrla Landhelgisgæslunnar kölluð út vegna slyss í íshellaferð Æfing lögreglu og fíkniefnamál ollu misskilningi Þessi mættu best og verst í þinginu Sakborningur í Elko-málinu líka grunaður um heimilisofbeldi Um 173 milljónir króna á hvern fanga í nýju fangelsi á Stóra-Hrauni Stefnir enn í hríðarveður á Austfjörðum á kjördag Erfiðara að manna í frístund í austurhluta borgarinnar „Talandi um að skila ekki til samfélagsins“ Ný kosningaspá: Sjö flokkar sem næðu inn manni Svona gullhnullungar finnast hvergi lengur nema í Grænlandi „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ „Er ekki hægt að hafa sér þátt fyrir hann?“ Fjölmenn lögregluaðgerð á Ísafirði „Leikurinn er ekki búinn fyrr en hann er búinn“ Sjá meira