Ingólfur sagði ósatt 5. desember 2004 00:01 Máli Ingólfs Axelssonar og Þórs virðist hvergi nærri vera lokið en um helgina kom fram myndband af hasarnum í íþróttahöllinni á Akureyri. Á þessu myndbandi sést greinilega að ummæli Ingólfs eftir leikinn standast engan veginn og að hann sagði hreinlega ósatt. Í viðtali við Fréttablaðið eftir leikinn sagði Ingólfur: "Strákarnir í 3. flokki Þórs byrja að ögra mér þegar ég geng í átt að klefanum og stíga fyrir mig. Þá ýtti ég þeim bara í burtu en um leið sé ég að allt verður vitlaust. Ég var sjálfur alveg rólegur." Á myndbandinu sést greinilega að Ingólfur tekur lykkju á leið sína til búningsklefa, sem var greið, og stígur þrjú skref til vinstri svo hann geti stuggað við einum 3. flokks stráknum. Einnig sést á myndbandinu að Ingólfur er ansi æstur á þessum tíma en ekki eins rólegur og hann vildi vera láta. Fréttablaðið hafði samband við Ingólf í gær og spurði hann að því af hverju hann hefði sagt ósatt. "Ég er úti í París og á eftir að sjá þetta myndband. Ég greindi bara frá hlutunum eins og mér fannst þeir hafa verið á þessum tíma. Það er nú oft þannig að maður upplifir hlutina öðruvísi þegar maður er mjög heitur," sagði Ingólfur. Fréttablaðið hafði einnig samband við fyrirliða Framara, Guðlaug Arnarsson, en hann ver ekki gjörðir Ingólfs þó hann vilji sjá ákveðnar breytingar á dómi aganefndar. "Alvarleikinn í broti Ingólfs sést greinilega á þessu myndbandi en dómurinn er samt ekki í samræmi við aðra dóma aganefndar í vetur. Brot Þórsarana sést líka greinilega á myndbandinu og þeir verða að axla sína ábyrgð í þessu máli. Ef aganefndin ætlar að halda þessu banni á Ingólfi til streitu þá verða þeir að þyngja refsinguna sem Þór fékk," sagði Guðlaugur. Íslenski handboltinn Mest lesið Højlund með tvö mörk í fyrsta sigri Amorims Fótbolti Baldur og Hrannar með samtals 25 mörk í sigri ÍR Handbolti „Þetta er mjög ljúft“ Handbolti Erfitt kvöld hjá Íslendingunum Fótbolti Hummels kom Rómverjum til bjargar Fótbolti Orri og félagar óstöðvandi á heimavelli Handbolti „Fagmannleg og heilsteypt frammistaða hjá okkur“ Fótbolti Hófu titilvörnina með öruggum sigri Handbolti Uppgjörið: Noah - Víkingur 0-0 | Víkingur sótti sterkt stig til Jerevan Fótbolti Hundrað milljónir og leiktíð lengri en ár í húfi hjá Víkingum Fótbolti Fleiri fréttir „Þetta er mjög ljúft“ Erfitt kvöld hjá Íslendingunum Hummels kom Rómverjum til bjargar Højlund með tvö mörk í fyrsta sigri Amorims Orri og félagar óstöðvandi á heimavelli Hófu titilvörnina með öruggum sigri „Taktískt flott frammistaða í erfiðum leik“ Baldur og Hrannar með samtals 25 mörk í sigri ÍR „Fannst hann fara í gegnum lappirnar á mér“ „Fagmannleg og heilsteypt frammistaða hjá okkur“ Fimmta tap Gróttu í röð Sverrir og félagar lokuðu vörninni og Panathinaikos vann loksins Nkunku áfram sjóðheitur og Chelsea með fullt hús stiga Uppgjörið: Noah - Víkingur 0-0 | Víkingur sótti sterkt stig til Jerevan Sjö íslensk mörk í sjötta sigri Veszprém í röð Heimaliðin byrja vel á EM Ekki eins „starstruck“ og í fyrra Botnliðið fær landsliðsmann Sættir sig við viku í viðbót í banni þrátt fyrir litla sem enga sök Ísland áfram neðst Norðurlanda og næsti mótherji í 99. sæti Kostað Manchester United marga milljarða að skipt um stjóra Hundrað milljónir og leiktíð lengri en ár í húfi hjá Víkingum Eyddi morgninum hjá tannlækni eftir slys Mbappé fékk tvo í einkunn Hafa unnið alla heimaleiki sína í Evrópu og taka á móti Víkingum í kvöld Þórir ekki sáttur við nýtt hlutverk Noru Mørk Leggja niður störf og föst laun stórmeistara Sjáðu fáránlegt sjálfsmark Celtic og endurkomur PSV og Benfica Ráða njósnara á Íslandi Vilja halda HM á hlaupabrettum Sjá meira
Máli Ingólfs Axelssonar og Þórs virðist hvergi nærri vera lokið en um helgina kom fram myndband af hasarnum í íþróttahöllinni á Akureyri. Á þessu myndbandi sést greinilega að ummæli Ingólfs eftir leikinn standast engan veginn og að hann sagði hreinlega ósatt. Í viðtali við Fréttablaðið eftir leikinn sagði Ingólfur: "Strákarnir í 3. flokki Þórs byrja að ögra mér þegar ég geng í átt að klefanum og stíga fyrir mig. Þá ýtti ég þeim bara í burtu en um leið sé ég að allt verður vitlaust. Ég var sjálfur alveg rólegur." Á myndbandinu sést greinilega að Ingólfur tekur lykkju á leið sína til búningsklefa, sem var greið, og stígur þrjú skref til vinstri svo hann geti stuggað við einum 3. flokks stráknum. Einnig sést á myndbandinu að Ingólfur er ansi æstur á þessum tíma en ekki eins rólegur og hann vildi vera láta. Fréttablaðið hafði samband við Ingólf í gær og spurði hann að því af hverju hann hefði sagt ósatt. "Ég er úti í París og á eftir að sjá þetta myndband. Ég greindi bara frá hlutunum eins og mér fannst þeir hafa verið á þessum tíma. Það er nú oft þannig að maður upplifir hlutina öðruvísi þegar maður er mjög heitur," sagði Ingólfur. Fréttablaðið hafði einnig samband við fyrirliða Framara, Guðlaug Arnarsson, en hann ver ekki gjörðir Ingólfs þó hann vilji sjá ákveðnar breytingar á dómi aganefndar. "Alvarleikinn í broti Ingólfs sést greinilega á þessu myndbandi en dómurinn er samt ekki í samræmi við aðra dóma aganefndar í vetur. Brot Þórsarana sést líka greinilega á myndbandinu og þeir verða að axla sína ábyrgð í þessu máli. Ef aganefndin ætlar að halda þessu banni á Ingólfi til streitu þá verða þeir að þyngja refsinguna sem Þór fékk," sagði Guðlaugur.
Íslenski handboltinn Mest lesið Højlund með tvö mörk í fyrsta sigri Amorims Fótbolti Baldur og Hrannar með samtals 25 mörk í sigri ÍR Handbolti „Þetta er mjög ljúft“ Handbolti Erfitt kvöld hjá Íslendingunum Fótbolti Hummels kom Rómverjum til bjargar Fótbolti Orri og félagar óstöðvandi á heimavelli Handbolti „Fagmannleg og heilsteypt frammistaða hjá okkur“ Fótbolti Hófu titilvörnina með öruggum sigri Handbolti Uppgjörið: Noah - Víkingur 0-0 | Víkingur sótti sterkt stig til Jerevan Fótbolti Hundrað milljónir og leiktíð lengri en ár í húfi hjá Víkingum Fótbolti Fleiri fréttir „Þetta er mjög ljúft“ Erfitt kvöld hjá Íslendingunum Hummels kom Rómverjum til bjargar Højlund með tvö mörk í fyrsta sigri Amorims Orri og félagar óstöðvandi á heimavelli Hófu titilvörnina með öruggum sigri „Taktískt flott frammistaða í erfiðum leik“ Baldur og Hrannar með samtals 25 mörk í sigri ÍR „Fannst hann fara í gegnum lappirnar á mér“ „Fagmannleg og heilsteypt frammistaða hjá okkur“ Fimmta tap Gróttu í röð Sverrir og félagar lokuðu vörninni og Panathinaikos vann loksins Nkunku áfram sjóðheitur og Chelsea með fullt hús stiga Uppgjörið: Noah - Víkingur 0-0 | Víkingur sótti sterkt stig til Jerevan Sjö íslensk mörk í sjötta sigri Veszprém í röð Heimaliðin byrja vel á EM Ekki eins „starstruck“ og í fyrra Botnliðið fær landsliðsmann Sættir sig við viku í viðbót í banni þrátt fyrir litla sem enga sök Ísland áfram neðst Norðurlanda og næsti mótherji í 99. sæti Kostað Manchester United marga milljarða að skipt um stjóra Hundrað milljónir og leiktíð lengri en ár í húfi hjá Víkingum Eyddi morgninum hjá tannlækni eftir slys Mbappé fékk tvo í einkunn Hafa unnið alla heimaleiki sína í Evrópu og taka á móti Víkingum í kvöld Þórir ekki sáttur við nýtt hlutverk Noru Mørk Leggja niður störf og föst laun stórmeistara Sjáðu fáránlegt sjálfsmark Celtic og endurkomur PSV og Benfica Ráða njósnara á Íslandi Vilja halda HM á hlaupabrettum Sjá meira