Þakklát fyrir líf þeirra sem lifðu 5. desember 2004 00:01 Líf þriggja ungmenna hékk á bláþræði í eldsvoðanum á Bárustíg á Sauðárkróki á laugardag, þar sem 21 árs maður lét lífið. Piltur sem fannst meðvitundarlaus inni í húsinu er á batavegi og fékk að fara af sjúkrahúsi í gær. Björn Mikaelsson, yfirlögregluþjónn á Sauðárkróki, segir að þakka megi fyrir að slökkviliðsmennirnir hafi fyrst farið inn um þvottahúsið því annars hefði líklega ekki náðst til piltsins í tæka tíð. Björn segir slökkviliðsmann hafa nánast hnotið um piltinn þar sem hann lá í holi fyrir innan þvottahúsið. Stúlka sem var í húsinu var hvött af vegfarendum til að stökka út um glugga þar sem hún stóð sótug í miklum reyk. Piltur sem einnig var á efri hæð hússins komst að sjálfsdáðum niður af svölum þess. Full kirkja var við helgistund í Sauðárkrókskirkju í gær. "Þetta var bænastund þar sem aðallega var verið að þakka fyrir líf þeirra þriggja sem björguðust í brunanum og piltsins sem lést var minnst," segir Guðbjörg Jóhannesdóttir, sóknarprestur á Sauðárkróki. Einnig var minnst á slökkviliðsmennina og aðra sem unnu þrekvirki og voru hætt komnir við störf. Guðbjörg segir mjög dýrmætt að geta sameinast, hugsað til aðstandenda og þakkað fyrir björgunarstarfið sem var unnið. Hún segir mikinn samhug vera á meðal íbúa Sauðárkróks. Eftir bænastundina var jólatré bæjarins tendrað en því hafði verið frestað um einn dag vegna hins hörmulega atburðar. Ungu fólki sem tengjast ungmennunum, sem lentu í brunanum, verður boðið upp að hittast á fundi í dag þar sem veitt verður hópáfallahjálp. Ekki er hægt að segja til um eldsupptök að öðru leyti en að eldurinn var mestur í stofu hússins, í þeim hluta þar sem sófi og stólar eru. Fréttir Innlent Lög og regla Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Innlent Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Innlent Kennaraverkfalli frestað Innlent „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ Innlent Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Erlent Þessi mættu best og verst í þinginu Innlent Sakborningur í Elko-málinu líka grunaður um heimilisofbeldi Innlent Samtökin '78 kæra oddvita Lýðræðisflokksins Innlent Svona gullhnullungar finnast hvergi lengur nema í Grænlandi Innlent Æfing lögreglu og fíkniefnamál ollu misskilningi Innlent Fleiri fréttir Tæplega helmingi líst vel á Samfylkingu og Viðreisn í ríkisstjórn Kennaraverkföllum frestað og áhrif veðursins á kosningar Dynjandisheiði boðin út „á allra næstu dögum“ Miklar gleðifréttir og gott að fá nemendur og starfsfólk aftur í hús Samtökin '78 kæra oddvita Lýðræðisflokksins Svona verður kosningavaka Stöðvar 2 Næststærsta gosið hingað til Kennaraverkfalli frestað „Við setjum ekki líf og limi fólks í hættu til að flytja kjörgögn“ Tveir teknir með falin fíkniefni á leið til Ísafjarðar Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Engin kæra borist vegna upptakanna Svifryksmengun í borginni í dag og næstu daga Bein útsending: Fundur fólksins í Hörpu Óbreytt skólahald í Sunnulækjarskóla eftir helgi Ekkert D-vítamín í kæstum hákarli Fleiri gular viðvaranir á kjördag Slæm spá fjölgar þeim sem greitt hafa atkvæði Áframhaldandi gasmengun í Grindavík Margir greiða atkvæði utan kjörfundar fyrir austan Heilskimun Intuens enn til skoðunar hjá landlæknisembættinu Þyrla Landhelgisgæslunnar kölluð út vegna slyss í íshellaferð Æfing lögreglu og fíkniefnamál ollu misskilningi Þessi mættu best og verst í þinginu Sakborningur í Elko-málinu líka grunaður um heimilisofbeldi Um 173 milljónir króna á hvern fanga í nýju fangelsi á Stóra-Hrauni Stefnir enn í hríðarveður á Austfjörðum á kjördag Erfiðara að manna í frístund í austurhluta borgarinnar „Talandi um að skila ekki til samfélagsins“ Ný kosningaspá: Sjö flokkar sem næðu inn manni Sjá meira
Líf þriggja ungmenna hékk á bláþræði í eldsvoðanum á Bárustíg á Sauðárkróki á laugardag, þar sem 21 árs maður lét lífið. Piltur sem fannst meðvitundarlaus inni í húsinu er á batavegi og fékk að fara af sjúkrahúsi í gær. Björn Mikaelsson, yfirlögregluþjónn á Sauðárkróki, segir að þakka megi fyrir að slökkviliðsmennirnir hafi fyrst farið inn um þvottahúsið því annars hefði líklega ekki náðst til piltsins í tæka tíð. Björn segir slökkviliðsmann hafa nánast hnotið um piltinn þar sem hann lá í holi fyrir innan þvottahúsið. Stúlka sem var í húsinu var hvött af vegfarendum til að stökka út um glugga þar sem hún stóð sótug í miklum reyk. Piltur sem einnig var á efri hæð hússins komst að sjálfsdáðum niður af svölum þess. Full kirkja var við helgistund í Sauðárkrókskirkju í gær. "Þetta var bænastund þar sem aðallega var verið að þakka fyrir líf þeirra þriggja sem björguðust í brunanum og piltsins sem lést var minnst," segir Guðbjörg Jóhannesdóttir, sóknarprestur á Sauðárkróki. Einnig var minnst á slökkviliðsmennina og aðra sem unnu þrekvirki og voru hætt komnir við störf. Guðbjörg segir mjög dýrmætt að geta sameinast, hugsað til aðstandenda og þakkað fyrir björgunarstarfið sem var unnið. Hún segir mikinn samhug vera á meðal íbúa Sauðárkróks. Eftir bænastundina var jólatré bæjarins tendrað en því hafði verið frestað um einn dag vegna hins hörmulega atburðar. Ungu fólki sem tengjast ungmennunum, sem lentu í brunanum, verður boðið upp að hittast á fundi í dag þar sem veitt verður hópáfallahjálp. Ekki er hægt að segja til um eldsupptök að öðru leyti en að eldurinn var mestur í stofu hússins, í þeim hluta þar sem sófi og stólar eru.
Fréttir Innlent Lög og regla Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Innlent Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Innlent Kennaraverkfalli frestað Innlent „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ Innlent Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Erlent Þessi mættu best og verst í þinginu Innlent Sakborningur í Elko-málinu líka grunaður um heimilisofbeldi Innlent Samtökin '78 kæra oddvita Lýðræðisflokksins Innlent Svona gullhnullungar finnast hvergi lengur nema í Grænlandi Innlent Æfing lögreglu og fíkniefnamál ollu misskilningi Innlent Fleiri fréttir Tæplega helmingi líst vel á Samfylkingu og Viðreisn í ríkisstjórn Kennaraverkföllum frestað og áhrif veðursins á kosningar Dynjandisheiði boðin út „á allra næstu dögum“ Miklar gleðifréttir og gott að fá nemendur og starfsfólk aftur í hús Samtökin '78 kæra oddvita Lýðræðisflokksins Svona verður kosningavaka Stöðvar 2 Næststærsta gosið hingað til Kennaraverkfalli frestað „Við setjum ekki líf og limi fólks í hættu til að flytja kjörgögn“ Tveir teknir með falin fíkniefni á leið til Ísafjarðar Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Engin kæra borist vegna upptakanna Svifryksmengun í borginni í dag og næstu daga Bein útsending: Fundur fólksins í Hörpu Óbreytt skólahald í Sunnulækjarskóla eftir helgi Ekkert D-vítamín í kæstum hákarli Fleiri gular viðvaranir á kjördag Slæm spá fjölgar þeim sem greitt hafa atkvæði Áframhaldandi gasmengun í Grindavík Margir greiða atkvæði utan kjörfundar fyrir austan Heilskimun Intuens enn til skoðunar hjá landlæknisembættinu Þyrla Landhelgisgæslunnar kölluð út vegna slyss í íshellaferð Æfing lögreglu og fíkniefnamál ollu misskilningi Þessi mættu best og verst í þinginu Sakborningur í Elko-málinu líka grunaður um heimilisofbeldi Um 173 milljónir króna á hvern fanga í nýju fangelsi á Stóra-Hrauni Stefnir enn í hríðarveður á Austfjörðum á kjördag Erfiðara að manna í frístund í austurhluta borgarinnar „Talandi um að skila ekki til samfélagsins“ Ný kosningaspá: Sjö flokkar sem næðu inn manni Sjá meira