Geta þeir aldrei hætt þessu? Einar K. Guðfinnsson skrifar 7. desember 2004 00:01 Reykjavíkurflugvöllur - Einar K. Guðfinnsson alþingismaður Það er rífandi gangur í innanlandsfluginu. Farþegunum fjölgar, fyrirtækin sem áður höfðu tapað stórfé hagnast. Starfsfólkið sem vinnur við flugrekstur gengur ánægt til vinnu sinnar á Reykjavíkurflugvelli og um land allt. Íbúar landsbyggðarinnar kunna vel að meta góða þjónustu og þægilegan ferðamáta. Ferðamenn fara um landið að aflokinni heimsókn til höfuðborgarinnar. Allir græða; Reykvíkingar þó mest því staðsetning flugvallarins býr til ótöluleg atvinnutækifæri, sem ella væru annað hvort ekki til staðar hér á landi, eða alla vega ekki innan bæjarmarka Reykjavíkur. En það ber skugga á. Enn á ný er hafin umræða um að kollvarpa þessu öllu. Svipta Íslendinga innanlandsflugi í núverandi mynd, auka bílaumferð úti á ofhlöðnum þjóðvegunum, klippa á mikilvæga atvinnustarfsemi og valda röskun mörg hundruð þúsund farþega sem nýta núna innanlandsflugið í landinu. Er þetta ekki furðulegt? Og hverjir skyldu nú standa fyrir þessu? Jú, merkilegt nokk, meðal annarra fulltrúar og meintir málsvarar höfuðborgarinnar, sem mest græðir þó á innanlandsfluginu. Er mönnunum ekki sjálfrátt? Ætla þeir aldrei að hætta þessu? Margir héldu að innanlandsflug myndi smám saman lognast út af. Bættir vegir og öflugri aðrar samgöngur myndu gera það að verkum. Raunveruleikinn er annar. Frá árinu 2002 hefur innanlandsflugið vaxið. Fjöldi farþega sem fór um Reykjavíkurflugvöll í fyrra var 346 þúsund, en 325 þúsund árið á undan. Ef við skoðum fjölda farþega sem fara um íslenska áætlunarflugvelli og berum saman tölur fyrstu 10 mánaða hvers árs (en nýrri tölur eru ekki fyrirliggjandi fyrir þetta ár), þá blasir hið sama við. Farþegarnir voru 600 þúsund árið 2002, fóru upp í 637 þúsund í fyrra og voru orðnir 695 þúsund í lok október. Þá er eftir að bæta við tveimur mánuðum til þess að fá rauntölur yfirstandandi árs. Þar inni í er desember, jólamánuðurinn, þegar mikil umferð er um flugvellina. Borgir hafa meðal annars byggst í kringum samgöngumannvirki. Væri Kaupmannahöfn ekki snautleg án Hovedbanegården, eða hvernig væri upplitið á Lundúnum án lestarstöðvanna, sem flytja íbúa í stórum stíl til vinnu sinnar í borgunum? Í þessum löndum kannast ég ekki við umræðu af því tagi sem við berjum núna augum og hlustum á í fjölmiðlunum. Reykjavíkurflugvöllur er í raun og veru samgöngumiðstöð af þessu tagi. Hann er uppspretta gríðarlegra verðmæta í borginni. Hann eykur skilvirkni, býr til störf og hagkvæmni í atvinnulífinu og skapar þannig hagvöxt og betri lífskjör. Þess vegna er hún ekki bara þreytandi þessi síbylja gegn Reykjavíkurflugvelli, sem sífellt virðist ætla að ganga aftur. Hún er hreinlega óskiljanleg. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Einar K. Guðfinnsson Mest lesið Tryggjum Svandísi á þing Hópur stuðningsfólks Svandísar Svavarsdóttur Skoðun Skilur Kristrún ekki, að stærð kökunnar er mál nr. 1? Ole Anton Bieltvedt Skoðun Hvar ertu Auddi Blö: Opið bréf til Bjarna Ben frá sérfræðingi Ásta Kristín Pjetursdóttir Skoðun Vók er vont – frambjóðandi XL kærður til lögreglu Kári Allansson Skoðun Ekki láta Sjálfstæðisflokkinn ljúga að þér Dóra Björt Guðjónsdóttir Skoðun Braggablús Ölmu Eyþór Kristleifsson Skoðun Flokkur í felulitum Björn Gíslason Skoðun Greinin sem þú verður að lesa áður en þú ferð á kjörstað Bessí Þóra Jónsdóttir Skoðun Nýtt húsnæðislánakerfi að danskri fyrirmynd? Jónas Már Torfason Skoðun Breytum þessu saman! Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Að geta lesið sér mennsku til gagns Diljá Ámundadóttir Zoëga skrifar Skoðun Börðust afar okkar til einskis í Þorskastríðinu? Hugleiðing um ESB Haukur Ingi S. Jónsson skrifar Skoðun Á ferð um Norðvesturkjördæmi Arna Lára Jónsdóttir,Hannes Sigurbjörn Jónsson,Jóhanna Ösp Einarsdóttir,Magnús Eðvaldsson skrifar Skoðun Stöndum vörð um íslenska fjölmiðla Óli Valur Pétursson skrifar Skoðun Lögfestum félagsmiðstöðvar Guðmundur Ari Sigurjónsson,Friðmey Jónsdóttir skrifar Skoðun Flokkar sem vara við sjálfum sér Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Hver bjó til ehf-gat? Sigríður Á. Andersen skrifar Skoðun Lausnir eða kyrrstaða í húsnæðismálum Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Aðventan – njóta eða þjóta? Hrund Þrándardóttir skrifar Skoðun Við kjósum blokkir Kjartan Valgarðsson skrifar Skoðun Er einhver að hlusta? Hópur 143 Seyðfirðinga skrifar Skoðun Tryggjum öruggt ævikvöld Brynjar Níelsson skrifar Skoðun Hverjir verja almannahagsmuni? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Stúlka frá Gaza sem að missti allt Asil Jihad Al-Masri skrifar Skoðun Kjósum með mannréttindum á laugardaginn Bjarndís Helga Tómasdóttir,Kári Garðarsson skrifar Skoðun Greinin sem þú verður að lesa áður en þú ferð á kjörstað Bessí Þóra Jónsdóttir skrifar Skoðun Pólitík í pípum sem leka Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar Skoðun Nýtt húsnæðislánakerfi að danskri fyrirmynd? Jónas Már Torfason skrifar Skoðun Já ráðherra Karl Arnar Arnarson skrifar Skoðun Höldum okkur á dagskrá Hópur fólks innan íþróttahreyfingarinnar skrifar Skoðun Loftslagsvandinn ekki á afslætti Steinunn Jóhannesdóttir skrifar Skoðun Ykkar fulltrúar Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Ekki láta Sjálfstæðisflokkinn ljúga að þér Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Tryggjum breytingar með nýju fæðingarorlofskerfi Samfylkingar Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar Skoðun Fákeppni og almannahagsmunir Sonja Ýr Þorbergsdóttir,Finnbjörn A. Hermannsson skrifar Skoðun Sameinumst um stóru málin Ingi Þór Hermannson skrifar Skoðun Sjálfboðavinna hálfan sólarhringinn Áslaug Inga Kristinsdóttir skrifar Skoðun Loftslag, Trump og COP29: hvað á Ísland nú að gera? Haraldur Tristan Gunnarsson skrifar Skoðun Af hverju VG? Sveinn Rúnar Hauksson skrifar Skoðun Opið bréf til Guðlaugs Þórs umhverfisráðherra Guðni Freyr Öfjörð skrifar Sjá meira
Reykjavíkurflugvöllur - Einar K. Guðfinnsson alþingismaður Það er rífandi gangur í innanlandsfluginu. Farþegunum fjölgar, fyrirtækin sem áður höfðu tapað stórfé hagnast. Starfsfólkið sem vinnur við flugrekstur gengur ánægt til vinnu sinnar á Reykjavíkurflugvelli og um land allt. Íbúar landsbyggðarinnar kunna vel að meta góða þjónustu og þægilegan ferðamáta. Ferðamenn fara um landið að aflokinni heimsókn til höfuðborgarinnar. Allir græða; Reykvíkingar þó mest því staðsetning flugvallarins býr til ótöluleg atvinnutækifæri, sem ella væru annað hvort ekki til staðar hér á landi, eða alla vega ekki innan bæjarmarka Reykjavíkur. En það ber skugga á. Enn á ný er hafin umræða um að kollvarpa þessu öllu. Svipta Íslendinga innanlandsflugi í núverandi mynd, auka bílaumferð úti á ofhlöðnum þjóðvegunum, klippa á mikilvæga atvinnustarfsemi og valda röskun mörg hundruð þúsund farþega sem nýta núna innanlandsflugið í landinu. Er þetta ekki furðulegt? Og hverjir skyldu nú standa fyrir þessu? Jú, merkilegt nokk, meðal annarra fulltrúar og meintir málsvarar höfuðborgarinnar, sem mest græðir þó á innanlandsfluginu. Er mönnunum ekki sjálfrátt? Ætla þeir aldrei að hætta þessu? Margir héldu að innanlandsflug myndi smám saman lognast út af. Bættir vegir og öflugri aðrar samgöngur myndu gera það að verkum. Raunveruleikinn er annar. Frá árinu 2002 hefur innanlandsflugið vaxið. Fjöldi farþega sem fór um Reykjavíkurflugvöll í fyrra var 346 þúsund, en 325 þúsund árið á undan. Ef við skoðum fjölda farþega sem fara um íslenska áætlunarflugvelli og berum saman tölur fyrstu 10 mánaða hvers árs (en nýrri tölur eru ekki fyrirliggjandi fyrir þetta ár), þá blasir hið sama við. Farþegarnir voru 600 þúsund árið 2002, fóru upp í 637 þúsund í fyrra og voru orðnir 695 þúsund í lok október. Þá er eftir að bæta við tveimur mánuðum til þess að fá rauntölur yfirstandandi árs. Þar inni í er desember, jólamánuðurinn, þegar mikil umferð er um flugvellina. Borgir hafa meðal annars byggst í kringum samgöngumannvirki. Væri Kaupmannahöfn ekki snautleg án Hovedbanegården, eða hvernig væri upplitið á Lundúnum án lestarstöðvanna, sem flytja íbúa í stórum stíl til vinnu sinnar í borgunum? Í þessum löndum kannast ég ekki við umræðu af því tagi sem við berjum núna augum og hlustum á í fjölmiðlunum. Reykjavíkurflugvöllur er í raun og veru samgöngumiðstöð af þessu tagi. Hann er uppspretta gríðarlegra verðmæta í borginni. Hann eykur skilvirkni, býr til störf og hagkvæmni í atvinnulífinu og skapar þannig hagvöxt og betri lífskjör. Þess vegna er hún ekki bara þreytandi þessi síbylja gegn Reykjavíkurflugvelli, sem sífellt virðist ætla að ganga aftur. Hún er hreinlega óskiljanleg.
Skoðun Börðust afar okkar til einskis í Þorskastríðinu? Hugleiðing um ESB Haukur Ingi S. Jónsson skrifar
Skoðun Á ferð um Norðvesturkjördæmi Arna Lára Jónsdóttir,Hannes Sigurbjörn Jónsson,Jóhanna Ösp Einarsdóttir,Magnús Eðvaldsson skrifar
Skoðun Tryggjum breytingar með nýju fæðingarorlofskerfi Samfylkingar Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar