Alþingi greiði manni 3,2 milljónir 14. desember 2004 00:01 Alþingi var í dag dæmt í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag til að greiða manni 3,2 milljónir króna í skaðabætur vegna slyss sem hann varð fyrir í júlí árið 2001 í bílageymslu í kjallara nýbyggingar þjónustuskála Alþingis. Maðurinn stefndi bæði Alþingi og Ólafi og Gunnari - byggingarfélagi, sem byggði bílageymsluna, vegna ágreinings um bótaskyldu en Héraðsdómur sýknaði byggingarfélagið af kröfum. Maðurinn starfaði fyrir Ísloft á þessum tíma og hafði farið ásamt forsvarsmönnum tveggja fyrirtækja inn í bílageymslubygginguna til að skoða aðstæður. Á svokölluðu tækjasvæði á staðnum féll hann niður um óvarið op og ofan í gryfju sem var tveggja metra djúp og nokkrir metrar að lengd. Við fallið fékk hanm höfuðhögg og lenti illa á vinstri fæti, hægri öxl og bringu, auk þess sem hann fór á kaf í vatn í gryfjunni. Maðurinn var fluttur með sjúkrabifreð á slysadeild og þurfti vegna slyssins ítrekað að koma á slysadeild og göngudeild á árinu 2001. Héraðsdómur taldi að Alþingi bæri, sem umráðaaðili byggingarinnar, ábyrgð á því að öryggisvarnir væru ekki til staðar þegar slysið varð. Öryggisráðstafanir hefðu ekki verið í samræmi við reglur um frágang við ófullgerð hús og gryfjan á tækjasvæðinu, sem maðurinn féll í, hefði verið stórhættuleg slysagildra. Maðurinn gerði kröfu um rúmlega sjö milljónir króna í skaðabætur en Héraðsdómur taldi rétt að skipta sök til helminga þar sem hann hefði ekki aflað sérstakrar heimildar fyrir skoðunarferðina í bygginguna. Alþingi var ennfremur gert að greiða 650 þúsund krónur í málskostnað. Dómsmál Fréttir Innlent Lög og regla Mest lesið Kosningavaktin: Landsmenn kjósa sér nýtt þing Innlent Kanónurnar sem eru að hverfa Innlent „Afhroð vinstrisins er rosalegt“ Innlent Lokatölur í Reykjavík suður: Fyrrverandi borgarstjóri og ritstjóri á þing Innlent Lokatölur úr Reykjavík norður: Stórsigur Samfylkingarinnar Innlent Tárin streymdu þegar María Rut mældist inni Innlent Lokatölur úr Suðurkjördæmi: Sigur Flokks fólksins Innlent Ungur maður og spenntur fyrir framtíðinni Innlent „Ég byrja harður og svo er ég bara grillaður í restina“ Innlent „Ég get ekki hugsað mér að fleiri börn lendi í honum“ Innlent Fleiri fréttir Stórsigur stjórnarandstöðu, fyrstu viðbrögð og stemning fram á nótt Væri æskilegt að geta séð niðurstöður eftir kjörstöðum „Ég er sá fyrsti sem hafnaði þessari ríkisstjórn“ Lokatölur í Norðvesturkjördæmi: Sex flokkar með þingmann hver Lokatölur í Norðausturkjördæmi: Gömlu stjórnarflokkarnir töpuðu fjórðungi atkvæða „Þannig fór um sjóferð þá“ Framsókn: Það verður alltaf sviðasulta í kæliborðinu Boltinn kominn til þeirra sem unnu kosningarnar „Mjög skýrt ákall um breytingar“ segir Kristrún um stjórnarmyndun Orðlaus yfir sigrinum: „Þetta er með ólíkindum“ „Þjóðin er að refsa stjórnarflokkunum grimmilega“ Nú reynir á konurnar þrjár Formenn flokkanna í Sprengisandi „Afhroð vinstrisins er rosalegt“ Lokatölur úr Suðurkjördæmi: Sigur Flokks fólksins „Ég byrja harður og svo er ég bara grillaður í restina“ Reyndi að brjótast inn með exi Lokatölur úr Reykjavík norður: Stórsigur Samfylkingarinnar Lokatölur í Reykjavík suður: Fyrrverandi borgarstjóri og ritstjóri á þing Kanónurnar sem eru að hverfa Ungur maður og spenntur fyrir framtíðinni Tárin streymdu þegar María Rut mældist inni Flokkurinn verði að líta inn á við Stefnir í að flokkunum fækki um tvo Flokkur fólksins í gríðarlegri sókn í Norðvesturkjördæmi Vísbending um að þetta séu „jarðskjálftakosningar“ Samfylkingin langstærst í kjördæmi Kristrúnar Stefnir í að VG þurrkist út af þingi Gríðarlega mikið fylgi sem dettur niður dautt Ljóst að þetta yrði brekka fyrir Framsókn Sjá meira
Alþingi var í dag dæmt í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag til að greiða manni 3,2 milljónir króna í skaðabætur vegna slyss sem hann varð fyrir í júlí árið 2001 í bílageymslu í kjallara nýbyggingar þjónustuskála Alþingis. Maðurinn stefndi bæði Alþingi og Ólafi og Gunnari - byggingarfélagi, sem byggði bílageymsluna, vegna ágreinings um bótaskyldu en Héraðsdómur sýknaði byggingarfélagið af kröfum. Maðurinn starfaði fyrir Ísloft á þessum tíma og hafði farið ásamt forsvarsmönnum tveggja fyrirtækja inn í bílageymslubygginguna til að skoða aðstæður. Á svokölluðu tækjasvæði á staðnum féll hann niður um óvarið op og ofan í gryfju sem var tveggja metra djúp og nokkrir metrar að lengd. Við fallið fékk hanm höfuðhögg og lenti illa á vinstri fæti, hægri öxl og bringu, auk þess sem hann fór á kaf í vatn í gryfjunni. Maðurinn var fluttur með sjúkrabifreð á slysadeild og þurfti vegna slyssins ítrekað að koma á slysadeild og göngudeild á árinu 2001. Héraðsdómur taldi að Alþingi bæri, sem umráðaaðili byggingarinnar, ábyrgð á því að öryggisvarnir væru ekki til staðar þegar slysið varð. Öryggisráðstafanir hefðu ekki verið í samræmi við reglur um frágang við ófullgerð hús og gryfjan á tækjasvæðinu, sem maðurinn féll í, hefði verið stórhættuleg slysagildra. Maðurinn gerði kröfu um rúmlega sjö milljónir króna í skaðabætur en Héraðsdómur taldi rétt að skipta sök til helminga þar sem hann hefði ekki aflað sérstakrar heimildar fyrir skoðunarferðina í bygginguna. Alþingi var ennfremur gert að greiða 650 þúsund krónur í málskostnað.
Dómsmál Fréttir Innlent Lög og regla Mest lesið Kosningavaktin: Landsmenn kjósa sér nýtt þing Innlent Kanónurnar sem eru að hverfa Innlent „Afhroð vinstrisins er rosalegt“ Innlent Lokatölur í Reykjavík suður: Fyrrverandi borgarstjóri og ritstjóri á þing Innlent Lokatölur úr Reykjavík norður: Stórsigur Samfylkingarinnar Innlent Tárin streymdu þegar María Rut mældist inni Innlent Lokatölur úr Suðurkjördæmi: Sigur Flokks fólksins Innlent Ungur maður og spenntur fyrir framtíðinni Innlent „Ég byrja harður og svo er ég bara grillaður í restina“ Innlent „Ég get ekki hugsað mér að fleiri börn lendi í honum“ Innlent Fleiri fréttir Stórsigur stjórnarandstöðu, fyrstu viðbrögð og stemning fram á nótt Væri æskilegt að geta séð niðurstöður eftir kjörstöðum „Ég er sá fyrsti sem hafnaði þessari ríkisstjórn“ Lokatölur í Norðvesturkjördæmi: Sex flokkar með þingmann hver Lokatölur í Norðausturkjördæmi: Gömlu stjórnarflokkarnir töpuðu fjórðungi atkvæða „Þannig fór um sjóferð þá“ Framsókn: Það verður alltaf sviðasulta í kæliborðinu Boltinn kominn til þeirra sem unnu kosningarnar „Mjög skýrt ákall um breytingar“ segir Kristrún um stjórnarmyndun Orðlaus yfir sigrinum: „Þetta er með ólíkindum“ „Þjóðin er að refsa stjórnarflokkunum grimmilega“ Nú reynir á konurnar þrjár Formenn flokkanna í Sprengisandi „Afhroð vinstrisins er rosalegt“ Lokatölur úr Suðurkjördæmi: Sigur Flokks fólksins „Ég byrja harður og svo er ég bara grillaður í restina“ Reyndi að brjótast inn með exi Lokatölur úr Reykjavík norður: Stórsigur Samfylkingarinnar Lokatölur í Reykjavík suður: Fyrrverandi borgarstjóri og ritstjóri á þing Kanónurnar sem eru að hverfa Ungur maður og spenntur fyrir framtíðinni Tárin streymdu þegar María Rut mældist inni Flokkurinn verði að líta inn á við Stefnir í að flokkunum fækki um tvo Flokkur fólksins í gríðarlegri sókn í Norðvesturkjördæmi Vísbending um að þetta séu „jarðskjálftakosningar“ Samfylkingin langstærst í kjördæmi Kristrúnar Stefnir í að VG þurrkist út af þingi Gríðarlega mikið fylgi sem dettur niður dautt Ljóst að þetta yrði brekka fyrir Framsókn Sjá meira