Fagnaðarerindið 20. desember 2004 00:01 Fagnaðarerindið birtist okkur að þessu sinni í mynd Bobby Fischers. Hann er rúmlega sextugur fangi í Japan, eftirlýstur af Bandaríkjastjórn fyrir óljósar sakir. Því er borið við að glæpur hans sé að hafa brotið viðskiptabann gegn Serbum árið 1992 þegar hann tefldi við Spasskí í Belgdrad en sennilegra er að raunveruleg sök hans felist í hatursfullu tali um gyðinga; raunar er ráðgáta hvernig Bandaríkjamönnum hefur farnast við þennan sérlundaða mann allt frá því að hann færði þeim á sínum tíma sjálft stolt Sovétstjórnarinnar, heimsmeistaratitilinn í skák. Davíð Oddsson minnti okkur á hvers vegna hann er svo ástsæll stjórnmálamaður: hann var í "svona-gera-menn-ekki"-hamnum – gerði það sem rétt er og hefur sóma af. Menn segja að þetta hafi verið leikur hjá honum til þess að draga athyglina frá umræðunni um Írak, skipun Júlíusar Hafstein í óljóst sendiherrrastarf, óbilgjarnar landakröfur Geirs Haarde – eða önnur málefni þar sem sjálfstæðismenn hafa farið halloka í umræðunni. Ég veit ekki. Bobby Fischer hefur eitthvert óútskýranlegt aðdráttarafl fyrir Íslendinga. Kannski er það hvað hann var dónalegur þegar hann kom hingað 1972, gagnstætt Boris Spasskí sem lauk lofsorði á allt það sem við þráðum að heyra lofsorði lokið á. Fischer mátti ekkert vera að slíku hjali, var sennilega sá fyrsti sem hingað kom og sýndi attítúd. Meira að segja þegar fyrst kom upp sú hugmynd að bjóða honum hingað frá Japan sagði hann að hér væri allt of eyðilegt og kalt. Kannski eru Íslendingar enn að spyrja Bobby Fischer: How do you like Iceland, úr því að hann hefur enn ekki svarað spurningunni rétt... Hann er kynlegur kvistur. Og passar hér vel. Kannski hann endi sem forsetaframbjóðandi eins og allir skrýtnir menn hér verða. Hér er pláss fyrir einkennilega menn, sem segja skrýtna hluti – hann yrði ekki eini vitleysingurinn, eins og Davíð orðaði það. Íslendingar hafa löngum sóst eftir samneyti við einkennilega menn til þess að geta síðar sagt af þeim sögur, á borð við þær sem Sigurjón Egilsson skrifar stundum hér í Fréttablaðið. Bobby Fischer verður áreiðanlega umsetinn áfjáðum verðandi sagnamönnum ef af hingaðkomu hans verður. Davíð var ekki að draga athygli frá neinni óhæfu þegar hann bauð Bobby Fischer hingað – þvert á móti: boðið dregur athygli að óhæfu, þeim endemislögum um útlendinga sem Björn Bjarnason stóð fyrir og lét setja eftir dönskum fyrirmyndum, en Íslendingar ættu nú að vita allt um ríkjandi viðhorf þar í landi til annarra þjóða. Um leið og rausnarboðið til Bobby Fischers kom urðum við vitni að sérlega raunalegu dæmi um það hvernig þessi ótrúlegu lög virka í raun og veru: nýgiftum Úkraínumanni, sem á foreldra hér á landi, er nú vísað úr landi vegna þess að hann er ekki orðinn tuttugu og fjögurra ár. Fagnaðarerindið birtist okkur líka í þeim manni – ekki sem klapp á sæla og sadda eigin samvisku, heldur sem krafa um lifandi mennsku, vakandi kærleika, forvitni og velvild í stað tortryggni og fjandsemi. Sérhver maður sem hingað leitar, í nauð eða leit að tilveru – á heimtingu á sérmeðferð, rétt eins og Bobby Fischer fékk. Sem stendur eru allir fyrirfram grunaðir um græsku og sjálfkrafa neitað. Íslendingar stóðu sig afar vel við móttöku flóttamannahópa í ráðherratíð Páls Péturssonar, sem nú hefur fengið verðuga viðurkenningu fyrir það, en af einhverjum ástæðum er öllum einstaklingum sem hingað leita eftir hæli markvisst vísað frá landinu. Þar með er ekki sagt að hver og einn eigi að fá sjálfkrafa landvistarleyfi – en allir umsækjendur eiga hins vegar skilið þá sérmeðferð að á mál þeirra sé litið og það vegið og metið í stað þess að fá vélrænt nei. Lög Björns eru raunar svo ströng að það virðast vera hálfgerð vandræði með að finna flöt á því að bjóða Bobby Fischer hingað. Ekki er að efa að þingmenn munu nú á nýju ári endurskoða þessi lög í ljósi vondrar reynslu – einkum hið furðulega aldurstakmark við tuttugu og fjögur ár – og verði þá minnugir þess að svona lög varða líf og örlög flóttafólks á borð við Jósep og Maríu og hljóta því að taka fyrst og fremst mið af fagnaðarerindinu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Fastir pennar Guðmundur Andri Thorsson Mest lesið Ráðherrann Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Hálft líf heimilislausra kvenna Kristín I. Pálsdóttir,Halldóra R. Guðmundsdóttir Skoðun Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann Skoðun Kosningasigur fyrir dýravernd Árni Stefán Árnason Skoðun Í morgun vöknuðum við á merkilegum tíma Silja Rún Friðriksdóttir Skoðun Langþreyttir kjósendur hafa tækifæri til breytinga Ásthildur Lóa Þórsdóttir Skoðun Félag áhugamanna um löggæslu Agnes Ósk Marzellíusardóttir Skoðun Er „woke-ismi“ genginn of langt? Tanja Mjöll Ísfjörð Magnúsdóttir Skoðun Vók er vont – frambjóðandi XL kærður til lögreglu Kári Allansson Skoðun Halldór 30.11.2024 Halldór
Fagnaðarerindið birtist okkur að þessu sinni í mynd Bobby Fischers. Hann er rúmlega sextugur fangi í Japan, eftirlýstur af Bandaríkjastjórn fyrir óljósar sakir. Því er borið við að glæpur hans sé að hafa brotið viðskiptabann gegn Serbum árið 1992 þegar hann tefldi við Spasskí í Belgdrad en sennilegra er að raunveruleg sök hans felist í hatursfullu tali um gyðinga; raunar er ráðgáta hvernig Bandaríkjamönnum hefur farnast við þennan sérlundaða mann allt frá því að hann færði þeim á sínum tíma sjálft stolt Sovétstjórnarinnar, heimsmeistaratitilinn í skák. Davíð Oddsson minnti okkur á hvers vegna hann er svo ástsæll stjórnmálamaður: hann var í "svona-gera-menn-ekki"-hamnum – gerði það sem rétt er og hefur sóma af. Menn segja að þetta hafi verið leikur hjá honum til þess að draga athyglina frá umræðunni um Írak, skipun Júlíusar Hafstein í óljóst sendiherrrastarf, óbilgjarnar landakröfur Geirs Haarde – eða önnur málefni þar sem sjálfstæðismenn hafa farið halloka í umræðunni. Ég veit ekki. Bobby Fischer hefur eitthvert óútskýranlegt aðdráttarafl fyrir Íslendinga. Kannski er það hvað hann var dónalegur þegar hann kom hingað 1972, gagnstætt Boris Spasskí sem lauk lofsorði á allt það sem við þráðum að heyra lofsorði lokið á. Fischer mátti ekkert vera að slíku hjali, var sennilega sá fyrsti sem hingað kom og sýndi attítúd. Meira að segja þegar fyrst kom upp sú hugmynd að bjóða honum hingað frá Japan sagði hann að hér væri allt of eyðilegt og kalt. Kannski eru Íslendingar enn að spyrja Bobby Fischer: How do you like Iceland, úr því að hann hefur enn ekki svarað spurningunni rétt... Hann er kynlegur kvistur. Og passar hér vel. Kannski hann endi sem forsetaframbjóðandi eins og allir skrýtnir menn hér verða. Hér er pláss fyrir einkennilega menn, sem segja skrýtna hluti – hann yrði ekki eini vitleysingurinn, eins og Davíð orðaði það. Íslendingar hafa löngum sóst eftir samneyti við einkennilega menn til þess að geta síðar sagt af þeim sögur, á borð við þær sem Sigurjón Egilsson skrifar stundum hér í Fréttablaðið. Bobby Fischer verður áreiðanlega umsetinn áfjáðum verðandi sagnamönnum ef af hingaðkomu hans verður. Davíð var ekki að draga athygli frá neinni óhæfu þegar hann bauð Bobby Fischer hingað – þvert á móti: boðið dregur athygli að óhæfu, þeim endemislögum um útlendinga sem Björn Bjarnason stóð fyrir og lét setja eftir dönskum fyrirmyndum, en Íslendingar ættu nú að vita allt um ríkjandi viðhorf þar í landi til annarra þjóða. Um leið og rausnarboðið til Bobby Fischers kom urðum við vitni að sérlega raunalegu dæmi um það hvernig þessi ótrúlegu lög virka í raun og veru: nýgiftum Úkraínumanni, sem á foreldra hér á landi, er nú vísað úr landi vegna þess að hann er ekki orðinn tuttugu og fjögurra ár. Fagnaðarerindið birtist okkur líka í þeim manni – ekki sem klapp á sæla og sadda eigin samvisku, heldur sem krafa um lifandi mennsku, vakandi kærleika, forvitni og velvild í stað tortryggni og fjandsemi. Sérhver maður sem hingað leitar, í nauð eða leit að tilveru – á heimtingu á sérmeðferð, rétt eins og Bobby Fischer fékk. Sem stendur eru allir fyrirfram grunaðir um græsku og sjálfkrafa neitað. Íslendingar stóðu sig afar vel við móttöku flóttamannahópa í ráðherratíð Páls Péturssonar, sem nú hefur fengið verðuga viðurkenningu fyrir það, en af einhverjum ástæðum er öllum einstaklingum sem hingað leita eftir hæli markvisst vísað frá landinu. Þar með er ekki sagt að hver og einn eigi að fá sjálfkrafa landvistarleyfi – en allir umsækjendur eiga hins vegar skilið þá sérmeðferð að á mál þeirra sé litið og það vegið og metið í stað þess að fá vélrænt nei. Lög Björns eru raunar svo ströng að það virðast vera hálfgerð vandræði með að finna flöt á því að bjóða Bobby Fischer hingað. Ekki er að efa að þingmenn munu nú á nýju ári endurskoða þessi lög í ljósi vondrar reynslu – einkum hið furðulega aldurstakmark við tuttugu og fjögur ár – og verði þá minnugir þess að svona lög varða líf og örlög flóttafólks á borð við Jósep og Maríu og hljóta því að taka fyrst og fremst mið af fagnaðarerindinu.
Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann Skoðun
Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann Skoðun