Kalkúnn með salvíu og blóðbergi 22. desember 2004 00:01 Kalkúnn er kannski engin villibráð en samt er hann mjög hátíðlegur matur. Það er bæði auðvelt og gaman að elda stóran fugl handa mörgu fólki og ef rétt er farið með hráefnið bregðast bragðgæðin ekki.1 kalkúnn 4-5 kg100 g smjör eða smjörvi2 msk. salvía (þurrkuð eða fersk)1 msk. blóðberg (þurrkað eða ferskt)Salt og pipar1 pera2 stilkar sellerí1 laukur2 hvítlauksgeirar Ef kalkúnninn er frosinn látið hann þá þiðna í ísskáp og gerið ráð fyrir um tveimur sólarhringum í þiðnunina. Þegar fuglinn hefur þiðnað skolið hann vel og þerrið að utan og innan. Blandið salti og pipar (um 1/2 tsk. af hvoru) og kryddjurtunum saman við mjúkt smjörið. Dreifið þá megninu (ca 2/3) af kryddsmjörinu jafnt yfir kalkúnsbringuna undir skinnið. Áður en þetta er gert er nauðsynlegt að losa skinnið varlega frá bringu fuglsins. Vinnið frá hálsi og aftur. Nuddið afganginum af smjörinu utan á allan fuglinn. Skerið peru, sellerí og lauk í grófa bita og fyllið fuglinn með þessu ásamt hvítlauksgeirum. Látið kalkúninn í ofninn á léttsmurða bökunargrind þannig að bringan snúi upp. Látið bökunarskúffu undir til að taka við safanum. Kalkúnninn er bakaður við 150 gráður í um 40 mínútur á hvert kíló eða þangað til kjöthitamælirinn sýnir 90 gráður. Ausið soðinu úr ofnskúffunni yfir fuglinn á 30 mínútna fresti. Þegar kalkúnninn er fulleldaður takið hann út úr ofninum og látið standa í 20 mínútur áður en hann er borinn á borð. Skreytið með plómum og hnetum. Flest algengt hátíðarmeðlæti passar vel með kalkún, sérstaklega þó sætar kartöflur, rauðkál og waldorf salat. Mörgum finnst brauðfylling og trönuberjasulta algerlega ómissandi. Kalkúnn Uppskriftir Mest lesið Er bókstaflega skíthrædd Lífið Krakkatían: Kosningar, fiskar og göng Lífið Dillaði sér við lag úr áramótaskaupi 2013 Lífið Sigmundur taki stríðnina alla leið Lífið „Álagið er þessi fjarvera“ Lífið Fréttatían: Kosningar, verðbólga og körfubolti Lífið Uppáhalds jólalögin: Munkadjamm og jólaleg sambandsslit Tónlist Kosningamaskína hafi nálgast soninn í gegnum Smitten Lífið Kosningakviss: El Classico þegar turnarnir tveir mættust Lífið Kappleikar 2024: Bara tveir héldu með Donald Trump Lífið
Kalkúnn er kannski engin villibráð en samt er hann mjög hátíðlegur matur. Það er bæði auðvelt og gaman að elda stóran fugl handa mörgu fólki og ef rétt er farið með hráefnið bregðast bragðgæðin ekki.1 kalkúnn 4-5 kg100 g smjör eða smjörvi2 msk. salvía (þurrkuð eða fersk)1 msk. blóðberg (þurrkað eða ferskt)Salt og pipar1 pera2 stilkar sellerí1 laukur2 hvítlauksgeirar Ef kalkúnninn er frosinn látið hann þá þiðna í ísskáp og gerið ráð fyrir um tveimur sólarhringum í þiðnunina. Þegar fuglinn hefur þiðnað skolið hann vel og þerrið að utan og innan. Blandið salti og pipar (um 1/2 tsk. af hvoru) og kryddjurtunum saman við mjúkt smjörið. Dreifið þá megninu (ca 2/3) af kryddsmjörinu jafnt yfir kalkúnsbringuna undir skinnið. Áður en þetta er gert er nauðsynlegt að losa skinnið varlega frá bringu fuglsins. Vinnið frá hálsi og aftur. Nuddið afganginum af smjörinu utan á allan fuglinn. Skerið peru, sellerí og lauk í grófa bita og fyllið fuglinn með þessu ásamt hvítlauksgeirum. Látið kalkúninn í ofninn á léttsmurða bökunargrind þannig að bringan snúi upp. Látið bökunarskúffu undir til að taka við safanum. Kalkúnninn er bakaður við 150 gráður í um 40 mínútur á hvert kíló eða þangað til kjöthitamælirinn sýnir 90 gráður. Ausið soðinu úr ofnskúffunni yfir fuglinn á 30 mínútna fresti. Þegar kalkúnninn er fulleldaður takið hann út úr ofninum og látið standa í 20 mínútur áður en hann er borinn á borð. Skreytið með plómum og hnetum. Flest algengt hátíðarmeðlæti passar vel með kalkún, sérstaklega þó sætar kartöflur, rauðkál og waldorf salat. Mörgum finnst brauðfylling og trönuberjasulta algerlega ómissandi.
Kalkúnn Uppskriftir Mest lesið Er bókstaflega skíthrædd Lífið Krakkatían: Kosningar, fiskar og göng Lífið Dillaði sér við lag úr áramótaskaupi 2013 Lífið Sigmundur taki stríðnina alla leið Lífið „Álagið er þessi fjarvera“ Lífið Fréttatían: Kosningar, verðbólga og körfubolti Lífið Uppáhalds jólalögin: Munkadjamm og jólaleg sambandsslit Tónlist Kosningamaskína hafi nálgast soninn í gegnum Smitten Lífið Kosningakviss: El Classico þegar turnarnir tveir mættust Lífið Kappleikar 2024: Bara tveir héldu með Donald Trump Lífið