Slæmt að þagnarskylda skuli rofin 22. desember 2004 00:01 Skattrannsóknarstjóri hefur lokið rannsókn á Baugi og vísað ákveðnum þáttum skattrannsóknarinnar til Ríkislögreglustjóra. Það var Ríkislögreglustjóri sem vísaði málinu til Skattrannsóknarstjóra í fyrrahaust. Kristín Jóhannesdóttir, framkvæmdastjóri Gaums, segir slæmt að embættin hafi rofið þagnarskyldu. Lögreglurannsókn á Baugi hófst árið 2002 í framhaldi af kæru Jóns Geralds Sullenbergers í lok ágúst það ár. Skömmu seinna var gerð húsleit í höfuðstöðvum SMS í Færeyjum sem Baugur átti þá helming í. Litlu seinna sendi Ríkislögreglustjóri gögn úr húsleitinni til Skattrannsóknarstjóra vegna gruns um að skattalög hefðu verið brotin. Í framhaldi af því gerði Skattrannsóknarstjóri húsleit í skrifstofum Baugs og fjárfestingarfélaginu Gaumi. Í vor aflaði lögreglan upplýsinga um viðskipti tengd Baugi Group og Gaumi sem eiga stóran hlut í Baugi, hjá Kaupthing Bank SA í Lúxemborg. Skattrannsóknarstjóri afhenti svo forsvarsmönnum Baugs drög að skýrslu í júní og gaf þriggja vikna andmælafrest. Um miðjan síðasta mánuð var síðan tekin ákvörðun um að senda hluta rannsóknarinnar Ríkislögreglustjóra til meðferðar, en það er gert ef grunur er uppi um sérlega stórfelld og alvarleg brot. Forsvarsmenn Baugs saka Ríkislögreglustjóra og Skattrannsóknarstjóra um að rjúfa þagnarskyldu og segja tímasetninguna athyglisverða, ekki síst þar sem upphaf lögreglurannsóknarinnar og húsleitin á sínum tíma setti kaup félagsins á Arcadia í uppnám haustið 2002 og ekkert varð af viðskiptunum. Fréttirnar núna koma í kjölfar þess að á föstudag gerði Baugur formlegt yfirtökutilboð í bresku matvörukeðjuna Big Food Group ásamt fleiri fjárfestum. Jón H. Snorrason hjá Ríkislögreglustjóra vildi ekki tjá sig um málið á þessari stundu. Kristín Jóhannesdóttir hjá Gaumi staðfesti að ákveðin atriði hefðu verið send til Ríkislögreglustjóra. Hún vildi ekki staðfesta hvers eðlis þau væru eða hversu alvarleg hún teldi þau vera. Hún segir slæmt að embættin rjúfi þagnarskyldu um rannsóknina og tímasetningin sé sérkennileg. Fréttir Innlent Lög og regla Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Innlent Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Innlent Kennaraverkfalli frestað Innlent „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ Innlent Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Erlent Samtökin '78 kæra oddvita Lýðræðisflokksins Innlent Þessi mættu best og verst í þinginu Innlent Sakborningur í Elko-málinu líka grunaður um heimilisofbeldi Innlent Svona gullhnullungar finnast hvergi lengur nema í Grænlandi Innlent Æfing lögreglu og fíkniefnamál ollu misskilningi Innlent Fleiri fréttir Ísstífla hrannast upp í Ölfusá Önnin kláruð með eðlilegum hætti í MR Tæplega helmingi líst vel á Samfylkingu og Viðreisn í ríkisstjórn Kennaraverkföllum frestað og áhrif veðursins á kosningar Dynjandisheiði boðin út „á allra næstu dögum“ Miklar gleðifréttir og gott að fá nemendur og starfsfólk aftur í hús Samtökin '78 kæra oddvita Lýðræðisflokksins Svona verður kosningavaka Stöðvar 2 Næststærsta gosið hingað til Kennaraverkfalli frestað „Við setjum ekki líf og limi fólks í hættu til að flytja kjörgögn“ Tveir teknir með falin fíkniefni á leið til Ísafjarðar Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Engin kæra borist vegna upptakanna Svifryksmengun í borginni í dag og næstu daga Bein útsending: Fundur fólksins í Hörpu Óbreytt skólahald í Sunnulækjarskóla eftir helgi Ekkert D-vítamín í kæstum hákarli Fleiri gular viðvaranir á kjördag Slæm spá fjölgar þeim sem greitt hafa atkvæði Áframhaldandi gasmengun í Grindavík Margir greiða atkvæði utan kjörfundar fyrir austan Heilskimun Intuens enn til skoðunar hjá landlæknisembættinu Þyrla Landhelgisgæslunnar kölluð út vegna slyss í íshellaferð Æfing lögreglu og fíkniefnamál ollu misskilningi Þessi mættu best og verst í þinginu Sakborningur í Elko-málinu líka grunaður um heimilisofbeldi Um 173 milljónir króna á hvern fanga í nýju fangelsi á Stóra-Hrauni Stefnir enn í hríðarveður á Austfjörðum á kjördag Erfiðara að manna í frístund í austurhluta borgarinnar Sjá meira
Skattrannsóknarstjóri hefur lokið rannsókn á Baugi og vísað ákveðnum þáttum skattrannsóknarinnar til Ríkislögreglustjóra. Það var Ríkislögreglustjóri sem vísaði málinu til Skattrannsóknarstjóra í fyrrahaust. Kristín Jóhannesdóttir, framkvæmdastjóri Gaums, segir slæmt að embættin hafi rofið þagnarskyldu. Lögreglurannsókn á Baugi hófst árið 2002 í framhaldi af kæru Jóns Geralds Sullenbergers í lok ágúst það ár. Skömmu seinna var gerð húsleit í höfuðstöðvum SMS í Færeyjum sem Baugur átti þá helming í. Litlu seinna sendi Ríkislögreglustjóri gögn úr húsleitinni til Skattrannsóknarstjóra vegna gruns um að skattalög hefðu verið brotin. Í framhaldi af því gerði Skattrannsóknarstjóri húsleit í skrifstofum Baugs og fjárfestingarfélaginu Gaumi. Í vor aflaði lögreglan upplýsinga um viðskipti tengd Baugi Group og Gaumi sem eiga stóran hlut í Baugi, hjá Kaupthing Bank SA í Lúxemborg. Skattrannsóknarstjóri afhenti svo forsvarsmönnum Baugs drög að skýrslu í júní og gaf þriggja vikna andmælafrest. Um miðjan síðasta mánuð var síðan tekin ákvörðun um að senda hluta rannsóknarinnar Ríkislögreglustjóra til meðferðar, en það er gert ef grunur er uppi um sérlega stórfelld og alvarleg brot. Forsvarsmenn Baugs saka Ríkislögreglustjóra og Skattrannsóknarstjóra um að rjúfa þagnarskyldu og segja tímasetninguna athyglisverða, ekki síst þar sem upphaf lögreglurannsóknarinnar og húsleitin á sínum tíma setti kaup félagsins á Arcadia í uppnám haustið 2002 og ekkert varð af viðskiptunum. Fréttirnar núna koma í kjölfar þess að á föstudag gerði Baugur formlegt yfirtökutilboð í bresku matvörukeðjuna Big Food Group ásamt fleiri fjárfestum. Jón H. Snorrason hjá Ríkislögreglustjóra vildi ekki tjá sig um málið á þessari stundu. Kristín Jóhannesdóttir hjá Gaumi staðfesti að ákveðin atriði hefðu verið send til Ríkislögreglustjóra. Hún vildi ekki staðfesta hvers eðlis þau væru eða hversu alvarleg hún teldi þau vera. Hún segir slæmt að embættin rjúfi þagnarskyldu um rannsóknina og tímasetningin sé sérkennileg.
Fréttir Innlent Lög og regla Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Innlent Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Innlent Kennaraverkfalli frestað Innlent „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ Innlent Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Erlent Samtökin '78 kæra oddvita Lýðræðisflokksins Innlent Þessi mættu best og verst í þinginu Innlent Sakborningur í Elko-málinu líka grunaður um heimilisofbeldi Innlent Svona gullhnullungar finnast hvergi lengur nema í Grænlandi Innlent Æfing lögreglu og fíkniefnamál ollu misskilningi Innlent Fleiri fréttir Ísstífla hrannast upp í Ölfusá Önnin kláruð með eðlilegum hætti í MR Tæplega helmingi líst vel á Samfylkingu og Viðreisn í ríkisstjórn Kennaraverkföllum frestað og áhrif veðursins á kosningar Dynjandisheiði boðin út „á allra næstu dögum“ Miklar gleðifréttir og gott að fá nemendur og starfsfólk aftur í hús Samtökin '78 kæra oddvita Lýðræðisflokksins Svona verður kosningavaka Stöðvar 2 Næststærsta gosið hingað til Kennaraverkfalli frestað „Við setjum ekki líf og limi fólks í hættu til að flytja kjörgögn“ Tveir teknir með falin fíkniefni á leið til Ísafjarðar Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Engin kæra borist vegna upptakanna Svifryksmengun í borginni í dag og næstu daga Bein útsending: Fundur fólksins í Hörpu Óbreytt skólahald í Sunnulækjarskóla eftir helgi Ekkert D-vítamín í kæstum hákarli Fleiri gular viðvaranir á kjördag Slæm spá fjölgar þeim sem greitt hafa atkvæði Áframhaldandi gasmengun í Grindavík Margir greiða atkvæði utan kjörfundar fyrir austan Heilskimun Intuens enn til skoðunar hjá landlæknisembættinu Þyrla Landhelgisgæslunnar kölluð út vegna slyss í íshellaferð Æfing lögreglu og fíkniefnamál ollu misskilningi Þessi mættu best og verst í þinginu Sakborningur í Elko-málinu líka grunaður um heimilisofbeldi Um 173 milljónir króna á hvern fanga í nýju fangelsi á Stóra-Hrauni Stefnir enn í hríðarveður á Austfjörðum á kjördag Erfiðara að manna í frístund í austurhluta borgarinnar Sjá meira