Framferði Landsvirkjunar 7. nóvember 2005 06:00 Stjórnendur Landsvirkjunar virðast starfa eftir þeirri hugmynd að fyrirtækið sé nokkurs konar þjóðkirkja og það sé enn ríkistrú á Íslandi að orku skuli aflað með því að sökkva landssvæðum undir lón. Þetta hugarfar sást vel á þeim ótrúlegu áformum þessara manna að ætla sér að fara inn í grunnskóla landsins með sérútbúið kennsluefni til að koma börnum landsins í skilning um nauðsyn Kárahnjúkavirkjunar. Hingað til hafa Þjóðkirkjan og Umferðarráð haft slíkan aðgang að hugskotum íslenskra barna - og þykir mörgum nóg um slíkan áróður - og upp á síðkastið er íþróttaálfurinn mættur með gulræturnar sínar - en nú telja sem sé Landsvirkjunarmenn að fagnaðarerindi þeirra um hjálpræði stórvirkjana og uppistöðulóna eigi heima í flokki með fræðslu um Jesú og hætturnar í umferðinni og hollustu gulróta. Væntanlega eiga skólastjórar landsins eftir að senda þetta efni kurteislega til baka - eins og annað slíkt stórfyrirtækjakvabb - og foreldrar eiga það varla á hættu að fá einn góðan veðurdag heim úr skólanum lítið öfgafólk í virkjanamálum. Það er hins vegar sjálft oflætið í þessari furðulegu herferð á hendur íslenskum börnum sem óneitanlega vekur manni nokkurn ugg. Framferði Landsvirkjunar bendir til þess að þeir ríkisstarfsmenn - þjónar almennings - sem þar starfa hafi brenglaða sjálfsmynd. Enn eru þeir í óða önn að undirbúa Norðlingaöldulón jafnvel þótt allt mæli gegn þeirri framkvæmd og jafnvel þótt yfirgnæfandi meirihluti þjóðarinnar hafi lýst sig fylgjandi stækkun friðlandsins í Þjórsárverum. Um árabil stóð til að sökkva Þjórsárverum - aðrir möguleikar væru ekki í stöðunni - en settur umhverfisráðherra, Jón Kristjánsson, kvað upp þann úrskurð 2003 að lónið skyldi ekki skerða friðlandið og fylgdu með þær forsendur reiknaðar út af Verkfræðistofu Sigurðar Thoroddsen að um yrði að ræða 566 metra lón. Þessa tölu drógu Landsvirkjunarmenn strax í efa þó ekki væri nema til að fá að sökkva einhverju af friðlandinu, sennilega stoltsins vegna: þeir kröfðust þess að réttur skilningur á úrskurði ráðherra kvæði upp á 568 metra lón. Við fengum að heyra það í síðustu viku í Speglinum í Ríkisútvarpinu hvernig Landsvirkjunarmenn tóku fljótlega eftir úrskurð hins setta ráðherra að starfa á heimamönnum í Gnúpverjahreppi þar sem strandað hefur löngum á samþykki fyrir því að Landsvirkjun fari sínu fram, allt frá því að til stóð að sökkva öllum Þjórsárverum. Þeir boðuðu fundi á fundi ofan og þeir hringdu - kvölds og morgna - aftur og aftur og aftur - og vildu semja um nýjar forsendur: með öðrum orðum, þeir virtu ekki úrskurð ráðherrans. Erindi þessara eilífu fundahalda með bændum sem höfðu vitaskuld annað við tíma sinn að gera var að leiðrétta þann "misskilning" Gnúpverja að halda sig við 566 metrana sem ráðherra hafði haft sem forsendur síns úrskurðar. Eins og núverandi oddviti Gnúpverja, Aðalsteinn Guðmundsson, lýsti í Speglinum þessari fundaánauð var augljóst að Landsvirkjunarmenn voru að reyna að þreyta menn til uppgjafar. Og ljótar voru lýsingar Margrétar Steinþórsdóttur, ekkju Más heitins Haraldssonar fyrrum oddvita, á eilífum símtölum Landsvirkjunarmanna til bónda hennar sem þá var fársjúkur af krabbameini og þurfti á öðru að halda en nýjum og nýjum útskýringum á því að sannfæring hans um friðun Þjórsárvera væri byggð á "misskilningi". Landsvirkjun situr föst við sinn keip og leitar leiða til að ganga á Þjórsárver, neitar að semja frið við þjóðina í þessu máli. Og enn er ekki útséð um stækkun friðlandsins í Þjórsárverum, þrátt fyrir útskurð samvinnunefndar um miðhálendið frá því í ágúst þar sem lónum norðan friðlands Þjórsárvera var hafnað - þrátt fyrir eindreginn þjóðarvilja sem fram er kominn um þetta svæði - þrátt fyrir augljóst náttúruverndargildi svæðisins - þrátt fyrir alþjóðlegar skuldbindingar um verndun þess - þrátt fyrir einarða afstöðu Gnúpverja - þrátt fyrir deilurnar og sárin og klofninginn sem Kárahnjúkavirkjun vekur enn - þrátt fyrir aurinn sem fylla mun þetta lón á aðeins hundrað árum svo að ekki er hægt að tala hér um sjálfbæra framkvæmd - þrátt fyrir aðra virkjunarkosti - þrátt fyrir háhitasvæði - þrátt fyrir nýja tækni - í stuttu máli - þrátt fyrir allt - þá situr Landsvirkjun föst við sinn keip. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Guðmundur Andri Thorsson Skoðanir Mest lesið Ráðherrann Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Halldór 30.11.2024 Halldór Heimssýn úr músarholu – Gengur það? Ole Anton Bieltvedt Skoðun Félag áhugamanna um löggæslu Agnes Ósk Marzellíusardóttir Skoðun Innflytjendur eru blórabögglar Achola Otieno Skoðun Helvítis Píratarnir Unnar Þór Sæmundsson Skoðun Vók er vont – frambjóðandi XL kærður til lögreglu Kári Allansson Skoðun Að refsa eða treysta VG? Finnur Ricart Andrason Skoðun Er „woke-ismi“ genginn of langt? Tanja Mjöll Ísfjörð Magnúsdóttir Skoðun Eldra fólk þarf Jóhann Pál sem félagsmálaráðherra – nema kannski þeir auðugustu Viðar Eggertsson Skoðun
Stjórnendur Landsvirkjunar virðast starfa eftir þeirri hugmynd að fyrirtækið sé nokkurs konar þjóðkirkja og það sé enn ríkistrú á Íslandi að orku skuli aflað með því að sökkva landssvæðum undir lón. Þetta hugarfar sást vel á þeim ótrúlegu áformum þessara manna að ætla sér að fara inn í grunnskóla landsins með sérútbúið kennsluefni til að koma börnum landsins í skilning um nauðsyn Kárahnjúkavirkjunar. Hingað til hafa Þjóðkirkjan og Umferðarráð haft slíkan aðgang að hugskotum íslenskra barna - og þykir mörgum nóg um slíkan áróður - og upp á síðkastið er íþróttaálfurinn mættur með gulræturnar sínar - en nú telja sem sé Landsvirkjunarmenn að fagnaðarerindi þeirra um hjálpræði stórvirkjana og uppistöðulóna eigi heima í flokki með fræðslu um Jesú og hætturnar í umferðinni og hollustu gulróta. Væntanlega eiga skólastjórar landsins eftir að senda þetta efni kurteislega til baka - eins og annað slíkt stórfyrirtækjakvabb - og foreldrar eiga það varla á hættu að fá einn góðan veðurdag heim úr skólanum lítið öfgafólk í virkjanamálum. Það er hins vegar sjálft oflætið í þessari furðulegu herferð á hendur íslenskum börnum sem óneitanlega vekur manni nokkurn ugg. Framferði Landsvirkjunar bendir til þess að þeir ríkisstarfsmenn - þjónar almennings - sem þar starfa hafi brenglaða sjálfsmynd. Enn eru þeir í óða önn að undirbúa Norðlingaöldulón jafnvel þótt allt mæli gegn þeirri framkvæmd og jafnvel þótt yfirgnæfandi meirihluti þjóðarinnar hafi lýst sig fylgjandi stækkun friðlandsins í Þjórsárverum. Um árabil stóð til að sökkva Þjórsárverum - aðrir möguleikar væru ekki í stöðunni - en settur umhverfisráðherra, Jón Kristjánsson, kvað upp þann úrskurð 2003 að lónið skyldi ekki skerða friðlandið og fylgdu með þær forsendur reiknaðar út af Verkfræðistofu Sigurðar Thoroddsen að um yrði að ræða 566 metra lón. Þessa tölu drógu Landsvirkjunarmenn strax í efa þó ekki væri nema til að fá að sökkva einhverju af friðlandinu, sennilega stoltsins vegna: þeir kröfðust þess að réttur skilningur á úrskurði ráðherra kvæði upp á 568 metra lón. Við fengum að heyra það í síðustu viku í Speglinum í Ríkisútvarpinu hvernig Landsvirkjunarmenn tóku fljótlega eftir úrskurð hins setta ráðherra að starfa á heimamönnum í Gnúpverjahreppi þar sem strandað hefur löngum á samþykki fyrir því að Landsvirkjun fari sínu fram, allt frá því að til stóð að sökkva öllum Þjórsárverum. Þeir boðuðu fundi á fundi ofan og þeir hringdu - kvölds og morgna - aftur og aftur og aftur - og vildu semja um nýjar forsendur: með öðrum orðum, þeir virtu ekki úrskurð ráðherrans. Erindi þessara eilífu fundahalda með bændum sem höfðu vitaskuld annað við tíma sinn að gera var að leiðrétta þann "misskilning" Gnúpverja að halda sig við 566 metrana sem ráðherra hafði haft sem forsendur síns úrskurðar. Eins og núverandi oddviti Gnúpverja, Aðalsteinn Guðmundsson, lýsti í Speglinum þessari fundaánauð var augljóst að Landsvirkjunarmenn voru að reyna að þreyta menn til uppgjafar. Og ljótar voru lýsingar Margrétar Steinþórsdóttur, ekkju Más heitins Haraldssonar fyrrum oddvita, á eilífum símtölum Landsvirkjunarmanna til bónda hennar sem þá var fársjúkur af krabbameini og þurfti á öðru að halda en nýjum og nýjum útskýringum á því að sannfæring hans um friðun Þjórsárvera væri byggð á "misskilningi". Landsvirkjun situr föst við sinn keip og leitar leiða til að ganga á Þjórsárver, neitar að semja frið við þjóðina í þessu máli. Og enn er ekki útséð um stækkun friðlandsins í Þjórsárverum, þrátt fyrir útskurð samvinnunefndar um miðhálendið frá því í ágúst þar sem lónum norðan friðlands Þjórsárvera var hafnað - þrátt fyrir eindreginn þjóðarvilja sem fram er kominn um þetta svæði - þrátt fyrir augljóst náttúruverndargildi svæðisins - þrátt fyrir alþjóðlegar skuldbindingar um verndun þess - þrátt fyrir einarða afstöðu Gnúpverja - þrátt fyrir deilurnar og sárin og klofninginn sem Kárahnjúkavirkjun vekur enn - þrátt fyrir aurinn sem fylla mun þetta lón á aðeins hundrað árum svo að ekki er hægt að tala hér um sjálfbæra framkvæmd - þrátt fyrir aðra virkjunarkosti - þrátt fyrir háhitasvæði - þrátt fyrir nýja tækni - í stuttu máli - þrátt fyrir allt - þá situr Landsvirkjun föst við sinn keip.
Eldra fólk þarf Jóhann Pál sem félagsmálaráðherra – nema kannski þeir auðugustu Viðar Eggertsson Skoðun
Eldra fólk þarf Jóhann Pál sem félagsmálaráðherra – nema kannski þeir auðugustu Viðar Eggertsson Skoðun