Hvar liggur hundurinn grafinn? 29. nóvember 2005 05:00 Lög sem kveða á um jafna stöðu karla og kvenna og þar með launajafnrétti kynjanna hafa verið í gildi hér á Íslandi í áraraðir en þrátt fyrir lögin búum við enn í dag við sannanlegan kynbundinn launamun. Ítrekaðar kannanir leiða í ljós tug prósenta mun á almennum atvinnutekjum kynjanna og óskýranlegur kynbundinn launamun reiknast á bilinu 7 til 18 prósent konum í óhag. Lögin um fæðingarorlof voru mikilvægt skref í þá átt að styrkja stöðu kvenna á vinnumarkaði og til að jafna fjölskylduábyrgð foreldra. En því miður er hér enn viðvarandi óásættanlegur kynbundinn launamunur sem tvímælalaust er helsta baráttumál okkar í jafnréttismálum í dag. Í lögunum er fjallað um að konur og karlar eigi að njóta sömu launa og almennra kjara. Jafn verðmæt og sambærileg störf skulu lögð að jöfnu - óháð kyni þess er störfin innir af hendi. Hugur og hönd karla og kvenna eiga að vera jafn verðmæt. Þegar störf eru metin til launa verður að tryggja að kynin sitji við sama borð og það má ekki gleymast að það er ekkert í lögunum sem bannar tímabundnar sértækar aðgerðir til að ná settum jöfnuði. Sömu laun fyrir sambærileg og jafnverðmæt störf - hver er ekki sammála þeim grundvallarmannréttindum? Þegar ég velti fyrir mér þessum sjálfsögðu kröfum vakna ýmsar áleitnar spurningar. Hver og hvernig á að framfylgja núgildandi jafnréttislögum? Er tímabært að endurskoða þau, skýra og skerpa eða getum við náð fram markmiðum þeirra eftir nýjum leiðum? - Hver er ábyrgð atvinnurekenda, stéttarfélaga og launþega sjálfra? - Er lausnin sérstök starfsmatskerfi við launaákvarðanir? - Þarf að afnema launaleynd; hamlar hún framgangi laganna um jöfn kjör kynjanna? - Er löggjöfin á Íslandi í samræmi við sambærilega löggjöf í Evrópusambandinu? - Liggur hundurinn grafinn hjá okkur konum? - Kemur hér til mismundandi sjálfsímynd og gildismat kynjanna? - Er lausnin að draga úr kynbundnum vinnumarkaði; og ef svo er hvaða leiðir eru þá færar? - Er hægt að nýta kjarasamninga betur til þess að ná fram launajafnrétti? - Er farið framhjá jafnréttislögum við gerð ráðningasamninga og í launasamtölum starfsmanna og vinnuveitenda? - Er lausnin sú að hamra enn frekar á nauðsyn þess að fyrirtæki og stofnanir setji sér virkar jafnréttisáætlanir? - Geta svörin við þessum spurningum fært okkur nær því sem liggur að baki launamun kynjanna og þar með fært okkur skrefinu nær settu marki? Æ algengara er að starfsmenn á almennum vinnumarkaði semji beint við vinnuveitendur um kaup og kjör. Umsamdir launataxtar stéttarfélaga og viðsemjenda eru því í raun lágmarksviðmið. Í fyrrgreindum lögum um launajafnrétti er talað um sömu laun fyrir jafn verðmæt og sambærileg störf. Vandinn er að verðleggja og bera saman ólík störf. Hvaða störf eru jafnverðmæt? Hér kemur til ráðandi gildismat í samfélaginu, hefðir og venjur. Við vitum að störf sem unnin eru fyrst og fremst af körlum vega þyngra í samanburði en hefðbundin kvennastörf. Mælistikan er inngróin í samfélagið, konur jafnt sem karla. Kona semur um lægri laun en karlkyns samstarfsmaður hennar sem vinnur sama eða sambærilegt starf og oftar en ekki er konan grandalaus um kjör samstarfsmannsins. Því má segja að það séu aðeins æðstu stjórnendur sem hafa raunverulega heildarmynd af launadreifingu í fyrirtækjum og stofnunum. Það er athyglisvert að fylgjast með starfsmatskerfum sem notuð eru hér á landi. Mér finnst áhugavert og nauðsynlegt að kanna hvort dregið hafi úr kynbundnum launamun þar sem starfsmatskerfi eru notuð. En eitt af markmiðum með því að meta störf starfsmanna með eins hlutlausum hætti og starfsmatskerfin bjóða upp á var einmitt að draga úr kynbundnum launamun og framfylgja þar með lögum um launajafnrétti. Íslenskur vinnumarkaður er mjög kynskiptur og kynin lifa í tveimur ólíkum heimum og viðmiðin hvað varðar launakjör allt önnur. Það er mín tilfinning að konur beri sig almennt lítið sem ekkert saman við karlavinnustaði. Ég þarf ekki að fara mörgum orðum um "kvennastörf" og "karlastörf", störf sem snúa að menntun, uppeldi og ummönnun og störf þar sem verið er að sýsla með peninga og vélar. Því þarf að vinna markvisst að jafnréttisfræðslu og náms- og starfsfræðslu meðal ungs fólks. Einnig þarf að kynna ólík störf í samfélaginu á öllum skólastigum. Það þarf að vinna markvisst gegn fordómum, benda á fyrirmyndir og leggja fyrir nemendur áhugasviðskannanir. Ekki má gleyma því hve konur hafa lítil völd og áhrif á íslenskum vinnumarkaði. Ég vil trúa því að ef fleiri konur sætu við stjórnvölinn í fyrirtækjum og stofnunum, sætu í áhrifamiklum nefndum og ráðum hefði það áhrif til launajöfnunar. Því er það forgangsmál að fjölga konum í ábyrgðarstörfum og koma þar með skoðunum þeirra og viðhorfum inn á stjórnarfundi og að þeim borðum þar sem ákvarðanir um mannaráðningar og kaup og kjör eru teknar. Auðvitað hafa stjórnvöld ákveðna upplýsinga- og eftirlitsskyldu. Nú á að endurtaka könnun sem gerð var 1995 á launamyndun og kynbundnum launamun. Kannaðir verða eins og áður þættir sem hafa áhrif á laun og starfsframa kvenna og karla. Einnig á að kanna sérstaklega áhrif nýrra foreldraorlofslaga. Undirbúningsvinna er hafin og er Jafnréttisráð samstarfsaðili Félagsmálaráðuneytis í báðum þessum verkefnum. Félagsmálaráðherra hefur sett á laggirnar vinnuhóp sem á að forma grunn að "jafnréttisvottun" fyrir fyrirtæki og stofnanir. Ég bind vonir við þessa hugmynd enda ætti það að vera keppikefli stjórnenda að fá slíka vottun. Síðar í vetur hefur Jafnréttisráð áformað að kanna sérstaklega hve oft fólk skiptir um störf. Það er áhugavert að kanna hvað liggi að baki því að fólk færir sig á milli vinnustaða. Sérstaklega þarf að skoða hvort munur sé á milli kynja. Spila hér fyrst og fremst inn í betri kaup og kjör, starfsframi eða vinnutími? Með vorinu kemur Jafnréttisráð til með að kynna niðurstöður þessarar vinnu. Höfundur er formaður Jafnréttisráðs. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðanir Skoðun Mest lesið Ráðherrann Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Heimssýn úr músarholu – Gengur það? Ole Anton Bieltvedt Skoðun Halldór 30.11.2024 Halldór Félag áhugamanna um löggæslu Agnes Ósk Marzellíusardóttir Skoðun Innflytjendur eru blórabögglar Achola Otieno Skoðun Helvítis Píratarnir Unnar Þór Sæmundsson Skoðun Vók er vont – frambjóðandi XL kærður til lögreglu Kári Allansson Skoðun Að refsa eða treysta VG? Finnur Ricart Andrason Skoðun Eldra fólk þarf Jóhann Pál sem félagsmálaráðherra – nema kannski þeir auðugustu Viðar Eggertsson Skoðun Er „woke-ismi“ genginn of langt? Tanja Mjöll Ísfjörð Magnúsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Heimssýn úr músarholu – Gengur það? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Ísland sé frjálst meðan sól gyllir haf Guðbjörg Elísa Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Að refsa eða treysta VG? Finnur Ricart Andrason skrifar Skoðun Innflytjendur eru blórabögglar Achola Otieno skrifar Skoðun Bað- og búningsklefar okkar kvenna Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar Skoðun Stórkostleg tímaskekkja Sigrún Perla Gísladóttir skrifar Skoðun Vinstri græn - þrátt fyrir þverpólitíska ríkisstjórn Aðalbjörg Ísafold Þorkelsdóttir skrifar Skoðun Félag áhugamanna um löggæslu Agnes Ósk Marzellíusardóttir skrifar Skoðun Kosningalimran 2024 Arnar Ingi Ingason,Freyr Snorrason skrifar Skoðun Viðreisn ætlar að forgangsraða – nýta skattfé miklu betur Þorvaldur Ingi Jónsson skrifar Skoðun Sigrar vinnast – spár bregðast Þorvaldur Örn Árnason skrifar Skoðun Af hverju Viðreisn? Eva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Pólitískar ofsóknir í aðdraganda Alþingiskosninga Eldur S. Kristinsson skrifar Skoðun Talk about timing – degi fyrir kjördag Yngvi Sighvatsson skrifar Skoðun Hjarta og sál Heiðdís Geirsdóttir skrifar Skoðun ESB andstæðingar blekkja Íslendinga Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn: Fyrir budduna þína og framtíðina Gísli Stefánsson skrifar Skoðun Eldra fólk þarf Jóhann Pál sem félagsmálaráðherra – nema kannski þeir auðugustu Viðar Eggertsson skrifar Skoðun Að mynda ríkisstjórn - skipulagt val til vinstri Hlynur Már Ragnheiðarson skrifar Skoðun Viðreisn: öfgalaus nálgun fyrir öfgalaust samfélag Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Kleppur er víða Ragnheiður Kristín Finnbogadóttir skrifar Skoðun Að geta lesið sér mennsku til gagns Diljá Ámundadóttir Zoëga skrifar Skoðun Börðust afar okkar til einskis í Þorskastríðinu? Hugleiðing um ESB Haukur Ingi S. Jónsson skrifar Skoðun Á ferð um Norðvesturkjördæmi Arna Lára Jónsdóttir,Hannes Sigurbjörn Jónsson,Jóhanna Ösp Einarsdóttir,Magnús Eðvaldsson skrifar Skoðun Stöndum vörð um íslenska fjölmiðla Óli Valur Pétursson skrifar Skoðun Lögfestum félagsmiðstöðvar Guðmundur Ari Sigurjónsson,Friðmey Jónsdóttir skrifar Skoðun Flokkar sem vara við sjálfum sér Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Hver bjó til ehf-gat? Sigríður Á. Andersen skrifar Skoðun Lausnir eða kyrrstaða í húsnæðismálum Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Aðventan – njóta eða þjóta? Hrund Þrándardóttir skrifar Sjá meira
Lög sem kveða á um jafna stöðu karla og kvenna og þar með launajafnrétti kynjanna hafa verið í gildi hér á Íslandi í áraraðir en þrátt fyrir lögin búum við enn í dag við sannanlegan kynbundinn launamun. Ítrekaðar kannanir leiða í ljós tug prósenta mun á almennum atvinnutekjum kynjanna og óskýranlegur kynbundinn launamun reiknast á bilinu 7 til 18 prósent konum í óhag. Lögin um fæðingarorlof voru mikilvægt skref í þá átt að styrkja stöðu kvenna á vinnumarkaði og til að jafna fjölskylduábyrgð foreldra. En því miður er hér enn viðvarandi óásættanlegur kynbundinn launamunur sem tvímælalaust er helsta baráttumál okkar í jafnréttismálum í dag. Í lögunum er fjallað um að konur og karlar eigi að njóta sömu launa og almennra kjara. Jafn verðmæt og sambærileg störf skulu lögð að jöfnu - óháð kyni þess er störfin innir af hendi. Hugur og hönd karla og kvenna eiga að vera jafn verðmæt. Þegar störf eru metin til launa verður að tryggja að kynin sitji við sama borð og það má ekki gleymast að það er ekkert í lögunum sem bannar tímabundnar sértækar aðgerðir til að ná settum jöfnuði. Sömu laun fyrir sambærileg og jafnverðmæt störf - hver er ekki sammála þeim grundvallarmannréttindum? Þegar ég velti fyrir mér þessum sjálfsögðu kröfum vakna ýmsar áleitnar spurningar. Hver og hvernig á að framfylgja núgildandi jafnréttislögum? Er tímabært að endurskoða þau, skýra og skerpa eða getum við náð fram markmiðum þeirra eftir nýjum leiðum? - Hver er ábyrgð atvinnurekenda, stéttarfélaga og launþega sjálfra? - Er lausnin sérstök starfsmatskerfi við launaákvarðanir? - Þarf að afnema launaleynd; hamlar hún framgangi laganna um jöfn kjör kynjanna? - Er löggjöfin á Íslandi í samræmi við sambærilega löggjöf í Evrópusambandinu? - Liggur hundurinn grafinn hjá okkur konum? - Kemur hér til mismundandi sjálfsímynd og gildismat kynjanna? - Er lausnin að draga úr kynbundnum vinnumarkaði; og ef svo er hvaða leiðir eru þá færar? - Er hægt að nýta kjarasamninga betur til þess að ná fram launajafnrétti? - Er farið framhjá jafnréttislögum við gerð ráðningasamninga og í launasamtölum starfsmanna og vinnuveitenda? - Er lausnin sú að hamra enn frekar á nauðsyn þess að fyrirtæki og stofnanir setji sér virkar jafnréttisáætlanir? - Geta svörin við þessum spurningum fært okkur nær því sem liggur að baki launamun kynjanna og þar með fært okkur skrefinu nær settu marki? Æ algengara er að starfsmenn á almennum vinnumarkaði semji beint við vinnuveitendur um kaup og kjör. Umsamdir launataxtar stéttarfélaga og viðsemjenda eru því í raun lágmarksviðmið. Í fyrrgreindum lögum um launajafnrétti er talað um sömu laun fyrir jafn verðmæt og sambærileg störf. Vandinn er að verðleggja og bera saman ólík störf. Hvaða störf eru jafnverðmæt? Hér kemur til ráðandi gildismat í samfélaginu, hefðir og venjur. Við vitum að störf sem unnin eru fyrst og fremst af körlum vega þyngra í samanburði en hefðbundin kvennastörf. Mælistikan er inngróin í samfélagið, konur jafnt sem karla. Kona semur um lægri laun en karlkyns samstarfsmaður hennar sem vinnur sama eða sambærilegt starf og oftar en ekki er konan grandalaus um kjör samstarfsmannsins. Því má segja að það séu aðeins æðstu stjórnendur sem hafa raunverulega heildarmynd af launadreifingu í fyrirtækjum og stofnunum. Það er athyglisvert að fylgjast með starfsmatskerfum sem notuð eru hér á landi. Mér finnst áhugavert og nauðsynlegt að kanna hvort dregið hafi úr kynbundnum launamun þar sem starfsmatskerfi eru notuð. En eitt af markmiðum með því að meta störf starfsmanna með eins hlutlausum hætti og starfsmatskerfin bjóða upp á var einmitt að draga úr kynbundnum launamun og framfylgja þar með lögum um launajafnrétti. Íslenskur vinnumarkaður er mjög kynskiptur og kynin lifa í tveimur ólíkum heimum og viðmiðin hvað varðar launakjör allt önnur. Það er mín tilfinning að konur beri sig almennt lítið sem ekkert saman við karlavinnustaði. Ég þarf ekki að fara mörgum orðum um "kvennastörf" og "karlastörf", störf sem snúa að menntun, uppeldi og ummönnun og störf þar sem verið er að sýsla með peninga og vélar. Því þarf að vinna markvisst að jafnréttisfræðslu og náms- og starfsfræðslu meðal ungs fólks. Einnig þarf að kynna ólík störf í samfélaginu á öllum skólastigum. Það þarf að vinna markvisst gegn fordómum, benda á fyrirmyndir og leggja fyrir nemendur áhugasviðskannanir. Ekki má gleyma því hve konur hafa lítil völd og áhrif á íslenskum vinnumarkaði. Ég vil trúa því að ef fleiri konur sætu við stjórnvölinn í fyrirtækjum og stofnunum, sætu í áhrifamiklum nefndum og ráðum hefði það áhrif til launajöfnunar. Því er það forgangsmál að fjölga konum í ábyrgðarstörfum og koma þar með skoðunum þeirra og viðhorfum inn á stjórnarfundi og að þeim borðum þar sem ákvarðanir um mannaráðningar og kaup og kjör eru teknar. Auðvitað hafa stjórnvöld ákveðna upplýsinga- og eftirlitsskyldu. Nú á að endurtaka könnun sem gerð var 1995 á launamyndun og kynbundnum launamun. Kannaðir verða eins og áður þættir sem hafa áhrif á laun og starfsframa kvenna og karla. Einnig á að kanna sérstaklega áhrif nýrra foreldraorlofslaga. Undirbúningsvinna er hafin og er Jafnréttisráð samstarfsaðili Félagsmálaráðuneytis í báðum þessum verkefnum. Félagsmálaráðherra hefur sett á laggirnar vinnuhóp sem á að forma grunn að "jafnréttisvottun" fyrir fyrirtæki og stofnanir. Ég bind vonir við þessa hugmynd enda ætti það að vera keppikefli stjórnenda að fá slíka vottun. Síðar í vetur hefur Jafnréttisráð áformað að kanna sérstaklega hve oft fólk skiptir um störf. Það er áhugavert að kanna hvað liggi að baki því að fólk færir sig á milli vinnustaða. Sérstaklega þarf að skoða hvort munur sé á milli kynja. Spila hér fyrst og fremst inn í betri kaup og kjör, starfsframi eða vinnutími? Með vorinu kemur Jafnréttisráð til með að kynna niðurstöður þessarar vinnu. Höfundur er formaður Jafnréttisráðs.
Eldra fólk þarf Jóhann Pál sem félagsmálaráðherra – nema kannski þeir auðugustu Viðar Eggertsson Skoðun
Skoðun Eldra fólk þarf Jóhann Pál sem félagsmálaráðherra – nema kannski þeir auðugustu Viðar Eggertsson skrifar
Skoðun Börðust afar okkar til einskis í Þorskastríðinu? Hugleiðing um ESB Haukur Ingi S. Jónsson skrifar
Skoðun Á ferð um Norðvesturkjördæmi Arna Lára Jónsdóttir,Hannes Sigurbjörn Jónsson,Jóhanna Ösp Einarsdóttir,Magnús Eðvaldsson skrifar
Eldra fólk þarf Jóhann Pál sem félagsmálaráðherra – nema kannski þeir auðugustu Viðar Eggertsson Skoðun