Hver sér um börnin? 5. janúar 2005 00:01 Flestir foreldrar eru útivinnandi og börn eru í dagvist meira og minna frá 6 mánaða aldri í 9 klukkustundir á dag. Þetta er mörgum áhyggjuefni. Ekki er hægt að efast um að samvist barna við foreldra sína er allt annars eðlis heldur en við kennara eða aðra gæsluaðila og spurning er hvort þeir örfáu klukkutímar sem foreldrar og börn fái saman sé nægilegur tími. Erfitt er að svara þeirri spurningu þar sem að vissu leyti er þetta staða sem er nýtilkomin, því ekki þarf að fara langt aftur í tímann til að sjá allt aðra hætti. Þá voru börn meðal annars mikið til hálfan daginn á leikskóla og mæður þá heimavinnandi eða í vinnu hálfan daginn. Vissulega var það jafnréttisbaráttan sem breytti mörgu en stigið er á hálan ís ef fara á að kenna henni alfarið um. Jafnvel má líta á hana sem framfaraskref þar sem feðrum er gefið tækifæri til að vera aðilinn sem sér um heimili og börn án þess að það þyki á nokkurn hátt óeðlilegt. Ríkjandi viðhorf um lífsstíl leggja þær kröfur á hina fullorðnu að sinna líkamsrækt, eiga fallegt heimili, vera smart, eiga góða vini, njóta skemmtunar og stefna að starfsframa. Ekki er víst að jafnréttisbaráttan hafi hrint af stað þessum kröfum, því einnig má merkja gífurlega áherslu á frelsi einstaklingins á síðustu árum. Hinsvegar er það spurning hvort samfélagslega sé hægt að líta á barnafjölskyldu sem hóp einstaklinga því athafnir eins aðila í fjölskyldunni hafa alltaf áhrif á hina. Og ef til vill er kominn tími til að leggja áherslu á frelsi fjölskyldunnar? En frelsi virðist ætíð koma á kostnað frelsis og spurning er hverju á að fórna til að fjölskyldan komist í forgang. Börnin eyða mestum tíma sínum í umsjá kennara eða gæsluaðila. Aftur á móti má ekki gleyma því að nálægð við aðra manneskju sækja þau yfirleitt í félagsskap við jafnaldra sína og í raun eru börnin oftast með öðrum börnum, sem er alls ekki slæmt. Hinsvegar eru börn börn og þurfa á foreldrum að halda, það er ekkert flóknara en það. Rannsóknir hafa jafnvel sýnt að helsta fyrirmynd barna eru foreldrar þeirra en ekki kennarar, þó svo kennarinnn sé sá sem kennir þeim eitt og annað þá er lexían um að vera maður falin foreldrum. Að mörgu leyti er foreldrum gert erfitt fyrir, fjölmiðlar eiga greiða leið að heimilinu og foreldrar eru ekki með börnum sínum öllum stundum. Þegar heim er komið eftir langan vinnudag setjast börnin framan við sjónvarpið eða tölvuna og una sér þar löngum stundum. Foreldrar geta ekki treyst á að það efni sem er í boði í sjónvarpinu á þeim tíma sem börnin sjá um sig sjálf sé við þeirra hæfi. Jafnvel fréttatíminn er uppfullur af efni sem hrellir börnin og svo er foreldrum kennt um ef börnin sjá það. Spurningin hver sér um börnin er flókin því umönnum barna er að vissu leyti ábyrgð samfélagsins í heild. Kristín Eva Þórhallsdóttir -[email protected] Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Í brennidepli Kristín Eva Þórhallsdóttir Mest lesið Tryggjum Svandísi á þing Hópur stuðningsfólks Svandísar Svavarsdóttur Skoðun Skilur Kristrún ekki, að stærð kökunnar er mál nr. 1? Ole Anton Bieltvedt Skoðun Vók er vont – frambjóðandi XL kærður til lögreglu Kári Allansson Skoðun Hvar ertu Auddi Blö: Opið bréf til Bjarna Ben frá sérfræðingi Ásta Kristín Pjetursdóttir Skoðun Ekki láta Sjálfstæðisflokkinn ljúga að þér Dóra Björt Guðjónsdóttir Skoðun Greinin sem þú verður að lesa áður en þú ferð á kjörstað Bessí Þóra Jónsdóttir Skoðun Flokkur í felulitum Björn Gíslason Skoðun Nýtt húsnæðislánakerfi að danskri fyrirmynd? Jónas Már Torfason Skoðun Braggablús Ölmu Eyþór Kristleifsson Skoðun Breytum þessu saman! Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Af hverju Viðreisn? Eva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Pólitískar ofsóknir í aðdraganda Alþingiskosninga Eldur S. Kristinsson skrifar Skoðun Talk about timing – degi fyrir kjördag Yngvi Sighvatsson skrifar Skoðun Hjarta og sál Heiðdís Geirsdóttir skrifar Skoðun ESB andstæðingar blekkja Íslendinga Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn: Fyrir budduna þína og framtíðina Gísli Stefánsson skrifar Skoðun Eldra fólk þarf Jóhann Pál sem félagsmálaráðherra – nema kannski þeir auðugustu Viðar Eggertsson skrifar Skoðun Að mynda ríkisstjórn - skipulagt val til vinstri Hlynur Már Ragnheiðarson skrifar Skoðun Viðreisn: öfgalaus nálgun fyrir öfgalaust samfélag Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Kleppur er víða Ragnheiður Kristín Finnbogadóttir skrifar Skoðun Að geta lesið sér mennsku til gagns Diljá Ámundadóttir Zoëga skrifar Skoðun Börðust afar okkar til einskis í Þorskastríðinu? Hugleiðing um ESB Haukur Ingi S. Jónsson skrifar Skoðun Á ferð um Norðvesturkjördæmi Arna Lára Jónsdóttir,Hannes Sigurbjörn Jónsson,Jóhanna Ösp Einarsdóttir,Magnús Eðvaldsson skrifar Skoðun Stöndum vörð um íslenska fjölmiðla Óli Valur Pétursson skrifar Skoðun Lögfestum félagsmiðstöðvar Guðmundur Ari Sigurjónsson,Friðmey Jónsdóttir skrifar Skoðun Flokkar sem vara við sjálfum sér Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Hver bjó til ehf-gat? Sigríður Á. Andersen skrifar Skoðun Lausnir eða kyrrstaða í húsnæðismálum Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Aðventan – njóta eða þjóta? Hrund Þrándardóttir skrifar Skoðun Við kjósum blokkir Kjartan Valgarðsson skrifar Skoðun Er einhver að hlusta? Hópur 143 Seyðfirðinga skrifar Skoðun Tryggjum öruggt ævikvöld Brynjar Níelsson skrifar Skoðun Hverjir verja almannahagsmuni? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Stúlka frá Gaza sem að missti allt Asil Jihad Al-Masri skrifar Skoðun Kjósum með mannréttindum á laugardaginn Bjarndís Helga Tómasdóttir,Kári Garðarsson skrifar Skoðun Greinin sem þú verður að lesa áður en þú ferð á kjörstað Bessí Þóra Jónsdóttir skrifar Skoðun Pólitík í pípum sem leka Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar Skoðun Nýtt húsnæðislánakerfi að danskri fyrirmynd? Jónas Már Torfason skrifar Skoðun Já ráðherra Karl Arnar Arnarson skrifar Skoðun Höldum okkur á dagskrá Hópur fólks innan íþróttahreyfingarinnar skrifar Sjá meira
Flestir foreldrar eru útivinnandi og börn eru í dagvist meira og minna frá 6 mánaða aldri í 9 klukkustundir á dag. Þetta er mörgum áhyggjuefni. Ekki er hægt að efast um að samvist barna við foreldra sína er allt annars eðlis heldur en við kennara eða aðra gæsluaðila og spurning er hvort þeir örfáu klukkutímar sem foreldrar og börn fái saman sé nægilegur tími. Erfitt er að svara þeirri spurningu þar sem að vissu leyti er þetta staða sem er nýtilkomin, því ekki þarf að fara langt aftur í tímann til að sjá allt aðra hætti. Þá voru börn meðal annars mikið til hálfan daginn á leikskóla og mæður þá heimavinnandi eða í vinnu hálfan daginn. Vissulega var það jafnréttisbaráttan sem breytti mörgu en stigið er á hálan ís ef fara á að kenna henni alfarið um. Jafnvel má líta á hana sem framfaraskref þar sem feðrum er gefið tækifæri til að vera aðilinn sem sér um heimili og börn án þess að það þyki á nokkurn hátt óeðlilegt. Ríkjandi viðhorf um lífsstíl leggja þær kröfur á hina fullorðnu að sinna líkamsrækt, eiga fallegt heimili, vera smart, eiga góða vini, njóta skemmtunar og stefna að starfsframa. Ekki er víst að jafnréttisbaráttan hafi hrint af stað þessum kröfum, því einnig má merkja gífurlega áherslu á frelsi einstaklingins á síðustu árum. Hinsvegar er það spurning hvort samfélagslega sé hægt að líta á barnafjölskyldu sem hóp einstaklinga því athafnir eins aðila í fjölskyldunni hafa alltaf áhrif á hina. Og ef til vill er kominn tími til að leggja áherslu á frelsi fjölskyldunnar? En frelsi virðist ætíð koma á kostnað frelsis og spurning er hverju á að fórna til að fjölskyldan komist í forgang. Börnin eyða mestum tíma sínum í umsjá kennara eða gæsluaðila. Aftur á móti má ekki gleyma því að nálægð við aðra manneskju sækja þau yfirleitt í félagsskap við jafnaldra sína og í raun eru börnin oftast með öðrum börnum, sem er alls ekki slæmt. Hinsvegar eru börn börn og þurfa á foreldrum að halda, það er ekkert flóknara en það. Rannsóknir hafa jafnvel sýnt að helsta fyrirmynd barna eru foreldrar þeirra en ekki kennarar, þó svo kennarinnn sé sá sem kennir þeim eitt og annað þá er lexían um að vera maður falin foreldrum. Að mörgu leyti er foreldrum gert erfitt fyrir, fjölmiðlar eiga greiða leið að heimilinu og foreldrar eru ekki með börnum sínum öllum stundum. Þegar heim er komið eftir langan vinnudag setjast börnin framan við sjónvarpið eða tölvuna og una sér þar löngum stundum. Foreldrar geta ekki treyst á að það efni sem er í boði í sjónvarpinu á þeim tíma sem börnin sjá um sig sjálf sé við þeirra hæfi. Jafnvel fréttatíminn er uppfullur af efni sem hrellir börnin og svo er foreldrum kennt um ef börnin sjá það. Spurningin hver sér um börnin er flókin því umönnum barna er að vissu leyti ábyrgð samfélagsins í heild. Kristín Eva Þórhallsdóttir -[email protected]
Skoðun Eldra fólk þarf Jóhann Pál sem félagsmálaráðherra – nema kannski þeir auðugustu Viðar Eggertsson skrifar
Skoðun Börðust afar okkar til einskis í Þorskastríðinu? Hugleiðing um ESB Haukur Ingi S. Jónsson skrifar
Skoðun Á ferð um Norðvesturkjördæmi Arna Lára Jónsdóttir,Hannes Sigurbjörn Jónsson,Jóhanna Ösp Einarsdóttir,Magnús Eðvaldsson skrifar