Hvað liggur Dönum á hjarta? Guðmundur Magnússon skrifar 7. janúar 2005 00:01 Dagblöð endurspegla víðast hvar þjóðfélagsumræðu viðkomandi lands. Blöð í enskumælandi löndum birta daglega bréf þar sem lesendur leggja orð í belg um málefni líðandi stundar. Aðeins eru birt örfá bréf af mörgum sem berast. Á Norðurlöndum birta blöðin einnig lengri greinar frá lesendum; yfirleitt eru það greinar sem skrifaðar eru af fólki sem fylgist af lífi og sál með "umræðunni" hverju sinni og tilheyrir stétt svokallaðra menntamanna.. Sá skemmtilegi dagblaðasiður á Íslandi að birta greinar frá Jóni og Gunnu, venjulegu alþýðufóki, þekkist óvíða utanlands. Sumum finnst sú venja til marks um styrka stöðu lýðræðis á Íslandi; öðrum kann að finnast þetta oftar en ekki daður við skoðanir sem í besta falli eru vel meint rugl. Kannski liggur svo sannleikurinn einhvers staðar þar á milli. Í Danmörku birta dagblöðin aðsent efni frá lesendum eins og hér á landi. Þau geta aðeins birt örfá bréf og greinar af miklum fjölda sem berst. Eins og margir íslenskir lesendur danskra blaða munu kannast við eru þær greinar sem fá náð fyrir augum ritstjórnarfulltrúa viðkomandi blaða yfirleitt skrifaðar af háskólafólki, stjórnmálamönnum eða fólki með sérþekkingu á tilteknum sviðum. Það er nánast óþekkt að sjá langa grein eftir Jón Jónsson alias Lars Petersen í dönsku blaði. Á fjörur Vísis rak grein í danska dagblaðinu Politiken þar sem gerð er úttekt á aðsendum greinum í blaðinu á síðasta ári, 2004. Politiken er merkilegt og aldurhnigið blað og ætla verður að umræðan sem fram fer á síðum þess endurspegli í grófum dráttum þjóðfélagsumræðuna í Danmörku. Per Michael Jespersen fulltrúi ritstjóra segir í umfjöllun um málið að hvorki fleiri né færri en 20 þúsund lesendurPolitiken hafi í fyrra sent blaðinu bréf eða grein til birtingar. Það eru um fimm hundruð innleggg á viku, yfir sjötíu á dag! Það er nokkur aukning frá árinu 2003 þegar Politiken fékk 18.500 innlegg. Það liggur í augum uppi að ekki er hægt að birta nema brot af þessu efni. Og augljóslega þarf fleiri en einn starfsmann til að taka á móti pósti af þessu tagi og ritstýra efninu til birtingar.Hvað liggur þessu fólki á hjarta? Um hvað er það að skrifa? Jespersen finnst athyglisvert hve margir lesendur eru uppteknir af orðum og hugtökum; blaðinu bárust 150 innlegg þar sem rætt var um danska tungu og orðfæri manna í opinberum umræðum. Dönum stendur greinilega ekki á sama um það hvernig menn nota tunguna, hvaða orð menn beita fyrir sig. Þetta efni er af margvíslegu tagi, t.d. fer það í taugarnar á mörgum lesendum þegar blöðin birta slanguryrði, erlend orð eða þegar farið er rangt með orð og hugtök á síðum blaðanna. Það efni sem flestir skrifuðu um í Politiken var málefni útlendinga. Heita má enda að um annað sé vart talað í Danmörku um þessar mundir. Eins og mörgum er kunnugt hafa orðið gífurleg sinnaskipti í afstöðu Dana til útlendinga sem setjast vilja að í landinu . Um 1.200 innleg bárust til blaðsins um þennan málaflokk. Til umræðu voru sérstaklega hin nýju útlendingalög Dana, sem íslensk stjórnvöld hafa að nokkru leyti tekið sér til fyrirmyndar; til að mynda var hin svokallaða 24 ára regla, sem við tókum eftir Dönum, eitt heitasta deilumálið á síðum dönsku blaðanna í fyrra. Varð gríðarleg aukning á skrifum um þetta efni undir lok ársins í kjölfar morðsins á Theo van Gogh í Hollandi. Voru þá takmörk tjáningarfrelsisins á Vesturlöndum í deiglunni. Næst á eftir útlendingamálum voru mennta- eða skólamál helsta hugðarefni lesenda sem lögðu orð í belg. Flestir þeirra voru voru raunar kennarar eða námsmenn. Eitt þúsund innlegg um þetta efni bárust til Politiken. Mikil aukning varð á skrifum um þennan málaflokk þegar niðurstöður PISA-rannsóknarinnar frá OECD bárust í haust en það mál kom einnig til umræðu hér á landi eins og einhverjir muna kannski. Auk PISA-málsins ræddu Danir undir þessum flokki einkum spurninguna um hvaða höfunda bóka og menningarframleiðslu af öðru tagi (listamenn, arkitekta, hönnuði etc.) danskir skólanemendur ættu að þekkja. Sýndist sitt hverjum eins og gefur að skilja. Í þriðja sæti Politiken yfir helstu hugðarefni lesenda blaðsins koma málefni Evrópusambandsins. Gat nú verið! Um það bárust 850 innlegg - tvöfalt fleiri en árið áður. Rætt var um aðild Tyrklands að sambandinu, nýju framkvæmdastjórnina og fyrirhugaða stjórnarskrá svo nokkuð sé nefnt.Íraksstríðið, sem var helsta umræðuefni lesenda árið 2003, var í fjórða sætinu í fyrra, 800 innlegg bárust. Menn ræddu hlut Dana í stríðinu, pyntingar í fangelsum, umsátrtið um Fallujah, hlutverk Sameinuðu þjóðanna og svo framvegis. Svo voru ótal önnur mál til umræðu, til dæmis málefni samkynhneigðra (sérstaklega spurningin um rétt þeirra til að ganga í hjónaband) og konungsfjölskyldan var sífellt tilefni til hugleiðinga. Einnig var rætt um sveitarfélagsmálefni, danska ríkisútvarpið, skattamál, umferðarmál, vændi, barnauppeldi og þannig mætti áfram telja.Svona var þá þjóðfélagsumræðan í Danmörku í fyrra eins og hún endurspeglaðist á síðum Politiken. Var hún öðru vísi Íslandi? Um það hefur engin skipuleg könnun verið gerð sem við vitum um. En þeir sem lesa íslensk dagblöð af athygli geta auðveldlega rifjað upp hvað var helst til umræðu á síðum þeirra í fyrra. Um ekkert eitt mál voru jafn margar greinar birtar í Fréttablaðinu og Morgunblaðinu og um fjölmiðlafrumvarpið sáluga. Þar næst er líklegt að Íraksstríðið og aðild Íslendinga að því hafi komið. Í þriðja sæti má vera að heimastjórnarafmælið hafi lent. En ekki er ólíklegt að hefðbundin umræðuefni íslensks samfélags hafi verið á næstu grösum: kvótakerfið, samgöngumál, byggðamál og kjaramálin. Síðast nefndu málin fengu að sjálfsögðu mikla athygli á haustmánuðum meðan kennaraverkfallið stóð yfir. Talsvert var einnig skrifað um útlendingamál en líklega hlutfallslega mun minna en í Danmörku. Evrópumál voru að venju til umræðu en ekki verður sagt að sú umræða hafi verið umsvifamikil. Í heildina tekið má kannski segja að umræðuefni okkar Íslendinga í dagblöðunum hafi meira snúið að innri málefnum íslensks þjóðfélags, mörgum raunar mikilvægum, en umræðuefni Dana frekar beinst að evrópskum og alþjóðlegum málefnum og svo hreinum þjóðernismálum eins og stöðu útlendinga í landinu.Guðmundur Magnússon -[email protected] Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Guðmundur Magnússon Í brennidepli Mest lesið Tryggjum Svandísi á þing Hópur stuðningsfólks Svandísar Svavarsdóttur Skoðun Skilur Kristrún ekki, að stærð kökunnar er mál nr. 1? Ole Anton Bieltvedt Skoðun Vók er vont – frambjóðandi XL kærður til lögreglu Kári Allansson Skoðun Hvar ertu Auddi Blö: Opið bréf til Bjarna Ben frá sérfræðingi Ásta Kristín Pjetursdóttir Skoðun Flokkur í felulitum Björn Gíslason Skoðun Ekki láta Sjálfstæðisflokkinn ljúga að þér Dóra Björt Guðjónsdóttir Skoðun Greinin sem þú verður að lesa áður en þú ferð á kjörstað Bessí Þóra Jónsdóttir Skoðun Nýtt húsnæðislánakerfi að danskri fyrirmynd? Jónas Már Torfason Skoðun Braggablús Ölmu Eyþór Kristleifsson Skoðun Höldum okkur á dagskrá Hópur fólks innan íþróttahreyfingarinnar Skoðun Skoðun Skoðun Kosningalimran 2024 Arnar Ingi Ingason,Freyr Snorrason skrifar Skoðun Viðreisn ætlar að forgangsraða – nýta skattfé miklu betur Þorvaldur Ingi Jónsson skrifar Skoðun Sigrar vinnast – spár bregðast Þorvaldur Örn Árnason skrifar Skoðun Af hverju Viðreisn? Eva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Pólitískar ofsóknir í aðdraganda Alþingiskosninga Eldur S. Kristinsson skrifar Skoðun Talk about timing – degi fyrir kjördag Yngvi Sighvatsson skrifar Skoðun Hjarta og sál Heiðdís Geirsdóttir skrifar Skoðun ESB andstæðingar blekkja Íslendinga Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn: Fyrir budduna þína og framtíðina Gísli Stefánsson skrifar Skoðun Eldra fólk þarf Jóhann Pál sem félagsmálaráðherra – nema kannski þeir auðugustu Viðar Eggertsson skrifar Skoðun Að mynda ríkisstjórn - skipulagt val til vinstri Hlynur Már Ragnheiðarson skrifar Skoðun Viðreisn: öfgalaus nálgun fyrir öfgalaust samfélag Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Kleppur er víða Ragnheiður Kristín Finnbogadóttir skrifar Skoðun Að geta lesið sér mennsku til gagns Diljá Ámundadóttir Zoëga skrifar Skoðun Börðust afar okkar til einskis í Þorskastríðinu? Hugleiðing um ESB Haukur Ingi S. Jónsson skrifar Skoðun Á ferð um Norðvesturkjördæmi Arna Lára Jónsdóttir,Hannes Sigurbjörn Jónsson,Jóhanna Ösp Einarsdóttir,Magnús Eðvaldsson skrifar Skoðun Stöndum vörð um íslenska fjölmiðla Óli Valur Pétursson skrifar Skoðun Lögfestum félagsmiðstöðvar Guðmundur Ari Sigurjónsson,Friðmey Jónsdóttir skrifar Skoðun Flokkar sem vara við sjálfum sér Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Hver bjó til ehf-gat? Sigríður Á. Andersen skrifar Skoðun Lausnir eða kyrrstaða í húsnæðismálum Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Aðventan – njóta eða þjóta? Hrund Þrándardóttir skrifar Skoðun Við kjósum blokkir Kjartan Valgarðsson skrifar Skoðun Er einhver að hlusta? Hópur 143 Seyðfirðinga skrifar Skoðun Tryggjum öruggt ævikvöld Brynjar Níelsson skrifar Skoðun Hverjir verja almannahagsmuni? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Stúlka frá Gaza sem að missti allt Asil Jihad Al-Masri skrifar Skoðun Kjósum með mannréttindum á laugardaginn Bjarndís Helga Tómasdóttir,Kári Garðarsson skrifar Skoðun Greinin sem þú verður að lesa áður en þú ferð á kjörstað Bessí Þóra Jónsdóttir skrifar Skoðun Pólitík í pípum sem leka Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar Sjá meira
Dagblöð endurspegla víðast hvar þjóðfélagsumræðu viðkomandi lands. Blöð í enskumælandi löndum birta daglega bréf þar sem lesendur leggja orð í belg um málefni líðandi stundar. Aðeins eru birt örfá bréf af mörgum sem berast. Á Norðurlöndum birta blöðin einnig lengri greinar frá lesendum; yfirleitt eru það greinar sem skrifaðar eru af fólki sem fylgist af lífi og sál með "umræðunni" hverju sinni og tilheyrir stétt svokallaðra menntamanna.. Sá skemmtilegi dagblaðasiður á Íslandi að birta greinar frá Jóni og Gunnu, venjulegu alþýðufóki, þekkist óvíða utanlands. Sumum finnst sú venja til marks um styrka stöðu lýðræðis á Íslandi; öðrum kann að finnast þetta oftar en ekki daður við skoðanir sem í besta falli eru vel meint rugl. Kannski liggur svo sannleikurinn einhvers staðar þar á milli. Í Danmörku birta dagblöðin aðsent efni frá lesendum eins og hér á landi. Þau geta aðeins birt örfá bréf og greinar af miklum fjölda sem berst. Eins og margir íslenskir lesendur danskra blaða munu kannast við eru þær greinar sem fá náð fyrir augum ritstjórnarfulltrúa viðkomandi blaða yfirleitt skrifaðar af háskólafólki, stjórnmálamönnum eða fólki með sérþekkingu á tilteknum sviðum. Það er nánast óþekkt að sjá langa grein eftir Jón Jónsson alias Lars Petersen í dönsku blaði. Á fjörur Vísis rak grein í danska dagblaðinu Politiken þar sem gerð er úttekt á aðsendum greinum í blaðinu á síðasta ári, 2004. Politiken er merkilegt og aldurhnigið blað og ætla verður að umræðan sem fram fer á síðum þess endurspegli í grófum dráttum þjóðfélagsumræðuna í Danmörku. Per Michael Jespersen fulltrúi ritstjóra segir í umfjöllun um málið að hvorki fleiri né færri en 20 þúsund lesendurPolitiken hafi í fyrra sent blaðinu bréf eða grein til birtingar. Það eru um fimm hundruð innleggg á viku, yfir sjötíu á dag! Það er nokkur aukning frá árinu 2003 þegar Politiken fékk 18.500 innlegg. Það liggur í augum uppi að ekki er hægt að birta nema brot af þessu efni. Og augljóslega þarf fleiri en einn starfsmann til að taka á móti pósti af þessu tagi og ritstýra efninu til birtingar.Hvað liggur þessu fólki á hjarta? Um hvað er það að skrifa? Jespersen finnst athyglisvert hve margir lesendur eru uppteknir af orðum og hugtökum; blaðinu bárust 150 innlegg þar sem rætt var um danska tungu og orðfæri manna í opinberum umræðum. Dönum stendur greinilega ekki á sama um það hvernig menn nota tunguna, hvaða orð menn beita fyrir sig. Þetta efni er af margvíslegu tagi, t.d. fer það í taugarnar á mörgum lesendum þegar blöðin birta slanguryrði, erlend orð eða þegar farið er rangt með orð og hugtök á síðum blaðanna. Það efni sem flestir skrifuðu um í Politiken var málefni útlendinga. Heita má enda að um annað sé vart talað í Danmörku um þessar mundir. Eins og mörgum er kunnugt hafa orðið gífurleg sinnaskipti í afstöðu Dana til útlendinga sem setjast vilja að í landinu . Um 1.200 innleg bárust til blaðsins um þennan málaflokk. Til umræðu voru sérstaklega hin nýju útlendingalög Dana, sem íslensk stjórnvöld hafa að nokkru leyti tekið sér til fyrirmyndar; til að mynda var hin svokallaða 24 ára regla, sem við tókum eftir Dönum, eitt heitasta deilumálið á síðum dönsku blaðanna í fyrra. Varð gríðarleg aukning á skrifum um þetta efni undir lok ársins í kjölfar morðsins á Theo van Gogh í Hollandi. Voru þá takmörk tjáningarfrelsisins á Vesturlöndum í deiglunni. Næst á eftir útlendingamálum voru mennta- eða skólamál helsta hugðarefni lesenda sem lögðu orð í belg. Flestir þeirra voru voru raunar kennarar eða námsmenn. Eitt þúsund innlegg um þetta efni bárust til Politiken. Mikil aukning varð á skrifum um þennan málaflokk þegar niðurstöður PISA-rannsóknarinnar frá OECD bárust í haust en það mál kom einnig til umræðu hér á landi eins og einhverjir muna kannski. Auk PISA-málsins ræddu Danir undir þessum flokki einkum spurninguna um hvaða höfunda bóka og menningarframleiðslu af öðru tagi (listamenn, arkitekta, hönnuði etc.) danskir skólanemendur ættu að þekkja. Sýndist sitt hverjum eins og gefur að skilja. Í þriðja sæti Politiken yfir helstu hugðarefni lesenda blaðsins koma málefni Evrópusambandsins. Gat nú verið! Um það bárust 850 innlegg - tvöfalt fleiri en árið áður. Rætt var um aðild Tyrklands að sambandinu, nýju framkvæmdastjórnina og fyrirhugaða stjórnarskrá svo nokkuð sé nefnt.Íraksstríðið, sem var helsta umræðuefni lesenda árið 2003, var í fjórða sætinu í fyrra, 800 innlegg bárust. Menn ræddu hlut Dana í stríðinu, pyntingar í fangelsum, umsátrtið um Fallujah, hlutverk Sameinuðu þjóðanna og svo framvegis. Svo voru ótal önnur mál til umræðu, til dæmis málefni samkynhneigðra (sérstaklega spurningin um rétt þeirra til að ganga í hjónaband) og konungsfjölskyldan var sífellt tilefni til hugleiðinga. Einnig var rætt um sveitarfélagsmálefni, danska ríkisútvarpið, skattamál, umferðarmál, vændi, barnauppeldi og þannig mætti áfram telja.Svona var þá þjóðfélagsumræðan í Danmörku í fyrra eins og hún endurspeglaðist á síðum Politiken. Var hún öðru vísi Íslandi? Um það hefur engin skipuleg könnun verið gerð sem við vitum um. En þeir sem lesa íslensk dagblöð af athygli geta auðveldlega rifjað upp hvað var helst til umræðu á síðum þeirra í fyrra. Um ekkert eitt mál voru jafn margar greinar birtar í Fréttablaðinu og Morgunblaðinu og um fjölmiðlafrumvarpið sáluga. Þar næst er líklegt að Íraksstríðið og aðild Íslendinga að því hafi komið. Í þriðja sæti má vera að heimastjórnarafmælið hafi lent. En ekki er ólíklegt að hefðbundin umræðuefni íslensks samfélags hafi verið á næstu grösum: kvótakerfið, samgöngumál, byggðamál og kjaramálin. Síðast nefndu málin fengu að sjálfsögðu mikla athygli á haustmánuðum meðan kennaraverkfallið stóð yfir. Talsvert var einnig skrifað um útlendingamál en líklega hlutfallslega mun minna en í Danmörku. Evrópumál voru að venju til umræðu en ekki verður sagt að sú umræða hafi verið umsvifamikil. Í heildina tekið má kannski segja að umræðuefni okkar Íslendinga í dagblöðunum hafi meira snúið að innri málefnum íslensks þjóðfélags, mörgum raunar mikilvægum, en umræðuefni Dana frekar beinst að evrópskum og alþjóðlegum málefnum og svo hreinum þjóðernismálum eins og stöðu útlendinga í landinu.Guðmundur Magnússon -[email protected]
Skoðun Eldra fólk þarf Jóhann Pál sem félagsmálaráðherra – nema kannski þeir auðugustu Viðar Eggertsson skrifar
Skoðun Börðust afar okkar til einskis í Þorskastríðinu? Hugleiðing um ESB Haukur Ingi S. Jónsson skrifar
Skoðun Á ferð um Norðvesturkjördæmi Arna Lára Jónsdóttir,Hannes Sigurbjörn Jónsson,Jóhanna Ösp Einarsdóttir,Magnús Eðvaldsson skrifar